Morgunblaðið - 23.03.2017, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.03.2017, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARS 2017 ✝ Sæmundur R.Jónsson fædd- ist í Reykjavík 7. júní 1935. Hann lést á Hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð 10. mars 2017. Foreldrar hans voru Anna Bene- diktsdóttir og Jón Jóhannesson. Bróð- ir Sæmundar var Loftur Hilmar Jónsson, f. 1940, d. 2012. Sæ- mundur ólst upp á Laugateig 17. Hann gekk í Laugarnesskóla, Gagnfræðaskóla Austurbæjar og Samvinnuskólann í Reykja- vík. Hann starfaði hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga um árabil, síðar við skrifstofustörf. Sæmundur kvæntist Hrafnhildi Jónasdóttur þann 18. október 1955. Þau eignuðust saman tvö börn: 1) Reyni Sæmundsson, arkitekt, f. 1. júní 1956, búsettur í Toronto, Kanada. Reynir á tvær dæt- ur með fyrri eig- inkonu sinni, Önnu Lindu Aðalgeirs- dóttur, þær Maríu Reynisdóttur og Evu Reynisdóttur. 2) Sigrúnu Sæ- mundsdóttur, hjúkrunarfræðing, f. 21. október 1961, d. 11. febrúar 2016. Sigrún eignaðist þrjár dætur. Elsta dóttir Sigrúnar er Þóra Helgadóttir. Síðar eignaðist Sig- rún tvær dætur með fyrrverandi eiginmanni sínum, Herði Þor- steinssyni, þær Dagbjörtu Harð- ardóttur og Vilborgu Harð- ardóttur. Lengst af voru Sæmundur og Hrafnhildur bú- sett í Kópavogi Útför Sæmundar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 23. mars 2017, klukkan 11. Afi Sæmi er farinn frá okk- ur. Ég á margar góðar minn- ingar frá því að ég var lítil. Ég gleymi því aldrei þegar afi og amma buðu mér í bíltúr á Skóga. Á miðri leið fannst þeim vinafólk sitt keyra á móti þeim. Afi sneri við til að reyna að ná þeim. Við keyrðum frekar lengi í minningunni. Loksins náðum við bílnum en þá voru þetta ekki þau. Þá var bara snúið við og farið á Skóga. Afi og amma hafa alltaf verið í miklu og góðu sambandi við barnabörnin og barnabarna- börnin. Baldri Kára mínum fannst voða mikið sport að spila fótbolta við afa inni. Í eitt skiptið sparkaði afi boltanum í skál sem brotnaði og amma setti hann í skammakrókinn. Þetta fannst Baldri Kára aga- lega sniðugt. Næst þegar hann kom í heimsókn sagði hann „amma, viltu setja afa aftur í skammakrókinn?“. Elsku afi, ég vona svo innilega að þú sért búinn að hitta mömmu. Þú upp- lifðir það sem ekkert foreldri á að þurfa að upplifa, að missa barnið sitt. Þér hrakaði mjög mikið eftir það áfall á síðasta ári. Þú ákvaðst þó að bíða þangað til að þú varst búinn að hitta yngsta langafabarnið þitt, Freyju Rún. Ég er mjög þakk- lát fyrir það. Hvíldu í friði, elsku afi, og takk fyrir allt. Þóra Helgadóttir. Sæmundur R. Jónsson ✝ Björn fæddistí Reykjavík 8. janúar 1943. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli 26. febrúar 2017. Foreldrar hans voru Inga Krist- finnsdóttir húsfrú, f. 30. júlí 1915, d. 6. desember 1979, og Björgvin Þor- björnsson skrif- stofumaður, f. 9. júlí 1914, d. 31. mars 1994. Systkini Björns voru: Björn, f. 1. ágúst 1938, d. 6. mars 1939. Guðbjörg, f. 24. nóvember 1946. Eig- inmaður hennar er Ómar Tómas, Paul, látinn, Ásta Kristín og Rósalía. Björn ólst upp í Sörlaskjóli 3 og bjó hann þar til ársins 1994 þegar þau Valdís fluttu í Stóragerði 24. Undanfarin ár bjó Björn að Dalbraut 27 en fluttist á Skjól í febrúar síðastliðinn, þar sem hann lést eftir legu á Landspítala Háskólasjúkra- húsi, þá orðinn veikur af krabbameini. Björn gekk í Melaskóla og tók gagnfræða- próf frá Gagnfræðaskóla Vesturbæjar. Að skólagöngu lokinni starfaði hann sem messagutti í millilandasigling- um hjá Eimskipafélagi Ís- lands. Hann réðst síðan til Landsbanka Íslands sem gjaldkeri árið 1963 og þaðan fór hann til Seðlabanka Ís- lands árið 1968 og starfaði þar uns starfsævi hans lauk. Útför Björns fór fram í kyrrþey. Jónsson. Börn hennar eru: 1) Björgvin Sigurðs- son, giftur Þóru Hermannsdóttur Passauer. Börn þeirra eru: Einar Jarl, Ýmir Karl og Ástríður. 2) Sig- ríður María Sig- urðardóttir, gift Kjartani Arnfinns- syni. Börn þeirra eru: Aníta Ísey, Írena Hrafney og Ísabella Eldey. Sambýlis- kona Björns var Valdís Tóm- asdóttir Caltagirone, f. 13. júní 1928, d. 25. maí 2001. Börn hennar voru Andrew Nú þegar komið er að kveðju- stund langar mig með fáeinum orðum að minnast móðurbróður míns, Björns, eða Dadda frænda eins og ég og börnin mín kölluðum hann. Á uppvaxtarárum mínum bjó Daddi lengst af á neðri hæðinni hjá afa mínum, svo alltaf kíkti ég niður til hans þegar ég kom í heimsókn. Daddi var einstaklega góður maður og hjartahlýr og margar góðar minningar koma upp í hug- ann. Það er erfitt að kveðja í síðasta sinn, þótt það sé hluti af lífinu, en elsku frændi, ég er svo þakklát fyrir þær stundir sem við höfum átt í gegnum tíðina. Eins og þú sagðir alltaf: „Verðum í menning- arsambandi.“ Þó í okkar feðrafold falli allt sem lifir enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (Bjarni Jónsson frá Gröf) Sigríður M. Sigurðardóttir. Hann Daddi er dáinn. Þannig byrjaði símtalið frá móður minni að morgni 26. febrúar síðastliðins. Við fjölskyldan höfðum verið hjá honum daginn áður, í raun til að kveðja, því okkur var öllum ljóst í hvað stefndi. Sjúkdómurinn, sem hann hafði barist við síðastliðna mánuði, var að sigra, en það er samt alltaf sárt þegar veruleikinn hellist yfir mann. Björn frændi, eða Daddi eins og hann var alltaf kallaður, bjó í kjall- aranum hjá ömmu og afa í Sörla- skjóli þegar ég var gutti, og það var alltaf gaman að kíkja til hans í heimsókn. Daddi ferðaðist ekki oft, en iðulega var einhverju laum- að að okkur systkinunum er heim var komið. Man ég sérstaklega eftir er hann kom heim eftir ferð til Póllands og gaf okkur kassa af Prince Polo, beint frá Póllandi. Hann komst nánast í guðatölu eft- ir það. Daddi kynntist sambýliskonu sinni, Valdísi, árið 1986. Fyrstu ár- in bjuggu þau í Sörlaskjólinu en fluttu síðan í Stóragerði, þar sem þau bjuggu þar til Valdís lést árið 2001. Er maður eltist, fækkaði heimsóknunum, en alltaf var hægt að ræða uppáhalds umræðuefni hans, enska boltann, og alltaf var hægt að kíkja til hans til að horfa á leiki, sérstaklega þegar „liðin okk- ar“ mættust. Hver hefur sinn djöful að draga, og í tilfelli Dadda var hann stór. Eftir fráfall Valdísar varð sá djöfull sífellt sterkari, og hafði því miður áhrif á samskipti okkar frænda. Voru þau orðin mjög stopul síðustu ár og er sárt að horfa til baka á töpuð ár, sem hefðu getað orðið svo miklu betri undir öðrum kringumstæðum. Synir mínir og systurdætur fengu í raun aldrei að kynnast þeim Dadda sem ég og systir mín þekktum sem börn. Elsku Daddi, þín verður sárt saknað. Björgvin. Mánudaginn 6. mars var Björn Björgvinsson kvaddur frá Foss- vogskapellu, 74 ára að aldri. Hann lést að hjúkrunarheimilinu Skjóli sunnudaginn 26. febrúar síðastlið- inn. Þetta var hressilegur karlmað- ur með sérstaklega djúpa og kraftmikla rödd. „Það getur heyrst í Birninum, öðru nafni BB,“ sagði hann stundum sjálfur, glettinn á svip. Hann hafði reynd- ar mest gaman af að ræða enska boltann og stjórnmál. Hann minntist oft á ættarslóðir á Snæ- fellsnesi og talaði um frændfólkið sitt þar. Einnig sagðist hann stolt- ur eiga sama afmælisdag og sjálf- ur Elvis Presley. Okkur varð ágætlega til vina, sérstaklega þeg- ar ég komst að því að við áttum sama uppáhaldslið í enska boltan- um, Chelsea. Honum var mjög skemmt þegar ég sagði honum að ég hefði líklega byrjað að halda með því liði þegar Eiður Smári Guðjohnsen gekk til liðs við það, líklega á fyrsta áratug þessarar aldar. „Ég byrjaði nú að halda með þeim áður en þú fæddist, góði,“ svaraði hann og rak upp tröllahlátur. Björn hafði hlýtt hjarta og ríku- legt skopskyn, hann gat oft leikið á als oddi, en glímdi vissulega einnig við sína erfiðleika. Þó svo að hann vildi ekki ræða beinlínis um trúmál duldist mér aldrei að lifandi trú hans á Jesú Krist var sterk. Þegar hann komst að því að ég væri Vestfirðingur, minntist hann oft á sumarið 1967 með glampa í augum, en þetta sumar vann hann í banka á Ísafirði. Þá rómaði hann vestfirska náttúru- fegurð og gott samstarfsfólk, sem hann náði að kynnast þar. Við gát- um brotið áhugamál hans, enska boltann, til mergjar – en einnig gátum við rætt af einlægni um stjórnmálin, bæði landsmálin og borgarstjórnina. Hann skorti sjaldan umræðuefni, þegar þannig lá á honum og þá réð glaðværðin oftast för. Góður Guð blessi minn- ingu Björns Björgvinssonar og veiti ástvinum hans huggun og styrk. Megi hann hvíla í friði. Þorgils Hlynur Þorbergsson. Björn Björgvinsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar Okkar ástkæri GÍSLI ÍSLEIFUR AÐALSTEINSSON, Austurbrún 2, er látinn. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 29. mars klukkan 15. Kristín Gísladóttir Aðalsteinn Hallgrímsson Ásdís Aðalsteinsdóttir Bergþór Jóhannsson Krístín Björg Bergþórsdóttir Jóhanna Guðrún Bergþórsdóttir Steinunn María Bergþórsdóttir Jóhann Gunnar Bergþórsson Aðalsteinn Gunnar Bergþórsson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, GRETHE AARIS HJALTESTED, verður jarðsungin frá Neskirkju þriðjudaginn 28. mars klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barna- og uppeldissjóð Thorvaldsens- félagsins, s. 551 3509. Jytte Hjaltested Jens Pétur Hjaltested Friðrik Örn Hjaltested Björn Gunnarsson Hjaltested Óli Rafn Jónsson Lísa Björk Hjaltested tengdabörn og barnabörn Elskuleg móðir mín, dóttir, systir, mágkona og frænka, MARÍA ÓSK KJARTANSDÓTTIR, lést sunnudaginn 12. mars á Hrafnistu í Reykjanesbæ. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 24. mars klukkan 13. Aðstandendur Elskulegur bróðir okkar og frændi, SAMÚEL DALMANN JÓNSSON rafvirki, sem lést 28. febrúar, verður jarðsunginn frá Garðakirkju föstudaginn 24. mars klukkan 13. Dóra Guðbjört Jónsdóttir Stefán Jónsson og fjölskyldur Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma okkar, GUÐRÚN ERLA BJARNADÓTTIR, Núpalind 8, Kópavogi, sem lést laugardaginn 18. mars, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju miðviku- daginn 29. mars klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarfélög. Ingólfur Ólafsson Guðrún Ingólfsdóttir Sigurður Ólafsson Bjarni Hrafn Ingólfsson Inga Þórisdóttir Þór Ingólfsson Pia Hansson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur bróðir okkar og mágur, GESTUR E. G. GESTSSON frá Nýlendu, Garði, lést laugardaginn 11. mars á hjúkrunar- heimilinu Hrafnistu að Nesvöllum í Reykjanesbæ. Útförin fer fram frá Útskálakirkju laugardaginn 25. mars klukkan 13. Þorleifur Gestsson Díana Sjöfn Eiríksdóttir Júlíus Gestsson Rannveig Guðnadóttir Sigurður Gestsson Ingveldur Halla Sigurðardóttir Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN BIRNIR myndlistarkennari, andaðist 21. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Margrét Snæbjörnsdóttir Snæbjörn Björnsson Birnir Björn Björnsson Ólafur Björnsson Kolbrún Jónsdóttir Sigríður Björnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.