Morgunblaðið - 28.03.2017, Qupperneq 27
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2017
Er bíllinn tilbúinn fyrir páskafríið
TUDOR TUDOR
TUDOR er hannaður til þess að þola
það álag sem kaldar nætur skapa.
Forðastu óvæntar uppákomur.
Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is
Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta
Veldu
öruggt
start me
ð
TUDOR
skoðanir mínar sem áttu síðar eftir
að hafa áhrif á starfsvettvanginn.“
Mummi gekk í skóla að Varma-
landi í Borgarfirði og var á heima-
vist frá sex ára aldri. Sextán ára
hóf hann nám við Menntaskólann á
Akureyri og lauk þaðan stúdents-
prófi árið 1997. Mummi lauk prófi
frá Hússtjórnarskólanum í
Reykjavík árið 1997. „Ég var mat-
vinnungur í klaustri í Þýskalandi
árið 1998 og kynntist þar trúar-
starfi og íhugun sem alla tíð hefur
haft jákvæð áhrif á mig. Ekki
gerðist ég þó munkur og er ekki
sérlega trúaður!“ Mummi lauk
bachelorgráðu í líffræði frá
Háskóla Íslands árið 2002. Þá lauk
hann mastersgráðu í umhverf-
isstjórnun frá Yale háskóla í
Bandaríkjunum árið 2006.
Ávallt verið í græna geiranum
Mummi hefur starfað í græna
geiranum allan sinn starfsferill.
Hann vann á Veiðimálastofnun,
Landgræðslu ríkisins, við Stofnun
Sæmundar fróða um sjálfbærni-
rannsóknir við Háskóla Íslands og
hefur kennt umhverfisfræði við
sama skóla, og einnig við Land-
búnaðarháskóla Íslands og Há-
skólasetrið á Ísafirði. Mummi tók
við starfi framkvæmdastjóra
Landverndar í september 2011.
Mummi tók þátt í að stofna Fé-
lag umhverfisfræðinga á Íslandi,
og var fyrsti formaður félagsins
2007-2010. Mummi hefur setið í
stjórn Félags Fulbright styrkþega
á Íslandi í fjögur ár og er núver-
andi formaður félagsins, en hann
hlaut Fulbright styrk til náms við
Yale háskóla árið 2002.
„Helstu áhugamál mín eru úti-
vist og náttúruvernd og ég veit
ekkert betra en að hreinsa hugann
og hlaða batteríin úti í íslenskri
náttúru, helst uppi á hálendinu eða
heima á Mýrunum.“ Mummi les
talsvert mikið, helst glæpasögur,
spennandi unglingadrama og sögu-
legar skáldsögur um evrópskan
aðal. Mummi er mikill leikhúsunn-
andi og reyndi fyrir sér á því sviði
með Leikfélagi Menntaskólans á
Akureyri og lék m.a. Dýrið í Fríðu
og Dýrinu og Feilan Ó. Feilan í
Silfurtunglinu. „Stærsta áhuga-
málið er samt vinir og fjölskylda,
og ég fagna ætíð góðum matar-
boðum í góðra vina hópi, en ég
held einmitt lítið matarboð í kvöld
fyrir nánustu vini og fjölskyldu.“
Fjölskylda
Mummi er ógiftur og barnlaus.
„Ég á stóran frændgarð, þó að
nánasta fjölskylda sé lítil. Bróð-
urdóttir mín, Dóra Karólína, er
eina barnið í fjölskyldunni, skírð í
höfuðið á langömmu sinni, Hall-
dóru á Brúarlandi, og kjörömmu
okkar bræðra, Steinunni Karólínu
Ingimundardóttur, skólastjóra
Hússtjórnarskólans á Varmalandi,
en Steinunn var okkur bræðrum
sem önnur amma og kölluðum við
hana aldrei annað en Steinunni
ömmu.
Ég á afar nána og góða vini sem
slá út alla maka og kalla ég þau
iðulega platónska eiginmenn og
eiginkonur til skiptis.“
Bróðir Mumma er Brynjúlfur
Steinar Guðbrandsson, 27.2. 1973,
bóndi á Brúarlandi. Kona hans er
Therese Vilstrup Olesen, ljós-
myndari. Dóttir þeirra er Dóra
Karólína Brynjúlfsdóttir.
Foreldrar Mumma eru hjónin
Snjólaug Guðmundsdóttir, f. 14.11.
1945, vefnaðarkennari við Hús-
stjórnarskólann á Varmalandi
1966-1975 og síðar handverkskona
á Brúarlandi, og Guðbrandur
Brynjúlfsson, f. 30.4. 1948, bóndi á
Brúarlandi alla tíð, formaður
Landgræðslusjóðs og fv. oddviti
Hraunhrepps.
Úr frændgarði Guðmundar Inga Guðbrandssonar
Guðmundur Ingi
Guðbrandsson
(Mummi)
Guðbrandur Sigurðsson
bóndi og oddviti á
Hrafnkelsstöðum
Ólöf Gilsdóttir
húsfr. á Hrafnkelsstöðum áMýrum
Halldóra Guðbrandsdóttir
bóndi og húsfreyja á
Brúarlandi á Mýrum
Brynjúlfur Eiríksson
bóndi og bifreiðar-
stjóri á Brúarlandi
Guðbrandur Brynjúlfsson
búfræðikandídat og bóndi
á Brúarlandi
Eiríkur Ágúst Jóhannesson
bóndi á Hamraendum
Helga Þórðardóttir
húsfr. á Hamraendum á Mýrum
Sigurður Guðbrandsson
mjólkurbússtjóri í Borgarnesi
Eiríkur Ágúst Brynjúlfsson
bóndi á Brúarlandi á Mýrum
Hólmfríður Guðmundsdóttir
kennari og skólastjóri í
Mývatnssveit og á Akureyri
Hólmfríður Emilía Guðmundsdóttir
húsfreyja á Ísafirði
Bárður Guðmundsson
bókbindari á Ísafirði, Bárður
og Guðmundur G. Bárðarson,
jarðfr. og útgefandi Náttúru-
fræðingsins, voru systkinabörn
Guðmundur Bárðarson
vélstjóri á Ísafirði
Margrét Ingibjörg Bjarnadóttir
vefnaðarkennari á Ísafirði
Snjólaug Guðmundsdóttir
vefnaðarkennari á Brúar-
landi á Mýrum
Snjólaug Eyjólfsdóttir
húsfreyja á Leifsstöðum
Bjarni Benediktsson
bóndi og sýsluskrifari á
Leifsstöðum í Eyjafirði
95 ára
Jón Rafnar Hjálmarsson
90 ára
Helga Jónsdóttir
Sverrir Gunnarsson
85 ára
Kristinn Eyjólfsson
Kristjana Björg
Þorsteinsdóttir
Nina Chernysheva
Sylvia Sveinsdóttir
80 ára
Ásta Helgadóttir
Gísli Þorsteinsson
Hildur Björk Sigurðardóttir
Sigríður Jónsdóttir
Sigurður Ármannsson
75 ára
Anna Matthildur
Axelsdóttir
Hörður Gunnarsson
Kristín Gunnarsdóttir
Magnús Steingrímsson
Ragnheiður Björgvinsdóttir
Þorsteinn Guðbjartsson
70 ára
Elínborg Alda
Baldvinsdóttir
Guðmundur Hermannsson
Magnús Jónsson
Stefán Jón Skarphéðinsson
Vigfús Andrésson
60 ára
Björgúlfur Egilsson
Guðni Þórðarson
Kristín Þóra Kristjánsdóttir
Kristján Friðrik Nielsen
Kristján Rafn Heiðarsson
Sigríður Birna
Gunnarsdóttir
Skeggi G. Þormar
Þórunn Sigurlaug
Jóhannsdóttir
50 ára
Bich Thi Le
Elfar Eiðsson
Hafsteinn Gunnar Jónsson
Lísa Björk Gunnarsdóttir
Marek Tomasz Danilczyk
Málfríður Ólöf
Haraldsdóttir
Sigurjón Kristensen
Sólveig Pálína Stefánsdóttir
Valgerður Bjarnadóttir
Þorsteinn Þorsteinsson
40 ára
Arnar Svansson
Eyjólfur Þór Guðmundsson
Guðbjartur Flosason
Guðmundur Ingi
Guðbrandsson
Guðni Ingimundarson
Heiðrún Björk
Sigmarsdóttir
Marcin Slodkowski
Petra Eiríksdóttir
Rasid Ramljak
Telma Lind Stefánsdóttir
30 ára
Aija Teraude
Anna Rósa
Guðmundsdóttir
Íris Tara Ágústsdóttir
Jeroen Antoon E. Van
Nieuwenhove
Magnea Arnardóttir
Oddný Alda Bjarnadóttir
Sigurgeir Sveinn Gíslason
Sveinn Þórhallsson
Thelma Guðjónsdóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Oddný er frá Hval-
nesi á Skaga en býr á
Reyðarfirði. Hún vinnur á
smíðaverkstæðinu Tré-
vangi.
Maki: Magnús Ingi Svav-
arsson, f. 1987, vinnur hjá
Alcoa.
Foreldrar: Bjarni Egils-
son, f. 1955, vinnur hjá Al-
coa, og Elín Petra Guð-
brandsdóttir, f. 1955,
vinnur á dvalarheimilinu á
Fáskrúðsfirði. Þau eru
bús. á Reyðarfirði.
Oddný Alda
Bjarnadóttir
30 ára Magnea er Hafn-
firðingur en býr í Reykja-
vík. Hún er þroskaþjálfi og
vinnur hjá Reykjavíkur-
borg.
Maki: Arnar Freyr Björns-
son, f. 1977, tölvunarfr.
hjá Íslandsbanka.
Börn: Hrefna, f .2011, og
Kári, f. 2012.
Foreldrar: Örn Ólafsson,
f. 1958, stoðtækjafræð-
ingur, og Guðrún Guð-
mundsdóttir, f. 1960,
vinnur á leikskóla.
Magnea
Arnardóttir
30 ára Sveinn er Keflvík-
ingur en býr í Reykjavík.
Hann er tölvunarfræð-
ingur að mennt og er
hugbúnaðarsérfræðingur
hjá Advania.
Maki: Gunnhildur Gunn-
arsdóttir, f. 1990, sálfr.
hjá Reykjavíkurborg.
Foreldrar: Þórhallur
Ágúst Ívarsson, f. 1953,
vinnur hjá Det Norske
Veritas, og Vilborg Norð-
dahl, f. 1958, vinnur í fjár-
málaráðuneytinu.
Sveinn
Þórhallsson
Nicolas Larranaga hefur varið dokt-
orsritgerð sína í líffræði við Líf- og
umhverfisvísindadeild Háskóla Ís-
lands. Heiti verkefnisins er: Dægur-
sveiflur í virkni bleikju, Salvelinus alp-
inus: Tengsl við vistfræðilega þætti
(Ecological correlates of diel activity
in Arctic charr Salvelinus alpinus).
Leiðbeinandi var dr. Stefán Ó. Stein-
grímsson, dósent við Fiskeldis- og
fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum.
Dægursveiflur í virkni lýsa því
hvernig dýr deila sólarhringnum á milli
virkni og hvíldar og hvernig þau keppa
um auðlindir í tíma. Sumar tegundir
sýna sveigjanleika í því hversu virk
þau eru og hvenær og eru hentug til
rannsókna á áhrifum vistfræðilegra
þátta á virkni. Fiskar í ám, þá sér-
staklega laxfiskar, eru skólabókar-
dæmi um dýr sem sýna breytileika í
virkni. Í doktorsverkefninu voru rann-
sakaðar dægursveiflur í virkni ein-
staklingsmerktra bleikjuseiða í til-
raunum og rannsóknum við
náttúrulegar aðstæður, þar sem at-
huguð voru áhrif þátta sem hafa mikil-
væg áhrif á vistfræði laxfiska. Bleikjur
voru virkari (i) við hærra hitastig, (ii)
þar sem felustaðir voru takmarkaðir,
(iii) við meiri straumhraða, (iv) þar
sem vatnsrennsli var stöðugt, og (v)
við meiri þéttleika.
Í öllum rannsókn-
unum höfðu vist-
fræðilegir þættir
líka áhrif á það
hvernig virkni
dreifðist í tíma.
Sveigjanleiki í
virkni tengdist líka
breytileika í öðru
atferli (t.d. árásarhneigð, fæðuháttum
og búsvæðavali). Rannsóknirnar
sýndu líka að stundum viðheldur
bleikja vexti við óhagstæðar aðstæður
(fáir felustaðir, mikill þéttleiki) með
því að breyta virkni sinni en stundum
eru þær virkastar við aðstæður hag-
stæðar fyrir vöxt (meiri straumhraði).
Í öllum tilraununum nema einni uxu
virkari einstaklingar hraðar en þeir
sem voru minna virkir. Þetta samband
var þó háð aðstæðum og var t.d.
greinilegra við meiri straumhraða og
jafnara vatnsrennsli. Niðurstöður
þessa verkefnis eru mikilvægar fyrir
t.d. (i) atferlisvistfræði (sveigjanleiki í
atferli), (ii) vistfræði laxfiska, vegna
áhrifa virkni á fæðunám og vöxt við
ólíkar aðstæður, og (iii) verndun,
vegna þess innsæis sem atferli veitir
um áhrif væntanlegra breytinga á
búsvæðum fiska.
Nicolas Larranaga
Nicolas Larranga er með diplómu og BSc-gráðu í líffræði frá Háskólanum í Pau í
Frakklandi og meistaragráðu frá Háskólanum í Toulouse. Nicolas mun hefja störf
sem nýdoktor við Háskólann í Gautaborg núna í apríl. Þar mun hann halda áfram
rannsóknum á atferli og vistfræði laxfiska. Nicolas er giftur Soizic Le Deuff og
eiga þau einn son, Lucas.
Doktor