Morgunblaðið - 08.04.2017, Side 35

Morgunblaðið - 08.04.2017, Side 35
Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2017 ✝ Hörður Þor-steinsson fædd- ist á Ísafirði 22. mars 1934. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Vest- fjarða 29. mars 2017. Foreldrar hans voru Helga Guð- mundsdóttir, f. 11. janúar 1914, d. 31. ágúst 1979, frá Dvergasteini í Álftafirði og Þor- steinn Benedikt Finnbogason, f. 22. október 1909, d. 16. júlí 1987, frá Litlabæ í Skötufirði. Bræður Harðar eru Bragi, f. 1935, kvæntur Báru Einarsdóttur, og Birkir, f. 1940, d. 2010, kvæntur Jónínu Ólöfu Högnadóttur. Hinn 22. desember 1957 kvæntist Hörður Fjólu Hermannsdóttur, f. 30. október 1936. Foreldrar hennar voru Hermann Sveins- son, f. 11. desember 1905, d. 1995, og Guðmunda Vigfús- Hörður bjó á Ísafirði alla tíð, að undanskildum tveimur árum sem þau Fjóla bjuggu í Reykja- vík. Hann gekk í Barnaskóla og Gagnfræðaskóla Ísafjarðar. Að loknu námi fékk hann áhuga á flugi, hóf flugnám í Reykjavík og lauk einkaflugmannsprófi. Hörður vann í mörg ár í Kaup- félaginu á Ísafirði við ýmis störf, einnig rak hann bensínaf- greiðslu á Ísafirði til fjölda ára. Síðustu 14 ár starfsævinnar vann hann hjá Sýslumanninum á Ísafirði. Hörður kynntist lífs- förunaut sínum Fjólu Her- mannsdóttur í maí 1955. Afkom- endur þeirra eru 24. Hörður var mikill fjölskyldumaður og leið best með fólkið sitt í kringum sig. Þau Fjóla höfðu yndi af ferðalögum, margar ferðir voru farnar til Kanarí og um landið á húsbílnum sem þau keyptu eitt sumarið. Hörður var meðlimur í Lúðrasveit Ísafjarðar í 60 ár þar sem hann spilaði á básúnu. Einn- ig var hann félagi í Oddfellow- reglunni Gesti og spilaði þar á orgel í 10 ár. Útför Harðar fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag, 8. apríl 2017, og hefst athöfnin klukkan 14. dóttir, f. 1. júlí 1909, d. 1998. Börn Harðar og Fjólu eru: a) Helga, fædd 6. ágúst 1957, gift Sigurði Zófusi Sig- urðssyni, fæddum 6. júlí 1954. Börn þeirra eru Linda Björk, Soffía og Hörður. Barna- börnin eru 5. b) Páll, fæddur 23. júlí 1959, giftur Ölmu Guðrúnu Frí- mannsdóttur, fæddri 28. apríl 1963. Synir þeirra eru Stefán og Emil. Þau eiga eitt barnabarn. c) Sonja, fædd 5. maí 1965, gift Jó- hanni Jónassyni, fæddum 17. ágúst 1964. Börn þeirra eru Rut, Dagný Fjóla og Jóhann Atli. Barnabörnin eru þrjú. d) Hauk- ur Örn, fæddur 9. september 1975, giftur Dagnýju Krist- insdóttur, fæddri 20. apríl 1978. Synir þeirra eru Kristinn Breki, Arnar Páll og Tómas Orri. Elsku tengdapabbi minn hefur kvatt þennan heim. Ég var 16 ára gömul þegar við Haukur fór- um að vera saman og ég tók að venja komur mínar á Skipagöt- una. Örverpið var eitt eftir heima og ég, sem elsta barn, sem þekkti ekki annað en læti og endalaust áreiti kunni ágætlega að meta friðinn þar. Höddi var yfirleitt fljótur að redda hlutun- um. Mér er minnisstætt þegar ég var nýkomin með bílpróf og keyrði um á rauða Nissaninum hans Hauks. Einn daginn kom ég nokkuð örugglega fyrir hornið á Skipagötunni og beint upp í bíla- stæðið. Verra var að bíllinn heils- aði þétt og innilega húsinu sem Helga og Lilli bjuggu í. Þegar ég þorði að líta upp, skelfingu lostin, stóð Haukur ásamt foreldrum sínum í eldhúsglugganum og horfði á mig. Þegar ég náði að staulast út úr bílnum voru þau komin niður, Fjóla skipaði Hauki að ræða þetta ekki meir og þá þegar var Höddi á leið út í bíl- skúr að leita að lakki til að bletta stuðarann á bílnum. Þar með var málið úr sögunni og Haukur greyið gat ekkert sagt. Höddi var góður maður, ljúfur og þægilegur í umgengni. Hann var ekki maður margra orða en umhyggjusamur og passaði vel upp á fólkið sitt. Hann var ein- lægur áhugamaður um veðurfar og dyggur lesandi veðursíðna Textavarpsins. Þegar við vorum á leið vestur var betra að hringja í Hödda en að fara á vef Veð- urstofunnar. Hann var líka passasamur, mætti ávallt á réttum tíma – og helst hálftíma fyrr. Þegar átti að fara flugleiðina suður voru þau Fjóla mætt fyrst allra á völlinn og þegar einhver kom með vél- inni var hann mættur klukku- tíma fyrir lendingu. Kian var ávallt smurð í mars og hefur bensíntankurinn aldrei farið nið- ur fyrir helming á þeim 18 árum sem þau hafa átt hana. Hann var akkúrat. Bestu stundir Hödda voru þegar barnabörnin voru í kring- um hann og hafa þau notið góðs af gæsku afa því hann hefur styrkt þau um sjoppupening þeg- ar keyrt hefur verið á milli lands- hluta. Það er óhætt að segja að frá- fall Hödda hafi komið á óvart. Hann hafði verið slappur um nokkra hríð en ekkert sem hann vildi að við hefðum áhyggjur af. Það kom því á óvart þegar hringt var um hádegi á mánudegi, þar sem við vorum boðuð vestur hið fyrsta. Aðfaranótt miðvikudags kvaddi hann okkur. Ég kveð minn kæra tengda- föður með söknuði, virðingu og þakklæti fyrir allt og allt. Dagný. Með hjarta fullt af sorg og þakklæti skrifa ég þessi orð um elsku Hödda afa minn. Komið er að kveðjustund, fyrr en mig grunaði. Afi var músíkalskur og barn- góður. Hann átti ófá hljóðfæri og okkur afabörnunum fannst gam- an þegar við fengum að spila á orgelið eða prófa sekkjapípuna. Afi var í lúðrasveitinni en þegar ég sjálf varð hluti af sveitinni ljómaði hann allur og gaf mér glaður hin ýmsu ráð. Þegar ég bjó á Ísafirði var ég tíður gestur á heimili afa og ömmu. Eftir því sem árin liðu og fjarlægðin jókst fækkaði heim- sóknunum, en um leið urðu þær enn dýrmætari. Þegar ég loka augunum get ég næstum séð hann glotta til mín og smella í góm; þannig var afi. Hann fangaði athygli okkar barnanna – og nú síðast barnanna minna – við hvert tækifæri. Ég er þakklát fyrir afa minn og þau ár sem ég hafði með hon- um. Hann var einstaklega hjartahlýr og góður maður. Megi hann hvíla í friði. Þín afastelpa, Dagný Fjóla. Elsku afi. Eftir andlát þitt fór ég að hugsa um gamlar minningar af þér. Ég man eftir ferðunum vest- ur til ykkar ömmu og hversu ótrúlega gaman og spennandi það var. Gista hjá ykkur með frændsystkinum mínum, borða sofibrauð, fara í feluleiki, dást að nammiherberginu og margt, margt fleira. Eftir smá tíma varð ég hins vegar hálf leiður, ég varð leiður yfir því hversu lítið mér fannst ég muna. Ég vissi að ég ætti margar minningar af þér en mér fannst ég ekki finna þær. Eftir að hafa talað við ömmu í fyrsta skiptið eftir andlát þitt og rætt örlítið við hana um þig rann það upp fyrir mér. Afi, þú varst ekki alltaf sá sem talaði mest. Þú lést ekki mikið fyrir þér fara. Á einhvern hátt varstu samt sem áður alltaf þungamiðja alls í fjölskyldunni. Alltaf mættur, alltaf til staðar, alltaf að fylgjast með. Þegar þú svo talaðir hlustaði fólk vegna þess að það hlustaði á það sem afi hafði að segja. Hvíldu í friði, elsku afi minn, tilveran verður ekki söm án þín. Hörður Sigurðsson. Elsku besti Höddi afi okkar er látinn. Það er mjög skrítið að hugsa til þess að hann hafi verið orðinn gamall maður því þegar við hugsum um hann munum við ekki eftir honum gömlum, senni- lega því hann var alltaf svo léttur í lund og ungur í anda. Þar sem við ólumst upp í bæn- um og afi og amma voru á Ísa- firði var alltaf veisla þegar við hittumst. Þegar við komum vest- ur var dagskrá fyrir okkur með gönguferðum, skíðaferðum, fjöruferðum, bíltúrum og sund- ferðum. Afi bauð upp á uppá- haldið sitt í kvöldsnarl, ís eða harðfisk með smjöri, og snerist í kringum okkur barnabörnin eins og hann gat. Svo laumaði hann alltaf að okkur „smá aur“, eins og hann kallaði það, til að við gætum keypt okkur eitthvað skemmtilegt. Guð blessi þig, elsku afi, og takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Með góð- mennsku þinni og jákvæðni hef- ur þú kennt okkur svo margt sem við munum reyna eftir fremsta megni að gera sjálfar. Þú og amma voruð svo falleg hjón og svo góðir vinir að betri fyrirmyndir eru vandfundnar. Elsku amma, mamma, Palli, Sonja og Haukur, þið eruð hepp- in að hafa átt svona góðan mann og pabba. Linda Björk og Soffía. Þegar ég heyrði látið hans Hödda rifjuðust upp margar minningar frá þeim dögum þegar ég bjó hjá Hödda og Fjólu á Ísa- firði. Það voru góðir dagar. Ég bjó hjá þeim meira og minna alla mína gagnfræðaskólagöngu. Flutti inn á þau þegar ég byrjaði í Gagnfræðaskólanum. Þá bjuggu þau á neðri hæðinni á Hlíðarvegi 31. Bjuggu í tveimur herbergjum og eldhúsi. Helga og Palli voru þá lítil kríli. Ég fékk herbergi með þeim en hjónin sváfu í stofunni. Þetta var ekkert mál sögðu þau hjón. Þegar ég lít til baka hlýt ég stundum að hafa pirrað litlu krílin sem allt í einu voru komin með ungling til bú- setu í herberginu sínu sem var sko ekkert að fara. En aldrei varð ég vör við annað en þeim fyndist þetta ágætt. Við vorum vinir og sambýlið með þeim var yndislegt. Fjóla og Höddi reynd- ust mér eins og ég væri fóst- urbarnið þeirra. Ég var hjá þeim meira og minna í fjóra vetur og aldrei varð ég vör við annað en ég væri bara ein af heimilisfólk- inu, því ekki var nú plássið mikið. Á þessum tíma tók brauðstritið mesta tímann hjá Hödda, en allt- af fór hann einu sinni í viku á lúðrasveitaræfingar. Hann spil- aði með Lúðrasveit Ísafjarðar til fleiri ára,og hafði afskaplega gaman af því eins og að hlusta á músík og tala um músík. Hann var kannski ekki maður margra orða hann Höddi minn en það stóð sem hann sagði. Hann var mér alla tíð afskaplega hlýr og góður. Þau Fjóla voru af- skaplega samrýmd og góð hjón. Þar sem annað var, þar var hitt. Við höfum alltaf haldið góðu sambandi. Þau hafa heimsótt okkur Villa austur á firði og við höfum heimsótt þau í okkar píla- grímsferðum vestur á firði. Ég talaði við Hödda í síma fyrir hálf- um mánuði og fann að honum var mjög brugðið en ekki reiknaði ég með að kallið kæmi svona fljótt. Fjólu minni, Helgu, Palla, Sonju og Hauki og fjölskyldum þeirra sendum við Villi samúðarkveðj- ur. Bryndís Þórhallsdóttir. Hörður Þorsteinsson Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ÁRNÝ ALBERTSDÓTTIR, Ósabakka 17, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans laugardaginn 1. apríl. Útför hennar fer fram frá Breiðholtskirkju mánudaginn 10. apríl klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarkort Andartaks, Cystic Fibrosis-samtakanna á Íslandi. Gísli Jónasson Ingibjörg Gísladóttir Lauvland Frode Lauvland Friðbjörg Gísladóttir Ágúst Hólm Haraldsson Margrét Inga Gísladóttir Heiðar Þór Jónsson Jónas Sturla Gíslason Guðbrandur Aron Gíslason og barnabörn Elsku yndislegi sonur okkar og faðir, BJARNI GUÐMUNDSSON, Langagerði 28, lést laugardaginn 1. apríl. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 19. apríl klukkan 15. Elín Pálsdóttir Ásbjörn Þorleifsson Mikael Hrafn Bjarnason Elsku eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SIGMUNDUR DÝRFJÖRÐ, frá Siglufirði lést föstudaginn 31. mars á Landspítalanum við Hringbraut. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju þriðjudaginn 18. apríl klukkan 15. Berglind Guðbrandsdóttir Kristín María Dýrfjörð Halldór Guðmundsson Sunna Rós Dýrfjörð Tómas Joð Þorsteinsson Ronja og Sara Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÓSKAR G. BALDURSSON, Ársölum 3, lést 31. mars. Útför hans fer fram frá Lindakirkju miðvikudaginn 12. apríl kl. 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað en þeim sem vilja minnast Óskars er bent á krabbameinsdeild 11E eða líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Sigþrúður B. Stefánsdóttir Guðmundur Óskarsson Hildur Óskarsdóttir Viðar Blöndal Regína Ósk Óskarsdóttir Sigursveinn Þór Árnason Trausti Óskarsson og afabörn Elsku mamma okkar, KRISTINE EIDE KRISTJÁNSSON, Aðalstræti 8, 101 Reykjavík, lést 6. apríl. Útför fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 19. apríl klukkan 13. Fyrir hönd aðstandenda, Hans Kristján Árnason Ingunn Árnadóttir Guðrún Árnadóttir Einar Árnason Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BRUNO M. HJALTESTED, til heimilis að Borgartúni 30A í Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn 6. apríl. Útför fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 18. apríl klukkan 13. Jóhanna E. Sveinsdóttir Þórður Árni Hjaltested Kristín Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGVELDUR GUÐLAUGSDÓTTIR, Ljósheimum 22, Reykjavík, lést á Minni-Grund miðvikudaginn 5. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Jóhanna Geirsdóttir Gígja G. Guttridge Edda Geirsdóttir Sigríður Dögg Geirsdóttir Guðjón Árnason Ingibjörg Dís Geirsdóttir Magnús Víkingur Grímsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.