Morgunblaðið - 23.03.2017, Side 10

Morgunblaðið - 23.03.2017, Side 10
Heiðar Ingi Svansson, fram- kvæmdastjóri bókaútgáfunnar Iðnú, segir að mikil óvissa sé um framtíð fyrirtæk- isins, verði breyt- ingar ekki gerð- ar á fyrirkomu- lagi á útgáfu námsbóka fyrir grunn- og fram- haldsskóla. Viðskiptaráð hefur gagnrýnt fyrirkomulagið hvað grunnskóla varðar og sagt það jafnast á við ríkiseinokun og að það dragi úr hvata til framþróunar námsgagna. Í viðtali við Morgunblaðið í gær sagðist Svanhildur M. Ólafsdóttir, formaður Skólastjórafélags Íslands óttast að námsefni yrði dýrara, færi það út á almennan markað. Þarfnast endurskoðunar „Það blasir við að kerfið þarfnast að minnsta kosti endurskoðunar. Við getum hvorki fullyrt að kerfið sem við höfum sé gott eða að það fullnægi þeim kröfum sem við ger- um, að Menntamálstofnun hafi nán- ast einokun á þessum markaði,“ segir Heiðar Ingi. Það þýði þó ekki að leggja eigi Menntamálastofnun niður. „Menntamálastofnun þarf að gegna hlutverki í breyttu fyrir- komulagi. Það þarf að hafa eftirlit og við viljum hafa einhverja stýr- ingu á því hvers konar námsgögn skattpeningar okkar fara í, ein- hverja gæðastjórn,“ segir hann og bætir við að svo gæti verið að mark- aðslegar forsendur ættu mögulega ekki við um allt námsefni sem um ræði. Heiðar Ingi segir að Námsgagna- sjóður, sem ætlaður er grunn- skólum til kaupa á námsefni til við- bótar við það sem Menntamála- stofnun gefur út, sé illa fjár- magnaður, það sé hluti vandans. Aðspurður segist hann telja að námsbækur yrðu ekki dýrari ef námsbækurnar yrðu gefnar út af almennum bókaútgáfum. „Auðvitað þurfa menn alltaf að reyna hlutina til að komast að því hvort það er ódýrara. Við teljum það, miðað við þá fjármuni sem stofnunin hefur fengið, að við séum oft að gefa út bækur með hag- kvæmari hætti, á samkeppnismark- aði,“ segir Heiðar Ingi. jbe@mbl.is Rekstraróvissa viðbúin verði kerf- inu ekki breytt  Telur almennar útgáfur betur til þess fallnar að sinna útgáfu námsbóka Heiðar Ingi Svansson 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARS 2017 Selhella 13 | 221 Hafnarfjörður | Sími 564 1400 | kerfi@kerfi.is | kerfi.is Fagleg & persónuleg þjónusta Dæmi: COSMETAL J-CLASS Kolsýruvatnskælir fyrir kröfuharða 5.500,- án VSK Þjónusta- & leigugjald á mán. Drykkjarlausnir fyrir þitt fyrirtæki Hagkvæmara en þú heldur! FRAMTÍÐARHLJÓMUR Í FERMINGARGJÖF lágmúla 8 · sími 530 2800 Verið velkomin í glæsilega verslun Bang & Olufsen í Lágmúla 8 og heyrið hljóminn. Það breytir öllu. Bluetooth ferðahátalari.Öflugur bluetooth hátalari. Active KR. 53.000,- H2 KR. 26.000,- H6 KR. 43.000,- A1 KR. 34.000,- H5 KR. 37.000,- A2 Framkvæmdir eru hafnar við gatnagerð í nýju hverfi á Húsavík, Holtahverfi, þar sem PCC Seaview Resi- dences verður meðal húsbyggjenda. Hverfið er hugs- að til að létta á húsnæðisskorti á Húsavík og auðvelda bænum að taka á móti nýjum stafsmönnum kísilvers PCC á Bakka. Í hverfinu verða 26 íbúðir og þar verða byggð hús af mismunandi stærðum og gerðum, allt frá einbýlis- húsum til fjölbýlishúsa. Sveitarfélagið Norðurþing hefur skrifað undir samninga við PCC SR um að það byggi 11 parhús með 22 íbúðum nú þegar. Bergur Elías Ágústsson, starfsmaður fyrirtækisins, segir að það sé fyrsti áfangi og hugsanlega verði byggt á fleiri lóðum í framtíðinni. Flutt inn í ágúst eða september „Meginmarkmið okkar er að byggja íbúðir þannig að allt sé til reiðu þegar verksmiðjan hefur fram- leiðslu. Einn liður í því er að auka íbúðaframboð á Húsavík,“ segir Bergur. Hann segir stefnt að því að leigja starfsmönnum íbúðir í byrjun. Ekki sé hægt að fullyrða um hvað framtíðin beri í skauti sér, þegar jafnvægi verði komið á húsnæðismarkaðinn. Félagið geti hugsanlega tekið aðra stefnu og jafnvel selt hluta íbúðanna. PCC SR tekur við íbúðunum þegar sveitarfélagið hefur gengið frá sínum undirbúningi og segir Bergur Elías að íbúðirnar verði tilbúnar til notkunar í ágúst eða september. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Stór stunga Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri, Vilberg Njáll Jóhannesson og Jóhannes G. Einarsson, eigendur Kraftvéla, og Bergur Elías Ágústsson, starfsmaður PCC SR, voru viðstaddir þegar framkvæmdir hófust. Byggt fyrir starfs- menn PCC í nýju hverfi  Gatnagerð hafin í nýju Holtahverfi á Húsavík Verklegt Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri notar tæknina til að taka fyrstu skóflustunguna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.