Morgunblaðið - 28.03.2017, Page 25
Takk fyrir allt og allt, elsku
besta mamma, minning þín lifir
hjá okkur öllum.
Helga, Inga, Einar,
Edda og Anna.
Þú varst okkur amma svo undur góð
og eftirlést okkur dýran sjóð,
með bænum og blessun þinni.
Í barnsins hjarta var sæði sáð,
er síðan blómgast af Drottins náð,
sá ávöxtur geymist inni.
Við allt viljum þakka, amma mín,
indælu og blíðu faðmlög þín,
þú vafðir oss vina armi.
Hjá vanga þínum var frið að fá
þá féllu tárin af votri brá,
við brostum hjá þínum barmi.
Við kveðjum þig, elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
Leiddu svo ömmu, góði guð
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo, amma, sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Litlu langömmugullin þín,
Aron Ingi, Hekla Rakel
og Hulda Karen.
Elsku Rúrý, sem á okkar
heimili var aldrei kölluð annað
en amma Rúrý.
Ég trúi eiginlega ekki að hún
sé farin frá okkur svo fljótt. Þó
svo að við vissum að mögulega
yrði hún ekki hjá okkur eins
lengi og við hefðum viljað, þá
einhvern veginn er maður aldr-
ei undirbúinn og líka svona
snöggt eins og raunin varð.
Ég man svo vel þegar við
Haukur minn, sem er elsta
barnabarnið, vorum að kynnast
þá sagði hann að ég ætti ekki
að láta mér bregða því hún
væri mjög hreinskilin kæmi til
dyranna eins hún væri klædd.
Sem var alveg satt, en hún tók
mér strax opnum örmum og frá
fyrstu kynnum urðum við mjög
góðar vinkonur. Henni fannst
ekki verra að ég skyldi vera að
norðan, enda náðum við ein-
staklega vel saman. Við gátum
spjallað yfir kaffibolla um
íþróttirnar sem og heima og
geima.
Eftir að börnin okkar litlu
fæddust, sem voru hennar
fyrstu langömmubörn, má segja
að tengslin hafi styrkst enn
frekar. Hún var þeim svo ljúf
og góð enda missir þeirra mik-
ill. Þegar hún var í heimsókn
fannst henni best að vera inni í
herbergi með börnunum,
spjalla við þau og leika. Amma
Rúrý kom í heimsókn til okkar
reglulega og kom við í bakaríi
til að færa litlu gullunum eitt-
hvert gotterí, hringdi þess á
milli til að fá að heyra í þeim
hljóðið og spjalla.
Ég man svo vel þegar hún
seldi Jöklafoldina, húsið þar
sem þau hjónin áttu áður heim-
ili, hvað hún vildi endilega að
ég kæmi og fengi að sjá áður en
það færi í sölu. Mér þótti svo
vænt um það og man hvað hún
var stolt að sýna mér húsið.
Eins á afmælisdegi hennar í
maí síðastliðnum, þegar börnin
hennar og tengdabörn buðu
henni út að borða og á sýn-
inguna Mama Mia. En einn for-
fallaðist samdægurs og hún
vildi að hringt yrði í mig því
hún vildi bjóða mér með, þó að
það væru bara þrír dagar í
brúðkaupið okkar Hauks og
undirbúningur í fullum gangi.
Það kom ekki annað til greina
en að skella sér með þó að fyr-
irvarinn væri stuttur, enda var
þetta yndislegt kvöld sem ég er
svo þakklát fyrir.
Þessi kona var einstök. Hún
lifði tímana tvenna, meðbyr
jafnt sem mótlæti, var svo sjálf-
stæð og flott kona allt fram á
síðasta dag og um leið svo ljúf
og góð.
Amma Rúrý eignaðist stóran
stað í hjarta mínu og eins og ég
sagði við börnin mín litlu þegar
við sögðum þeim að hún væri
farin til Guðs, að alltaf þegar
við lokum augunum þá sjáum
við ömmu Rúrý. Þannig er hún
alltaf hjá okkur og mun ætíð
fylgja okkur.
Mig langar að kveðja þig í
hinsta sinn, elsku Rúrý, og
þakka þér kynnin og samfylgd-
ina, með síðasta erindinu úr
Maístjörnu Halldórs Laxness.
Hvíl í friði og takk fyrir allt,
sjáumst síðar.
Elsku Inga, Helga, Einar,
Edda, Anna og fjölskyldan öll.
Megi góður Guð styrkja ykkur
á sorgarstundu og minningin
um einstaka konu lifa í hjörtum
okkar allra.
En í kvöld lýkur vetri
sérhvers vinnandi manns,
og á morgun skín maísól,
það er maísólin hans,
það er maísólin okkar,
okkar einíngarbands,
fyrir þér ber ég fána
þessa framtíðarlands.
(Halldór Laxness.)
Særún Jónsdóttir.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2017
Raðauglýsingar
Fundir/Mannfagnaðir
ses.xd.is
Samtök eldri
sjálfstæðismanna, SES
Hádegisfundur SES
Samtök eldri sjálfstæðismanna boða til
hádegisfundar í Valhöll á morgun, miðviku-
daginn 29. mars kl. 12 á hádegi.
Gestur fundarins:
Árni Bragason
landgræðslustjóri.
Húsið verður opnað
kl. 11:30.
Boðið verður upp á súpu
gegn vægu gjaldi,
850 krónur.
Allir velkomnir.
Stjórnin.
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, Gönguhópar kl 10:15, Vatnsleik-
fimi kl 10:50,Tálgað í tré kl 13, Postulínsmálun 1 kl 13, Harmonikuball
500 kr inn kl 13.30-14.30
Árskógar 4 Leikfimi Maríu kl. 9-9.45, Smíðar/útskurður m/leiðb. kl. 9-
16, Lokaður hópur kl. 10-12, Bónusbíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl.
12.30, handavinna m/leiðb. kl. 12.30-16.30, Kóræfing hjá Kátum
körlum kl. 13-15, MS-fræðslu- og félagsstarf kl. 14-16.
Boðinn Boccia kl. 10.30, Bridge og Kanasta kl. 13.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa 9-16, Morgunkaffi 10-10.30.
Lesið og spjallað 10.30, Hjúkrunarfræðingur með viðveru frá 11-11.30.
Bónusrútan kemur 12.30, Leshópur hittist 13-14.30,
Bútasaumsnámskeið 13-16, námskeiðið er ný hafið og enn eru laus
pláss. Frekari upplýsingar í 535-2760. Opið kaffihús 14.30-15.30.
Dalbraut 18-20 Handavinnusamvera kl.9, félagsvist kl.14.
Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Postulínsmálun kl.09.00, Opin
handverksstofa kl.13, landið skoðað með nútímatækni kl.13.50. kaffi-
veitingar kl.14.30-15.30. Nánari upplýsingar í síma 411-2550.
Verið öll velkomin.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi/Lindargata 59 Páskabingó í matsal-
num á 2. hæð kl. 13.30, föstudagin 31. mars nk. Gómsætir vinningar.
Allir hjartanlega velkomnir!
Félagsmiðstöðin Vitatorgi/Lindargata 59 Bútasaumur kl. 9.-12,
glerbræðsla kl. 9-13, upplestur, framh.saga kl.12.30-13, handavinna
m/ leiðsögn kl.13-15, félagsvist kl. 13.30-16.30.
Fella-og Hólakirkja Kyrrðarstund kl. 12. Boðið upp á súpu og brauð
eftir stundina á vægu verði. Gestur okkar í dag er sr. Petrína Mjöll
sem gaf út bókina Salt og Hunang. Spilum, prjónum og spjöllum
saman. Verið velkomin
Garðabæ Opið og heitt á könnuni kl 9.30-16, stólajóga í Jónshúsi kl
11, trésmíði í Kirkjuhvoli kl 9 og 13, bútasaumur í Jónshúsi
kl 13, karlaleikfimi kl 13. Boccia kl 13.45, Bónusrúta fer frá Jónshúsi
kl 14.45, línudans í Kirkjuhvoli kl 15 og 16.
Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofa kl. 8.30-16, keramik málun kl.
9-12, glervinnustofa m/leiðb. kl. 13-16, leikfimi Maríu kl. 10-10.45,
leikfimi gönguhópsins kl. 10-10.30, gönguhópur um hverfið kl. 10.30.
Starf Félags heyrnarlausra kl. 12-16.
Gjábakki kl. 9, handavinna, kl. 9.45, stólaleikfimi, kl. 13, handavinna
kl. 13, Hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 13.30 Alkort, kl. 14 Hreyfi- og
jafnvægisæfingar.
Grensáskirkja Kyrrðarstund kl. 12.
Gullsmári Myndlist kl. 9, ganga kl. 10, kanasta kl. 13, tréskurður kl.
13. Fótaaðgerðastofa á staðnum, allir velkomnir!
Hallgrímskirkja Liðug á líkama og sál, starf fyrir eldri borgara alla
þriðjudaga kl. 11-13. Leikfimi, súpa og spjall.
Hvassaleiti 56 - 58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8 - 16, morgunkaffi
og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi. Jóga kl. 9, 10
og 11, morgunleikfimi kl. 9.45, matur kl. 11.30. Opin vinnustofa frá kl.
13, tálgun, spilað bridge kl. 13, helgistund kl. 14, séra Ólafur
Jóhannsson, kaffi kl. 14.30. Fótaaðgerðir, hársnyrting.
Hæðargarður 31 Við hringborðið kl. 8.50, myndlistarnámskeið kl. 9
hjá Margréti Zóphoníasd.,Thai Chi kl. 9, leikfimi kl. 10. Spekingar og
spaugarar með Ásdísi Skúladóttur kl. 10, Bónusbíll kl. 12.40, Bridge kl.
13, postulínsmálun með Sólveigu Leifsdóttur kl.13, leiðbeiningar á
tölvu kl. 13.15, bókabíllinn kl. 14.30, síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir
velkomnir í Hæðargarð. Nánar í síma 411-2790.
Korpúlfar Sundleikfimii kl. 7.30 í Grafarvogssundlaug, listmálum
með Marteini kl. 9 í Borgum, helgistund kl. 10,30 í Borgum,
tréútskurður með Sigurjóni kl. 9.30 á Korpúlfsstöðum fleiri velkomnir
í hópinn. Boccia kl. 10 í Borgum, sundleikfimi kl. 13.30 í Grafarvogs-
sundlaug, kóræfing kl. 16, heimanámskennsla í Borgum kl. 16.30 og
ljósmyndaklúbbur korpúlfa kl. 17 í dag í Borgum. Allir velkomnir.
Seljakirkja Menningarvaka eldri borgara verður haldin í Seljakirkju
þriðjudaginn 28. mars kl. 18. Friðrik Ólafsson stórmeistari í skák flytur
erindi og eldri félagar Karlakórsins Fóstbræðra syngja við undirleik
Tómasar Guðna Eggertssonar. Að lokum verður kvöldverður í saf-
naðarsalnum. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 567 0110.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.15, kaffispjall í
króknum kl. 10.30, Pútt á Eiðistorgi kl. 10.30, helgistund, dagskrá og
veitingar í kirkjunni kl. 14, karlakaffi í safnaðarheimilinu kl. 14.
Á morgun miðvikudag býður Ungmennaráð til kvöldsamveru, gaman
saman í Selinu kl. 20. Allir velkomnir.
Sléttuvegi 11-13 Kaffi, spjall og blöðin kl. 10 / Hádegismatur 11.30-
12.30 / Kaffi og meðlæti kl. 14.30-15.30
Sléttuvegi 11-13 Kaffi, spjall og blöðin kl.10- hádegismatur kl.11.30-
12.30-Kaffi, meðlæti kl.14.30-15.30
Stangarhylur 4, Skák kl. 13, allir velkomnir
Vesturgata 7 Fótaaðgerð kl.9., glerskurður (Tifffanýs) kl.13 -16.
Vigdís Hansen.
Félagslíf
HLÍN 6017032819 IV/V EDDA 6017032819 I
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Ýmislegt
Nýir ferskir litir á gömlum
góðum sniðum
Teg. 11008 - vel fylltur, stækkar þig
um númer, stærðir 32-38BC á
kr. 5.850,-
Teg. 81103 - fóðraður í stærðum
70-85B,C,D á kr. 5.750,-
Teg. 11001 - þunnur í stærðum 75-
100 C,D,E,F skálum á kr. 5.850,-
Teg. 11001 - þunnur í stærðum 75-
100 C,D,E,F skálum á kr. 5.850,-
Laugavegi 178, sími 551 3366.
Opið mán.-fös. 10–18,
laugardaga 10–14.
Þú mætir – við mælum og
aðstoðum.
www.misty.is
– vertu vinur
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Húsviðhald
VIÐHALD
FASTEIGNA
Lítil sem stór verk
Tímavinna eða tilboð
℡
544 4444
777 3600
jaidnadarmenn.is
johann@2b.is
JÁ
Allir iðnaðarmenn
á einum stað
píparar, múrarar, smiðir,
málarar, rafvirkjar
þakmenn og flísarar.
mbl.is
alltaf - allstaðar
fasteignir
Sumt fólk er
manni minnisstæð-
ara en annað og það verður klár-
lega sagt um Ragnhildi Guðrúnu
Bergsveinsdóttur. Ég kynntist
henni fyrir áratugum síðan, en
hún var góð vinkona mömmu
minnar, bæði elskuleg, góð og
gáfuð. Í kringum fráfall hennar
orti ég sálm sem mig langar að
gefa henni og birta hér um leið og
ég þakka henni fyrir dásamlega
samvist fallegrar konu sem var
einstök í alla staði. Enda undir-
strikar það styrk hennar og gæði
að Reykjavíkurborg sá ástæðu til
að votta henni virðingu sína sem
gæslukonu barna um árabil, sem
Ragnhildur Guðrún
Bergsveinsdóttir
✝ RagnhildurGuðrún Berg-
sveinsdóttir fædd-
ist 13. apríl 1931.
Ragnhildur lést 2.
mars 2017.
Að ósk Ragnhild-
ar fór útför hennar
fram í kyrrþey 10.
mars 2017.
sýnir hvaða mann
þessi kona hafði að
geyma. Ég votta
Baldvini, eftirlifandi
syni hennar, samúð
mína og virðingu,
hann stóð ætíð sem
klettur við hlið móð-
ur sinnar.
Í ferð frá jörðu og þín-
um
á flugið til engla og
þinna.
Frjáls flýgur í öðrum tímum
finnur styrk í kærleik hinna
sjáumst síðar í sælu himna.
Í armi Guðs gæfa og friður
og kærleikurinn engu líkur.
Frá himninum heyrist kliður
í hamingju sársaukinn víkur
sjáumst síðar í sælu himna.
Ættbræður, vinir eftir standa
og syrgja í sárum þrautum.
Allt breytt við odda stranda
í göngu á öðruvísi brautum
sjáumst síðar í sælu himna.
Jóna Rúna Kvaran.