Morgunblaðið - 28.03.2017, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 28.03.2017, Qupperneq 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2017 MÚSÍKTILRAUNIR Heiða Eiríksdóttir heidatrubador@gmail.com Á öðru undankvöldi Músiktil-rauna, í Hörpu á sunnu-dagskvöldið 26. mars, var sannreynt hvílíkrar fjölbreytni gætir í íslenskri tónlistarflóru dagsins í dag. Við heyrðum nefni- lega rafpopp, dauðarokk, ný- klassík, djassskotið popp, rapp og tilraunaindí, og það eingöngu hjá átta flytjendum. Það voru semsagt nær allir flytjendur að spila mismunandi tónlist. Fyrstar á svið stigu tvær stúlkur sem kalla sig Pashn. Þær sungu hvor sitt lagið og hljómuðu vel en sérstaklega var fyrri söngkonan með áhugaverða rödd. Helst að hægt væri að styrkja lagasmíð- arnar aðeins en atriðið lofar mjög góðu. Næsta hljómsveit kallaði sig því „frumlega“ nafni Hljómsveit, og mætti þá kannski segja að hún spili tónlist. Í fyrra lagi átti trommari fullt í fangi með að spila á trommur og syngja á sama tíma og einnig var gítarleikari fremur óþéttur og bassasóló alls ekki neitt að virka. Í síðara lagi, sem var ós- ungið, gekk trommara betur og gítarleikari færði sig á píanó og bassaleikari áttaði sig betur á hlut- verki sínu. Þetta þarfnast meiri æfinga, strákar. Devine Defile- ment var dauðarokk frá Suður- landi og Hafnarfirði með líflegar lagasmíðar og árvekni og einbeit- ingu í sviðsframkomu. Greinilega spilað og öskrað af innlifun og kaflaskiptingar og útsetningar góðar, sérstaklega í síðara lagi. Lokaatriðið fyrir hlé var Adeptus, þungaviktarpíanó- og hljómborð- stónlist sem á ættir sínar að rekja til nýklassískra tónskálda sem og kvikmyndatónlistar. Lögin tvö runnu saman í eina kaflaskipta og útpælda heild, og flutningur var afar hugmyndaríkur. Þar skiptust því á drungi og von, ómstrítt og hátíðlegt. Verulega spennandi pæl- ingar sem rista djúpt og skilja hlustendur eftir með fullt af spurningum. Eftir mikilvægt hlé fyrir skiln- ingarvitin tók hljómsveitin Vasi við og þar var á ferðinni ljómandi gott djasspoppband, sem innihélt trommara, bassaleikara, tvo hljóm- borðsleikara og söngkonu. Sveitin var fullmótuð, þétt og dýnamísk og flutningur trommara í síðara lagi var yfirnáttúrulega góður. Við fengum þá næst á sviðið rapp- hljómsveitina Hillingar, en hún rappaði á íslensku og mér heyrðist meðal annars vera skotið fast á ís- lenskt þjóðfélag. Enn eitt spenn- andi atriðið þar á ferð. Stuntbird and the Present Tense tók við sviðinu af Hillingum og lék ein- hvers konar tilraunaindí, með kassagítar og rafhljóðum. Hug- myndin var góð og skemmtilegt að andi tilrauna svífi yfir vötnum, en lögin hljómuðu bæði fullkunn- uglega og þar mætti því meiri vinna fara fram. Að lokum, síðast en ekki síst, heyrðum við í tveimur stúlkum frá Suðureyri og Þingeyri sem kölluðu sig Between Mount- ains en þær leika á hljóðgervla og xylófón og syngja báðar. Lög þeirra eru vel samin og útsett og uppbygging í fyrra lagi frábær, og grípandi viðlag í því síðara. Salurinn heillaðist af stúlkunum í Between Mountains og kaus þær áfram, en dómnefnd bætti svo hljómsveitinni Vasi við. Báðar þessar sveitir eru því komnar í úr- slit Músiktilrauna 2017. Líf í Músíktil- raunatuskunum Morgungblaðið/Freyja Gylfadóttir Vasi Dómnefnd valdi sveitina Vasa. Between Mountains Katla Vigdís Vernharðsdóttir og Ásrós Helga Guðmundsdóttir stóðu sig vel. » Verulega spennandipælingar sem rista djúpt og skilja hlust- endur eftir með fullt af spurningum. Hillingar Röppuðu á íslensku og skutu föstum skotum. Kínverski listarmaðurinn Ai Weiwei, sem er einn kunnasti myndlistar- maður samtímans og auk þess þekktur fyrir andóf sitt gegn kín- verskum stjórnvöldum, mun í haust reisa meira en eitthundruð girðingar og innsetningar víðsvegar í New York-borg. Um er að ræða pöntun frá opinberri liststofnun í New York, Public Art Fund og mun Ai skapa fyrir hana eina af sínum viðamestu innsetningum til þessa. Verkefnið kallar Ai Good Fences Make Good Neighbors og er titillinn sóttur í ljóð eftir Robert Frost, „Mending Wall“. Í því eru tíu stórar innsetningar með girðingum og mörg smærri verk sem verða í öllum fimm hverfum New York-borgar. Stofnunin hefur á undanförnum fjórum áratugum reglulega fengið virta listamenn til að setja upp viða- mikil útlilistaverk tímabundið í borginni, þar á meðal setti Ólafur Elíasson fyrir níu árum upp verkið The New York City Waterfalls. Tekst á við vandann Blaðamenn vestanhafs segja verk Ai Weiwei afar pólitískt og vísa beint í fyrirhugaðan múr sem Bandaríkja- forseti hyggst reisa við landamæri Mexíkó og aðra viðlíka múra í Evr- ópu sem stöðva för flóttafólks. Í The New York Times er haft eft- ir Ai, sem bjó í New York á níunda áratug liðinnar aldar, að verkið sé viðbragð við undanhaldinu sem nú sé frá hinum mikilvæga opna huga sem hefur til þessa ríkt í bandarísk- um stjórnmálum. „Þegar Berlínarmúrinn féll þá voru 11 ríki með girðingar og veggi á landamærunum,“ segir Ai. „Árið 2016 hafði þeim fjölgað í 70. Við er- um vitni að sívaxandi þjóðernis- hyggju, sjáum fleiri landamærum lokað og einangrunarhyggju hvað varðar farandverkafólk og flótta- menn, fórnarlömb stríðsátaka og fórnarlömb alþjóðahyggju.“ Undanfarin misseri hefur Ai tek- ist í viðamiklum verkum á við flótta- mannavandann í Evrópu og Mið- austurlöndum. Nýverið var til að mynda opnuð í Listasafninu í Prag sýning á risastórum skúlptúr hans, 70 metra löngu gúmmíbát með 258 uppblásnum flóttamönnum, verk- efnið „Laundromat“ með fatnaði flóttamanna hefur verið sett upp í nokkrum söfnum og galleríium og í sumar verður opnuð í Park Avenue Armory sýning sem byggir á eftirliti og hann vinnur með stjörnuarkitekt- unum Herzog og de Meuron. Í yfirlýsingu segir Chirlena McCray, eiginkona borgarstjóra New York, að með verkinu muni Ai ögra áhorfendum til að hugsa um veggi og hömlur. New York-búar deili upplifun innflytenda og hún sameini þá en sýningin láti fólk velta fyrir sér orðræðunni og stefnu- málum sem leitist við að sundra. efi@mbl.is Girðingar í New York  Ai Weiwei gerir stór verk um hömlur og veggi og setur upp víða AFP/Michal Cizek Ádeila Ai Weiwei við gríðarstóran og nýjan skúlptúr sinn í Listasafninu í Prag. Í 70 metra löngum gúmmíbátnum eru 258 flóttamenn. Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Elly (Nýja sviðið) Þri 28/3 kl. 20:00 aukas. Mið 26/4 kl. 20:00 aukas. Mið 17/5 kl. 20:00 aukas. Fim 30/3 kl. 20:00 aukas. Fim 27/4 kl. 20:00 aukas. Fim 18/5 kl. 20:00 aukas. Fös 31/3 kl. 20:00 7. sýn Fös 28/4 kl. 20:00 16.sýn Fös 19/5 kl. 20:00 aukas. Lau 1/4 kl. 20:00 8. sýn Lau 29/4 kl. 20:00 17.sýn Lau 20/5 kl. 20:00 aukas. Þri 4/4 kl. 20:00 9. sýn Sun 30/4 kl. 20:00 18.sýn Sun 21/5 kl. 20:00 aukas. Mið 5/4 kl. 20:00 10. sýn Mið 3/5 kl. 20:00 aukas. Fim 1/6 kl. 20:00 aukas. Fim 6/4 kl. 20:00 11. sýn Fim 4/5 kl. 20:00 aukas. Fös 2/6 kl. 20:00 aukas. Fös 7/4 kl. 20:00 aukas. Fös 5/5 kl. 20:00 aukas. Lau 3/6 kl. 20:00 aukas. Lau 8/4 kl. 20:00 12. sýn Lau 6/5 kl. 20:00 19.sýn Mið 7/6 kl. 20:00 aukas. Þri 11/4 kl. 20:00 aukas. Sun 7/5 kl. 20:00 20.sýn Fim 8/6 kl. 20:00 aukas. Mið 19/4 kl. 20:00 aukas. Mið 10/5 kl. 20:00 21. sýn Fös 9/6 kl. 20:00 aukas. Fim 20/4 kl. 20:00 aukas. Fim 11/5 kl. 20:00 22.sýn Lau 10/6 kl. 20:00 aukas. Fös 21/4 kl. 20:00 13. sýn Fös 12/5 kl. 20:00 23.sýn Sun 11/6 kl. 20:00 aukas. Lau 22/4 kl. 20:00 14. sýn Lau 13/5 kl. 13:00 aukas. Mið 14/6 kl. 20:00 aukas. Sun 23/4 kl. 20:00 15 sýn Sun 14/5 kl. 20:00 aukas. Fös 16/6 kl. 20:00 aukas. Frjálst sætaval - Salurinn opnar klukkan 18:30 Úti að aka (Stóra svið) Þri 28/3 kl. 20:00 aukas. Fim 6/4 kl. 20:00 aukas. Fim 27/4 kl. 20:00 aukas. Fim 30/3 kl. 20:00 aukas. Fös 7/4 kl. 20:00 aukas. Lau 29/4 kl. 20:00 aukas. Fös 31/3 kl. 20:00 aukas. Fim 20/4 kl. 20:00 aukas. Sun 30/4 kl. 20:00 aukas. Lau 1/4 kl. 20:00 aukas. Fös 21/4 kl. 20:00 aukas. Fim 4/5 kl. 20:00 aukas. Mið 5/4 kl. 20:00 aukas. Sun 23/4 kl. 20:00 aukas. Fös 5/5 kl. 20:00 aukas. Sprenghlægilegur farsi eins og þeir gerast bestir. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Lau 8/4 kl. 20:00 Lau 6/5 kl. 20:00 Mið 24/5 kl. 20:00 Þri 11/4 kl. 20:00 Fös 12/5 kl. 20:00 Fim 25/5 kl. 20:00 Mið 19/4 kl. 20:00 Lau 13/5 kl. 13:00 Fös 26/5 kl. 20:00 Lau 22/4 kl. 20:00 Fös 19/5 kl. 20:00 Lau 27/5 kl. 20:00 Fös 28/4 kl. 20:00 Lau 20/5 kl. 13:00 Sun 28/5 kl. 20:00 Glimmerbomban heldur áfram! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Lau 1/4 kl. 13:00 aukas. Sun 23/4 kl. 13:00 aukas. Sun 7/5 kl. 13:00 aukas. Lau 8/4 kl. 13:00 aukas. Sun 30/4 kl. 13:00 aukas. Sun 14/5 kl. 13:00 aukas. Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar Vísindasýning Villa (Litla svið ) Lau 1/4 kl. 13:00 aukas. Sun 23/4 kl. 13:00 aukas. Sun 7/5 kl. 13:00 aukas. Lau 8/4 kl. 13:00 aukas. Sun 30/4 kl. 13:00 aukas. Sun 14/5 kl. 13:00 aukas. Ferðalag fyrir börn um töfraheim vísindanna. Illska (Litla sviðið) Lau 1/4 kl. 20:00 Samstarfsverkefni við Óskabörn ógæfunnar - Lokasýning. Hún Pabbi (Litla svið ) Lau 8/4 kl. 20:00 aukas. Sun 23/4 kl. 20:00 aukas. Í samstarfi við leikhópinn Trigger Warning. Síðustu sýningar! Aftur-á-bak (Salur á 3. hæð.) Þri 28/3 kl. 18:30 4. sýn Mið 29/3 kl. 18:30 6. sýn Þri 28/3 kl. 20:30 5. sýn Mið 29/3 kl. 20:30 7. sýn Myndbandstækni notuð til að gera þann heim sýnilegan sem mörgum er ósýnilegur. Fórn (Allt húsið) Mið 29/3 kl. 19:00 3. sýn Sun 2/4 kl. 19:00 4. sýn Sun 9/4 kl. 19:00 5 sýn Sköpunarkrafturinn ræður ríkjum um allt leikhúsið - Aðeins þessar fimm sýningar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.