Morgunblaðið - 23.03.2017, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.03.2017, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARS 2017 FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2016 63 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. www.alno.is EITT ER VÍST: ALNO eldhús er 90 ára í ár Jeroen Dijs- selbloem, forseti ráðherraráðs evruríkjanna, sagðist í gær sjá eftir ummælum, sem hann lét falla í blaðaviðtali um að evruríkin í Suður-Evrópu sóuðu fé sínu í „víf og vín“. Dijsselbloem sagðist hins vegar ekki ætla að segja af sér embættinu en bæði Matteo Renzi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, og Augusto Santos Silva, forsætisráðherra Portú- gals, kröfðust afsagnar hans í gær. Deilam þykir varpa skýru ljósi á ágreining milli norður- og suðurhluta evrusvæðisins þar sem norðurhlutinn vill að ríkin í sunnanverðri álfunni, sem eiga í fjárhagserfiðleikum, skeri niður útgjöld. Uppnám vegna blaðaviðtals Jeroen Dijsselbloem Guðm. Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Skelfing greip um sig í gær í miðborg Lundúna þegar karlmaður ók bíl inn í hóp gangandi vegfarenda á Westmin- sterbrú yfir Thamesá og reyndi síðan að aka í gegnum grindverk við breska þinghúsið. Þar réðist hann á lögreglu- mann með hníf að vopni áður en lög- regla skaut hann til bana. Lögregla segist skilgreina málið sem hryðju- verkaárás en ekkert bendi til annars en að árásarmaðurinn, sem ekki hafði verið nafngreindur í gærkvöldi, hafi verið einn að verki. Seint í gærkvöldi voru fimm látnir og a.m.k. 40 særðir. Mary Creagh, þingmaður Verka- mannaflokksins, sagðist hafa verið að ganga að þinghúsinu þegar skothvellir kváðu við. „Um fjörutíu manns komu hlaupandi á móti mér og hrópuðu: Snúðu við, snúðu við, það var skot- árás,“ sagði hún við blaðamenn. Fjöldi lögreglubíla og sjúkrabíla auk sjúkraþyrlu kom á vettvang og lög- regla girti stórt svæði í nágrenni þing- hússins af. „Þetta var skelfilegt,“ sagði Creagh. Ók á vegfarendur Klukkan var 14.40 þegar árásar- maðurinn ók gráum Hyundai-jepplingi á hóp gangandi vegfarenda á West- minsterbrú. A.m.k.tveir létu þar lífið og margir særðust, þar á meðal þrír lögreglumenn, þrír franskir náms- menn í skólaferð og fimm suður-kór- eskir ferðamenn. Ein kona kastaðist í ána þaðan sem henni var síðan bjarg- að. Árásarmaðurinn ók síðan áfram að þinghúsinu og á grindverk við húsið. Þaðan hljóp hann inn á þinghúslóðina, sveiflaði tveimur hnífum og stakk lög- reglumann, sem varnaði honum för. Lögreglumenn skutu þá þremur skot- um á manninn. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést. Lög- reglumaðurinn, sem var stunginn, lést einnig. Hann hét Keith Palmer, 48 ára, og lætur eftir sig eiginkonu og börn. Rick Longley, sem var staddur við þinghúsið, sagði við Press Association, að hann hefði heyrt háan hvell. „Maður, með stóran hníf í hendi, hljóp síðan framhjá mér og byrjaði að reka hann í lögreglumanninn. Ég trúi þessu varla enn.“ Myndir birtust á samfélagsmiðlum af Tobias Ellwood, aðstoðarutanríkisráð- herra Bretlands, utan við þinghúsið þar sem hann veitti særða lögreglumann- inum skyndihjálp en Ellwood er fyrr- verandi hermaður. „Ég reyndi að stöðva blæðinguna og lífga hann við á meðan ég beið eftir bráðaliðum en ég held að hann hafi ver- ið búinn að missa of mikið blóð,“ sagði Ellwood við blaðið The Sun. „Þetta er mikill harmleikur.“ Fram kom í breskum fjölmiðlum að bróðir Ellwoods lét lífið í hryðjuverka- árás á Bali í Indónesíu árið 2002. Staðurinn engin tilviljun Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, var í þinghúsinu þegar þetta gerðist en hún var þegar flutt á brott. Hún ræddi í kjölfarið við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í síma og stýrði í gærkvöldi fundi breska ör- yggisráðsins. Eftir þann fund sagði May að það væri engin tilviljun að þessi sjúklega og siðlausa árás hefði verið gerð á þessum stað. „Hryðjuverkamað- urinn valdi að ráðast á hjarta höfuð- borgar okkar þar sem fólk af öllum þjóðernum, fulltrúar mismunandi trúarbragða og menningar koma sam- an til að fagna gildum frelsis, lýðræðis og málfrelsis. Við munum aldrei láta undan hryðjuverkamönnum og aldrei leyfa röddum haturs og illsku að sundra okkur,“ sagði hún og bætti við að breska þingið myndi koma saman í dag. Þá sagði hún að viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkahættu yrði ekki hækkað. Fjöldi ferðamanna var við þinghúsið þegar svæðið var rýmt. Fólk var látið yfirgefa rútur og strætisvagna á West- minsterbrú og Parísarhjólið London Eye var stöðvað. Þar þurftu gestir að bíða í þrjá klukkutíma í klefum á hjólinu áður en þeim var hleypt út. Fundum á heimaþingum Skotlands og Wales var frestað þegar fréttir bár- ust af árásinni. Í skoska þinginu var að ljúka umræðu um tillögu um nýja þjóð- aratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skot- lands og til stóð að greiða atkvæði um tillöguna síðdegis í gær. Ekki var ljóst í gær hvort sú atkvæðagreiðsla færi fram í dag. Ekki tilviljun að hryðjuverka- árás var gerð á þennan stað AFP Árás Bíll árásarmannsins við grind- verkið utan um breska þinghúsið.  Fimm látnir og a.m.k. 40 særðust í árás á breska þinghúsið í Lundúnum  Árásarmaðurinn einn að verki Ráðist á breska þingið Westminsterbrú Big Ben Þinghúsið Hlið Klukkan 14:40 Bíl ekið yfir Westminster- brú og á hóp gangandi vegfarenda Bíllinn lendir á grindverki við þinghúsið Lögreglumaður er stunginn og árásar- maðurinn skotinn Þinghúsinu er lokað og þingmönnum sagt að halda sig innandyra 4 1 1 2 3 4 2 3 LUNDÚNIR BRETLAND Nokkrar hryðjuverkaárásir og til- raunir til árása, hafa verið gerðar í Lundúnum á síðustu árum. 7. júlí 2005: Samræmdar sprengjuárásir voru gerðar á sam- göngukerfi Lundúna. Þrjár sprengjur sprungu í jarðlestum og ein í tveggja hæða strætisvagni. 52 létu lífið og 700 særðust. Fjórir breskir íslamistar sprengdu sprengjurnar. 21. júlí 2005: Fjórum sprengjum var komið fyrir í borginni en þær sprungu ekki. 29. júní 2007: Tvær bílsprengjur fundust í London en þær sprungu ekki. 22. maí 2013: Ráðist var á breskan hermann og honum ráðinn bani skammt frá herstöð í suðaust- urhluta London. 5. desember 2015: Maður stakk vegfarendur með sveðju í jarðlest- arstöð og hrópaði: „Þetta er fyrir Sýrland.“ 20. október 2016: Lögregla sprengdi sprengju, sem skilin var eftir í jarðlest á Jublilee-línunni. Engan sakaði og maður, sem kom sprengjunni fyrir, var handtekinn. Mannskæðasta árásin 2005 HRYÐJUVERKAÁRÁSIR Í LUNDÚNUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.