Morgunblaðið - 23.03.2017, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 23.03.2017, Qupperneq 35
Kópavogs 1974, ritari í stjórn Dómara- félags Íslands 1976-84. Ólafur var for- maður nefndar um ágreiningsmál samkvæmt. lögum um heilbrigðisþjón- ustu 1983-91, formaður stjórnar Hjúkrunar- og dvalarheimilisins að Fellsenda í Dölum 1993-2002 og for- maður yfirkjörstjórnar í Dalasýslu 1994-2002. Ólafur sat í stjórn Medic Alert á Íslandi 1985-99. Við hjónin stunduðum mikið útivist, bæði gönguferðir og sundlaugarferðir, og alla okkar hjúskapartíð gengum við á ber fyrir utan síðasta haustið sem konan mín lifði. Við höfðum áhuga á garðrækt og ræktuðum stóran garð í Kópavogi, en við fluttum þangað 1965 í eigið hús, þar sem ég bý enn. Áður höfðum við búið á Leifsgötu 9 og Grettisgötu 57 í Reykjavík. Núna geri ég mest af því að lesa og þykjast vera að hugsa. Ég hlusta líka á útvarpið og þar er íhaldssemin söm við sig því ég hlusta alltaf á Rás 1.“ Fjölskylda Eiginkona Ólafs frá 14.9. 1967 var María Guðrún Steingrímsdóttir, f. 6.6. 1927, d. 4.2. 2013, húsfreyja og ljós- móðir. Foreldrar hennar voru hjónin Steingrímur Samúelsson, f. 1886, d. 1974, bóndi í Miklagarði í Saurbæ og á Heinabergi á Skarðsströnd, Dal., og Steinunn Jakobína Guðmundsdóttir, f. 1897, d. 1993, húsfreyja. Börn Ólafs og Maríu: 1) Sigurður, f. 27.3. 1958, kerfisfræðingur og við- skiptafræðingur MBA, maki: Guðrún Ingólfsdóttir, f. 1960, læknaritari, bús. í Kópavogi. Börn: Steingrímur, f. 1987 og Stefanía, f. 1998, stjúpbörn Sig- urðar: Hörður Már, f. 1984, Inga Rós, f. 1986, og Lilja Hlín, f. 1986. Barna- börn Sigurðar og Guðrúnar eru fjögur; 2) Vilborg, f. 5.3. 1965, kennari í Mela- skóla, maki: Einar Þór Jónsson, f. 1962, iðnrekstrarfræðingur, bús. í Reykjavík. Börn: Ólafur, f. 1990, Lilja María, f. 1994, og Anna Kristín, f. 1998. Vilborg og Einar þór eiga eitt barna- barn. 3) Steingrímur, f. 29.3. 1962, d. 27.1. 1969. Stjúpsonur Ólafs og sonur Maríu er Sveinn Sævar Helgason, f. 18.12. 1946, járnsmiður og bílamálari, rak eigið bifreiðaverkstæði, maki: Guðrún Sveinsdóttir, f. 1946, hús- móðir, bús. í Reykjavík. Börn: Guð- mundur Hjalti, f. 1967, María Guðrún, f. 1971, og Samúel, f. 1972. Barnabörn Sveins eru sex. Systkini Ólafs: Þórður Örn Sigurðs- son, f. 14.8. 1935, spænskukennari, Brynhildur Sigurðardóttir, f. 8.3. 1940, d. 19.9. 1942, og Brynhildur Ósk Sig- urðardóttir, f. 23.8. 1943, fyrrverandi hjúkrunarforstjóri og djákni. Foreldrar þeirra voru Sigurður Þórðarson, f. 18.11. 1911, d. 28.9. 1963, skipstjóri og útgerðarmaður í Reykja- vík, og k.h. Vilborg Ólafsdóttir, f. 20.6. 1912, d. 16.4. 1991, húsfreyja. Úr frændgarði Ólafs Stefáns Sigurðssonar Ólafur Stefán Sigurðsson Auðbjörg Runólfsóttir húsfr. í Neðradal Páll Stefánsson bóndi og söðlasmiður í Neðradal í Biskupstungum Stefanía Pálsdóttir húsfreyja í Rvík Ólafur Ísleifsson togaraskipstjóri í Rvík Vilborg Ólafsdóttir húsfreyja í Rvík Vilborg Ólafsdóttir húsfreyja í Kothúsum Ísleifur Bjarnason b. í Kothúsum í Garði Guðríður Lilja Grímsdóttir húsfreyja í Reykjavík Gunnlaugur Stefánsson kaupm. og prentari í Rvík og Manitoba Ágústa Gunnlaugsdóttir húsfreyja í Reykjavík Þórður Sigurðsson sjóm. og netagerðarm. í Rvík Sigurður Þórðarson skipstjóri í Rvík Guðríður Jónsdóttir húsfr. í Garði og síðar í Rvík Sigurður Sigurðsson b. í Meiðastaðagerði og verkam. í Garði Björgvin Laufdal Árnason frkvstj. og húsasmíða- meistari í Rvík Sigríður Helgadóttir húsfr. í Rvík Jón Sigurðsson skipstj. og einn af stofnendum og eigendum togarafélagsins Alliance Helgi Sigurðsson verkam. í Rvík Dr. Vilborg Bickel Ísleifsdóttir kirkjusagnfr. í Þýskalandi Ísleifur Ólafsson stýrim. og verkam. í Rvík Anton Björn Björnsson bakari og íþróttakennari í Keflavík og í Rvík Björn Bjarnason fyrrv. ritstj., alþm. og ráðherra Valgerður Bjarnadóttir fv. alþingismaður Markús Örn Antonsson fyrrv. borgarstj., útvarpsstj., sendiherra og forstöðum. Þjóðmenningarhúss Sigríður Björnsdóttir húsfreyja í Rvík Anna Pálsdóttir húsfreyja í Ánanaustum Högni Óskarsson læknir Óskar Þ. Þórðarson yfirlæknir í Rvík Hjónin Ólafur og María á ferðalagi í Egyptalandi og Ísrael. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARS 2017 Kristín L. Sigurðardóttir varfædd í Reykjavík 23. mars1898. Foreldrar hennar voru Sigurður Þórólfsson, f. 1869, d. 1929, stofnandi og skólastjóri Lýðháskól- ans að Hvítárbakka í Borgarfirði, og fyrri kona hans Anna Guðmunds- dóttir, f. 1873, d. 1901. Faðir Kristínar giftist aftur, eftir að móðir hennar lést, Ásdísi Þor- grímsdóttur, og eignuðust þau níu börn. Þar má nefna Þorgrím Sigurðs- son prest á Staðarstað, dr. Önnu Sig- urðardóttur forstöðumann Kvenna- sögusafns Íslands, dr. Valborgu Sigurðardóttur, skólastjóra Fóstru- skóla Íslands, Áslaugu Sigurðar- dóttur forstöðumann, sem var fyrsta lærða fóstran hérlendis, og að lokum Ásberg Sigurðsson sýslumann, sem einnig sat á þingi fyrir Sjálfstæð- isflokkinn. Kristín stundaði nám við Barna- skólann í Reykjavík og framhalds- nám á Hvítárbakkaskóla. Hún vann við verslunar og skrifstofustörf í Reykjavík á árunum 1915-1918. Hún sat í stjórn Sjálfstæðiskvenna- félagsins Hvatar frá stofnun 1937, rit- ari fyrstu ellefu árin, sat í áfeng- isvarnanefnd kvenna í Reykjavík og Hafnarfirði frá stofnun 1945, formað- ur fyrstu þrjú árin. Hún var formaður framkvæmdanefndar Hallveigar- staða 1950-1966, sat í stjórn Kven- réttindafélags Íslands 1952-1968, or- lofsnefnd húsmæðra í Reykjavík 1961-1966 og í barnaverndarnefnd Reykjavíkur 1962-1966. Kristín var landskjörinn alþingis- maður fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1949- 1953, var kjörin í miðstjórn og skipu- lagsnefnd Sjálfstæðisflokksins frá 1956-1971 og var formaður Lands- sambands sjálfstæðiskvenna 1956- 1965. Hún sat alls á sjö þingum fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Kristín var gift Karli Bjarnasyni varaslökkviliðsstjóra í Reykjavík og áttu þau þrjú börn; Guðmund, Önnu Kristínu og Sigurð, sem öll eru látin. Afkomendur þeirra hjóna eru fjöl- margir. Kristín lést 31.10. 1971. Merkir Íslendingar Kristín L. Sigurðardóttir 104 ára Ólöf Hjálmarsdóttir 85 ára Gréta Guðmundsdóttir Guðleifur Einarsson María Pétursdóttir Ólafur Stefán Sigurðsson Óli Stefáns Runólfsson Sigríður E. Konráðsdóttir Steinunn Kristjánsdóttir 80 ára Aðalheiður Karlsdóttir Arnheiður Jónsdóttir Eðvarð Sturluson Silja Sjöfn Eiríksdóttir 75 ára Erla Bjarnadóttir Gunnar Magnússon Ingibjörg Sigmundsdóttir Jórunn Ólafsdóttir Katrín Erla Thorarensen Snjólaug A. Sigurjónsdóttir 70 ára Jón Guðni Pétursson Jón Þ. Sigurðsson Ólafur Pétursson Sigrún Ragnarsdóttir Stefán Stefánsson 60 ára Auðbjörg Tómasdóttir Elísabet Sverrisdóttir Guðleif Margrét Þórðardóttir Gunnrún Gunnarsdóttir Hrafnhildur Gróa Atladóttir Margrét Þorbjörg Magnúsdóttir Ólafur Sigurðsson Ólöf Matthíasdóttir Ragnhildur Þorgeirsdóttir Viðar Gunnarsson Þorsteinn Sigurjónsson Þórarinn Haraldsson 50 ára Benedikt Ólafsson Esther Ingimarsdóttir Urban Gróa Kristín Bjarnadóttir Guðbjörg Eiríksdóttir Guðmundur R. Dagbjartsson Hrönn Sveinsdóttir Lisa Renee McEntire Sigríður B. Sigurðardóttir Sigurður Þór Baldvinsson 40 ára Andrés Páll Hallgrímsson Berglind Erla Halldórsdóttir Erna Lilja Helgadóttir Guðjón Ottó Bjarnason Helga Kjartansdóttir Helga Lára Þorsteinsdóttir Henný Guðrún Gylfadóttir Jóhannes Oddsson Júlíana Guðrún Þórðardóttir Marta María Jónasdóttir Rut Másdóttir Stefán Þór Arnarson 30 ára Anna Jenný Jóhannsdóttir Eva Helena Tesche Finnbogi Ágústsson Garðar Jóhann Garðarsson Guðjón Gunnarsson Hjalti Heiðar Jónsson Oddgeir Hjartarson Oksana Prykhodko Sanita Anitudóttir Þorsteinn Rúnar Ásgeirsson Örvar Guttormsson Til hamingju með daginn 40 ára Andrés er Mosfell- ingur og sjálfstætt starf- andi smiður. Maki: Ragnheiður Guðna- dóttir, f. 1973, sölumaður hjá Innnes. Börn: Sif, f. 1998, og Daníel Búi, f. 2004. Foreldrar: Hallgrímur Ævar Hallgrímsson, f. 1954, óperusöngvari, bús. í Taílandi, og Rósa Björk Andrésdóttir, f. 1956, leir- listamaður, bús. í Mos- fellsbæ. Andrés Páll Hallgrímsson 40 ára Helga Lára er Reykvíkingur, safnafræð- ingur og er safnstjóri hjá RÚV. Maki: Pétur Örn Frið- riksson, f. 1967, myndlist- armaður og smiður. Börn: Hulda, f. 2002, Margrét Edda, f. 2010, og Ástríður, f. 2012. Foreldrar: Þorsteinn Har- aldsson, f. 1949, endur- skoðandi, og Lára V. Júlíusdóttir, f. 1951, lögfræðingur. Helga Lára Þorsteinsdóttir 30 ára Örvar er frá Akur- eyri en býr í Hafnarfirði. Hann er tæknimaður hjá Sensa ehf. og er með BA í ensku. Maki: Arna Björk Péturs- dóttir, f. 1989, tæknimað- ur hjá Nýherja. Börn: Amelía, f. 2013. Foreldrar: Hjörvar Harð- arson, f. 1967, grafískur hönnuður og einn eigenda ENNEMM, og Sigríður Valdimarsdóttir, f. 1967, kennari í Víðistaðask. Örvar Guttormsson TIL LEIGU Skipholt 31 – 105 Reykjavík Skrifstofuhúsnæði 2. og 3. hæð hússins Stærð samtals 1.200 fm. Virðisaukaskattslaust. Ólafur Jóhannsson Rekstrarfræðingur Löggiltur leigumiðlari Löggiltur fasteignasali 534 1023 / 824 6703 olafur@jofur.is Allar nánari upplýsingar veitir: Til leigu tvær samliggjandi skrifstofuhæðir samtals um 1.200 fm. Um er að ræða 2. og 3. hæð hússins (efstu hæð). Lyfta í sameign. Gott útsýni og gluggar allan hringinn. Tveir rafmagnsstofnar eru inn í húsið og tveir ljósleiðarar, lagnaskápur fyrir netkerfi með lögnum í allar skrifstofur á hæðum og tengibox fyrir ljósleiðara. Aðgangsstýrt bílaplan með yfir 50 stæðum er við húsið. Getur hentað mjög vel fyrir t.d. tölvufyrirtæki eða almenna skrifstofustarfsemi. Uppl. um leiguverð gefur Ólafur í síma 824-6703. Laust strax. Sérhæfum okkur í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði Pantaðu verðmat eða skoðun – 534 1020 // sala@jofur.is Helgi Már Karlsson Löggiltur leigumiðlari Löggiltur fasteignasali 534 1024 / 897 7086 hmk@jofur.is Allar nánari upplýsingar veitir: TIL SÖLU Smiðshöfði 11 110 Reykjavík Iðnaðarhúsnæði Stærð um 1.176 fm. Söluverð: 249.000.000.- Til sölu gott iðnaðarhúsnæði samtals um 1.176 fm. Stórt malbikað útipláss sem snýr að Smiðshöfða. Á jarðhæð Smiðshöfðamegin eru tvö iðnaðarrými með mikilli lofthæð og háum innkeyrsluhurðum. Á jarðhæð Stórhöfðamegin eru fjögur iðnaðarrými með um 3,2 m. lofthæð. Húsnæðið er allt í útleigu í dag. 534 1020 Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is Ólafur S: 824 6703 Magnús S: 861 0511 Sigurður J. S: 534 1026 Helgi Már S: 897 7086 Bergsveinn S: 863 5868

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.