Morgunblaðið - 23.03.2017, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.03.2017, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARS 2017 Guðlaugur Þór Þórðarson utanrík- isráðherra og Frank Bakke- Jensen, EES og Evrópumálaráð- herra Noregs, undirrituðu í gær yfirlýsingu Íslands og Noregs um stóraukið samstarf ríkjanna innan EES. Yfirlýsingin mælir m.a. fyrir um aukið samstarf Íslands og Noregs á öllum stigum EES-samstarfsins og í þeim efnum verður sérstök áhersla lögð á virkari hags- munagæslu þegar löggjöf Evrópu- sambandsins er enn í mótun. Þá skulu embættismenn frá utanrík- isráðuneytum ríkjanna eiga reglu- legt samráð um hagsmunagæslu í EES-samstarfinu og vinna saman í því að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við stofnanir ESB á þeim sviðum þar sem þau eiga sameig- inlegra hagsmuna að gæta. „Aukið samstarf við Noreg um hagsmunagæslu innan EES mun styrkja enn frekar stefnu íslenskra stjórnvalda að leggja aukna áherslu á að koma sjónarmiðum og athugasemdum Íslands á framfæri á fyrri stigum stefnumótunar- og lagasetningarferlis Evrópusam- bandsins,“ segir m.a. í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið Samstarf Guðlaugur Þór og Frank Bakke-Jensen rita undir yfirlýsinguna. Samið við Norð- menn vegna EES  Hagsmunagæsla gagnvart ESB Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ég á Jóhannesi mikið að þakka, eins og fleiri kollegar mínir,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráð- herra. Þeir Jóhannes Kristjánsson eftirherma og Guðni stilla nú saman strengi með skemmtidagskrá þar sem sagðar eru sögur og ýmsar eft- irminnilegar persónur töfraðar fram. Fyrsta skemmtun þeirra félaga var í Grindavík um síðastliðna helgi og þótti heppnast afar vel. Nú liggur leiðin austur fyrir fjall. Þeir koma fram á Flúðum annað kvöld, á Hotel Midgard á Hvolsvelli á laugardags- kvöld og í framhaldinu eru Salurinn í Kópavogi og Landnámssetrið í Borgarnesi og eftir atvikum fleiri staðir á dagskránni. Tekinn feill á óskyldum mönnum Guðni Ágústsson segir að lengi hafi það verið keppikefli stjórnmála- manna að Jóhannes hermdi eftir þeim og að þeir kæmust í Spaugstof- una og í skopteikningar Sigmunds í Mogganum. Annars var þeim voðinn vís, enda eiga stjórnmálamenn mikið undir að njóta jákvæðrar athygli al- þjóðar. „Það spillti ekki fyrir í þessum leik hversu líkur Jóhannes er mér í útliti. Oft er tekinn feill á okkur, óskyldum mönnunum. En þar fyrir utan þá leikur hann og hermir eftir tugum manna jafn vel og mér. Ég held að hinir pólitíkusarnir sem hann ekki hermdi eftir hafi öfundað okkur,“ segir Guðni. „Jóhannes er að því leyti ólíkur flestum öðrum eftirhermum sem ég þekki og man eftir að hann hold- gervist, verður eins í framan og fórn- arlambið. Ég er sennilega einn mest eftirhermdi maður landsins en Jó- hannes byrjaði á þessu og sagði fólk- inu að ég væri ekki eins alvarlegur og ég liti út fyrir að vera. Það breytti ímynd minni.“ Margir hafa skorað á þá að koma fram saman þar sem Jóhannes töfr- aði fram allskonar karaktera og Guðni segði skemmtisögur. Nú hafa þeir félagar ákveðið að svara þessu kalli og tilefnið er að Jóhannes hefur verið að skemmta og herma eftir í 40 ár. Góður vinskapur hefur verið milli Jóhannesar og Guðna í gegnum tíð- ina – og segir ráðherrann fyrrver- andi að sér finnst eftirherman stund- um vera bróðir sinn. Þar ráði kannski einhverju að þeir koma úr líku umhverfi, eru báðir sveitamenn úr stórum systkinahópum. Þannig voru Brekkusystkin Jóhannesar á Ingjaldssandi tólf og Brúnastaða- systkin Guðna alls sextán - og eru svo stórir barnahópar á einum bæ vandfundnir, að minnsta kosti á síð- ari áratugum. Níðast ekki á nokkrum manni „Ég byrjaði að herma eftir sem krakki,“ segir Jóhannes. „Að ná sér- stökum mönnum í töktum og tali er áhugavert. Listin er sú að ná hreyf- ingum og sérkennum og eitt boðorð að fara aldrei illa með persónuna og níðast ekki á nokkrum manni. Það var mér innprentað. Ég hef orðið góður vinur margra þeirra sem ég hermi eftir. Ég nefni Steingrím Her- mannsson, Ólaf Ragnar Grímsson, Halldór Blöndal og fleiri. Menn í æðstu stöðum hér áður, eins og for- setinn og biskup, voru friðhelgir í eina tíð en ég sleppti þeim ekki. Það var til dæmis mjög gaman að leika Sigurbjörn Einarsson biskup, svo magnað var tungutak hans, orða- forðinn einstakur og röddin frábær. Svo koma inn nýir menn en þeir verða að hafa skemmtanagildi, svona eins og Gísli Einarsson fréttamaður og Þorvaldur Gylfason hagfræð- ingur.“ Mikið hlegið í leikhúsinu Á skemmtununum á næstunni, sem bera yfirskriftina Eftirherman og orginalinn verður dagskráin spil- uð af fingrum fram: sögur, tilsvör og vísur, segir Jóhannes. Bætir við að dagskráin muni ráðast af salnum og stemningunni og verði þannig séð leikstýrt af náttúrunni sjálfri á svið- inu. „Við finnum fyrir mikilli eft- irspurn og væntingum fólks um að fá okkur í samkomuhúsin víða um land,“ bætir Guðni Ágústsson við. „Eftirherman verður komin í flest samkomuhús landsins og ég fullyrði að það verður mikið hlegið í þessu leikhúsi okkar Jóhannesar, ekki minna en í Þjóðleikhúsinu. Við ætl- um að fagna íslenska vorinu með fólkinu í landinu; - gleði fylgir því þegar daginn er farið að lengja og maður er manns gaman, segir ein- hversstaðar.“ Í framan eins og fórnarlambið  Jóhannes eftirherma og Guðni Ágústsson með skemmtidagskrá  Sögur og per- sónur  Listin er að ná hreyfingum, sérkennum og níðast ekki á nokkrum manni Morgunblaðið/RAX Vinir Leiðir Jóhannesar Kristjánssonar og Guðna Ágústssonar hafa lengið legið saman. Með þeim er traust vinátta og í raun og sann getur hvorugur án hins verið í lífi, starfi og leik, eins og sjást mun á skemmtunum þeirra. Til er fræg saga og hún sönn, af því þegar Guðni hringdi heim til Jóhannesar í einhverjum er- indagjörðum og Árelía Jóhann- esdóttir, móðir eftirhermunnar, svaraði. „Þetta er Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra, er Jóhannes heima?“ Og Árelía svaraði að bragði „Æ, láttu ekki alltaf svona Jói minn, vertu ekki alltaf að hrekkja hana móður þína.“ - Við þessu gat Guðni ekkert sagt, en reyndi þó að leiðrétta þennan skemmtilega misskilning. Hvort fólk þekkir þá félaga í sundur á samkomunum eða ekki er ómögulegt að svara. Þó er hægt að rifja upp vísu séra Hjálmars Jónssonar sem hann orti í orðastað Guðna forðum. Ræðuna mína ljúfur les, leiddur á nýjan stig. Ég er að leika Jóhannes og Jóhannes leikur mig. Ég er að leika Jóhannes BANNAÐ AÐ HREKKJA Sími: 535 1200 | sala@iskraft.is | iskraft.is Fjöldi þekktra vörumerkja sem fagmaðurinn þekkir og treystir Fáðu ráð hjá fagmönnum um val á lýsingu hefur tekið höndum saman við alþjóð- lega hönnuði um að kynna nýjar lausnir í lýsingu með steinsteypu, við og áli. S te yp a V ið ur Á l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.