Morgunblaðið - 23.03.2017, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.03.2017, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARS 2017 Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Komið og skoðið úrvalið Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Klassísk gæða húsgögn á góðu verði Opið virka dag a 11-18 laugardaga 11-15 Við Íslendingar höfum löngum skilgreint okkur sem bókaþjóð og mikilvægi útgáfu og lesturs bóka hér á landi hefur síst minnkað með árunum. En því miður hefur þróunin verið öfug þegar kemur að prentun bóka á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Bókasambandi Íslands hefur bóka- prentun innanlands dregist saman um 7% frá síðasta ári og nú er rétt rúmlega helmingur útgefinna bóka á Íslandi prentaður erlendis. Þetta sýnir að krónur og aurar eru ennþá það helsta sem horft er til þegar prentstaður er valinn. Það er vissulega eðli- legt, en það er svo margt fleira sem get- ur verið mikilvægt að horfa til við þá ákvörðun. Umhverfismál eru gríðarmikilvægur þáttur í öllum framleiðslugreinum í dag. Það á ekki síst við greinar sem byggjast á líf- rænni framleiðslu og efnanotkun. Prentun, þar á meðal bóka- prentun, er þar ekki undanskilin. Áhrif á umhverfið skipta miklu máli Hjá Odda hefur áratugum sam- an verið lögð mikil áhersla á að ganga eins vel fram gagnvart um- hverfinu og mögulegt er. Allt efni sem fellur til hliðar í framleiðsl- unni er endurunnið og pappírinn kemur frá nytjaskógum í Skandin- avíu þar sem fleiri trjám er plant- að en höggvin eru. Þannig viljum við tryggja eins og okkur er unnt að framleiðsluvörurnar verði til eins lítils skaða fyrir umhverfið og mögulegt er. En fleira kemur til. Í ljósi auk- innar áherslu á umhverfis- og loftslagsmál í kjölfar Parísarráð- stefnunnar í lok árs 2015 fengum við óháða aðila til að reikna kol- efnisspor nokkurra af lykilfram- leiðsluvörum okkar. Þar kom til dæmis í ljós að bók sem prentuð er hjá algengum keppinautum er- lendis hefur allt að 352 prósentum hærra kolefnisspor en bók prent- uð á Íslandi hjá Odda. Hér hefur notkun íslenskrar raforku frá endurnýjanlegum orkugjöfum að sjálfsögðu mikil áhrif, en jafnvel þar sem mun- urinn á kolefnissporinu er lítill í samanburði milli landa (t.d. í Litháen og Svíþjóð) kemur í ljós að þar verður raforkan sem nýtt er að mjög stórum hluta til í kjarnorkuverum, sem skapa ýms- an umhverfisvanda að öðru leyti. Þessi jákvæði munur á kolefn- issporinu skapar forskot fyrir ís- lensk prentfyrirtæki og gefur höfundum og útgefendum val þegar kemur að ákvörðun. Prentun innanlands hefur því augljósa kosti fram yfir prent- un erlendis þegar litið er til umhverfisáhrif- anna – bækur prent- aðar hjá Odda eru grænni en þær sem prentaðar eru í helstu samkeppnislöndum. Prentun á Íslandi er skynsamlegur kostur Hjá Odda reynum við að mæta eins vel og okkur er unnt kröfum um lægri prentkostnað en bendum á að þegar litið er til víðari þátta er hætta á að verið sé að horfa í aurinn en kasta krónunni ef að- eins er horft til beins kostnaðar. Ríki heims hafa loks komið sér saman um vænlegri áætlun um al- vöru átak í umhverfis- og lofts- lagsmálum en áður hefur sést. Sú áætlun krefst þess að fyrirtæki og einkaaðilar taki þátt og leggi sitt af mörkum. Sem betur fer hafa fjölmörg íslensk fyrirtæki tekið fast á umhverfismálum, eins og t.d. sést á yfirlýsingu rúmlega 100 fyrirtækja, Festu og Reykjavík- urborgar um átak í loftslagsmál- um sem undirritað var fyrir rúmu ári síðan. Til að slíkt samátak verði meira en orðin tóm þurfum við öll að leggja hönd á plóg af bestu getu og nýta tækifærin þar sem þau eru augljós og skýr. Veljum betri umgengni við um- hverfið. Veljum grænni bækur. Eftir Kristján Geir Gunnarsson Kristján Geir Gunnarsson Höfundur er framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Odda. kgeir@oddi.is » Þessi jákvæði munur á kolefnisspori skap- ar forskot fyrir íslensk prentfyrirtæki og gefur höfundum og útgefend- um val þegar kemur að ákvörðun um prentun. Veljum grænni bækur Í síðasta mánuði (10. febrúar) birtist í Morg- unblaðinu viðtal við ungan fornleifafræðing undir fyrirsögninni „Ógerlegt að ákvarða aldurinn með vissu“, og undirfyrirsögnin var „Engar aðferðir dugað til að aldursgreina manngerða hella“. Ef rétt, er þetta dapurleg frétt, því hellarnir eru vafalítið mestu mannvirkin frá upphafstíma landnáms. Hverjir voru þeir menn sem grófu þessa hella og í hvaða til- gangi? Fyrsta skrefið í leit að svari við þessum spurningum er að ald- ursgreina þá, en engar aðferðir duga þar samkvæmt lokaniðurstöðu BA- ritgerðar fornleifafræðingsins. Kveikjan að ritgerðinni er vafalít- ið erindi sem var flutt í fyrirlestra- röð sem Miðaldastofa Háskóla Ís- lands stóð fyrir veturinn 2013-2014 þar sem rætt var um landnám á Ís- landi. Kristján Ahronsson, prófessor í fornleifafræði á Bret- landi, flutti þar erindi um manngerða hella á Íslandi. Hann færði rök fyrir að sjá mætti skyldleika hellanna við svipuð mannvirki á Bretlandi og Írlandi. Fyrir aldarfjórðungi vann hann tvö sumur að rannsókn á hellun- um, meðal annars að aldursgreiningu á Kverkarhelli skammt frá Seljalandsfossi. Niðurstaða hans var að hellirinn væri frá um 800 e. Kr. Tveir fornleifafræðingar höfnuðu þessari niðurstöðu í viðtali í Morg- unblaðinu daginn eftir fyrirlestur- inn. Ég er þó ekki í vafa um að Krist- ján var á réttri leið, en nokkuð vantar á að hægt sé að treysta niður- stöðunni og auka þarf nákvæmni hennar því gjóskutímatalið, sem ald- ursgreining Kristjáns byggðist á, hvíldi þá á veikari grunni en það ger- ir um þessar mundir. Það kallar nú vart á nema nokkurra daga rann- sókn til að finna aldurinn með gjóskutímatalinu með 5 til 10 ára óvissu, því nú má einnig vinna aðra þætti rannsóknarinnar betur. En þetta er ekki verkefni fyrir fornleifa- fræðinga, heldur náttúruvísinda- menn. Hér er ég kominn að öðru mark- miði þessarar greinar, en það er að benda á að samkvæmt lögum er að- eins fornleifafræðingum treyst fyrir rannsóknum af þessu tagi, einnig í mörgum mikilvægum verkefnum sem krefjast þekkingar og reynslu sem þeir búa sjaldan yfir. Í 36. grein laga frá 2012 um menningarminjar stendur: „Sækja skal um leyfi til Minja- stofnunar Íslands til allra fornleifa- rannsókna sem hafa jarðrask í för með sér. Stjórnandi slíkra rann- sókna skal hafa tilskilda menntun í fornleifafræði og uppfylla skilyrði sem Minjastofnun Íslands setur fyr- ir veitingu leyfa til fornleifarann- sókna sem hafa jarðrask í för með sér.“ Þessi lagagrein útilokar nátt- úruvísindamenn frá því að sækja um leyfi til rannsókna sem falla undir þessi lög, þótt einkum þeir hafi nauðsynlega fagþekkingu og að- stöðu. Ég vil nefna helstu verkefnin þar sem ég tel að þeir ættu að hafa sama rétt til rannsókna og fornleifa- fræðingar. 1. Sviðning gróðurs á landnáms- jörðum. Sigurður Þórarinsson fann í lóðréttum jarðvegssniðum við nokk- ur af þeim eyðibýlum sem fram voru grafin í norrænu fornleifarannsókn- inni í Þjórsárdal 1939 1-2 sm þykkt viðarkolalag sem myndaðist þegar frumbýlingarnir brenndu skóg og kjarr nærri bæjum sínum til að rækta þar síðan tún. Af afstöðu þessa kolalags til Landnámslagsins má ráða að búseta hefur hafist í Þjórsárdal eigi síðar en 880 e. Kr, um svipað leyti og talið er að land- nám hafi hafist á Íslandi! Allt fram á þennan dag hefur enginn leitað að viðarkolalögum nærri líklegum land- námsbýlum. 2. Rannsókn frjósniða. Greina má í fornum jarðlögum frjókorn og greina þau til tegunda þeirra plantna sem þau koma frá og fræð- ast þannig um breytingar í gróð- urfari á liðnum öldum. Þetta er að- ferð sem Sigurður Þórarinsson innleiddi á Íslandi eftir úrvinnslu í Stokkhólmi á rannsóknargögnum frá sumrinu 1939. Frjógreining er tímafrek og krefst sérhæfðrar þekk- ingar og rannsóknaraðstöðu og örfá- ir íslenskir vísindamenn hafa sinnt þessu að nokkru marki. Af þéttleika frjóagna af birki í sniðum má fræð- ast um útbreiðslu og hopun birki- skóga. 3. Aldursgreining kolagrafa. Með gjóskulagagreiningu tæki aðeins um hálfan dag að aldursgreina hverja kolagröf með 5-10 ára óvissu. 4. Aldursgreining fornra garða. Árni Einarsson hefur kortlagt mikið kerfi landamerkjagarða á NA-landi frá fyrstu öldum búsetu á Íslandi. Heildarlengd garðanna er um 700 km. Lítið er vitað um aldur þessara garða. Ég tel að um aldursgreiningu þeirra gildi það sama og sagt er hér að ofan um tímasetningu kolagrafa. 5. Sótagnagreining. Örsmáar sót- agnir úr reyk frá fornbýlum sigu hægt til jarðar skammt frá bæjar- stæðinu og varðveitast í jarðvegi þar í árþúsundir. Sótagnirnar má greina á sama hátt og frjókorn. Af afstöðu sótagna sem dýpst liggja til þekktra gjóskulaga má tímasetja upphaf bú- setunnar, sennilega með um 10 ára óvissu. Ofangreindum fimm verkefna- flokkum hefur sáralítið verið sinnt fram til þessa vegna lagalegra fjötra og þekking hins íslenska vísinda- samfélags nýtist ekki sem skyldi til að auka þekkingu okkar á athöfnum og lífsskilyrðum á fyrstu öldum bú- setu á Íslandi. Aðeins Alþingi getur leyst þessa fjötra. Eftir Pál Theodórsson » Það kallar nú vart á nema nokkurra daga rannsókn til að finna aldurinn með gjóskutímatalinu með 5 til 10 ára óvissu. Páll Theodórsson Höfundur er eðlisfræðingur, vísindamaður emeritus, Raunvís- indastofnun Háskólans. pth@hi.is Er ógerlegt að ákvarða aldur manngerðra hella?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.