Morgunblaðið - 08.04.2017, Side 33

Morgunblaðið - 08.04.2017, Side 33
MESSUR 33á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2017 AÐVENTKIRKJAN í Reykjavík | Ingólfs- stræti 19 í dag, laugardag. Biblíufræðsla kl. 11. Guðsþjónusta kl. 12. Ræðumaður Björg- vin Snorrason. Barnastarf. AÐVENTKIRKJAN í Vestmannaeyjum | Brekastíg 17 í dag, laugardag. Guðsþjónusta kl. 12. Bein útsending frá Reykjavíkurkirkju. AÐVENTSÖFNUÐURINN á Suðurnesjum | Blikabraut 2, Reykjanesbæ. Í dag, laugardag, Biblíufræðsla kl. 11. Guðsþjónusta kl. 12. Ræðumaður: Stefán Rafn Stefánsson. Sam- eiginleg máltíð eftir samkomu. AKUREYRARKIRKJA | Fermingarmessur laugardag og sunnudag kl. 10.30. Prestar eru Svavar Alfreð Jónsson og Hildur Eir Bolladótt- ir. Stúlknakór Akureyrarkirkju syngur ásamt fé- lögum úr Kammerkórnum Ísold. Stjórnandi og organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. AKURINN kristið samfélag | Samkoma í Núpalind kl. 14. Blandaður kór frá Færeyjum syngur. ÁRBÆJARKIRKJA | Fermingarmessa kl. 10.30. Prestar Þór Hauksson og Petrína M. Jóhannesdóttir. Barnamessa kl. 11 í safn- aðarheimili kirkjunnar. Fermingarmessa kl. 13.30. ÁSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Benjamíns Hrafns og séra Sigurðar. Messa og ferming kl. 14. Sigurður Jónsson sókn- arprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Sigfúsi Jónassyni guðfræðinema. Kammerkór Áskirkju syngur. Organisti Magnús Ragn- arsson. ÁSTJARNARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Matt- híasar V. Baldurssonar. Meðhjálpari er Sig- urður Þórisson og prestur Hulda Hrönn M. Helgadóttir. Sunnudagaskóli á sama tíma undir stjórn Hólmfríðar S. Jónsdóttur. BESSASTAÐAKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta og páskaeggjaleit kl. 11. Umsjón með stundinni hafa sr. Hans Guðberg og Margrét djákni ásamt hljómsveitinni Lærisveinum Hans. BREIÐHOLTSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Fermingarmessa kl. 13.30. Prestur Þór- hallur Heimisson. Organisti Örn Magnússon. Kór Breiðholtskirkju syngur. BÚSTAÐAKIRKJA | Fermingarmessa kl. 10.30. Kantor Jónas Þórir stjórnar Kór Bú- staðakirkju. Gunnar Óskarsson leikur á tromp- et. Sr. Pálmi Matthíasson og Hólmfríður Ólafs- dóttir djákni þjóna. DIGRANESKIRKJA | Fermingarmessa kl. 11, börn úr Kópavogsskóla og Álfhólsskóla. Prestarnir Gunnar Sigurjónsson og Magnús Björn Björnsson og æskulýðsfulltrúinn Eline Rabbevåg sjá um athöfnina. Organisti Sigríður Sólveig Einarsdóttir, kammerkór Digra- neskirkju syngur, einsöngvari Marteinn Einar Sigurðsson. Sunnudagaskóli í kapellu á sama tíma. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku, kl. 15 á litháísku og kl. 18 á ensku. Messa virka daga kl. 18, og má., mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er sunnudagsmessa. DÓMKIRKJAN | Fermingarmessa kl. 11. Karl Sigurbjörnsson biskup og séra Sveinn Val- geirsson. Dómkórinn og organisti er Kári Þor- mar. FELLA- og Hólakirkja | Fermingarmessa kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson og Kristín Kristjánsdóttir djákni sjá um ferminguna. Kór kirkjunnar syngur og organisti er Arnhildur Val- garðsdóttir. Matthías Stefánsson leikur á fiðlu. Sunnudagaskóli á sama tíma. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Ferming- armessur kl. 10, 12 og 14. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Skarphéðins Hjartarsonar. Bassaleikari Guðmundur Pálsson. Prestar Sigríður Kristín Helgadóttir og Einar Eyjólfs- son. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fermingarmessa kl. 14. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson safn- aðarprestur þjónar fyrir altari. Sönghópurinn við Tjörnina leiðir sönginn ásamt Sólveigu Önnu Aradóttur organista. GLERÁRKIRKJA | Fermingarmessa laug- ardag kl. 13.30. Sr. Gunnlaugur Garðarsson og sr. Jón Ómar Gunnarsson þjóna. Kór Gler- árkirkju syngur undir stjórn Valmars Valjaots. Messa og sunnudagaskóli sunnudag kl. 11. Sameiginlegt upphaf í messu. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Valjaots. GRAFARVOGSKIRKJA | Ferming kl. 10.30. Prestar eru Sigurður Grétar Helgason og Arna Ýrr Sigurðardóttir. Ferming kl. 13.30. Prestar eru Guðrún Karls Helgudóttir og Grétar Hall- dór Gunnarsson. Kór Grafarvogskirkju syngur og organisti er Hákon Leifsson. Sunnudagaskóli á neðri hæð kl. 11. Umsjón hefur Þóra Björg Sigurðardóttir og undirleikari er Stefán Birkisson. GRAFARVOGUR - KIRKJUSELIÐ Í SPÖNG | Selmessa kl. 13. Séra Arna Ýrr Sigurð- ardóttir þjónar. Vox Populi syngur lög úr Jesus Christ Superstar. Organisti er Hilmar Örn Agn- arsson. GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10. Bænastund kl. 10.15. Barnastarf kl. 11 í umsjá Silviu, Ástu Lóu, o.fl. Messa kl. 11. Alt- arisganga. Messuhópur þjónar. Samskot til Hjálparstarfs kirkjunnar. Molasopi á eftir. Fermingarmessa kl. 13.30. Kirkjukór Grens- áskirkju syngur, organisti Ásta Haraldsdóttir og prestur Ólafur Jóhannsson í báðum athöfn- um. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Gospel- messa kl. 11. Bjarni Arason syngur með Ást- valdi Traustasyni píanóleikara. Prestur Skírnir Garðarsson. Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Sigurðar Óskarssonar. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Ferming- armessa og sunnudagaskóli kl. 11. Öll börn velkomin í sunnudagaskólann sem verður í safnaðarheimilinu undir stjórn Erlu Bjargar. Passíusálmarnir kl. 19-21 en aðra daga dymbilviku kl. 17-19. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Birgi Ásgeirssyni og hópi messuþjóna. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón barnastarfs Rósa Árnadóttir. Bænastund mánud. kl. 12.15. Fyrirbænaguðsþjónusta þriðjud. kl. 10.30. Árdegismessa miðvikud. kl. 8. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 10.30. Fermt verður í messunni. Prestar Eiríkur Jóhanns- son og María Ágústsdóttir. Organisti Kári All- ansson. Félagar í Kór Háteigskirkju syngja. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Fermingar kl. 10.30 og 13.30. Prestar Sigfús Kristjánsson og Kristín Pálsdóttir. Organisti Guðný Ein- arsdóttir. Kór Hjallakirkju syngur. Sunnudaga- skóli kl. 11 í salnum niðri í umsjón Markúsar og Heiðbjartar. HVERAGERÐISKIRKJA | Fermingarmessa kl. 10.30. KEFLAVÍKURKIRKJA | Fjölskyldumessa klukkan 11. Systa, Jón Árni, Helga, Eva prest- ur og Arnór organisti leiða stundina. Messu- þjónar taka á móti kirkjugestum. KÓPAVOGSKIRKJA | Fermingarmessa kl. 11. Sigurður Arnarson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ástu Ágústsdóttur djákna. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová kantors. LANGHOLTSKIRKJA | Fermingarmessa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladótt- ir þjónar. Organisti er Þorvaldur Örn Dav- íðsson. Félagar úr Kór Langholtskirkju leiða safnaðarsöng. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið. Sara Grímsdóttir og Snævar Jón Andrjesson taka vel á móti hressum börnum á öllum aldri í sunnudagaskólanum. Djús og ávextir eftir stundina. LAUGARNESKIRKJA | Fermingarmessur kl. 11 og 13.30. Sunnudagaskóli í íþróttahúsi Laugarnesskóla kl. 11. Miðvikudagur 12. apríl. Kyrrðarstund kl. 12. Tónlist, hugvekja, altarisganga og fyrirbænir. Súpa og samvera í safnaðarheimilinu á eftir. Sr. Davíð Þór Jónsson og Arngerður María Árnadóttir organisti kl. 13.30. Samvera eldri borgara. LÁGAFELLSKIRKJA | Fermingarguðsþjón- ustur kl. 10.30 og 13.30. Báðir prestar safn- aðarins, sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Arn- dís G. Bernhardsdóttir Linn, þjóna í athöfnunum. Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safnaðarsöng undir stjórn Kjartans Jós- efssonar Ognibene. Hanna Björk Guðjóns- dóttir syngur einsöng og Símon Karl Sigurð- arson Melsteð leikur á klarínett. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudaga- skóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Guðni Már Harðarson þjónar. Gospelkór frá Fugla- firði í Færeyjum. Siloakórið leiðir tónlistina. Kaffi og samfélag eftir messu. NESKIRKJA | Hátíðarmessa kl. 11 í tilefni 60 ára vígsluafmælis Neskirkju. Frumflutt verður ný messa eftir Steingrím Þórhallsson. Kór Neskirkju, Drengjakór Reykjavíkur og Barnakór Neskirkju syngja. Stjórnendur Stein- grímur Þórhallsson og Jóhanna Halldórsdóttir. Sr. Skúli S. Ólafsson prédikar og sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir þjónar fyrir altari með þátttöku fermingarbarna, bæði frá 1957 og 2017, fyrrverandi Neskirkjupresta, prófasts Reykjavíkurprófastsdæmis vestra og biskups Íslands. Afmæliskaffi. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Fermingarguð- sþjónusta og barnastarf kl. 14. Sr. Pétur Þor- steinsson þjónar fyrir altari. Messugutti er Petra Jónsdóttir. Félagar úr Graduale Nobili syngja undir stjórn organistans Árna Heiðars Karlssonar. Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum. SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 14 í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Túlkað á ensku. Barnastarf. SELFOSSKIRKJA | Fermingarmessur kl. 11 og 13.30. Kirkjukórinn syngur, organisti Edit A. Molnar. Prestar Guðbjörg Arnardóttir og Ninna Sif Svavarsdóttir. SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sóknarprestur þjónar. Glúmur Gylfason er organisti. Leiðtog- ar sjá um sunnudagaskólann. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja. Kaffi- veitingar og samfélag eftir athöfn. Ferming- armessa kl. 13. SEYÐISFJARÐARKIRKJA | Sunnudaga- skóli kl 11. Saga páskanna, kirkjubrúður og söngur. Eftir stundina verður páskaeggjaleit. Gospelmessa kl. 20. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Ferming- armessa kl. 10:30. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guð- mundsdóttur. Prestur Bragi J. Ingibergsson. ÞORLÁKSKIRKJA | Fermingarmessa kl. 13.30. Kór Þorlákskirkju. Organisti Miklos Dalmay. Lesari Guðmundur Brynjólfsson djákni. Meðhjálpari Rán Gísladóttir. Sunnu- dagaskóli kl. 11. Umsjón Hafdís Þorgilsdóttir. Orð dagsins: Innreið Krists í Jerúsalem (Jóh. 12) Morgunblaðið/Ómar Hallgrímskirkja í Hvalfirði. Á Akranesi mun byggð hafa myndast mjög snemma og jafn- vel fyrir viðurkennt landnám norrænna manna vegna hinna góðu landfræðilegu kosta sem staðinn prýða. Þ.e. skagi þarna langt út í sjóinn og hin góðu fiskimið rétt utan landsteinanna og sæmileg lending fyrir hina smáu báta þeirra tíma svo og góðar klappir til fiskþurrkunar sem gerðu fiskinn að góðri söluvöru fyrir þeirra tíma markaði, sennilega Írland og Skot- land. Líklega höfum við ekki spáð mikið í flutninga með fiskinn okkar milli landshluta. Staðreyndin er hins vegar sú að fiskur sá sem er veiddur í Faxaflóa á hinum góðu fiskmiðum Akurnesinga verður nú fluttur sjóleiðina eins langt frá miðunum sem hægt er að komast eða alla leið austur á Seyðisfjörð, þar sem hann er svo fullunninn og settur í kæligáma sem síðan eru fluttir með stórum og þungum flutningabílum til útskipunar, sem oftast mun vera flug- völlurinn í Keflavík. Ekki má gleyma því að með svona vinnubrögðum verður einnig mikil kolefnalosun. Öll vitum við að í þeim efnum þurfum við að gæta að framferði okkar. Eðlilega þarf að koma þessari góðu vöru sem fyrst á markaði erlendis. Miklar deilur hafa verið vegna nið- urskurðar á fé til vegagerðar vítt og breitt um landið, eðlilega, því þörfin er víða mikil. Er annars nokkur vit- glóra í svona hringavitleysu? Vitað er að stærsti hluti vegakerfis okkar er ekki byggður fyrir þungaflutninga, svo er fjölgun ferðamanna kennt um hvað fer mikill hluti vegafjármagns í allt of mikið viðhald veganna, eins og þessir litlu fólksbílar sem þeir oftast eru á slíti vegunum svona óhóflega. Hvað eru menn að hugsa með þess- um hringferðum með fiskinn um landið? Okkur sem erum úti í þjóð- félaginu finnst hins vegar ákaflega lítil hugsun vera á bak við svona hringferðir eða að þarna sé gróða- hyggjan í sínum versta ham og ekkert hugsað um afleiðingarnar og kostnað fyrir samfélagið okkar. Væri kannski rétt að hækka þunga- skatt verulega á þessa flutninga? Nei, ekki einu sinni það heldur skulum við vinna að því að skapa þannig umhverfi að vinnslan verði sem næst veiðislóð. Þeir sem til þekkja vita vel hvernig þessir miklu þungaflutningar fara með okkar viðkvæmu vegi. Það að slétthefla moldarflagið og strá svo sandlagi yfir gerir veginn, þótt hann sé sléttur og fallegur fyrir augað og kannski léttustu einkabíla, ekki hæf- an til að bera þunga flutninga. Hvaða öfl eru það sem stjórna því- líkri sóun á verðmætum landsins, að veiða og verka fisk langt frá heima- högum sínum? Svo reyna kvótakóng- ar og auðvaldið að ræna vinnandi fólk sjálfsögðum réttindum sínum. Hvað veldur því að slíkt skuli vera hægt? Arfavitlausar lagasetningar settar fyrir áratugum, hugsanlega með það sjónarmið að ófyrirleitnir menn gætu notað sér vitleysuna. Undirritaður hallast þó að því að þarna hafi verið klaufaskapur á ferð- inni en endilega, þingmenn góðir sem hugsanlega skoðið þessar hugleið- ingar mínar, athugið að þið eruð kosnir til að gæta þess að réttlæti ríki í þjóðfélagi okkar. Skoðið þessi mál í botn og athugið hvort hægt verði að gera réttláta bót á þessum málum, því það er stórt mein í þjóðfélaginu að peningafurstar geti rænt lífsbjörg- inni frá hinum dreifðu byggðum landsins. Hringferð þorsksins Eftir Hjálmar Magnússon Hjálmar Magnússon » Fiskur sá sem er veiddur í Faxaflóa á hinum góðu fiskmiðum Akurnesinga verður nú fluttur sjóleiðina eins langt frá miðunum sem hægt er að komast. Höfundur er fv. framkvæmdastjóri. Mikill fjöldi lausna barst að venju við vorjafndægragátunni og voru flestir með rétta svarið. Lausnarvísan er svohljóðandi: Á gamals aldri tek mig til, tankinn fylli og held af stað. Krossgátunnar kort ég skil kannske við að nota það. Ef við mætumst miðjum á malarvegi góurinn, áfram skulum aka þá og ekki hittast fyrst um sinn. Bergþór Skúli Eyþórsson Dalsgerði 7c 600 Akureyri hlýtur Speglabókina eftir E.O. Chirovici, Kristrún Gunnlaugsdóttir Selsnesi 38 760 Breiðdalsvík fær bókina Svefn eftir Erlu Björns- dóttur og Hinrik Ingi Árnason Lækjarvaði 1 110 Reykjavík hreppir bókina Synt með þeim sem drukkna eftir Lars Mytting. Vinningshafar geta vitjað vinning- anna í móttöku ritstjórnar Morgun- blaðsins eða hringt í 569-1100 og fengið bækurnar sendar heim. Morgunblaðið þakkar þeim sem sendu lausnir. Lausn vorjafndægragátu Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráning- arferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.