Morgunblaðið - 08.04.2017, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 08.04.2017, Qupperneq 21
kvæmd greiddi verulega úr þeirri örtröð fólks- og hópferðabifreiða sem einkennt hafði bílastæðið næst gestastofu undanfarin ár. Einkabílar og minni farartæki nýta nú bílastæði fjær gestastofu en hópferðabílar geta hleypt far- þegum út nær henni og hafa stæði undir hópferðabíla einnig verið stækkuð nokkuð. Samkvæmt sam- þykktu deiliskipulagi frá 2016 er gert ráð fyrir 300 nýjum bílastæð- um fyrir einkabíla vestan við stæð- in næst gestastofu. Bílastæðum, sem nú eru nýtt fyrir einkabíla, verður við það breytt í stæði fyrir hópferðabifreiðar. Nýtt yfirborð var lagt á svæðið milli gestastofu og Haksins. Hraunhellur, sem meðal annars voru sagaðar úr hraungrýti úr Kárastaðastíg, komu í stað gam- allar malbiksklæðningar sem var úr sér gengin. Skólpi ekið af svæðinu Í þjóðgarðinum eru nú átta sal- ernishús með um 60 salernisskálar. Síðastliðin tvö ár hefur verið kom- ið upp 24 útisalernum sem standa á helstu áningarstöðum í þinghelg- inni. Þessi salerni eru einnig opin þegar veður leyfir frá maí og fram í október. Flest salernin eru opin allan sólarhringinn árið um kring nema nýtt salernishús við Hakið þar sem innheimt er þjónustu- gjald. Gríðarleg fjölgun ferðamanna í þjóðgarðinum og mjög aukin notk- un á hreinlætisaðstöðu kallar á úr- bætur við hreinsun fráveituvatns. Sérlög um vatnasvið Þingvalla- vatns og fráveitureglugerð skil- greina losunarmörk fyrir nitur og súrefnismettun fráveituvatns á Þingvöllum. Þau mörk voru höfð til hliðsjónar þegar umfang fráveitu- hreinsunar á ferðamannastöðum í þjóðgarðinum var metið. Gert ráð fyrir 90% fjölgun Gert er ráð fyrir að ferðamönn- um fjölgi um 90% frá árinu 2015 fram til ársins 2020. Þetta bætist við mikla aukningu síðustu ára en fráveitukerfi við Hakið og þjón- ustumiðstöðina anna ekki lengur aukinni salernisnotkun og því hef- ur skólpi verið ekið af svæðinu. Ef fram heldur sem horfir stefn- ir í að skólplosun við áningarstaði á Þingvöllum verði álíka mikil og hjá 740 manna byggð. Við núver- andi aðstæður má búast við að heildarkostnaður við að aka skólpi frá Silfru og úr þinghelginni muni aukast mikið á næstu árum. Þótt fjöldi lítilla útisalerna og langar vegalengdir á milli staða auki kostnað við uppbyggingu fráveitu- kerfis á þessu svæði er líklegt að sú fjárfesting muni samt svara kostnaði innan fárra ára ef straumur ferðamanna heldur áfram að aukast eins og gert er ráð fyrir. Niðurstöður verkfræði- stofunnar Verkís eru að strax verði hafinn undirbúningur að uppsetningu hreinsistöðvar innan þjóðgarðsins á Þingvöllum. 79 lóðarleigusamningar í gildi Í árslok 2016 voru 79 lóðarleigu- samningar í gildi í þjóðgarðinum. Á starfstíma fráfarandi Þingvalla- nefndar frá 2013 voru keyptir til niðurrifs fjórir sumarbústaðir í þjóðgarðinum sem er sami fjöldi og á tímabilinu 2009-2013. Alls hafa verið því keyptir átta bústaðir á sjö árum. Kaupin eru í samræmi við stefnumótun Þingvallanefndar frá 2004 og tilmæli UNESCO um að sumarhús víki úr þjóðgarðinum. 112 Þingvellir og 112 Skráð mál hjá 112 innan þjóðgarðsins á Þingvöllum 0 10 20 30 40 50 2013 2014 2015 2016 FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2017 AREX | Nýbýlavegi 8 (Portið) | Sími 860 55 65 | kamadogrill.is Kamado grill Kamado grill Fyrir kröfuhörðustu grillarana Aukahlutir með tilboði: Standur á hjólum undir grill, hliðarborð, yfirbreiðsla, pizzasteinn, standur fyrir pizzastein, kjúklingastandur og skari. Hægt að panta á kamadogrill.is *á meðan birgðir endast Páskatilboð allt að 30% afsláttur af pakka* Verð frá 119.900,- Kamado grill eru einstök þegar þú vilt ná fram því besta í matargerðinni. Möguleikarnir eru endalausir hvort sem þú ætlar að reykja, baka, grilla eða steikja. Tölur Vegagerðarinnar sýna þá miklu aukn- ingu sem orðið hefur á umferð um þjóðgarðinn síðustu ár. Frá árinu 2012 til loka árs 2016 hef- ur tala bíla sem óku daglega um þjóðgarðinn á Þingvöllum að vetrarlagi rúmlega þrefaldast. Á sama tíma hefur bílaumferð á sumrin aukist um 66%. Þetta má lesa úr talningum sem Vega- gerðin hefur gert á Þingvallavegi við Gjá- bakka nálægt Hrafnagjá. Árið 2012 fóru að jafnaði 262 bílar daglega um veginn þarna að vetrarlagi en árið 2016 hafði þeim fjölgað í 861 bíl eða um 230%. Sum- arið 2012 óku að jafnaði 1424 bílar um veginn þarna daglega en fjórum árum síðar, sumarið 2016, óku 2362 bílar daglega um garðinn sem er um 66% aukning. Ef tekið er árlegt meðaltal bíla sem óku um þjóðgarðinn allt árið á þessum árum voru þeir að jafnaði 760 á dag árið 2012 en hafði fjölgað í 1475 bíla á dag árið 2016 sem er 94% aukning. Vaxandi líkur á óhöppum Öryggis- og neyðaratvikum í þjóðgarðinum hefur fjölgað á undanförnum árum með vax- andi straumi ferðamanna. Með fleiri ferða- mönnum fjölgar einnig þeim sem fara ekki að settum reglum og líkur á óhöppum aukast. Samkvæmt upplýsingum frá Neyðarlínu/112 fjölgaði skráðum atvikum innan þjóðgarðsins á Þingvöllum frá 2013-2016 úr 10 í 46. Á undanförnum árum hefur vegum til Þing- valla ítrekað verið lokað vegna óveðurs og ófærðar. Þá breytast gestastofur þjóðgarðsins í biðstöðvar ferðamanna sem komast ekki leið- ar sinnar. Við slíkar aðstæður lengja land- verðir iðulega vaktir sínar til að aðstoða ferða- menn og miðla upplýsingum. Á óveðursdögum hafa allt að 150 manns leitað skjóls í gesta- stofum þjóðgarðsins til að bíða af sér veður. Vetrarumferð hefur þrefaldast  Gestastofur þjóðgarðsins hafa ítrekað breyst í biðstöðvar ferðamanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.