Morgunblaðið - 08.04.2017, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2017
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
og á leiðinni
Sími 4 80 80 80
2017 Chevrolet
Silverado High Country
Summit White/brúnn að innan.
Nýja 6.6L Duramax Diesel vélin,
445 HÖ, vel útbúinn bíll t.d.
upphitað stýri, BOSE hátalara-
kerfi, upphituð og loftkæld sæti
og heithúðaður pallur.
VERÐ
10.430.000
2017 Suburban LTZ
7 manna bíll, fjórir kapteins-
stólar, Blu Ray spilari með tvo
skjái, sóllúga og fl. 5,3L V8,
355 Hö.
VERÐ
14.790.000
2017 Ram Limited 3500
6,7L Cummins. Vel útbúnir bílar
með loftpúðafjöðrun, Aisin sjálf-
skipting, Ram-box, upphitanleg
og loftkæld sæti, sóllúga, hita í
stýri og fl.
VERÐ
10.590.000
2017 GMC Denali
Glæsilegur bíll.
Nýja 6.6L Duramax Diesel
vélin, 445 HÖ. Með sóllúgu,
heithúðaðan pall, hita í stýri og fl.
VERÐ
10.490.000
Einnig til í Bright White, og Bright Silver
Einnig til perluhvítur
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Herskip Bandaríkjamanna á Mið-
jarðarhafi skutu í fyrrinótt 59 Toma-
hawk-eldflaugum á flugvöll sem flug-
her Sýrlandsstjórnar er sagður hafa
notast við í efnavopnaárásinni sem
gerð var á þorpið Khan Sheikhun í
síðustu viku, en 86 manns létust þar
af völdum eituráhrifa sem benda til
þess að sarín hafi verið notað í árás-
inni.
Þetta eru fyrstu beinu aðgerðir
Bandaríkjastjórnar gegn Sýrlandi og
Bashar al-Assad Sýrlandsforseta síð-
an borgarastríðið hófst fyrir sex ár-
um. Stjórnvöld í Sýrlandi fordæmdu
árásina, sem og bandamenn þeirra í
Rússlandi, en Rússar kröfðust þess
að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
kæmi saman í gær til þess að ræða
„ólögmæta“ árás Bandaríkjanna á
fullvalda ríki.
Bandamenn styðja við Trump
Þá námu Rússar úr gildi samkomu-
lag milli sín og Bandaríkjamanna, þar
sem skipst var á upplýsingum um
hernaðaraðgerðir ríkjanna í Sýrlandi,
en því var ætlað að draga úr líkum á
árekstrum milli ríkjanna. Fyrirhug-
aðri heimsókn Rex Tillerson, utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, til
Moskvu í næstu viku var hins vegar
ekki frestað. Rússneski herinn til-
kynnti þá einnig að hann myndi
starfa með Sýrlendingum til þess að
treysta loftvarnir þeirra gegn annarri
árás.
Viðbrögð helstu bandamanna
Bandaríkjanna voru hins vegar á
aðra lund. Bretar, Frakkar og Þjóð-
verjar lýstu allir yfir stuðningi sínum
og vörpuðu ábyrgðinni yfir á Assad
og beitingu hans á efnavopnum. Önn-
ur ríki á borð við Kanada, Japan,
Sádi-Arabíu og Ísrael lýstu einnig yf-
ir stuðningi sínum við aðgerðir
Bandaríkjanna. Þá kölluðu stjórnvöld
í Tyrklandi eftir því að flugbanns-
svæðum yrði komið á yfir Sýrlandi.
„Guð blessi Donald Trump“
Fregnum af eldflaugaárásum
Bandaríkjanna var vel tekið meðal
uppreisnarmanna, og sagði tals-
maður þeirra að vonandi yrði þetta
fyrsta skrefið í frekari aðgerðum til
þess að takmarka lofthernað
stjórnarhersins. Í Khan Sheikhun,
þar sem efnavopnaárásin var gerð á
þriðjudag, var árásunum sérstaklega
fagnað. „Guð blessi Donald Trump,“
sagði einn þorpsbúa við AFP-frétta-
stofuna.
Talsmenn bandaríska varnarmála-
ráðuneytisins sögðu hins vegar að
árásinni væri eingöngu ætlað að letja
Assad frá því að beita efnavopnum á
ný og ekki væri stefnt að frekari her-
ferð gegn honum.
Farsælast ef SÞ fyndu lausn
Guðlaugur Þór Þórðarson utanrík-
isráðherra sótti ráðstefnu um málefni
Sýrlands fyrir Íslands hönd fyrr í vik-
unni, þar sem hann hvatti Sameinuðu
þjóðirnar til þess að skerast í leikinn,
en öll notkun efnavopna væri fyrir-
takslaus stríðsglæpur sem bæri að
fordæma. „Það hefði auðvitað verið
farsælast ef öryggisráðið hefði komið
sér saman um aðgerðir, en við tökum
undir með Norðmönnum, Þjóðverj-
um og öðrum bandamönnum okkar
um að árás Bandaríkjamanna í nótt,
sem var takmörkuð og beindist að
herflugvellinum þaðan sem
efnavopnaárásin var gerð, sé skiljan-
leg.“
Eldflaugum skotið á Sýrland
Bandaríkin skutu 59 Tomahawk-eldflaugum á bækistöð sýrlenska flughersins í fyrrinótt „Það er
enginn vafi á að Sýrland beitti efnavopnum“ Rússar segja árásina skýlaust brot á alþjóðalögum
TYRKLAND
JÓRDANÍA
LÍ
B.
DAMASCUS
SÝRLAND
Shayrat
flugvöllur
Orrustuþotur á vellinum:
Sukhoi-22
Sukhoi-24
MiG-23
Heimildir: Pentagon/*Syrian Observatory for
Human Rights/OpenStreetMap
Shayrat
flugvöllur
Al ManzoulHoms
25km
Al Dardaghan
Al Hamrat
Al Waziyeah
Ash Shairat
2km
Homs
Khan
Sheikhun
Eldflaugaárás Bandaríkjanna á Sýrland
Bandaríkin skutu 59
Tomahawk-flaugum í gær.
6 manns létust samkvæmt
stjórnarher Sýrlands
ÍRAK
50 km
Flugbraut, eldsneytisgámar
og loftvarnir voru eyðilagðar
í árásinni skv. SOHR*
Stefán Gunnar Sveinsson
Ingveldur Geirsdóttir
Fjórir eru látnir og um fimmtán til
viðbótar særðir, þar af níu alvarlega
eftir að flutningabíl var vísvitandi ekið
inn í hóp fólks á Drottningargötunni,
helstu verslunargötu Stokkhólms, um
eittleytið í gær að íslenskum tíma.
Stefan Löfven, forsætisráðherra Sví-
þjóðar, sagði að ráðist hefði verið á
Svíþjóð og að allt benti til þess að um
hryðjuverk hefði verið að ræða.
Talsmaður bjórframleiðandans
Spendrups sagði að flutningabíl á veg-
um fyrirtækisins hefði verið stolið á
meðan ökumaður hans var að afgreiða
vörur til veitingastaðar í nágrenninu.
Ökumaðurinn reyndi að stöðva árás-
armanninn án árangurs.
Þaðan var bílnum ekið niður götuna
á ofsahraða, þar til hann lenti á stór-
versluninni Åhlens, með þeim afleið-
ingum að nokkrir létust og fjöldi slas-
aðist. Sjónarvottar í búðinni lýstu því
svo að þeir hefðu heyrt háan hvell,
sem minnti á sprengingu, og reykur
hefði byrjað að streyma inn frá aðal-
inngangi búðarinnar. Öryggisverðir
verslunarinnar hófust þá þegar handa
við að koma viðskiptavinum og starfs-
fólki hennar á öruggan stað.
Skömmu síðar bárust fregnir af því
að skothvellir hefðu heyrst við Frid-
hemsplan en það hefur ekki verið
staðfest af lögreglu.
Miðborginni lokað
Lögregla og aðrir viðbragðsaðilar
brugðust hratt við og hvatti lögreglan
fólk til þess að halda heim til sín. Var-
aði hún fólk við því að fara um mið-
borg Stokkhólms. Að auki var lestar-
kerfi borgarinnar lokað, en árásin átti
sér stað nærri T-Centralen, sem er
nokkurs konar miðpunktur þess. Áttu
margir í miðborginni erfitt með að
komast heim til sín eftir vinnu, sam-
kvæmt frásögn sænskra fréttamiðla.
Í fyrstu fregnum var einn maður
sagður í haldi lögreglunnar eftir
verknaðinn en lögreglan bar þær
fréttir fljótlega til baka. Um kvöld-
matarleytið að sænskum tíma bárust
hins vegar fregnir um að tveir hefðu
verið færðir til yfirheyrslu en lögregl-
an tók sérstaklega fram að þeir væru
ekki grunaðir um verknaðinn. Lýsti
hún hins vegar eftir karlmanni í
hettupeysu og grænum jakka og birti
myndir af honum. Maður, sem svipar
mjög til hans, var síðan handtekinn í
gærkvöldi í verslun í Märsta, einu út-
hverfa Stokkhólms. Sagðist hann
vera sekur um árásina.
„Árás á okkur öll“
Stjórnmálamenn í Evrópu og víðar
lýstu yfir samstöðu sinni með stjórn-
völdum og almenningi í Svíþjóð. Jean-
Claude Juncker, forseti fram-
kvæmdastjórnar Evrópusambands-
ins, sagði að árásin hefði verið árás á
okkur öll. Angela Merkel Þýskalands-
kanslari og Francois Hollande
Frakklandsforseti lýstu sömuleiðis
yfir hryllingi sínum vegna árásarinn-
ar.
António Guterres, framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna, fordæmdi
árásina síðar um daginn og vonaðist
eftir því að hinir seku yrðu dregnir til
ábyrgðar sem fyrst.
Ók á ofsahraða inn
í verslunarmiðstöð
Fjórir látnir og fimmtán særðir eftir árásina í Stokkhólmi
AFP
Árás í Stokkhólmi Vöruflutningabíllinn sem árásarmaðurinn notaði var
fluttur burtu af vettvangi í gærkvöldi. Fjórir eru látnir og 15 særðir.
Eftirlýstur Talið er að þetta sé
maðurinn sem var handtekinn.