Morgunblaðið - 28.03.2017, Síða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2017
Músíktilraunir 2017
Undankeppni Músíktilrauna lýkur í kvöld en þá stíga
síðustu átta hljómsveitirnar á svið og keppa um sæti í úr-
slitum. Áheyrendur hafa þegar valið þrjár hljómsvetir
áfram og dómnefnd þrjár. Hljóðfærasláttur hefst kl.
19.30 í kvöld. Úrslit tilraunanna verða haldin laugardag-
inn 1. apríl.
Hljómsveitirnar sem hreppa efstu sæti keppninnar
hljóta ýmis verðlaun og hljóðfæraleikarar verða verð-
launaðir. Viðurkenning er líka veitt fyrir textagerð og
eins verður valin blúsaðasta hljómsveitin og rafheili
keppninnar og áheyrendur velja Hljómsveit fólksins.
Í kvöld koma fram SæKó, Bjartr, Omotrack, Meist-
arar dauðans, John Doe, Ctrl Alt Délítan, The Urban
Crickets og Sólbjört. Allar hljómsveitir eru kynntar á
mbl.is. arnim@mbl.is
The Urban Crickets Reykvískur kvintett stofnaður haustið 2015 og
er nú skipaður þeim Fannari Pálssyni gítarleikara, Magnúsi Adda
Ólafssyni bassaleikara, Guðmundi Kristni Haraldssyni trommuleik-
ara, Hektor Ingólfi Hallgrímssyni gítarleikara og söngkonunni
Alexöndru Ýrr Ford. Þau eru á aldrinum 21 til 29 ára.
Bjartr Dagbjartur Daði Jónsson notar lista-
mannsnafnið Bjartr sem rappari. Hann er
nítján ára gamall og hefur fengis við músík í
tvö ár, fyrst sem taktsmiður, en síðan líka
sem söngvari og rappari.
Lokakvöld undanúrslita
Meistarar dauðans Meistarar dauðans eru Ásþór Loki
Rúnarsson gítarleikari og söngvari, Þórarinn Þeyr Rún-
arsson trommuleikari, Albert Elías Arason bassaleikari,
Svavar Hrafn Ágústsson saxófónleikari og hljómborðs-
leikararnir Kári og Freyr Hlynssynir. Þeir spila þunga-
rokk og eru á aldrinum 13 til 18 ára.
Omotrack Bræðurnir Markús og Birkir Bjarnasynir, Gríma
Katrín Ólafsdóttir, Gunnar Kristinn Óskarsson, Steinn Völundur
Halldórsson og Svavar Hrafn Ágústsson. Markús spilar á gítar
og syngur, Birkir á hljómborð og syngur, Gríma og Gunnar á
trompeta, Steinn á básúnu og Svavar á saxófón. Þau eru 18 til 22
ára og lýsa músíkinni sem electro-indie-funk-blöndu.
SæKó Sólóverkefni Sævars Helga Jóhannsson-
ar sem hann kynnir með hjálp góðra vina. Sæv-
ar syngur og leikur á hljómborð, trommuheila
og hljóðgervil, Herdís Mjöll Guðmundsdóttirog
Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir á fiðlur, Sigrún
Mary McCormick á lágfiðlu og Arnar Ingólfsson
á hljóðgervil. Sævar er 23 ára, Herdís 19 ára,
Sólrún og Sigrún 20 ára og Arnar 24 ára.
Kvartett bassaleikarans Birgis
Steins Theodórssonar kemur fram
á Jazzkvöldi Kex hostels í kvöld kl.
20.30. Auk Birgis skipa kvartettinn
Tómas Jónsson á píanó, Sölvi Kol-
beinsson á saxafón og Lukas Ak-
intaya á trommur. Á tónleikunum
verður flutt frumsamið efni eftir
meðlimi hljómsveitarinnar ásamt
nokkrum af uppáhaldsdjass-
standördum þeirra. Birgir, Sölvi og
Lukas stunda framhaldsnám við
djassdeild Universität der Künste –
JiB, í Berlín.
Djassari Birgir Steinn Theodórsson.
Kvartett Birgis
djassar á Kex
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Fulltrúar sjö safna tóku í gær á móti
á annað þúsund listaverkum og öðr-
um gögnum eftir Valtý Pétursson,
myndlistarmann og gagnrýnanda
(1919-1988), sem Listaverkasafn
Valtýs Péturssonar færði þeim að
gjöf.
Í erfðaskrá Herdísar Vigfús-
dóttur, ekkju Valtýs, óskaði hún
þess að þau listaverk sem Valtýr lét
eftir sig yrðu gefin til safna. Lista-
verkin sem söfnunum voru gefin eru
frá öllum tímabilum listferils Valtýs,
en undanfarið hefur mátt sjá úrval
þeirra á yfirgripsmikilli yfirlitssýn-
ingu á verkum hans í Listasafni Ís-
lands. Fulltrúar safnanna sex tóku
við gjafabréfum úr hendi Höllu
Hauksdóttur, formanns stjórnar
Listaverkasafns Valtýs Péturs-
sonar, við sýningarsalina í Lista-
safninu í gær.
Gefin að ósk ekkjunnar
Söfnin sem taka við listaverka-
gjöfinni eru Listasafn Íslands,
Listasafn Reykjavíkur, Gerðarsafn,
Listasafn Árnesinga, Hafnarborg,
Listasafn Háskóla Íslands og Lista-
safn Akureyrar. Einnig voru verk
gefin til Grenivíkur, sem er fæð-
ingarstaður Valtýs.
Í máli Höllu kom fram að Lista-
verkasafn Valtýs Péturssonar hefði
verið stofnað til að halda utan um
verkin og uppfylla þá ósk Herdísar
að þau yrðu færð söfnunum, og væri
það þeim í stjórninni mikið
fagnaðarefni að komið væri að fulln-
ustu óska Herdísar.
„Listasafn Íslands þáði að taka við
verkum Valtýs, auk verka samtíma-
manna sem voru í eigu þeirra hjóna
og ýmissa gagna, úrklippubóka, ljós-
mynda og fleira,“ sagði Halla og
bætti við að eins og gæfi að skilja
væri fjöldi verka sem fleiri en eitt
safn valdi þegar það stóð til boða.
„Við höfum reynt eftir bestu getu að
skipta á sanngjarnan hátt og vonum
að hvert safn verði ánægt með sinn
hlut.“
Eftir Herdísi og Valtý liggur
fjöldi alls kyns handrita, ferðasögur,
bréf til þeirra beggja, bréf til for-
eldra Herdísar og fleira. Valtýr
hafði löngun til að verða rithöf-
undur,“ sagði hún og að hluta þess-
ara gagna hefði verið komið til hand-
ritadeildar Landsbókasafns Íslands
í handritasafn þeirra hjóna. Gerir
stjórnin sér vonir um að gögn Valtýs
muni nýtast við rannsóknir um list
og samtíma hans.
Valtýr Pétursson setti sterkan
svip á listalíf eftirstríðsáranna á Ís-
landi. Hann var meðal brautryðj-
enda abstraktlistar hér og afkasta-
mikill listmálari, virkur þátttakandi í
félagslífi listamanna og afar afkasta-
mikill gagnrýnandi Morgunblaðsins
í 36 ár. Skrifaði hann um níu hundr-
uð blaðagreinar og hafði mikil áhrif
á alla umræðu um listir á tímabilinu.
Gáfu myndverk eftir Valtý
Söfn þáðu á annað þúsund verk eftir Valtý Pétursson Einnig til Grenivíkur
Morgunblaðið/Einar Falur
Listaverkagjöf Fulltrúar listasafnanna og Landsbókasafns með stjórnarmönnum í Listaverkasafni Valtýs Péturs-
sonar við ljósmynd af listmálaranum í Listasafni Íslands. Gefin voru málverk, teikningar og ýmiskonar gögn.
Fern Nevjinsky leikur á bæði orgel
Hafnarfjarðarkirkju á tónleikum í
dag sem hefjast kl. 12.15 og verða
um 30 mínútur að lengd. Aðgangur
er ókeypis og á efnisskránni verða
verk eftir Johann Michael Bach,
Abraham van den Kerckhoven,
Johann Ulrich Steigleder og Samu-
el Scheidt. Að loknum tónleikum
verður boðið upp á kaffisopa.
Leikur á bæði
orgel kirkjunnar
Íslensk hönnun og framleiðsla
Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is
Retro borð
Hringlaga eldhúsborð
með ryðfríum stálkanti og
harðplastlagðri plötu.
Stærð og litur að eigin
vali.
Verð frá kr. 104.000
E60 orginal,
verð frá 30.600
Lífstíðaráb
yrgð
á grind og
tréverki
ÍSLENSKA KÍSILSTEINEFNIÐ FRÁ GEOSILICA
INNIHELDUR HREINAN JARÐHITAKÍSIL
*Rannsóknir hafa sýnt fram á þessi áhrif, kísilvatnið er fæðubótarefni og kemur ekki í staðinn fyrir lyf.
Nánari upplýsingar má finna á www.geosilica.is
geoSilica kísilvatnið fæst í öllum helstu apótekum,
heilsuvöruverslunum, Hagkaupum, Nettó,
Fjarðarkaupum og vefverslun geoSilica.
• Styrkir bandvefinn*
• Stuðlar að þéttleika í beinum*
• Styrkir hár og neglur*
• Stuðlar að betri myndun kollagens
fyrir sléttari og fallegri húð*
EMILÍA KARLSDÓTTIR
Ég hef tekið kísilinn í um það bil
eitt ár. Ég fann fljótt að hann hafði
góð áhrif á mig. Ég er betur
vakandi og hef betra úthald.
Hef verið með vefjagigt og veit
hvernig orkuleysið fer með
mann. Svo er það annar litli puttinn minn, sem ég
klemmdi þegar ég var barn. Hann er bæklaður
eftir það, og ég var með mjög mikla verki í honum. Svo tók ég allt í einu eftir því að
verkirnir voru horfnir. Ég sleppti svo að taka inn kísilinn í einhvern tíma, og þá fór ég
að finna fyrir verkjum aftur. Ég finn líka mun á hvað mér líður allri betur, er hressari.
Það er eitthvað sem ekki er gott að útskýra. Takk fyrir mig.