Morgunblaðið - 23.03.2017, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.03.2017, Blaðsíða 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARS 2017 85 ÁRA Starfsmannafatnaður fyrir hótel og veitingahús Hótelrúmföt og handklæði fyrir ferðaþjónustuna Eigum allt fyrir: • Þjóninn • Kokkinn • Gestamóttökuna • Þernuna • Vikapiltinn • Hótelstjórnandann Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | sími 525 8210 | eddaehf@eddaehf.is | www.eddaehf.is Allt lín fyrir: Hótelið • Gistiheimilið Bændagistinguna • Airbnb Veitingasalinn • Heilsulindina Þvottahúsið • Sérverslunina Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Sálfræðingar vilja meina að við þráum öll að vera bjargað af sterkum, ástrík- um og hugrökkum föður. Ræktaðu líkamann en ekki sleppa að virkja hugann og næra andann. 20. apríl - 20. maí  Naut Smáa letrið segir oft aðra sögu en það stærra svo þú skalt taka þér tíma til þess að lesa það vandlega. Leggðu hundshausinn til hliðar og vertu glaður og gefandi. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er dyggð að vinna vel. Og þá er bara að taka á honum stóra sínum og hefjast handa af fullum krafti. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þér er mikið í mun að koma sjón- armiðum þínum á framfæri í samræðum þínum við aðra í dag. Vertu opinn fyrir þeim sem eru frábrugðnir öðrum og varastu dóm- hörku. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Taktu við því sem aðrir eru svo góðir að gefa þér. Þig vantar hjálp þessa dagana. Hjálpin verður þó að vera innan skyn- samlegra marka og ekki er hægt að ætlast til þess að aðrir vinni verkin algjörlega fyrir þig. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú þarft að ræða nokkur áríðandi mál við ættingja, sem síðan reynast minniháttar. Ekki hika eða fálma heldur vaddu beint í merg málsins til að forðast misskilning. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það eru átök innra með þér og þú veist ekkert í hvorn fótinn þú átt að stíga. Hvort þess sem fyrir dyrum stendur þú gerir tekur þú örlögin í þínar hendur. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú þarft tíma í einrúmi í dag til að greiða úr nokkrum hlutum sem hafa verið á kreiki í undirmeðvitund þinni. Athugasemd berst úr óvæntri átt, hagnýt og góð at- hugasemd fyrir þig. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Kænska í peningamálum kemur sér vel, en sýndu rausnarskap þegar ástin er annars vegar. Blessaðu þig og kastaðu var- kárni út um gluggann. 22. des. - 19. janúar Steingeit Stundum skjóta gamlir draugar upp kollinum og hafa áhrif á okkur. Vertu þolinmóður, þannig kemst þú að því sanna. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Geturðu séð eftir að hafa gert eitthvað en samt vilja gera það aftur? Eig- inlega ekki. Gerðu það til dæmis í dag. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er aldrei að vita hvenær orð þín ná réttum eyrum. Hvað sem þú gerir, virðist það bæði auðvelt og skemmtilegt. Þegar ég renndi augunum yfirbókakilina um helgina rakst ég á „Ljóð af tvennum toga“ eftir Böðvar Guðlaugsson og þótti skemmtilegt að rifja hana upp, m.a. limrur sem bera það með sér að vera ortar á síðustu öld, þar sem ávísanahefti þekkjast ekki lengur, SÍS ekki til og meira að segja geng- isfellingar úr sögunni! Fyrst er „Mannalæti“: Þótt ástand sé ótryggt og valt engu þú kvíða skalt: - með gengisfellingu og góðri kellingu bjargast yfirleitt allt. „Kaffi, Takk!“: Kaffi til drykkjar ég kýs, þegar kólnar í veðri og frýs; Það hressir og kætir og heilsuna bætir, og að sjálfsögðu innflutt af Sís. Hér yrkir Böðvar í „þreng- ingum“: Armæddur ber ég augum ógreidda reikninga í haugum. Spurningin er hvenær yfir ég fer í tékkhefti og á taugum. En síðasta hálmstráið þá eins og nú er það sama: Þegar afkoman gerist erfið, eins og hjá mörgum ber við, hollráð ég tel að fólk hyggi að því vel hvernig má hagnýta kerfið. Hér leikur Böðvar sér að tví- ræðninni í „í́ðí“ og á‘ðí“: Annála skal nú skráð í þótt skömm sé að greina frá‘ðí! Afvega bar mig oft er ég var bæði í‘ðí og á́ðí. Hér segir frá því, að kennarar ónefnds skóla fóru með nemendur sína í réttir: Eins varð ég áskynja í réttinni, - ekki skal lúrt á fréttinni: Ég sé það loks hér hvað sauðkindin er keimlík kennarastéttinni. Og að síðustu eftir Böðvar um grjónagrautinn: Mörg er þjóðmálaþrautin, - þungfær velferðarbrautin. En í neyðinni má sem sé notast við blá- vatn út á grjónagrautinn. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Margs er að sakna frá síðustu öld Í klípu FRAMMISTÖÐUMAT HJÁ CIA-LEYNIÞJÓNUSTUNNI. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞEIR GANGA UM MEÐ ÞÁ SVONA ÞESSA DAGANA.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að brjóta niður múra. BÆTIÐ NÆST VIÐ 20 HVÍTLAUKSRIFJUM HVAÐ SEM ÞIÐ GERIÐ, EKKI REYNA AÐ BORÐA ÞETTA!!! OG 5 BOLLAR AF CHILI- PIPAR OG EITT GLAS AF SÚRKÁLSSAFA VERSTI KOKKA- ÞÁTTUR ALLRA TÍMA HVAÐ ER ÞETTA? ÉG KALLA ÞAÐ: „BORÐAÐU EÐA ÉG ELDA ALDREI FYRIR ÞIG AFTUR!“ AÐ RÁÐA ÞIG VORU MESTU MISTÖK SEM ÉG HEF ALDREI GERT ÉG HATA AÐ TAKA ÁKVARÐANIR Á FASTANDI MAGA! Víkverji stendur í stórræðum þessadagana, sínum fyrstu fasteigna- kaupum. Víkverja hefði að óreyndu ekki dottið í hug hversu mikið papp- írsflóð fylgir þessu ferli, eða hversu mikið vesen það er í raun að flytja. Búslóðin þarf öll að fara niður í kassa, yfir á nýja staðinn og þar upp, og eitt- hvað þarf að færa af húsgögnum í leiðinni. x x x Víkverji vildi helst óska þess að þaðværi til leiðarvísir að því hvernig best er að standa í þessu öllu. Sem betur fer eiga hann og Frú Víkverji stóran og góðan frændgarð, og verð- ur þeim aldrei fullþökkuð aðstoðin sem þegar hefur verið veitt, nema þá kannski með því að bjóðast til þess að bera nokkur húsgögn þegar og ef þau sjálf flytja einhvern tímann í framtíð- inni. x x x Í flutningum gildir bara eitt „mottó“:Lífið er pappakassar. Hægara er hins vegar sagt en gert að verða sér úti um þá. Víkverji hefur ekki verið mikið fyrir að heimsækja áfengis- og tóbaksverslun ríkisins síðustu miss- erin, en hann og kona hans eru þar nú fastagestir að hirða pappakassana sem koma undan glundrinu. Heine- ken kemur sterkt inn með sína fram- leiðslu, Corona-bjórkassar eru ágætir undir bækurnar. Ein hvítvínskassa- tegundin passar fullkomlega undir fötin og svo eru einhverjir líkjörs- kassar með öllum DVD-hulstrum sem Víkverja hafa áskotnast um æv- ina. Stafræna byltingin getur ekki komið nógu fljótt. x x x En á sunnudögum vandast málið,þegar ekki er hægt að fá góðu pappakassana. Víkverji vill helst koma með þá umsögn sína um áfeng- isfrumvarpið, að verði það að lögum verði einkasöluaðilum með áfengi gert að varðveita pappakassana undan því og afhenda fólki sem er að flytja án endurgreiðslu. Um leið verði búðirnar skikkaðar til að vera opnar á sunnudögum, bara svo að fólk sem er að nota helgina í að pakka saman búslóðinni sinni verði ekki stopp vegna þess að kassarnir kláruðust. vikverji@mbl.is Víkverji Ef við játum syndir okkar, þá er hann trúr og réttlátur svo að hann fyrirgefur okkur syndirnar og hreinsar okkur af öllu ranglæti. (I Jóh. 1:9)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.