Morgunblaðið - 23.03.2017, Síða 41

Morgunblaðið - 23.03.2017, Síða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARS 2017 » Kvartett saxófónleikarans Ólafs Jónssonar kom fram á tónleikum Jazz-klúbbsins Múlans á Björtuloftum í Hörpu í gærkvöldi en auk Ólafs skipa kvartettinn Eyþór Gunnarsson á píanó, Þorgrímur Jónsson á bassa og trommuleikarinn Scott McLemore. Efnisskráin samanstóð að mestu af frumsaminni tónlist eftir Ólaf auk vel val- inna laga eftir nokkra af djassmeisturum samtímans. Kvartettinn heldur í hljóðver í lok apríl til að taka upp fyrstu sólóplötu Ólafs sem kemur út í ágúst. Kvartett Ólafs Jónssonar hélt tónleika á vegum Jazzklúbbsins Múlans í Hörpu Gleði Júlía Birna og Elín Margrét Ólafsdætur og Þorbjörg Gunnarsdóttir skemmtu sér vel. Kæti Steinar Björnsson og Þorkell Guðfinnsson léku við hvern sinn fingur og brostu breitt. Tónleikar Kvartett Ólafs Jónssonar fór á kostum og skemmti gestum á Björtuloftum í Hörpu í gærkvöldi. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sýning á verkum eftir Jón Eng- ilberts verður opnuð í Smiðjunni listhúsi, Ármúla 36, í dag kl. 16 en á henni verða sýnd 20 verk eftir Jón sem hafa aldrei verið sýnd áður og eiga sameiginlegt að fjalla um ást. „Það er ánægjulegt að setja upp sýningu með verkum Jón Engilberts enda er hann einn af þekktustu lista- mönnum þjóðarinnar. Þetta eru verk með blandaðri tækni frá ár- unum 1955 til1960 og innihaldið í þeim öllum er ástin. Verkin koma úr dánarbúi listamannsins og hafa aldr- ei verið sýnd áður. Það er alltaf mik- ill áhugi á myndum eftir Jón Engil- berts,“ er haft eftir Bjarna Sigurðs- syni, eiganda Smiðjunnar listhúss, í tilkynningu. Jón Engilberts fæddist í Reykja- vík árið 1908 og lést 1972. Hann nam myndlist hjá Muggi og í Kaup- mannaöfn og Osló, hélt sína fyrstu sýningu af mörgum hér á landi árið 1942 og nutu verk hans vinsælda. Sýningin stendur til 6. apríl nk. Ung ást Eitt af verkum Jóns Engilberts á sýningunni. Verk sem hafa aldrei verið sýnd áður Er bíllinn tilbúinn fyrir páskafríið TUDOR TUDOR TUDOR er hannaður til þess að þola það álag sem kaldar nætur skapa. Forðastu óvæntar uppákomur. Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta Veldu öruggt start me ð TUDOR Miðasala og nánari upplýsingar 5% SÝND KL. 10.30 SÝND KL. 5.15, 10.15 SÝND KL. 6 SÝND KL. 8, 10.35 SÝND KL. 8 SÝND KL. 5.40

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.