Morgunblaðið - 23.03.2017, Side 13

Morgunblaðið - 23.03.2017, Side 13
1 6 -0 2 5 0 -H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Nærandi millimál …er létt mál Gríptu með þér gríska jógúrt eða kotasælu Léttmál frá MS eru bragðgóðar nýjungar með hreinum grunni og hollum og stökkum toppi. Grísk jógúrt með döðlum, möndlum og fræjum eða kotasæla með berjum og möndlum. möndlur sólblómafræ chiafræ döðlur grísk jógúrt graskersfræ Morgunblaðið/Atli Vigfússon Reisuleg bygging Gamla skólahúsið, sem áður var Húsmæðraskólinn á Laugum í Þingeyjarsveit, setur sterkan svip á umhverfið. Skólastarf hófst í húsinu árið 1929. mannsíbúð sem væri leigð út. Hins vegar er það líka vandi, því það er ekki sama hvernig gengið er um þau húsakynni sem þarna eru eða þá muni sem húsið geymir. Ekki má breyta herbergi Kristjönu skóla- stýru sem stendur óhreyft, ekki heldur Matthildarstofu sem búið er að leggja mikla vinnu í og geymir mikið af jurtalituðu bandi Matt- hildar Halldórsdóttur jurtalit- unarkonu frá Garði í Aðaldal. Ein- hverjir peningar þurfa samt að koma inn og til þess hafa m.a. verið haldin námskeið. Þá voru stofnaðir sjóðir eins og t.d. stólasjóður o.fl. Einnig hefur verið leitað styrkja hjá öðrum aðilum og nú síðast hjá Minjastofnun. Gömul hús þurfa stöðugt viðhald og það er nauðsyn- legt. „Kvenfélögin í dag eru yndis- leg,“ segir Aðalbjörg og brosir. „Nú eru allt önnur viðhorf heldur en þeg- ar ég gekk í kvenfélag. Ungar konur eru með skemmtilegar hugmyndir og þær vilja læra af okkur gömlu konunum. Við þurfum að hugsa um hvað við getum gefið af okkur og hvað kvenfélögin geta gefið okkur. Kvenfélögin þurfa að vera í sífelldri þróun og við eldri konurnar megum ekki vera of íhaldssamar. Þjónusta kvenfélaganna er unnin af fórnfýsi og konurnar hafa þá hugsun að skila samfélaginu því sem það hefur veitt okkur,“ segir hún og er mjög bjart- sýn á að fallegu burstirnar á Hús- mæðraskólanum á Laugum eigi eftir að standa lengi og skólahúsið eigi eftir setja svip á sveitina um ókomna tíð á marga vegu. Athafnakonur F.v. Aðalbjörg Pálsdóttir frá Vallakoti með Söru Hólm, fyrrverandi formanni Kvenfélaga- sambands S-Þing., og Guðlaugu Þorsteinsdóttur sem nú situr í rekstrarnefnd skólans. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARS 2017 Herbergi fyrstu skólastýrunnar, Kristjönu Pétursdóttur frá Gaut- löndum, er varðveitt með öllum innanstokksmunum frá því að hún lést 1946. Hún saumaði flest það sem saumað var þar inni og m.a. veggteppi í lokrekkjunni með kvæði Huldu í rammanum um myndina: Þær vita að vorið kemur, og vefa í dúk og bönd, daganna rós og reini, og regnblá sumarlönd. Þær vefa í lund sína ljósið, sem logar við nótt og ís, lauf sem und klakanum lifir, lind, sem að aldrei frýs. Í herberginu er rúmteppi eftir Helgu Sigurjónsdóttur frá Mið- hvammi í Aðaldal. Hún litaði tog- bandið sjálf og heklaði teppið. Þá eru í herberginu borðstofu- húsgögn o.fl. og málverk úr Mý- vatnssveit eftir Kristínu Jóns- dóttur. Þar er einnig skápur eftir Halldór Víglundsson. Þær vefa í lund sína ljósið sem logar við nótt og ís KRISTJÖNU HERBERGI Herbergi Kristjönu Herbergi fyrstu skólastýrunnar stendur óhreyft með öllum innanstokksmunum; málverkum og hannyrðum og öðrum merkilegum gripum. Kaffiveitingar Konurnar sem sáu um kaffiveitingarnar á samverustundinni. F.v. Karen Ólína Hannesdóttir, Elín Hólmfríður Gunnlaugsdóttir og Helga María Ólafsdóttir. Eftir 1970 varð snögg breyting á viðhorfi fólks til húsmæðra- skólanna og fór að- sókn stór- minnkandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.