Morgunblaðið - 23.03.2017, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.03.2017, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARS 2017 Björn Guðmundsson Löggiltur fasteignasali 464 9955 bjorn@byggd.is Jón Rafn Valdimarsson Löggiltur fasteignasali 695 5520 jonrafn@miklaborg.is Kjartan Hallgeirsson Löggiltur fasteignasali 824 9093 kjartan@eignamidlun.is Ágúst Guðmundsson Löggiltur fasteignasali 453 5900 agust@krokurinn.is TÆKIFÆRI TIL FERÐAÞJÓNUSTU Á SÖGUFRÆGUM STAÐ 38 eignir til sölu að Hólum í Hjaltadal 38 íbúðir til sölu í háskólaþorpinu að Hólum í Hjaltadal. Íbúðirnar eru í eigu Nemendagarða Hólaskóla. Gert er ráð fyrir að selja eignirnar til sama aðila. Hjaltadalur er með fegurstu dölum landsins og Hólar þekktur sögustaður. Eignirnar henta vel í ferðaþjónustu og eru miðsvæðis á Norðurlandi. Fjölmargir útivistarkostir eru í næsta nágrenni og miklir möguleikar á að auka þjónustu á svæðinu, sem og samstarf við Háskólann á Hólum. Hagstætt verð fyrir framsækna aðila, ásett verð 270 m.kr., 38 eignir, 2.428,8 m2. Nánari upplýsingar um eignirnar veita neðangreindar fasteignasölur. Grensásvegi 11 . 108 Reykjavík . Sími 588 9090 eignamidlun@eignamidlun.is Heimili og skóli, SAMFOK og fleiri foreldrasamtök hafa skorað á yfirvöld menntamála, bæði Kristján Þór Júlíusson mennta- málaráðherra og Menntamála- stofnun, að afnema heimild til að nota einkunnir úr samræmdum prófum við inntöku í framhalds- skóla. „Við teljum að komið hafi verið aftan að nemendum með þessari breytingu og að hætta sé á að skólastarf fari í of miklum mæli að snúast um árangur í þeim fögum sem prófað er úr í samræmdum prófum,“ segir í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér í gær. „Nýleg breyting á reglugerð sem heimilar framhaldsskólum að taka mið af einkunnum á sam- ræmdum prófum við inntöku í skólana stríðir gegn yfirlýstum markmiðum samræmdra prófa sem eru fyrst og fremst að skoða stöðu einstaklingsins á tilteknum tímapunkti með það fyrir augum að hann geti bætt námsárangur sinn og einnig að veita upplýs- ingar um hvernig einstakir skólar og skólakerfið í heild stendur í þeim námsgreinum og námsþátt- um sem prófað er úr. Við teljum einnig að framhalds- skólarnir eigi, í samræmi við full- yrðingar sínar þar um, að vera þess fullfærir að meta nemendur út frá hæfnimiðuðum lokaeinkunn- um þeirra úr grunnskóla,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni. Skora á yfirvöld menntamála  Foreldrasamtök mótmæla breytingum vegna samræmdra prófa  Vilja ekki miða við einkunnir við inntöku í skóla Matvælastofnun (MAST) hefur lagt dagsektir á bónda á Suðurlandi vegna aðbúnaðar nautgripa og sauð- fjár á bænum. Er um að ræða endur- tekið brot án þess að kröfur stofnun- arinnar um úrbætur hafi verið virtar, en greint er frá þessu í til- kynningu á vef MAST. Matvælastofnun krafðist úrbóta á umræddu búi í lok síðasta árs vegna útigangs nautgripa og aðbúnaðar í fjárhúsum og fjósi. Við eftirlit sér- fræðinga stofnunarinnar í janúar og mars hafði úrbótum hins vegar ekki verið sinnt nema að hluta. Í reglugerð um beitingu og há- mark dagsekta í opinberu eftirliti með velferð dýra segir að dagsektir taki „gildi frá og með þeim degi sem þær eru ákvarðaðar og fram að þeim degi sem skyldu er fullnægt að mati Matvælastofnunar,“ en samkvæmt sömu reglugerð falla útistandandi dagsektir niður ef umráðamaður dýra hefur bætt á fullnægjandi hátt úr aðstæðum og aðbúnaði dýra inn- an 5 virkra daga frá ákvörðun um sektir. „Svo var ekki og leggjast dagsektir að upphæð 15.000 kr. á umráðamann,“ segir á vef MAST. Bóndi fær dagsektir vegna slæms aðbúnaðar Árleg byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri, sem í ár verður í sam- vinnu við verslunina Hlað, verður haldin nú um helgina, laugardag og sunnudag, frá kl. 11-18 í húsi safns- ins á Eyrarbraut 49 á Stokkseyri. Á sýningunni munu menn frá Hlaði sýna úrval skotvopna og bún- að til skotveiða, s.s. byssur og riffla, ásamt ýmsu tengdu skotveiðum, meðal annars úr einkasöfnum. Einn- ig verða til sýnis skotvopn og munir frá Sverri Scheving Thorsteinssyni, Sigurði Ásgeirssyni, Einari frá Þverá, Sveini Einarssyni, fv. veiði- stjóra, og fleiri. Skotvís verður einn- ig með kynningu. Veiðisafnið, sem Páll Reynisson rekur, er einstakt á landsvísu. Þar er úrval vopna og uppstoppaðra dýra og má þar meðal annars sjá ljón og zebrahesta, gíraffa, hreindýr, apa, seli, bjarndýr, sauðnaut og fleira. Morgunblaðið/Ómar Stokkseyri Páll Reynisson veiði- maður við ljónið í safni sínu. Byssusýning í Veiðisafninu  Vopn og veiðidýr Næstkomandi sunnudag, 26. mars, verður haldið málþing í Sögusetrinu á Hvolsvelli í tilefni af 20 ára starfs- afmæli þess. Á þinginu verða er- indi um starfsemi setursins ásamt áhugaverðum tengingum við ferðaþjónustu í hér- aði. Þá verður Guðni Ágústsson með pistil um Hallgerði langbrók. Mál- þingið hefst klukkan 13.45 og eru all- ir hjartanlega velkomnir. Þeir sem taka til máls á þinginu eru Sigurður Hróarsson, for- stöðumaður Sögusetursins, og Frið- rik Pálsson, hótelstjóri á Hótel Rangá. Sögusetrið á Hvolsvelli er elsta setur sinnar tegundar á Ís- landi. Þá eru fjögur ár síðan hafist var handa við að sauma Njálurefil en listamaðurinn Kristín Ragna Gunn- arsdóttir teiknaði myndir úr Njáls- sögu af hetjum í héraði. Saumaðir hafa verið liðlega 50 metrar af þeim 90 metrum sem refillinn góði verður að lengd. sbs@mbl.is Fjallað um Njálu á Sögusetrinu Hvolsvöllur Mikið verður um dýrðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.