Morgunblaðið - 23.03.2017, Page 30

Morgunblaðið - 23.03.2017, Page 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARS 2017 ✝ Jakobína Þórð-ardóttir var fædd í Reykjavík 9. september 1930. Hún lést á bráða- deild Landspít- alans 13. mars 2017. Foreldrar Jak- obínu voru Þórður Bjartmar Runólfs- son öryggis- málastjóri, d. 1994, frá Saltvík á Kjalarnesi og Sig- ríður Júlíana Gísladóttir hús- móðir, d. 1991, frá Vest- mannaeyjum. Jakobína ólst upp á Hávallagötu 27 í Reykjavík. Bróðir Jakobínu er Runólfur Þórðarson verkfræðingur, f. 1927. Jakobína giftist Jóni Þor- lákssyni lögfræðingi, d. 2016. Foreldrar hans voru Þorlákur Jónsson frá Gautlöndum í Þing- eyjarsýslu og Sigurveig Óla- dóttir frá Bakka í Keldulandi. Jakobína og Jón eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Þórður þau fjóra syni: Birgi, f. 1981, Axel, f. 1989, Ara, f. 1994, og Má, f. 1994. 5) Þorlákur Jóns- son efnafræðingur, f. 1965. Maki hans er Soffía Hrafnkels- dóttir og eiga þau einn son, Eg- il, f. 1989. Barnabarnabörn Jakobínu eru orðin 10 talsins. Jakobína varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1949 og dvaldi í framhald- inu í hálfan vetur í Eugene í Bandaríkjunum við nám. Jak- obína nam tækniteiknun og vann hjá Rarik, Orkustofnun og verkfræðistofum í Reykjavík. Eftir hana eru ýmsar teikn- ingar í þekktustu greinum Sig- urðar Þórarinssonar jarðfræð- ings sem voru leiðandi í öskulagarannsóknum. Þá starf- aði hún við fjármálastjórn og bókhald hjá Úrval Útsýn og Bræðrunum Ormsson, og sem tækniteiknari á skrifstofu gatnamálastjóra í Stokkhólmi í Svíþjóð í 5 ár. Jakobína varð deildarstjóri alþjóðadeildar hjá aðalskrifstofu Rauða Kross Ís- lands frá 1981 og starfaði þar í tæp 20 ár, þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Útför Jakobínu fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 23. mars 2017, klukkan 13. Jónsson eðlisfræð- ingur, f. 1953. Maki hans er Vio- leta Calian. Þórður var áður giftur Sigurlaugu Svein- björnsdóttur og eignuðust þau einn son, Sveinbjörn, f. 1981. 2) Helga Jónsdóttir tölfræð- ingur, f. 1954. Maki hennar er Inge Vivås. Þau eiga saman fjögur börn: Åse, f 1977, Ívar, f. 1980, Tómas, f. 1990, Jakob, f. 1996. 3) Sigríður Jak- obínudóttir hjúkrunarfræð- ingur, f. 1957. Maki hennar er Jakob Magnússon. Fyrri maki Sigríðar er Jón Pétur Ólafsson og eignuðust þau tvö börn: Höskuld, f. 1981, og Guðrúnu, f. 1987. 4) Unnur Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 1959. Maki hennar er Jón Sigfússon. Fyrri maki Unnar var Viðar Birgisson, d. 2004, og eignuðust Mig langar til þess að minnast tengdamóður minnar, Jakobínu Þórðardóttur, með nokkrum orð- um. Tæplega 30 ár eru síðan leiðir okkar lágu fyrst saman, þegar ég kom inn í fjölskylduna sem kær- asta yngri sonar hennar, Þorláks. Mér varð strax ljóst að Jakobína var hörkudugleg og drífandi kona, sem hafði þurft að berjast áfram sem einstæð móðir með stóran barnahóp. Ég var frekar hlédræg og óframfærin í fyrstu en hún tók mér strax vel og smám saman urðu samskiptin nánari og af- slappaðri. Við Þorlákur, ásamt Agli syni okkar, vorum búsett í Bandaríkjunum á þessum fyrstu árum og kom Jakobína í heimsókn til okkar nokkrum sinnum á því tímabili. Dvaldi hún hjá okkur í 2-3 vikur í senn og gafst okkur þá tækifæri til að kynnast ennþá bet- ur. Fannst Agli einnig afar gaman að fá ömmu sína í heimsókn og áttu þau góðar stundir. Eftir að við fluttum heim til Íslands urðu samfundirnir tíðari og kom Jak- obína reglulega í matarboð til okk- ar. Það má segja að hún, ásamt móður minni, hafi verið okkar nánasta fjölskylda og héldum við fimm upp á flestar stórhátíðir og merkisviðburði saman. Við hjónin áttum ýmis sömu áhugamál og Jakobína. Tónlist hefur verið stór þáttur í lífi okkar og fórum við á marga tónleika saman, m.a. hjá Sinfóníuhljóm- sveitinni og Kammermúsík- klúbbnum. Einnig fannst okkur gaman að fara í svokallað óperu- bíó. Ferðalög voru annað sameig- inlegt áhugamál okkar. Jakobína ferðaðist töluvert, bæði heimsótti hún börnin og fjölskyldur þeirra erlendis og einnig brá hún sér í ferðir á suðlægari slóðir, svo sem til Ítalíu, Grikklands og Kýpur. Við störf sín fyrir Rauða Krossinn dvaldi hún oft í Genf og einnig sumarlangt í Eþíópíu. Á síðasta ári fórum við Þorlákur með Jak- obínu til Grikklands, var það ein- staklega ánægjuleg og eftirminni- leg ferð. Við dvöldum bæði í Aþenu og Kalamata, í afar góðu veðri og fallegu landslagi. Okkur grunaði ekki að þetta yrði okkar síðasta ferð saman, en núna get- um við yljað okkur við góðar minningar. Önnur nýleg minning sem kemur upp í hugann er sam- verustundin síðastliðið aðfanga- dagskvöld. Við „fimman“ áttum þá saman afskaplega indæla stund. Var Jakobína einstaklega fín og vel til höfð, en eins og þeir vita sem þekktu hana þá var hún mikill fagurkeri sem hafði bæði gaman af því að klæðast fallegum flíkum og skreyta heimili sitt með listrænum hlutum. Ekki má svo gleyma gæludýrunum, en Jakob- ína var mikil kisukona og átti þær nokkrar í gegnum tíðina, nú síðast bengalköttinn Dreka. Hann fékk hvíldina rétt fyrir síðustu jól, dáð- ist ég þá að því hversu Jakobína tók þeim erfiðleikum með miklu æðruleysi. Annað eftirminnilegt gæludýr hennar var poodlehund- urinn Krummi. Mér finnst ég ríkari að hafa fengið að kynnast Jakobínu og þakka henni fyrir allar góðu stundirnar í gegnum árin. Ég hafði búist við að þær yrðu mun fleiri, því hún var við ágæta heilsu og kom fráfall hennar okkur í opna skjöldu. Móður minni, Guð- rúnu, var afar hlýtt til Jakobínu og sendir hún fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Jakobínu. Soffía. Ríflega aldarfjórðungur er nú liðinn frá því að ég kynntist Jak- obínu tengdamóður minni og er margs að minnast frá þessum ár- um. Strax frá fyrst degi tókust með okkur góð kynni sem aldrei féll skuggi á. Jakobína var reynslumikil kona með mjög vel mótaðar og skýrar skoðanir. Hún var víðsýn og hafði ferðast mikið erlendis, bæði á eigin vegum sem og á vegum vinnunnar og þá sér- staklega á meðan hún starfaði hjá alþjóðadeild Rauða kross Íslands. Ég minnist Jakobínu sem mikils heimsborgara. Við hjónin og fjölskylda áttum margar ógleymanlegar stundir með Jakobínu. Samverustundir í Kaliforníu koma sterkt í huga minn þegar Sigga var þar við nám, heimsóknir Jakobínu til Englands þegar við bjuggum þar, að ógleymdum tíðum ferðum í sum- arbústaðinn okkar í Vaðnesi, þar sem henni fannst alltaf gaman að koma. Allar þessar minningar með henni geymast vel því Jak- obína var sterkur persónuleiki og hafði mjög góða nærveru. Jakobína hafði dálæti á góðum mat og eðalvínum. Það var alltaf ánægjulegt að fá hana í heimsókn, því hún kunni svo vel að meta mat- arboðin. Jakobína var ávallt mjög viðræðugóð og fróð um ólíka hluti. Jakobína hafði mikinn áhuga á arkitektúr, sem og allri hönnun, öllu er varðaði fatnað, innan- stokksmuni og húsbyggingar. Hún var undantekningarlaust mjög fallega klædd. Þá hafði hún einnig sérstakt dálæti á því að breyta hjá sér í uppröðun á inn- anstokksmunum, sem hún gerði mjög reglulega og allt fram á síð- asta dag. Hún hafði mjög næmt auga fyr- ir rými, fyrirkomulagi og litasam- setningum. Þar blómstraði sköp- unargáfa hennar. Þegar við Sigga vorum að byggja sumarbústaðinn okkar lagði hún oft fram góðar til- lögur og ábendingar sem reynd- ust okkur gagnlegar. Nú síðast fyrir nokkrum vikum þegar við vorum að skipuleggja byggingu á gestahúsi skaut hún að okkur hugmyndum sem munu sannar- lega koma að notum. Elsku Jakobína, ég vil þakka þér fyrir góð kynni, tryggan vin- skap og góðar minningar. Jakob Magnússon. Það verða fáir á vegi manns eins og hún amma Jakobína. Ég man þegar ég hitti hana fyrst, svo glæsileg kona. Fasið bar með sér að hún hafði reynt ýmislegt, búið út um allan heim og líka þurft að berjast fyrir sér og sínum. Hún vissi hvað skipti máli í lífinu. Það var að lifa því, og vera með fólkinu sínu. Jakobína bar gáfurnar utan á sér þó hún væri nú ekkert að reyna að flagga þeim sérstaklega. Það var dásamlega gaman að tala við hana og þegar ég var að kynn- ast henni fyrst man ég eftir mann- inum mínum og henni ræða saman um heima og geima og ég hlustaði hugfangin. Steinhissa yfir þessari veraldarvönu konu sem hafði átt fimm börn, farið úr vondri sambúð og alið þau upp ein síns liðs. Kom- ið krökkunum sínum öllum til mennta. Alltaf unnið lengi og mik- ið til þess, og án efa verið klárari en karlinn við hlið hennar, en bar auðvitað minna úr býtum. Svo þegar krakkarnir voru komin á legg flutti hún út í lönd og sinnti meðal annars hjálparstarfi í Afr- íku. Þessi samtöl voru engu lík. Ég var agndofa yfir kraftinum og æðruleysinu. Það var líkt og henni fyndist ekkert sjálfsagðara þó auðvitað hafi ýmislegt oft tekið á. En það var bara brosað kankvíst yfir því, fenginn sér sopi af hvít- vínstárinu, og talið leitt annað. Ég er þakklát fyrir fyrirmynd- ina sem persónuleiki hennar og lífshlaup hefur skilið eftir fyrir okkur hin til að líta til. Svo ótal- margt höfum við af henni lært og sumt náð að tileinka okkur. Við munum sakna ömmu Jakobínu óskaplega mikið. En minning um magnaða konu lifir. Hvíl í friði, kæra. Björt, Birgir og börnin. Enn fækkar, svo sem vænta má, í stúdentahópnum MR-1949. Ýmislegt hefur borið við og margs að minnast á löngu ævi- skeiði okkar Jöggu. Allt byrjaði með því að Þórður Runólfsson, faðir hennar, sem þá var verksmiðjueftirlitsmaður rík- isins, kom á fjölritunarstofu móð- ur minnar í Tjarnargötu 24, þar sem við bjuggum, og hann fól henni margvísleg verkefni fyrir stofnanir sem hann var í forsvari fyrir. Ég var svo sendur með þau full- unnin, ásamt reikningum, stund- um heim til hans á Ásvallagötu 16, eða á skrifstofu hans. Með þeim tókst vinskapur og sendi hann Jakobínu í píanótíma til mömmu. Þangað kom Jagga reglulega um skeið. Löngu síðar, þegar við hittumst á konsertum, minntumst við þessa, og veltum fyrir okkur hvort verið gæti að þá hefði verið lagður grunnur að hennar ævilanga tónlistaráhuga. Ég efaðist þó um það, því Run- ólfur bróðir hennar var bæði áhugamaður og framvörður um tónlist. Hans áhugi hefði vaknað ann- ars staðar. Þannig hefði þetta lík- lega verið eðlislægt. Síðar hittumst við aftur, nú í Menntaskólanum. Kunningsskap- ur varð smám saman að vina- tengslum. Nú hleyp ég yfir mörg ár. Þá störfuðum við Jakobína á áþekk- um sviðum. Hún var starfsmaður Almannavarna ríkisins, hjá þeim merka manni Jóhanni Jakobssyni efnaverkfræðingi. Skrifstofan var til húsa á Skólavörðustíg 12. Þangað átti ég stundum erindi og hitti Jöggu. Stofnunin lenti í sviptivindum stjórn- og heims- mála, ekki í fyrsta, og ekki síðasta sinn. Mig rekur minni til að þar hafi hún loks verið orðin eini starfsmaður þessarar merku stofnunar. Ég spurði hana frétta. Hún sagði, þung í skapi, að stofnunin hefði eiginlega verið lögð niður og gagnasafninu verið sturtað á gólf- ið í flugskýli í Vatnsmýrinni. Ekki get ég sagt að þau átök hafi glatt hana. Enda átti hún fyrir stórri fjöl- skyldu að sjá. Svo liðu árin. Þá sagði hún mér fréttir af starfi sínu hjá Rauða krossinum og hvernig þar gengi og seinna hvernig það hefði endað. Allt bar hún vel, að því er best ég veit. Hún lét sér ekkert fyrir brjósti brenna. Enn síðar hittumst við af og til á tónleikum og óperusýningum, en tónlistaráhugi hennar hélst alla tíð. Þá var félagsstarf okkar sam- stúdenta MR-1949 að aukast og var stundum farið saman til út- landa. Í ferðalögum tók hún þátt, þá er hún kom því við. Enn síðar fórum við að hittast í fjölgandi jarðarförum bekkjarsystkinanna, svo sem fara gerir. Einnig á bekkjar hátíðum. Þá var það undir lokin að við hittumst á biðstofu. Kom hún út frá lækninum sínum, döpur í bragði, því þar hafði hún fengið úrskurð um sjúkdóm sem gæti dregið dilk á eftir sér. Raunin varð sú að hún slapp vel úr þeim hild- arleik og lifði góðu lífi í mörg ár uns að kveðjudegi kom. En við töl- uðum lengi saman og innilega. Fundum ýmislegt úr sameigin- legu lífi og reynslu til að ræða um. Við bekkjarsystkinin, MR-49, eigum á bak góðri bekkjarsystur að sjá, sem stóð sig vel í öldusjó lífsins. Færum við hennar stóru fjölskyldu góðar samúðarkveðjur. Eggert Ásgeirsson. Í dag er jarðsett Jakobína Þórðardóttir, fyrrverandi deildar- stjóri alþjóðasviðs Rauða krossins á Íslandi. Jakobína Þórðardóttir hóf störf hjá Rauða krossinum á Íslandi ár- ið 1983. Hún varð deildarstjóri al- þjóðasviðs félagsins og sinnti því starfi í tæp 20 ár. Eftir að hún lét af því starfi bar hún ábyrgð á þátt- töku Rauða krossins í ýmsum al- þjóðlegum verkefnum, svo sem samvinnu við sænska Rauða krossinn. Hún vann einnig með Alþjóða Rauða krossinum að breytingum til hækkunar aldursmarka vegna þátttöku í hernaði. Henni var mjög umhugað um öryggi og vernd barna. Það varð því með þrautsegju hennar og margra annarra að mikilvægir áfangar náðust í þessum málum, t.d. voru í þessu samhengi gerðar breyting- ar á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Eftir að Rauði krossinn á Ís- landi flutti starfsemi sína í Efsta- leiti 9 varð hún skrifstofustjóri, en sinnti jafnframt áfram alþjóða- tengslum og ýmsum verkefnum þeim tengdum. Hún kom að marg- víslegum öðrum verkefnum fé- lagsins, s.s. landssöfnun varðandi verndun vatnsbóla í Eþíópíu 1988, en það var verkefni félagsins til þriggja ára. Jakobína átti stóran þátt í að koma á stað langtíma þróunar- samstarfi Rauða krossins á Ís- landi við önnur landsfélög, fyrsta samstarfið var við Rauða krossinn í Gambíu. Þá átti hún þátt í að fyrstu sendifulltrúar Rauða kross- ins fóru til hjálparstarfa erlendis. Öllum störfum sínum í þágu Rauða krossins sinnti Jakobína af alúð og dugnaði. Henni eru að leiðarlokum þökkuð störf í þágu mannúðar, hugsjónar sem átti hug hennar og hjarta. Blessuð sé minning Jakobínu Þórðardóttur. Sveinn Kristinsson, formað- ur Rauða krossins á Íslandi. Hún var glæsileg og greind kona hún Jakobína Þórðardóttir, fyrrverandi tengdamóðir mín og mikil vinkona, sem kvaddi án fyr- irvara fyrir rúmri viku. Hún var á 87. aldursári en vel ern, bjó ein án aðstoðar svo að brotthvarf hennar úr þessu lífi kom á óvart. Við kynntumst fyrir margt löngu í gegnum vináttu við Helgu dóttur hennar þegar Jagga, eins og hún var ævinlega kölluð, var ennþá útivinnandi einstæð móðir. Nokk- uð mörgum árum síðar varð hún tengdamóðir mín, og þótt leiðir sonar hennar og mín skildust að á sínum tíma, styrktist vinátta okk- ar frekar en hitt með árunum. Hún heimsótti mig reglulega eftir að ég flutti til Lundúna og heim- sóknir og matarboð voru fastur liður í Íslandsferðum mínum. Hún hafði áhuga á að skoða heiminn og við fórum meðal annars saman í ferð til Costa Rica að hennar frumkvæði og upplifðum þar ýmis ævintýri, allt frá snörpum jarð- skjálfta á elleftu hæð með tilheyr- andi sveiflum á hótelturninum til spriklandi risakrókódíla rétt handan við borðstokkinn á bát sem við sigldum á til að skoða öskurapa. Í heimsókn hennar til mín til Lundúna á árinu 2005 var hún rétt við hornið á neðanjarð- arlestarsprengingunum. „Ég soga ævinlega að mér alls kyns uppá- komur á ferðum mínum,“ sagði hún. Jakobína var sterk kona, bar höfuðið hátt og hafði góða líkams- burði. Hún var smekkleg bæði á klæðnað og innanstokksmuni. Fyrir utan góðar gáfur var henni margt til lista lagt og liggja eftir hana ýmsir munir sem hún hann- aði og bjó til, svo sem glerverk og leirmunir, sumir þeirra rötuðu til mín og sonar míns. Um leið og ég sendi börnum hennar, afkomendum öðrum og tengdabörnum innilegustu sam- úðarkveðjur vil ég þakka Jöggu fyrir fjölda góðra samverustunda og samfylgd í lífinu í meira en fjóra áratugi, hennar verður sakn- að. Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir. Jakobína Þórðardóttir ✝ Jón BenediktRafnkelsson fæddist 19. ágúst 1940 á Dýhól í A- Skaftafellssýslu. Hann lést á heimili sínu að Árnanes- hóli á Hornafirði 23. febrúar 2017. Foreldrar hans voru Rafnkell Jóns- son rafvirki og bóndi, kallaður Keli á Dýhól, fæddur í Árnanesi Nesjum, A-Skaftafellssýslu, 22. apríl 1901. Móðir Jóns var Arn- björg Sveinsdóttir bóndi, fædd á Dallandi í Desjamýrasókn, N- Múlasýslu, 6. desember 1911, látin 4. apríl 1998. Eftirlifandi nkels, eða Kela eins og hann er kallaður, er Nína Rún búsett í Bandaríkjum. 2) Lilja Berglind Jónsdóttir, f. 1969, búsett í Dan- mörku og börn hennar eru Brynja Hólm, f. 1993, Bára Hólm, f. 1995, Baldvin Hólm, f. 2000. 3) Þórir Björn Benedikts- son, f. 1971, og maki hans er Stefanía Weaber, þau eru búsett í Palmeyra USA. Barnabörnin eru sjö og eitt barnabarnabarn. Jón stundaði sjó um tíma og lærði vélsmíði, hann var talinn sá besti logsuðumaður, vand- virkur og þolinmóður. Síðan starfaði hann hjá Vélsmiðju Hornafjarðar og Vélsmiðju Foss þar til hann hætti störfum og sneri sér að andlegum málum. Hann hafði miðilshæfileika til lækninga og hefur hjálpað mörgum hérlendis og erlendis. Það var mikið leitað til hans. Útför Jóns Benedikts hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. eiginkona Jóns er Ásrún Svava Jóns- dóttir, f. 22. apríl 1954. Jón ólst upp á Dýhól ásamt systk- inum sínum sem eru: Guðrún, f. 1934, d. 2016, Sveinn, f. 1944, Rafn Arnar, f. 1945, Guttormur, f. 1949, og Birna Helga, f. 1952. Börn Jóns Benedikts eru: 1) Rafnkell Jóns- son, f. 1964, kvæntur Pálínu Hildi Sigurðardóttur og eiga þau eina dóttur Karítas Láru, f. 1997, fyrir átti Rafnkell tvo syni þá Matthías Þór, f. 1983, og Sæ- þór, f. 1987. Stjúpdóttir Raf- Elsku hjartans Jón, Gúgi, minn, þetta eru erfiðustu skref sem ég hef stígið í lífinu að þurfa að kveðja þig á svona snögglegan hátt. Söknuðurinn ómar enn innra með mér á meðan ég berst við að halda mér gangandi. Að missa þig er sárt. Samband okkar var yndislegt, kærleiks- ríkt, hlýtt og traust. Við vorum eitt. Þú varst mikill dýravinur, hestamaður, veiðimaður, útivist- armaður, glettinn og stríðinn al- gjört náttúrubarn. Æskuárin voru fjörug og góð og margt brallað. Steinka og Bjartmar reyndust þér vel í æsku og þér þótti mikið vænt um þau. Ferðin okkar til Bjössa sonar þíns í nóvember síðastliðnum til Bandaríkjanna var stórkostleg og þú naust þín innilega. Þú fékkst medalíu frá skotveiðifélagi og varst gerður strax að meðlimi og heiðursfélaga. Mæltu fé- lagsmenn með því að við færum ekki aftur til Íslands heldur myndum setjast að og rækta klúbbstarfsemina. Vinur þinn hafði á orði þegar hann heyrði um andlátið: „Jón, þú varst stórkost- lega góður vinur, farewell, com- rade, see you down the road. Blessuð sé minning þín.“ Við eig- um svo góðar og skemmtilegar minningar. Minningin um þig lifir með mér alla tíð, elsku Gúgi minn. Hvíl í friði. Þín eiginkona, Ásrún Svava Jónsdóttir. Jón Benedikt Rafnkelsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.