Morgunblaðið - 08.04.2017, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.04.2017, Blaðsíða 13
Feðgar Notalegt horn með sófa og aðstöðu fyrir börn er innst í kaffihúsinu. Litla Eden Gróðurhúsastemningin er notaleg á Rósakaffinu og viðurinn gefur hlýlegt yfirbragð. Dóttir Ingibjargar og tengdasonur í heimsókn með son. bjuggu lengst af og var æskuheimili mitt. Hér er gott að vera með börn og gaman að geta leikið sér úti í nátt- úrunni. Þegar ég var strákur voru vinsælustu staðirnir til að leika sér á Hamarinn og áin.“ Stórfjölskyldan hjálpast að Kristrún kona Gunnars er hlut- hafi í fyrirtækinu og kemur að dag- legum rekstri, sér um pantanir og fleira. Systir Kristrúnar starfar einn- ig á Rósakaffi. Allar dætur Ingi- bjargar og tengdasynir hafa hjálpað til og gera enn, og sama er að segja um eiginmanninn. „Við hjálpumst að stórfjölskyldan og mér finnst notalegt að hafa fólkið mitt með mér í vinnunni. Aldraðir for- eldrar mínir sem búa hér á Ási rölta stundum til okkar og eru öll af vilja gerð að hjálpa til. Barnabörnin eru líka stundum með, en þau eru orðin sex. Svo skiptumst við Gunnar á að standa vaktina, ég passa litla Víking son hans á meðan hann og konan hans vinna á kaffihúsinu.“ Þau segja viðskiptavinina vera fjölbreyttan hóp, margir þeirra eru heimamenn, Hvergerðingar, en svo koma líka ferðamenn, bæði erlendir og íslenskir. Rútufyrirtækin hafa tekið Rósakaffi fagnandi því þau hef- ur vantað kaffihús í Hveragerði til að stoppa með ferðamenn. „Hingað koma margir iðnaðar- menn og annað fólk frá vinnustöðum að borða í hádeginu, og það er líka traffík á kvöldin í matinn. Hér geta sextíu og fimm manns verið í sæti, svo litla kaffihúsið mitt varð heldur stærra en það átti að vera,“ segir Ingibjörg og hlær. „Hvergerðingar hafa tekið okk- ur rosalega vel. Ég er sjálf orðin mik- ill Hvergerðingur eftir að hafa búið hér lengi og kann sérlega vel við mig. Hér búa um 2.400 manns og þetta er eins og þorp, maður þekkir og kann- ast við marga, mér finnst það nota- legt.“ DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2017 Rósakaffi stendur við aðalgötuna í Hveragerði, Breiðumörk, og þar geta gestir sest inn í gróðurhúsið og notið þess að fá sér ekki aðeins kaffi, kökur og brauðmeti, heldur er einnig boðið upp á heitan mat af grillinu, súpur og salat. Þess má geta að súpubrauðin þeirra eru með rósablöðum, og að hjá Hverablómi er búið til úr rósablöðunum síróp sem fæst í gjafavörubúðinni. Einnig bjóða Jóna og Guðmundur hjá Hverablómi fólki að kíkja á rósaræktun- ina í sínu gróðurhúsi og segja fólki sög- ur úr gróðurhúsunum. Rósakaffi er opið frá klukkan 8.30 á morgnana til klukkan 21 á kvöldin. Rósablöð í súpubrauðinu RÓSAKAFFI HVERAGERÐI ER FULLT AF RÓSUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.