Morgunblaðið - 28.03.2017, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2017
28. mars 2017
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 109.52 110.04 109.78
Sterlingspund 137.9 138.58 138.24
Kanadadalur 82.02 82.5 82.26
Dönsk króna 15.988 16.082 16.035
Norsk króna 12.936 13.012 12.974
Sænsk króna 12.468 12.542 12.505
Svissn. franki 111.14 111.76 111.45
Japanskt jen 0.9919 0.9977 0.9948
SDR 149.6 150.5 150.05
Evra 118.97 119.63 119.3
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 149.4067
Hrávöruverð
Gull 1256.9 ($/únsa)
Ál 1917.0 ($/tonn) LME
Hráolía 50.64 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Landsvirkjun og
Félag íslenskra
fiskmjölsframleið-
enda (FÍF) hafa
undirritað vilja-
yfirlýsingu sem
hefur það markmið
að gera fiskmjöls-
framleiðslu um-
hverfisvænni með
því ýta undir notk-
un rafmagns við
vinnsluna. Fiskmjölsframleiðendur hafa
á undanförnum árum notast bæði við
olíu og rafmagn í framleiðslu sinni, en
þeir hafa keypt skerðanlegt rafmagn af
raforkusölum sem Landsvirkjun hefur
selt á heildsölumarkaði.
Landsvirkjun hyggst á næstu árum
stuðla eins og hægt er að auknu fram-
boði á skerðanlegu rafmagni á heild-
sölumarkaði. Á móti hyggst FÍF stuðla
að því að félagsmenn noti endurnýjan-
lega orkugjafa í stað annarra sem
menga meira.
Auka rafmagnsnotkun
við mjölframleiðslu
Hörður
Arnarson
STUTT
BAKSVIÐ
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Frá áramótum hefur hlutur er-
lendra fjárfesta í íslenskum hluta-
bréfum sem skráð eru í Kauphöll
vaxið um 17 milljarða króna, sam-
kvæmt gögnum sem Kauphöllin
hefur tekið saman. Til samanburðar
er markaðsvirði Fjarskipta, eða
Vodafone, um 16 milljarðar króna.
Hefur hlutfallið vaxið úr 2,5% í
4,2% af hlutabréfamarkaðnum á
innan við þremur mánuðum. Í árs-
lok 2015 var hlutfallið 1,3%. Litið er
til umfangs erlendra fjárfesta án
stórra kjölfestuhluthafa í Eimskip
og Iceland Seafood og safnreikn-
ings Össurar, sem skráður er í Dan-
mörku. Horft er fram hjá téðum
hluthöfum til að fá skýrari mynd af
nýjum erlendum fjárfestingum.
„Það er að komast töluverð hreyf-
ing á erlenda fjárfestingu í hluta-
bréfum,“ segir Páll Harðarson, for-
stjóri Kauphallar Íslands. Hann
rekur aukin umsvif erlendra fjár-
festa hér á landi til þess að höft
voru rýmkuð í tveimur skrefum um
áramót og hinn 14. mars. Hann vek-
ur athygli á að þær aðgerðir hafi
verið á þá leið að leyfa aukið gjald-
eyrisútflæði frá landinu en að fjár-
festar hafi tekið því sem merki um
að hér séu hlutirnir að færast í eðli-
legt horf. Íslenskir bankar og fjár-
málastofnanir hafa sömuleiðis
kynnt Ísland sem fjárfestingarkost
sem hafi skilað sér en með töf.
Fjárfest fyrir 40 milljarða
Fjölmiðlar hafa fjallað um það að
undanförnu að erlendir fjárfestar
séu að fjárfesta í ríkari mæli á ís-
lenskum hlutabréfamarkaði. Ef litið
er framhjá fyrrnefndum erlendu
kjölfestuhluthöfum nam erlend fjár-
festing samtals um 40 milljörðum
króna hinn 22. mars. Til saman-
burðar er markaðsvirði fasteigna-
félagsins Eikar 41 milljarður króna.
Í árslok 2015 nam samsvarandi fjár-
hæð 12-13 milljörðum króna. Til
samanburðar er Skeljungur metinn
á 13 milljarða króna á markaði.
Eaton kemur víða við
Sá erlendi fjárfestir sem fjárfest
hefur hvað víðast á markaði frá
árinu 2015 er bandaríska eignastýr-
ingafyrirtækið Eaton Vance Ma-
nagement. Sjóðir á vegum fyrirtæk-
isins eru á meðal 20 stærstu
hluthafa í átta fyrirtækjum í Kaup-
höllinni, auk þess sem fram hefur
komið í fjölmiðlum að sjóðir á veg-
um fyrirtækisins eigi umtalsverðan
hlut í fleiri skráðum fyrirtækjum án
þess að koma fram á opinberum
hluthafalistum.
Fram kom í Morgunblaðinu á
sunnudaginn að sjóður á vegum
breska eignastýringafyrirtækisins
Miton hafi nýlega keypt í þremur ís-
lenskum fyrirtækjum sem skráð
eru í Kauphöll fyrir um 1,6 millj-
arða króna miðað við núverandi
markaðsgengi. Um er að ræða Sím-
ann og tryggingafélögin Sjóvá og
VÍS.
Hlutur erlendra fjárfesta
vaxið um 17 milljarða
Morgunblaðið/Þórður
Hlutabréf Erlendir fjárfestar fjárfesta í ríkari mæli á íslenskum markaði, samkvæmt tölum Kauphallar.
Erlendir fjárfestar
» Sjóðir í stýringu hjá hinu
bandaríska Eaton Vance eru á
lista yfir 20 stærstu hluthafa í
átta fyrirtækjum sem skráð
eru í Kauphöll.
» Sjóður á vegum hins breska
Miton keypti nýlega í þremur
íslenskum fyrirtækjum sem
skráð eru í Kauphöll fyrir um
1,6 milljarða króna
» Sjóður Wellington á í N1 fyrir
um einn milljarð króna.
Frá áramótum hefur hlutur erlendra fjárfesta á markaði vaxið í 4,2% úr 2,5%
Kjartan Bjarni Björgvinsson, for-
maður rannsóknarnefndar Alþingis
um þátttöku þýska bankans Hauck &
Aufhäuser Privatbankiers í kaupum á
eignarhlut ríkisins í Búnaðarbanka
Íslands, segir í samtali við Morgun-
blaðið að sér þyki það að vissu leyti
ekki heppilegt ef aðrir en nefndin hafi
afhent einstökum fjölmiðlum bréf frá
nefndinni, eins og raunin virðist vera.
Í Fréttablaðinu í gær var vitnað í bréf
sem rannsóknarnefndin sendi ein-
staklingum sem höfðu aðkomu að
kaupunum. Þar mun þeim vera bent á
að gögn rannsóknarnefndarinnar
bendi til þess að þýski bankinn Hauck
& Aufhäuser hafi í raun ekki borið
neina áhættu af þátttöku sinni í kaup-
um S-hópsins svokallaða á 45,8% hlut
ríkisins í Búnaðarbankanum árið
2003.
Í yfirlýsingu sem kaupandi Búnað-
arbankans á sínum tíma, Egla hf.,
sendi frá sér vegna ummæla Vil-
hjálms Bjarnasonar, þá aðjúnkts í
Háskóla Íslands, í Morgunblaðinu í
júní 2005 segir að „vangaveltur um að
Hauck & Aufhäuser hafi ekki tekið
fullan þátt í kaupunum á kjölfestuhlut
í Búnaðarbanka Íslands hf., í gegnum
kaup sín í Eglu hf., eiga ekki við nein
rök að styðjast og sætir undrum að
kennari við jafn virta stofnun og við-
skipta- og hagfræðideild Háskóla Ís-
lands, skuli láta hafa slíkar órök-
studdar dylgjur eftir sér í
fjölmiðlum.“ Þá sagði í yfirlýsingu frá
Hauck & Aufhäuser af sama tilefni:
„Okkur þykir miður að efasemdir
skuli hafa vaknað um heilindi okkar í
þessu máli og að nafn bankans skuli
dragast með neikvæðum hætti inn í
umræðu um einkavæðingu á Íslandi.“
Kjartan segir að rannsóknarnefnd-
in muni ekki birta neinar niðurstöður
fyrr en á miðvikudaginn.
Morgunblaðið/Jim Smart
Einkavæðing Búnaðarbanki Íslands
var seldur af ríkinu árið 2003.
Virðist hafa verið
tryggt skaðleysi
Rannsóknar-
nefnd birtir niður-
stöður á miðvikudag
hafðu það notalegt
handklæðaofnum
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidjan.is - sími 577 5177
Eigum úrval af