Morgunblaðið - 23.03.2017, Síða 2

Morgunblaðið - 23.03.2017, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARS 2017 Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is Frábær smurefni sem einangra, verja og koma í veg fyrir tæringu eins og verkfæra og rafmagnsvara. 100% eins árs RAKAVÖRN Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Möguleiki er á því að stóriðja á Akranesi eigi þátt í því að fleiri greinist með mergæxli þar en ann- ars staðar á landinu. Stóriðjan er meðal þeirra umhverfisþátta sem sérstaklega verða athugaðir í al- mennri rannsókn Háskóla Íslands á mergæxlum sem Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor í blóð- sjúkdómum, fer fyrir. Fyrstu niðurstöður úr skimunar- hluta verkefnisins, Blóðskimun til bjargar, benda til þess að um 5,2% Íslendinga hafi forstig mergæxlis. „Við vitum að á Akranesi hafa fleiri greinst með mergæxli und- anfarin ár, en við höfum ekki enn niðurstöður úr skimun á Akra- nesi,“ segir Sigurður Yngvi, en hann segir að von sé á þeim nið- urstöðum á næstu vikum. Mun fleiri karlmenn hafa greinst með mergæxli á Akranesi en konur, yfir 80%. Þátttaka í blóðskimuninni þar er 65% og er það hlutfallslega mesta þátttakan í einu sveitarfélagi á landsvísu. Þátttaka á landinu öllu er nú tæp- lega 50%. Rannsóknin fagnaðarefni Sævar Freyr Þráinsson, bæj- arstjóri á Akranesi, átti í gær samtal við Sigurð Yngva um rann- sóknina, en hann segir það fagn- aðarefni að Akranes verði sér- staklega haft í brennidepli. „Við erum virkilega glöð að fá rannsókn sérfræðinga. Öryggi og heilsa Skagamanna skiptir höfuð- máli. Ég var mjög ánægður að heyra að um tvö þúsund Skaga- menn hefðu gefið kost á sér í rannsóknina og ég er einn af þeim,“ segir hann. Inntur eftir viðbrögðum við þeirri hugmynd að stóriðja við Akranes gæti verið áhrifavaldur segist hann ekki vilja taka afstöðu til þess fyrr en niðurstöður liggi fyrir. „Við getum ekki ályktað strax hvort ástæðurnar séu umhverf- isþættir eða erfðir,“ segir hann. Kanna hugsanleg tengsl mergæxla og stóriðju Andri Steinn Hilmarsson Þórunn Kristjánsdóttir Óvissa greip um sig í lávarðadeild breska þingsins í gær eftir að fregn- ir af árásum við þinghúsið bárust þangað. Garðar Agnarsson Hall, sem starfar í eldhúsi lávarðadeild- arinnar, var að ljúka við að borða og að búa sig undir heimför þegar yf- irmaður í eldhúsinu geystist inn og greindi frá því að árás hefði átt sér stað. Þúsund manns safnað saman „Við þurftum að fara inn í næsta sal þar sem öllum var safnað sam- an,“ segir Garðar sem þurfti að bíða í salnum í tæpa tvo tíma. Hann seg- ir að fólk hafi í fyrstu lítið vitað hvað hefði gerst, en fljótlega eftir að hryðjuverkalögregla mætti á svæðið hefði ástandið tekið að skýrast. Garðar segir fólk þó ekki hafa verið hrætt enda hafi það haft að- gang að sjónvarpi og þannig getað fylgst ágætlega með gangi mála. Tæpum tveimur tímum eftir að hópnum hafði verið safnað saman í sal lávarðadeildarinnar var hópur- inn færður yfir í annan stærri hátíð- arsal þinghússins þar sem þeim var sagt að bíða í nokkra tíma til við- bótar. Garðar giskar á að um þúsund manns hafi verið í salnum og alls þurfti hann að bíða í fimm tíma í söl- unum tveimur eftir að árásin var gerð. Mætir snemma til vinnu í dag Veislum sem áttu að fara fram í gærdag og gærkvöldi var slegið á frest en Garðar mætir til vinnu klukkan sex í dag til þess að und- irbúa morgunmatinn, enda mun lá- varðadeildin starfa samkvæmt hefð- bundinni dagskrá á morgun líkt og breska þingið. Sigríður Torfadóttir Tulinius, starfsmaður skoska þjóðarflokksins, var lokuð inni á skrifstofu flokksins sem vísar út að Westministerbrúnni þegar mbl.is tók hana tali um klukk- an fimm í gær: „Við erum auðvitað í sjokki en reynum að halda ró okk- ar,“ sagði Sigríður í samtali við mbl.is. Hún var á fundi þegar hryðjuverkaárásin var gerð og frétti af árásinni í gegnum samstarfskonu sína sem var of sein á umræddan fund. Sigríði varð þá litið út um gluggann þar sem hún sá fólk liggja. Skömmu síðar fengu starfsmenn hússins fyrirmæli um að halda kyrru fyrir. Vöruð við hugsanlegri árás Sigríður segir hug sinn vera hjá þeim sem eiga um sárt að binda og þykir henni viðbrögð lögreglunnar og starfsfólks þingsins hafa verið til fyrirmyndar. Það sé góð tilfinning að vita af því þó að hún viðurkenni að árásin veki talsverðan ugg. Bætir hún því við að starfsfólk þingsins hafi að undanförnu verið varað við mögulegri hryðjuverkaárás. Um 25 manns voru á skrifstof- unni þegar mbl.is náði tali af Sigríði í gær og var hópurinn þá búinn að finna allan mat sem til var á skrif- stofunni og leggja í púkk til þess að slá á hungrið á meðan beðið væri eftir leyfi frá lögreglunni til þess að halda heim á leið. Lögreglan í Lundúnum aflétti út- göngubanni á byggingum í kringum þingið um klukkan átta í gærkvöldi. Útgöngubann í fimm tíma  Íslendingum sem starfa í byggingum á vegum breska þingsins var haldið inni í fimm klukkustundir vegna árásarinnar AFP Hryðjuverkaárás Lögreglan í Lundúnum var með mikinn viðbúnað í gær en starfsfólki þingsins var haldið inni í um það bil fimm tíma af öryggisástæðum. Þar á meðal voru Íslendingar. AFP Viðbrögð Óvissa greip um sig í lávarðadeild breska þingsins í gær vegna árásarinnar að sögn Garðars Agnarssonar Hall sem starfar þar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.