Morgunblaðið - 28.03.2017, Síða 17

Morgunblaðið - 28.03.2017, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2017 Frá morgnifyrir allafjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Sími: 411 5000 • www.itr.is Laugarnar í Reykjavík NÆRING FYRIR LÍKAMA OG SÁL Strandgæslubát- ur frá Líbíu kom að uppblásnum báti á Miðjarðar- hafi á sunnudag, en um borð voru 60 flóttamenn. Var báturinn þá úti fyrir borginni Zawiya, um 50 kílómetra vestan við Trípólí. „Flóttafólkið var flutt til hafnar í Zawiya. Að lokinni læknisskoðun var það fært í hendur þeirra yfir- valda sem sjá um málefni ólöglegra innflytjenda,“ hefur fréttaveita AFP eftir Ayoub Qassem hershöfð- ingja í sjóher Líbíu. Á síðasta ári fóru um 181.000 flótta- og farandmenn yfir hafið frá Líbíu til Ítalíu. Talið er að meira en 4.500 manns hafi drukknað í hafinu í fyrra, þar af 700 börn hið minnsta. Leiðinni yfir Miðjarðarhafið frá Afríku er aðallega stjórnað af smyglurum sem stunda m.a. mansal á örvæntingarfullu fólki. MIÐJARÐARHAF 60 flóttamenn færðir til hafnar Fólkið var í upp- blásnum báti. Sýrlenski stjórnarherinn hefur náð her- flugvellinum Tabqa, sem finna má í norðurhluta landsins, úr klóm uppreisnar- sveita. Harðir bardagar standa nú yfir skammt norðan við flug- völlinn, að sögn fréttaveitu AFP. Talsmaður mannréttindasam- taka í Sýrlandi segir stjórnarherinn vera að safna liði í námunda við völlinn og að loftárásir séu mjög tíðar á því svæði, en bandarískar orrustuflugvélar standa að baki þeim árásum. Herflugvöllurinn var lengi vel eina vígi hersins á svæðinu. Víga- mönnum tókst hins vegar að brjóta alla mótspyrnu hersins þar á bak aftur sumarið 2014. SÝRLAND Náðu aftur tökum á Tabqa-flugvelli Kúrdi stendur við fána Ríkis íslams. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Stórsókn íraska stjórnarhersins inn í vesturhluta Mosúl-borgar í Írak hélt áfram af fullum þunga í gær. Óttast er að mannfall sé mikið í röðum al- mennra borgara, en hermenn á jörðu niðri njóta stuðnings orrustuþotna sem gera tíðar loftárásir. Vesturhlutinn er fjölmennasta svæðið sem liðsmenn vígasamtak- anna Ríkis íslams hafa enn á valdi sínu. Hersveitir hafa náð mikilvæg- um stöðum í borgarhlutanum á sitt vald, meðal annars flugvelli, lestar- stöð og stjórnsýslubyggingar. Yfir 200.000 manns hafa nú flúið vesturhluta borgarinnar en frétta- veita AFP greinir frá því að enn megi finna um 400.000 manns í mið- borginni. „Sérsveitir lögreglunnar og hersins sækja nú inn í suðvestur- hluta miðbæjarins,“ hefur AFP eftir yfirmanni í lögreglunni, en að sögn hans kann sóknin að reynast erfið því vígamenn hafa t.a.m. komið fyrir sprengjugildrum á vegum. Leyniskyttur sendar til Mosúl Yahya Rasool, talsmaður aðgerða- stjórnar í baráttunni við Ríki íslams innan landamæra Íraks, segir víga- menn nú nota almenna borgara sem mennska skildi. Af þeim sökum hef- ur ráðuneyti innanríkismála sent leyniskyttur til Mosúl-borgar og er þeim ætlað að skjóta liðsmenn hryðjuverkasamtakanna á færi. Aðgerð íraska hersins hefur hins vegar ekki alltaf verið nákvæm í orr- ustunni um Mosúl. Hafa hermenn notast við sprengjuvörpur og eld- flaugar, sem þykja afar ómarkviss vopn og því líkleg til að valda al- mennum borgurum líkamstjóni. Fréttamaður AFP, sem staddur er í Mosúl, segist hafa orðið vitni að því þegar jarðneskar leifar 12 al- mennra borgara voru grafnar upp úr húsarústum í kjölfar loftárásar hers- ins 17. mars síðastliðinn. Yahya Rasool segir varnarmálaráðuneytið nú vera að kanna hvort aðgerðir hersins hafi kostað fólkið lífið. Stjórnarherinn sækir fram  Íraskar hersveitir berjast af mikilli hörku við vígamenn um yfirráð í borginni Mosúl  Ríki íslams skýlir sér á bak við mennska skildi  Mannfall er sagt hátt AFP Stríð Íraskur hermaður sést hér standa við bílflak í Mosúl, en herþotur vörpuðu sprengjum á svæðið sl. helgi. Dómstóll í Singapúr hefur dæmt hjón á fimmtugsaldri til fangelsis- vistar fyrir að svelta húshjálp sína. Málið hefur vakið mikla hneykslan, en að sögn fréttaveitu AFP léttist þernan, sem er filippseysk kona á fertugsaldri, um 20 kíló. Hjónin Lim Choon Hong og Chong Sui Foon játuðu sekt sína fyrir dómi. Hlaut eiginmaðurinn Hong þriggja vikna fangelsisdóm og kona hans Foon þriggja mánaða. Að auki var þeim gert að greiða sem nemur um 800 þúsund krónur. Brauð og skyndinúðlur Þernan Thelma Oyasan Gawidan var svelt yfir 15 mánaða tímabil með þeim afleiðingum að líkamsþyngd hennar fór úr 49 kílóum niður í 29 kíló. Var henni leyft að borða tvisvar sinnum á dag og fékk hún þá vana- lega nokkrar brauðsneiðar og lítinn skammt af skyndinúðlum. Þá hafði hún ekkert aðgengi að síma, fékk ekki að yfirgefa húsið og kaupa sér mat og aðeins leyft að baða sig tvisv- ar sinnum í viku. Gawidan flúði loks í apríl 2014 og leitaði hjálpar. Saksóknari fór fram á eins árs dóm yfir hjónunum og benti meðal annars á að þau hefðu borðað betri og meiri mat en hús- hjálpin. Sjálf sögðust hjónin borða sjaldan og að matarmagn þeirra væri á par við það sem húshjálpinni var úthlutað. khj@mbl.is Dæmd fyrir að svelta húshjálpina  Fékk lítinn skammt af næringar- snauðum mat tvisvar sinnum á dag AFP Sek Hjónin sjást hér ganga inn í dómhús í Singapúr í gærdag. Rússneskur dómstóll dæmdi Alexei Navalní, helsta andstæðing Vladim- írs Pútín Rússlandsforseta, í 15 daga fangelsi fyrir að hlýða ekki skipunum lögreglu á fjölmennum mótmælafundi sem haldinn var í höfuðborginni Moskvu í fyrradag. Breska ríkisútvarpið (BBC) segir 500 manns hið minnsta hafa verið handtekna víðs vegar um Rússland vegna mótmæla, en hópurinn var með friðsömum hætti að mótmæla spillingu innan stjórnsýslunnar. Bandarísk stjórnvöld hafa þegar fordæmt handtökurnar auk þess sem Evrópusambandið hvetur til þess að rússnesk stjórnvöld leysi mótmælendurna úr haldi. Ráðamenn í Kreml hafa lengi haft horn í síðu Navalnís, sem er álitinn hættulegasti pólitíski and- stæðingur Pútíns og sá eini sem tal- inn er geta velgt forsetanum undir uggum. khj@mbl.is Bloggari og aðgerðasinni Í kast við lögin Alexei Navalní Harður andstæðingur Vladimírs Pútíns forseta 40 ára 8. febrúar 2017 Fimm ára skilorðsbundinn dómur fyrir fjársvik Andóf gegn stjórn Vill bjóða sig fram í forsetakosningum á næsta ári 2013 Varð annar í borgarstjórn- arkosningum í Moskvu 2011 Tók þátt í fjöldamælum eftir ásakanir um kosninga- svik í þingkosningum Frá 2007 Hefur keypt hluti í félögum til að reyna að knýja á um aukið gagnsæi í bókhaldi þeirra Hefur fjallað á Twitter um auðsöfnun valdastéttarinnar Vill nánari tengsl við Vesturlönd 2014 Þriggja ára skilorðsbundinn dómur fyrir fjársvik 26. mars 2017 Meðal um 100 mótmæl- enda sem voru handteknir í Moskvu 2012-2014 Handtekinn sjö sinnum 2007 Vikið úr Jablonko stjórn- málaflokknum eftir ásakanir um þjóðernis- hyggju Fjandmaður Pútíns fangelsaður á ný

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.