Morgunblaðið - 23.03.2017, Síða 9

Morgunblaðið - 23.03.2017, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARS 2017 Þýskubíllinn svonefndi lauk níu daga hringferð í gær þegar bíllinn staðnæmdist við þýska sendiráðið á Íslandi. Þýskukennaranemarnir Stefanie Meyer og Hanna Bedbur fóru hringinn í kringum landið á vegum þýska sendiráðsins og kynntu fyrir grunnskólanemum Þýskaland og kosti þess að læra þýsku í framhaldsskóla. Á níu dög- um heimsóttu þær níu skóla og um það bil 300 nemendur. Sabine E. Friðfinnsson, starfs- maður þýska sendiráðsins, segir hringferðina hafa farið fram úr skærustu vonum og „geisluðu“ þýsku kennaranemarnir að hennar sögn þegar til Reykjavíkur var aft- ur komið. „Þær eru brosandi út að eyrum. Og ef það væri ekki fyrir eyrun þá brostu þær sennilega all- an hringinn,“ sagði Sabine í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Hún segir veður hafa verið mjög gott á meðan á ferðalaginu stóð en aflýsa þurfti þó einni heimsókn á Þing- eyri vegna veðurs. „Að öðru leyti gekk þetta eins og í sögu,“ segir hún. „Þær voru hissa hversu vel börn- in tóku á móti þeim,“ segir Sabine um viðtökurnar. „Það var svo mik- ill áhugi á því sem var verið að kenna og stundum vissu börnin hvað kennararnir voru að segja án þess að þau hefðu lært þýsku,“ seg- ir Sabine. „Stelpurnar voru hissa hvað krakkarnir vissu mikið um Þýskaland, um Berlínarmúrinn og pólitíkina,“ segir Sabine. Spurð út í kosti þess að læra þýsku segir Sab- ine Íslendinga eiga auðvelt með þýskuna og tugmilljónir manna tali tungumálið um allan heim. Áætlað er að í heildina tali um 200 millj- ónir manna þýsku. „Svo er gott að læra þýskuna því ef þú kannt smá í þýsku þá geturðu farið í nám til Þýskalands og þar eru engin skólagjöld,“ segir hún. Þýskubíllinn er hvergi nærri hætt- ur og heimsækir hann sex skóla á höfuðborgarsvæðinu í næstu viku. Fóru hringinn og kynntu Þýskaland  Heimsóttu tólf skóla á níu dögum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þýskubíllinn Þýsku þýskukennararnir Stefanie Meyer og Hanna Bedbur voru glaðar á svip þegar Þýskubíllinn stað- næmdist fyrir utan þýska sendiráðið í Reykjavík eftir níu daga hringferð þar sem tólf grunnskólar voru heimsóttir. Við skoðun á vegum Mannvirkja- stofnunar á ryksugum reyndust 39% tækjanna hafa fullnægjandi orkumerkingar, í 40% tilfella þóttu merkingarnar ekki full- nægjandi og í 21% tilfella reynd- ust ryksugurnar ekki hafa nauð- synlegar orkumerkingar. Alls var 91 ryksuga af mismunandi gerð skoðuð fyrr í þessum mánuði og orkumerkingar skráðar. BSI á Íslandi ehf. annaðist skoðunina sem er faggilt skoð- unarstofa á sviði markaðseftirlits. Með lögum um merkingar og upplýsingaskyldu varðandi vörur sem tengjast orkunotkun var inn- leidd tilskipun Evrópuþingsins og -ráðsins um merkingar og staðl- aðar vörulýsingar á orkutengdum vörum er greina frá notkun þeirra á orku og öðrum aðföng- um. Lögin gera þeim sem bjóða fram vörur sem falla undir þessa löggjöf skylt að láta neytendum í té og vekja athygli þeirra á upp- lýsingum um orkunotkun, orku- nýtni, hávaða og annað er varðar rekstur þeirra og kveðið er á um í reglugerð fyrir viðkomandi vöruflokk. Orkumerkingum á ryksugum reynd- ist ábótavant Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.