Morgunblaðið - 28.03.2017, Page 12

Morgunblaðið - 28.03.2017, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2017 undurinn hefur átt sínar andvöku- nætur. „Ég á fjögur börn og veit al- veg hvaða áhrif svefnleysi getur haft,“ segir hún til skýringar og nefnir þau helstu: „Skert orka, einbeiting og minni. Maður verður latari en ella og fer að sækja í óholla fæðu eins og sykur og einföld kolvetni í viðleitni til að keyra upp orkuna. Ef svefn- leysið er langvarandi er hætta á ýmsum heilsufarslegum kvillum, bæði líkamlegum og andlegum, til dæmis kvíða og depurð. Bólguboð- efni fara að hlaðast upp í líkamanum, sem auka líkur á hjarta- og krans- æðasjúkdómum, svo fátt eitt sé talið.“ Er svefn fyrir aumingja? Erla segir mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir að enginn geti stytt sér leið, allir borgi sinn skatt ef þeir klípi af svefninum. „Við þurfum reglulegan svefn. Ef við ætlum að fara í ræktina klukkan sex verðum við að fara þeim mun fyrr að sofa. Margir falla í þann pytt að sofa of lít- ið á virkum dögum og ætla að bæta sér það upp með því að sofa mikið um helgar. Slíkt er bara ávísun á svefnvandamál.“ Meðalsvefnþörf fullorðinna er kringum sjö og hálf klukkustund. Al- mennt virðast konur þurfa örlítið meiri svefn og eiga frekar við svefn- leysi að stríða en karlar. „Þar spila inn í streituvaldandi þættir eins og meðganga, brjóstagjöf, tíðir, tíða- hvörf og hormónabreytingar. Ekki má þó oftúlka niðurstöður rann- Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Þegar Erla Björnsdóttir sál-fræðingur hóf að rannsakasvefn í doktorsnámi sínuvið Háskóla Íslands fyrir átta árum undraðist hún að ekki var til aðgengileg bók á íslensku um þetta lífsnauðsynlega fyrirbæri. Á sama tíma voru bækur um hinar grunnstoðir góðrar heilsu; næringu og hreyfingu, á hverju strái. Erlu dreymdi um að gefa út bók um svefn. „Mér fannst svefninn svo spennandi viðfangsefni að ég var ákveðin í að láta drauminn rætast einn góðan veðurdag þegar ég vissi meira,“ segir hún. Sá dagur er runninn upp. Umfjöllunarefnið er margbreytilegt og flókið, bókartitilinn einfaldur; Svefn. Og, nei, Erla veit ekki allt um svefn, slíkt telur hún enda ekki mögulegt. Svefninn sé og verði trú- lega alltaf að nokkru leyti ráðgáta. „Ég veit samt býsna margt og læri meira og meira á hverjum degi,“ segir hún. Bókin skiptist í tíu kafla, sem greinast í mismarga undirkafla, og fjalla m.a. um svefnþörf, líkams- klukku, svefntruflanir, langvarandi svefnleysi og svefn barna, unglinga og kvenna. Auk fróðleiks eru í henni góð ráð við svefnvandamálum og -truflunum af ýmsu tagi og mörgum spurningum svarað sem efalítið brenna á fólki á einhverjum tíma- punkti. Fáir sofa eins og englar allt sitt æviskeið og meira að segja höf- sókna því þær byggjast á meðal- tölum, allar konur sofa vitaskuld ekki meira en allir karlar. Auk þess er svefnmynstrið svolítið mismun- andi, eldra fólk er oft meiri morgun- hanar en þeir yngri frekar nátt- hrafnar,“ segir Erla, sem er algjörlega ósammála fleygum orðum Margaret Thatcher um að svefn sé fyrir aumingja. „Flest þekkjum við sögur af fólki sem nær langt í lífinu og stærir sig af að þurfa sáralítinn svefn. Fólk ætti frekar að vera stolt af ná fullum svefni. Frásagnir af lítilli svefnþörf eru oft orðum auknar. Þótt Winston Churchill svæfi lítið á nóttunni var vitað að hann lagði sig eftir hádegi og sofnaði í tíma og ótíma. Raunin er sú að afar fáir komast af með fárra klukkutíma svefn á sólarhring.“ Svefnvenjur landans eru hins Draumurinn um svefn „Segja má að við fæðumst með tvöfaldan ríkisborg- ararétt, í landi svefns og landi vöku. Hvort sem okkur líkar betur eða verr dveljum við flest um það bil helm- ing æskuáranna og þriðjung fullorðinsáranna í landi svefnsins og ekki að ástæðulausu,“ skrifar dr. Erla Björnsdóttir í formála nýútkominnar bókar sinnar, Svefn. Sjálf er hún vakin og sofin í báðum löndum. Getty Images/iStockphoto Sjö og hálf Meðalsvefnþörf fullorðinna er um sjö og hálf klukkustund. Guðni Elísson, prófessor í bók- menntum við Há- skóla Íslands, fjallar um fjöl- miðla og lofts- lagsmál í fyrra heimspekispjalli þessa misseris í Hannesarholti kl. 20 í kvöld, þriðju- daginn 28. mars. Guðni hefur haldið fyrirlestra um ýmis atriði tengd loftslagsmálum, oftast í háskólasamfélögum og á ýmsum fundum. Hann er stofnandi alþjóðlegrar upplýsingaveitu um loftslagsmál, Earth 101, www.earth101.is Heimspekispjallið er ókeypis í anda Páls Skúlasonar og öllum opið. Heimspekispjall Fjölmiðlar og loftslagsmál Guðni Elísson Árið 1949 komu um 300 Þjóðverjar til Íslands til að vinna við landbúnaðar- störf. Um helmingur þeirra, aðallega konur, settist hér að, giftist og stofn- aði fjölskyldu. Nína Rós Ísberg mann- fræðingur flytur erindi um þessar þýsku konur og minningar þeirra um að setjast að á Íslandi og stofna fjöl- skyldu kl. 12 í dag, þriðjudag 28. mars, í fyrirlestrarsal Þjóðminja- safnsins. Yfirskrift fyrirlestursins er Heimili í nýju landi: Þýskar konur á Íslandi og er byggður á doktorsritgerð Nínu Rósar í mannfræði við University of London. Koma þýsku kvennanna tengist aðstæðum í Evrópu eftir seinna stríð og miklum breytingum í íslensku samfélagi. Ákvörðun þeirra um að setjast hér að vekur upp spurningar um hvernig útlendingar verða hluti af íslensku samfélagi. Reynsla þeirra segir okkur töluvert um hugmyndir Íslendinga um sjálfa sig og hvað það er að vera íslenskur. Fyrirlesturinn er fimmti í röð há- degisfyrirlestra Þjóðminjasafnsins og er skipulagður í tengslum við sýn- inguna Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi. Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi Þýsku konurnar sem settust að á Íslandi og stofnuðu fjölskyldu Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Árið 1949 Nokkrir Þjóðverjar sem komu til að starfa á Íslandi 9. júní 1949. Ungverski klarín- ettuleikarinn Zsolt Szatmári heldur opnar kennslustundir – masterklassa – með nemendum þriggja tónlistar- skóla höfuð- borgarinnar í Sölvhóli, sal Listaháskóla Ís- lands, kl. 16-19 í dag, þriðjudag 28. mars, og kl. 14-17 á morgun, mið- vikudag 29. mars. Með honum koma tveir nemenda hans, sem halda stutta tónleika og kynna ungverska klarínettumúsík í lok seinni masterklassans. Zsolt Szatmári er prófessor í klarínettuleik við Franz Liszt Aka- demíuna í Búdapest. Hann hefur unnið til margra verðlauna og viður- kenninga og leikið einleik og kamm- ertónlist víða í Evrópu auk þess að halda masterklassa. Hann leiðir klarínettudeildina í Þjóðar- fílharmóníuhljómsveitinni í Búda- pest og er félagi í Blásarasveit Búdapest. Zsolt Szatmári Opnar kennslu- stundir Zsolt Szatmár alvöru grillaður kjúklingur Grensásvegi 5 I Reykjavík I Sími 588 8585 Opið alla daga kl. 11-22

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.