Morgunblaðið - 23.03.2017, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.03.2017, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARS 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Enn og afturhefurhryðju- verk verið framið í einni af stór- borgum Evrópu. Að þessu sinni var það Lond- on, höfuðborg Bretlands, sem varð fyrir barðinu á öfga- mönnum þegar bíl var ekið á miklum hraða yfir fólk á Westminster-brú við breska þinghúsið, áður en ökumað- urinn keyrði á grindverk, réðst að fólki með tveimur hnífum, og reyndi að komast inn í þinghúsið. Áður en hann komst þang- að inn skaut lögreglan hann en honum tókst áður en hann var felldur að stinga til ólífis einn lögreglumann sem reyndi að aftra honum inn- göngu. Tugir annarra, sumir með mjög alvarlega áverka, voru fluttir á sjúkrahús, og að minnsta kosti þrír vegfar- endur féllu. Rýma þurfti nágrenni breska þingsins og þingmenn sjálfir biðu í þingsalnum löngu eftir að fundi hafði ver- ið slitið vegna árásarinnar. Theresa May forsætisráð- herra var þó sögð örugg. Henni var ekið á ofsahraða í burtu frá þinghúsinu strax eftir árásina, en lögreglan í London var fljót að lýsa því yfir að hún liti á verknaðinn sem hryðjuverk, þar til annað kæmi í ljós. Við fyrstu sýn er árásar- aðferðin keimlík þeim, sem íslamskir öfgamenn beittu bæði í Nice í Frakklandi og Berlín í Þýskalandi, þar sem farartæki er ekið inn í hóp al- mennra borgara á fjölförnum stað, sem geta sér litla björg veitt þegar ökutækið kemur æðandi. Bílárásir af þessu tagi eru hins vegar ekki ein- skorðaðar við íslamista, þó að tengsl við slíkar öfgar séu tal- in líklegasta útskýringin á árásinni á þessu stigi máls- ins. Þegar þetta er ritað er ekki mikið vitað um árásarmann- inn. Það sem yfirvöld örygg- ismála á Vesturlöndum hafa óttast eru þeir sem starfa einir og eru ekki, formlega í það minnsta, á vegum neinna sérstakra hryðjuverka- samtaka. Mun erfiðara er að verjast árásum slíkra „ein- fara“ en þegar skipulagður hópur reynir að fremja ill- virki sín. En hvernig sem í þann pott er búinn er ljóst að skotmark- ið var ekki valið af handahófi, sjálft þinghús Breta og nágrenni þess, vagga þing- ræðisins og einn af upphafsstöðum þess lýðræðis, sem Vesturlönd kenna sig við. Árásin sem slík var því bein árás á lýðræðið og þau gildi sem Vesturlönd standa fyrir, ekki aðeins í Bretlandi, heldur um víða veröld. Tíma- setning árásarinnar vekur einnig athygli og er tæpast tilviljun. Í gær var eitt ár lið- ið frá hryðjuverkaárásunum í Brussel, höfuðborg Belgíu, þar sem höfuðstöðvar Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins eru staðsettar. Þá er Westminster-brú, þar sem árásin hófst, vinsæll áfangastaður þeirra sem ferðast til London, þaðan sem fá má best útsýni yfir bæði Thames-á og Big Ben- turn þinghússins. Árás- armaðurinn, eða -mennirnir ef hann átti sér vitorðsmenn, gat því átt von á því að fregn- irnar af ódæði sínu myndu berast fljótt og vel til um- heimsins og vekja óhug hvar- vetna. Því miður er viðbúið að það hafi tekist því að þetta atvik mun óhjákvæmilega vekja ótta og óöryggi meðal al- mennra borgara, líkt og árás- ir síðustu misseri hafa gert. Ríki Evrópu hafa mörg verið sett á hæsta viðbúnaðarstig vegna þeirra. Lundúnabúar hafa hins vegar áður þurft að glíma við alvarlegar áskor- anir og komið sterkari und- an. Þeim mun fylgja sá sam- hugur sem fylgt hefur íbúum Parísar, Brussel, Nice, Berl- ínar og fleiri borga Evrópu í kjölfar hryðjuverkanna þar. Sá samhugur er og verður mikilvægt veganesti á þeirri vegferð sem framundan er. Ennfremur er mikilvægt, eins og Theresa May lagði áherslu á í ávarpi sínu fyrir utan Downingstræti 10 í gær- kvöldi, að láta ekki árás sem þessa hindra fólk í að lifa áfram sínu hefðbundna lífi. Þess vegna mun breska þing- ið starfa með hefðbundnum hætti í dag og eru það mik- ilvæg skilaboð til þeirra sem vilja ráðast gegn vestrænum gildum. Þeir verða að skilja og skynja að þrátt fyrir að þeir geti vakið óhug og ótta með illvirkjum sínum, þá geta þeir ekki náð tökum á þeim þjóðfélögum sem þeir hatast við. Enn eitt hryðju- verkið framið í hjarta Evrópu} Árás á lýðræðið og gildi Vesturlanda F yrstu fréttir af sölu á tæplega þriðjungi hluta í Arion banka vöktu jákvæð viðbrögð margra. Enda telst það til stórtíðinda að svo stór hlutur í íslensku fyrirtæki af þessari stærð skipti um hendur. Lengi á und- an höfðu verið fluttar af því fréttir að unnið væri að sölu bankans og það gerði þá atburða- rás enn meira spennandi að meirihlutaeigandi bankans hafði skuldbundið sig til að vinna að sölu hans og ljúka henni fyrir mitt næsta ár. Undanfarna mánuði virtist af fjölmiðlaum- fjöllun að dæma að takturinn væri að herðast og senn drægi til tíðinda af sölunni. Til eru þeir fjölmiðlar hér á landi sem fluttu ítrekað af því fréttir að sala til íslenskra lífeyrissjóða væri á lokametrunum. Búið væri að semja um helstu þætti, svo sem að miðað yrði við 80 aura á hverja krónu eigin fjár, sjóðirnir myndu að líkindum greiða með ríkisskuldabréf- um úr safni sínu og hluturinn sem þeir myndu kaupa væri á bilinu 20-30%. Á meðan á þessum frásögnum annarra fjölmiðla gekk aflaði Morgunblaðið áreiðanlegra upplýsinga úr lífeyris- sjóðakerfinu. Sú saga var á aðra lund. Æ ofan í æ höfðu verið gerðar atlögur að því að draga lífeyrissjóði að samn- ingaborðinu við takmarkaðan áhuga þeirra. Eins og Morgunblaðið hefur skýrt frá strönduðu þessar þreif- ingar jafnan. Meginástæða þess var að verðið þótti hátt og við blasti að taka þyrfti erfiðar ákvarðanir í rekstri bankans til að tryggja að arðsemi fjárfestingarinnar yrði ásættanleg. Það var því nokkuð óvænt þegar í síðustu viku tóku að kvisast frásagnir af því að sala á nær þriðjungi bankans væri á lokasprett- inum. Afrakstur þess kom svo í ljós á sunnu- dagskvöld þegar tilkynnt var um stærstu hlutabréfaviðskipti útlendinga hérlendis frá upphafi. Í ljós kom að kaupendur þessa hlutar eru allir hluthafar í seljandanum, Kaupþingi. Tveir þeirra meira að segja tveir hinir stærstu og höfðu nú allir fjórir fært hags- muni sína úr einum vasa í annan. En hvaða máli skiptir það þótt ryki sé slegið í augu fólks? Það er áleitin spurning sem vaknar í fram- haldinu um hvort mögulegt sé að þarna hafi eigendur Kaupþings ákveðið að hrinda í framkvæmd at- burðarás sem fallin sé til að auka líkur á og hraða því að bankinn seljist. Hvað sem menn segja þá bíða þessir eig- endur Kaupþings eftir því að geta losað fé sitt og innleyst hagnað sinn og haldið sína leið. Það mætti því álykta sem svo að þetta hafi verið tilraun af þeirra hálfu til að hraða leiðinni að markmiði sínu, enda teknir að bila í trúnni á að stjórnendur íslenskra lífeyrissjóða láti tilleiðast að taka þátt í kaupum á bankanum og leysa þá út með gjöfum og þakka þeim fyrir komuna. Eftir stendur spurningin, hvers vegna tóku fjölmiðlar þátt í að afflytja fréttir af sölu bankans til lífeyrissjóða á undanförnum mánuðum og vikum, þegar örfá símtöl hefðu getað leitt í ljós að fyrir þeim var ekki fótur? jonth@mbl.is Jón Þórisson Pistill Nýju fötin keisarans STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is F orsvarsmenn Reykjavík- urborgar, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Mos- fellsbæjar, Garðabæjar og Seltjarnarness hitt- ust í fyrradag á fundi með Þorsteini Víglundssyni, félags- og húsnæðis- málaráðherra, aðstoðarmönnum hans og sérfræðingum ráðuneytisins til að ræða stöðuna í húsnæðismálum á höfuðborgarsvæðinu. Fundinn sátu einnig svæðisskipulagsstjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu (SSH) og forstjóri Íbúða- lánasjóðs. Á fundinum var m.a. ákveðið að Samtök sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu skipi þrjá fulltrúa í starfs- hóp fjögurra ráðherra um aðgerðir í húsnæðismálum. Þorsteinn sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að stjórnvöld vildu samstarf við SSH um að vinna hratt og örugglega áþreifanlegar til- lögur að tíu til tólf verkefnum, sem myndu skila raunverulegum árangri inn á þetta svið. „Það er krísa á fast- eignamarkaðnum og stjórnvöld ætla því að taka höndum saman við sveit- arfélögin, til þess að ná raunveruleg- um árangri. Við vitum að mark- aðnum verður ekki snúið á punkti, en sem betur fer eru mörg verkefni í pípunum, þótt enn vanti talsvert upp á að við náum jafnvægi,“ sagði Þor- steinn. Þorsteinn sagði að horft væri til áþreifanlegra verkefna sem stjórn- völd gætu gripið til, til þess að liðka fyrir, sér í lagi fyrir byggingu hag- kvæmra og lítilla íbúða. „Það viljum við gera í samstarfi við sveitarfélögin og leita leiða til þess að tryggja betra jafnvægi í framboði inn á markaðinn, og að lengra sé horft fram á veginn í þeim efnum,“ sagði ráðherra. Hann bendir á að nú sé verið að breyta lögum um Íbúðalánasjóð og þar eigi að styrkja enn frekar grein- ingarhlutverk sjóðsins. Jafnframt þurfi að taka sameiginlega utan um húsnæðisáætlanir á höfuðborg- arsvæðinu, en í dag sé það þannig að hverju sveitarfélagi fyrir sig sé skylt að gera húsnæðisáætlun. „Við erum að leggja það til að slík verkefni verði sameiginleg hjá sveitarfélög- unum á þessum samvöxnu íbúða- svæðum. „Þá viljum við kanna hvernig við getum mögulega endurskoðað vaxta- og húsnæðisbætur til þess að styðja betur við tekjulægstu hópana og eins hvort við getum einfaldað skipulagslöggjöf, til þess að liðka fyrir nýbyggingum í þéttingarverk- efnunum, því þar eru verkefnin allt of tímafrek, m.a. út af mjög flóknu skipulagsferli,“ sagði Þorsteinn. Ráðherra segir að með vorinu eigi verkefnalisti starfshópsins að liggja fyrir og hópurinn eigi á kom- andi misserum að hrinda í fram- kvæmd verkáætlun, þétt og örugg- lega. Ármann Kr. Ólafsson, bæjar- stjóri Kópavogs, er formaður SSH. „Samstarf sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu við ríkisstjórnina í þessum málum leggst mjög vel í mig,“ sagði Ármann í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann segir að skort hafi í þess- um málum og mörgum öðrum að menn töluðu saman, skiptust á upplýsingum og kæmust að sameiginlegri niðurstöðu. „Sveitarfélögin á höfuð- borgarsvæðinu eru komin með sameiginlegan skilning á því hvernig flokka eigi bygg- ingaframkvæmdir sem fram undan eru og þar með nýtist sú vinna inn í þá vinnu, sem ríkið stendur að,“ sagði Ár- mann. Það er krísa á fast- eignamarkaðinum Morgunblaðið/Árni Sæberg Samstarf Ráðherrahópur ríkisstjórnarinnar og SSH ætla að taka höndum saman til þess að leysa úr bráðahúsnæðisvanda höfuðborgarsvæðisins. Stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) fjallaði á fundi sínum í síðustu viku um húsnæðismál og lóða- framboð, en samantekt um þau mál er nú í vinnslu hjá SSH og voru frumniðurstöður þeirrar samantektar kynntar þar. Fundurinn komst að eftirfar- andi niðurstöðu: „Skrifstofa SSH mun vinna ítarlega töl- fræðisamantekt fyrir stjórn sem innlegg í ofangreinda um- ræðu, en að auki þarf að und- irbúa umræðu um gatnagerð- argjöld og gjaldtöku sveitar- félaganna, möguleika í til- slökun í byggingarreglugerð, ásókn leigufélaga í stofn- framlög ríkisins, byggingar almennra íbúða, mögu- legar breytingar á Airbnb útleigu o.fl. þætti sem áhrif geta haft á sameiginlega niðurstöðu aðila.“ Tilslökun í reglugerð FRUMNIÐURSTÖÐUR SAMANTEKTAR KYNNTAR Þorsteinn Víglundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.