Morgunblaðið - 28.03.2017, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 28.03.2017, Qupperneq 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2017 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Gamall vinur hefur samband og það mun gleðja þig að sjá hversu samband ykkar er enn sterkt. Spenntu beltið og haltu af stað. 20. apríl - 20. maí  Naut Viljirðu leita í einveruna skaltu láta það eftir þér og vertu ekkert að afsaka þig fyrir öðrum. Geymdu að mynda þér skoðun þang- að til þú hefur kynnt þér alla málavöxtu. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú hefur lengi verið þér meðvitandi um að til þess að ná árangri á einhverju sviði er ekki nóg að hafa bara hæfileika. Seigluna þarf líka. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Einhver þér eldri – hugsanlega vinur – getur veitt þér góð ráð í dag. Mundu að að- gát skal höfð í nærveru sálar. Hóf er það sem skiptir máli. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Innilegar viðræður við ástvin gætu bor- ið góðan árangur í dag. Leitaðu allra leiða til að leysa vandamál sem koma upp í tengslum við ættingja. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Dagurinn hefur einkennst af gríðar- legu annríki. Ekki vera á síðasta snúningi með allt, það er mikill stressvaldur. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ef þú ert ekki ánægður með verk ann- arra skaltu bara taka þau að þér sjálf/ur. Nú er tímabært að átta sig á því að aðrir deila ekki skoðunum þínum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Viljirðu búa við áframhaldandi velgengni máttu í engu slaka á. Þér hættir til að sjá bara vandamálin í öllum aðstæðum. Temdu þér meiri bjartsýni, það er æfing dagsins. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Löngun þín í frelsi og flótta frá hversdagslegu amstri er sterk í dag. Fáðu sköpunarþörf þinni fullnægt. Foreldri gæti krafist meiri athygli en endranær. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú þarft að ganga úr skugga um að ekki sé verið að ganga á rétt þinn. Ferða- lag er fram undan, þar hittir þú manneskju sem mun hafa mikil áhrif á þig næstu árin. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Vinir þínir taka þér opnum örmum. Einbeittu þér að færri málum og sinntu þeim vel. Það er ekki komið sumar og því ættir þú að klæða þig eftir veðri. 19. feb. - 20. mars Fiskar Gerðu þér far um að umgangast fólk sem hefur góð áhrif á þig og lætur þér líða vel. Nöldurseggir geta bara verið heima hjá sér. Gefstu ekki upp þótt á móti blási um stund. Íslenskt mál“, sú góða bók GíslaJónssonar, kennara míns og fóstra, er á náttborðinu hjá mér. Mér finnst gott að glugga í hana á kvöldin, þá sef ég vel. Þar segir hann frá lengsta atviksorði sem hann hefur heyrt í íslensku. – „Það er í vísu sem ég lærði svo og eignuð var Benedikt Sveinbjarnarsyni Gröndal: Mér er sem ég sjái hann Kossút á sinni gráu að reka hross út. Sína gerir hann svipu upp vega sérastefánsámosfellilega.“ Í bókinni eru fjölmargar limrur eftir ýmsa höfunda. Þetta er sú fyrsta – eftir Hlymrek handan: Í Botni var Borðeyrar-Stjana og bjó við sín hænsni að vana. Það var oftastnær frí, hana undraði á því hversu örfáa langaði í hana. Björn Ingólfsson segir frá því á Leir í gær að hann „orti eina 6u á morgungöngunni: Út við höfn er hávella að rugla hún er bæði ástfangin og svöng. Í Höfðaskógi hópur glaðra fugla hefur byrjað æfingar á söng. Gamall karl, í framan eins og ugla, er á sinni föstu morgungöng- u.“ Þetta er skemmtilegt erindi – einkum ef maður hefur stutta mál- hvíld og dregur síðan seiminn í hærri tóntegund á „u-inu“! Sigrún Haraldsdóttir sagðist ekki hafa farið í morgungöngu nema í huganum…: Hún barðist við bálhvassan vind, bergrisa, djöfla og grjót, einbeitt sem útigangskind óhikað stikaði fljót, stefndi upp á stóreflis tind en steyptist þá ofan í gjót- u. Þetta kveikti í Páli Imsland – hann heilsaði leirliði á sólarfögrum morgni og sagði: „Þá vorið er kom- ið í annað sinn á stuttum spretti. Ég er annars alveg bit á dugnaði manna við morgungöngur:“ Á morgunrjátli meðfram ströndum misjafnt fyrir augu ber, til dæmis sæfar seglum þöndum sigla uppá þarasker, strák að elta stelpú á röndum, stampast brotið ígulker, í þarabrúki langs með löndum leita ætis blikaher, út með svörtum sjávargröndum sela byltast fjörugt ger. Af öllu þessu, eg því sver: Ég aldrei morgungöngu fer. halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Lengsta atviksorðið og ævintýri á gönguför Í klípu „ENGAR ÁHYGGJUR. EF ÞIÐ VELJIÐ RANGT, ÞÁ VERÐUR ÞAÐ EKKI Í FYRSTA SINN.“ BOÐSKORT Í BRÚÐKA UP eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ERTU Í LOÐNUM SOKKUM?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar það að vera með þér gerir daginn einstakan. SPARK! SVO MARGIR HUNDAR,SVO LÍTILL TÍMI ÉG HELD AÐ VIÐ EIGUM EKKI MÖGULEIKA GEGN ÓVINAHERNUM! RÓAÐU ÞIG! ÞEIR ÞURFA AÐ FARA Í SKÓNA SÍNA MEÐ ANNAN FÓTINN Í EINU EINS OG VIÐ! JÁ! EN SJÁÐU BARA SKÓSTÆRÐINA ÞEIRRA! Víkverji hafði mikinn skilning meðþeim bíleiganda sem lenti í hremmingum í bílastæðahúsinu við Hverfisgötu, Traðarkoti, og fann þar hvergi stæði, eins og fram kom í Morgunblaðinu. Víkverji lenti ein- mitt í svipuðum aðstæðum, mögu- lega þetta sama kvöld. Það var hringsólað upp á efstu hæð hússins án þess að finna stæði og síðan út aftur. Fyrir þetta þurfti Víkverji að greiða 150 krónur, eins og umrædd- ur bíleigandi, fyrir ekki neitt. Vík- verji veltir fyrir sér að ganga lengra með málið, setja það í innheimtu hjá lögfræðingi og krefja Reykjavík- urborg um endurgreiðslu á gjaldi fyrir þjónustu sem ekki var veitt. x x x Skýringar Bílastæðasjóðs á því aðTraðarkot tekur nánast enda- laust við bílum, án þess að halda slánni niðri við innganginn til merkis um að húsið sé fullt, voru ófullnægj- andi að mati Víkverja. Talsmaður sjóðsins skellti skuldinni alfarið á þá ökumenn sem leggja bílum sínum illa og taka jafnvel eitt og hálft stæði. Þannig liti teljarinn í húsinu svo á að einhver stæði væru alltaf laus. Þetta er að sjálfsögðu mjög bagalegt og Bílastæðasjóður verður að leysa málið sjálfur. Nú vill svo til að Íslendingar eru mikil jeppaþjóð, og jeppaeigendur eflaust duglegri en margir aðrir að fara í leikhús og út að borða. Þeir ættu a.m.k. að hafa efni á því líkt og einum rándýrum Land Cruiser eða Land Rover. Við hin á litlu og meðalstóru bílunum, eins og Víkverji, leyfum okkur líka þann munað að fara í leikhús og út að borða öðru hvoru. Þá verður að vera hægt að leggja bílnum skamm- laust, án þess að verða of seinn í leik- hús eða á veitingahúsið. x x x Víkverji sér bara eina lausn, aðbreikka aðeins stæðin og hafa sérhæðir fyrir jeppana. Það þýðir ekkert að setja sektarmiða á þessa bíla eða halda því fram að jeppa- eigendur vilji ekki fá bíla við hliðina á sér. Eitt er að leggja stórum jepp- um í þessi stæði, annað er að komast út úr bílunum. Ekki nema Bíla- stæðasjóður ætli sér að leyfa aðeins bíla í húsin með topplúgur! vikverji@mbl.is Víkverji Jesús svaraði: „Já, því sælir eru þeir sem heyra Guðs orð og varðveita það.“ (Lúk. 11:28)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.