Morgunblaðið - 08.04.2017, Síða 36

Morgunblaðið - 08.04.2017, Síða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2017 ✝ GuðmundurMagnússon fæddist á Siglufirði 24. febrúar 1929. Hann lést á dval- arheimilinu Hlíð á Akureyri 28. mars 2017. Foreldrar Guð- mundur voru hjón- in Antonía Erlends- dóttir, f. 1901, d. 1987, og Magnús Baldvinsson, f. 1895, d. 1956. Systkini Guðmundar voru Bald- vina, Erla Guðlaug, Haraldur, Erlendur og Hreinn. Þau eru öll látin nema Haraldur, sem bú- settur er á Akureyri. Guð- mundur kvæntist 24. september 1955 Sigríði Benediktu Jóns- dóttur frá Akureyri en Sigríður lést 1. júlí 2005. Foreldrar Sig- Vilhjálmur Grímsson og eiga þau þrjú börn og eitt barna- barn. Guðmundur lærði bifreiða- smíði við Iðnskólann á Akureyri og vann við iðn sína fyrri hluta starfsævinnar og rak m.a. í samstarfi við aðra verkstæðið Stáliðn á Akureyri. Hann rak um tíma Eyrarbúðina á Akur- eyri ásamt eiginkonu sinni en starfaði frá miðjum áttunda áratugnum hjá Kaupfélagi Ey- firðinga, fyrst sem verslunar- stjóri, lengst af í Höfðahlíðinni, og síðar á skrifstofu félagsins allt þar til hann fór á eftirlaun. Guðmundur starfaði um árabil með Leikfélagi Akureyrar og sat m.a. í stjórn félagsins í 15 ár, fyrst sem gjaldkeri og síðar formaður. Hann var heiðurs- félagi Leikfélagsins. Guð- mundur var alla tíð virkur fé- lagi í Góðtemplarareglunni á Akureyri og var gerður að heiðursfélaga Stórstúku Íslands IOGT. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. ríðar voru Rann- veig Sigurðar- dóttir, f. 1888, d. 1971, og Jón Sig- urðsson, f. 1889, d. 1955. Börn Guð- mundar og Sigríð- ar eru: 1) Jóna, f. 1956, búsett í Reykjavík, maki Þórólfur Geir Matt- híasson og eiga þau tvær dætur og fimm barnabörn. 2) Magna, f. 1957, búsett á Akureyri, maki Úlfar Björnsson og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn. 3) Guðmundur Baldvin, f. 1962, búsettur á Akureyri, maki Soffía Gísladóttir og eiga þau samtals 7 börn og eitt barna- barn. 4) Rannveig Antonía, f. 1966, búsett í Kópavogi, maki Guðmundur Magnússon, tengdafaðir minn, er látinn. Hann var á báðum áttum þegar hann kvaddi, en þannig komst hann svo skemmtilega að orði þegar hann fagnaði 88 ára af- mælinu hinn 24. febrúar síðast- liðinn. Hann hélt upp á afmælið á Hlíð og bauð upp á alvöru gam- aldags rjómatertu. Viðburðurinn var auglýstur á facebook, enda Mundi þátttakandi á þeim sam- félagsmiðli. Hann var orðinn tæknivæddur á gamals aldri, átti góða tölvu, nýjan snjallsíma, snjallúr og rauða rafmagns- skutlu sem hann ók um á góðum dögum í nágrenni við Hlíð. Við Mundi náðum ekki alveg einum áratug á okkar samleið, en mér finnst samt eins og við höf- um alltaf þekkst, enda tekur það ekki nema stutta stund að kynn- ast ef kynnin eru góð frá fyrstu stundu. Þannig voru okkar kynni, þau voru góð, það var eitt- hvert blik sem tengdi okkur sam- an þegar Mundi minn kynnti okkur. Mundi eldri var heyrnar- skertur og því var best að ná honum einum og sér í spjall. Ég var forvitin um hans fyrra líf og ég var forvitin um hana Siggu sem ég náði ekki að kynnast. Sigga lést þremur árum áður en ég kom inn í fjölskylduna svo ég varð að treysta á frásagnir til þess að átta mig á henni. Það voru notalegar stundir þegar hann rifjaði upp líf þeirra hjóna, hvernig þau kynntust og hvert þau ferðuðust. Hann hélt heiðri hennar á lofti. Sigga var stóra ástin hans. Mundi fylgdist vel með og tók virkan þátt í umræðunni um mál- efni líðandi stundar. Hann hafði lesið fréttirnar í tölvunni og svo voru málin rædd og krufin og ekki síst pólitíkin. Mundi lagði á það áherslu að mæta á kjörstað þegar kosið var, þá klæddum við okkur upp á og fórum að kjósa, það var mikilvægt. Munda þóttu svið góð og á okkar heimili voru haldnar sviða- veislur honum til heiðurs. Ann- ars þótti honum best að vera heima hjá sér á Hlíð. Þar leið honum vel. Þangað hafði hann flust í desember fyrir rúmum fjórum árum og leit strax á Hlíð sem heimili sitt. Þar var vel um hann hugsað og hann tengdist starfsfólkinu vinaböndum. Starfsstúlkurnar, eins og hann kallaði þær, sinntu honum sér- staklega vel og komu fram við hann eins og jafningja og vin. Þær kenndu honum á samfélags- miðlana og grínuðust í honum, það kunni hann að meta, enda skein hann eins og sól í heiði þeg- ar hann umgekkst þær. Ég vil þakka fyrir þá einstöku umönn- um sem hann Mundi fékk á Hlíð. Ég hitti Munda síðast tveimur dögum fyrir andlátið. Þá hvarfl- aði ekki að mér að það yrði okkar síðasti fundur. Oft barst lífið og tilveran í tal og þennan sunnu- dag sagði hann einu sinni sem oftar, „já nú fer þetta að stytt- ast“. Ég brosti nú bara og sagði honum að hann ætti eftir að halda upp á mörg afmælin og koma oft með okkur á kjörstað því svo hress var hann. Við kvöddumst með kossi eins og vanalega, hann sat í stólnum sín- um, nýklipptur og myndarlegur og ég sendi honum fingurkoss áður en ég hallaði hurðinni. Það er góð minning. Hvíl í friði, elsku tengdapabbi. Soffía Gísladóttir. Það saxast á hópinn sem lauk gagnfræðaprófi við Gagnfræða- skóla Siglufjarðar vorið 1945. Guðmundur Magnússon frá Siglunesi er látinn. Ungir störf- uðum við Guðmundur í barna- stúkunni Eyrarrós. Þóra Jóns- dóttir stýrði starfinu af röggsemi og skörungsskap. Við lærðum að starfa í félagi, hlíta fundar- reglum, annast skemmtiatriði, vinna saman að háleitum hug- sjónum með virðingu fyrir því besta og fegursta sem lífið gefur hverjum manni. Við áttum að berjast gegn öllu því sem spillir og skemmir líkama og sál. Og gamlir menn vorum við enn góð- templarar, tengdir hugsjóninni um fagurt mannlíf, bjuggum enn að veganestinu frá Þóru Jóns- dóttur á Á. Guðmundur Magnússon var hugsjónamaður. Hann var um langan aldur í forystusveit góð- templara á Akureyri. Það var öfl- ugt lið sem kom víða við, rak hót- el og kvikmyndahús og fleiri fyrirtæki. Merkasta afrekið var þó að eignast hið sögufræga Friðbjarnarhús, koma í veg fyrir að það drabbaðist niður, gera það fallega upp og búa í hendur næstu kynslóða. Það sómir sér vel í Fjörunni þar sem sagan er lifandi veruleiki við hvert fótmál. Guðmundur lét til sín taka á fleiri sviðum. Hann var til að mynda ötull stuðningsmaður leiklistar og um tíma formaður Leikfélags Akureyrar. Fyrir meira en aldarfjórðungi sátum við Guðmundur og eigin- konur okkar norrænt góðtempl- aranámskeið í Vasa í Finnlandi. Á heimleiðinni nutum við fallegra daga í Helsingfors, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. Hjónin voru góðir og skemmtilegir ferða- félagar en Guðmundur var vel kvæntur Sigríði Jónsdóttur og bera börn þeirra foreldrum sín- um fagurt vitni. Þeim sendi ég samúðarkveðjur. Guðmundi Magnússyni þakka ég áratuga vináttu, tryggð við hugsjónina um fagurt mannlíf og heilindi í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. „Farðu vel, bróðir og vinur.“ Ólafur Haukur Árnason. Guðmundur Magnússon ✝ Jóhann Gísla-son fæddist á Úlfsstöðum í Blönduhlíð í Skagafirði 8. ágúst 1933. Hann lést á Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði 2. apríl 2017. Foreldrar hans voru hjónin Nikó- lína Jóhannsdóttir húsmóðir frá Úlfs- stöðum í Blönduhlíð, f. 12. mars 1909, d. 24. mars 2002, og Gísli Gottskálksson skólastjóri, f. 27. febrúar 1900, d. 4. janúar 1960. Systkini Jóhanns eru: Sigrún, f. 11. júlí 1935, d. 15. janúar 2005, gift Guðmundi Hansen, f. 12. febrúar 1930. d. 30. ágúst 2012, Halldór, f. 21. apríl 1938, kvænt- ur Fanneyju Sigurðardóttur, Ingibjörg Salóme, f. 15. mars 1943, gift Óla Gunnarssyni, Kon- ráð, f. 12. maí 1946, kvæntur Önnu Halldórsdóttur. Tvö fyrstu æviár Jóhanns dvaldi hann ásamt for- eldrum sínum í skjóli afa síns og ömmu, Jóhanns og Ingibjargar á Úlfs- stöðum. 1935 flutti fjölskyldan í Sól- heimagerði í Blönduhlíð og þar bjó hann þar til hann brá búi vegna heilsubrests á haustdögum 2010. Á aðventu það ár flutti Jóhann í eigið húsnæði í Hveragerði. Jó- hann bjó allan sinn búskap með blandað bú. Fyrr á árum fór Jó- hann nokkrum sinnum til Norð- urlandanna, meðal annars í námsferð til Noregs og að heim- sækja skyldmenni og kunningja. Jóhann var ógiftur og barnlaus. Útför Jóhanns fer fram frá Miklabæjarkirkju í dag, 8. apríl 2017, og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku Jóhann, þá er komið að kveðjustund. Allt hefur sinn tíma en samt finnst okkur hann afstæður. Það var nóg að gera í sveitinni og þú sást lítið inni við. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég fór að trítla með þér í útiverkin. Þegar ég hafði aldur til varst þú góður leiðbeinandi hvort heldur var að læra að sitja hest eða stjóna vél- unum. Við fórum oft í fyrirdrátt í Vötnunum sem þá var leyfilegt. Það var oft mikið gaman ef vel veiddist og þú naust þess út í ystu æsar. Við fórum stundum í stuttar dagsferðir á sumrin ef tækifæri gafst frá heyönnum og öðrum daglegum störfum. Þú varst fróð- ur um marga sögustaði og sagðir skemmtilega frá. Þannig liðu bernsku- og ung- lingsárin við leik og störf. Á full- orðnisárunum var mikill sam- gangur okkar á milli. Við komum oft í heimsókn í Sólheimagerði til ykkar mömmu meðan hún lifði og þið hingað til okkar. Systkina- börnin voru um áratugaskeið hjá ykkur á sumrin eins og alsiða var þá og lærðu til verka sem komu þeim til góða síðar meir. Minningin er ljós sem lifir. Nú að leiðarlokum er margs að minn- ast og margt að þakka. Við þökk- um þér allar góðu stundirnar. Blessuð sé minning þín og megir þú hvíla í friði. Konráð og Anna. Vinur minn og mágur, Jóhann Gíslason, er látinn á 84. aldursári. Kynni okkar Jóhanns ná allt aftur til 1965 þegar ég trúlofaðist syst- ur hans, Ingibjörgu Salóme. Upp frá því áttu ferðirnar norður í Sól- heimagerði eftir að verða margar, sérstaklega minnist ég ferða um jól og í heyskap. Jóhann var gest- risinn, veitull og góður heim að sækja. Skólaganga Jóhanns var ekki löng. Hann var í farskóla í skóla- stofunni í kjallaranum í Sólheima- gerði og kennarinn var faðir hans, Gísli Gottskálksson. Síðan tók við lífsins skóli. Jóhann fór ungur að taka til hendi við búskapinn og barn að aldri var hann farinn að teyma kerruklára í vegavinnu. Við fráfall föður síns, 1960, tók Jó- hann ásamt móður sinni, Nikó- línu, alfarið við búskapnum. Þetta fyrirkomulag hélst þar til Nikó- lína lést, 2002, en þá hafði Jóhann keypt jörðina. Jóhann bjó blönd- uðu búi, en var, að mér fannst, áhugasamari um kúabúskapinn en um kindurnar. Í fjósinu undi hann sér vel, söng með sínu nefi og kyrjaði ljóð og lausavísur. Það gat verið gaman að líta til hans í fjósinu og heyra eins og eina góða sögu eða einhver gamanmál. Eins og fyrr er getið var skólaganga Jóhanns ekki löng, en hann var víðlesinn og alveg stálminnugur, kunni t.d. fjölda kvæða utan að. Eftirherma góð var Jóhann, þó að hann flíkaði þeirri kúnst ekki mjög. Jóhann hafði lengi framan af ævi yndi af hvers kyns veiði- skap, svo sem silungsveiði í Hér- aðsvötnunum og að ganga til rjúpna. Þótt Jóhann væri í raun bæði heimakær og bundinn af bú- skaparstússi naut hann þess þá sjaldan að tækifæri gafst að hleypa heimdraganum og skoða landið sitt eða að líta aðeins á frændur vora í Skandinavíu. Upp úr síðustu aldamótum fór að bera á heilsuleysi hjá Jóhanni og dvaldi hann nokkrum sinnum á heilsu- hæli NLFÍ í Hveragerði. Jóhanni leið vel í Hveragerði og þegar hann brá búi, 2010, keypti hann hús við Lækjarbrún þar í bæ. Því miður naut Jóhann þess ekki lengi að búa í þessu góða húsi. Heilsu Jóhanns hafði enn hrak- að og 2014 fór hann á dvalarheim- ilið Ás í Hveragerði og átti ekki þaðan afturkvæmt. Sérstakar þakkir sendi ég nágrönnum Jó- hanns í Blönduhlíðinni fyrir að- stoð og hjálp þegar vinnuþrekið minnkaði hjá honum. Einnig þakkir til starfsfólks Áss fyrir umhyggju og góða umönnun. Ég og fjölskylda mín minnumst Jóhanns með söknuði og þökkum fyrir margar ánægjulegar sam- verustundir. Far í friði, góði vin- ur. Ég sendi systkinum og öðrum ættingjum Jóhanns innilegar samúðarkveðjur. Óli Gunnarsson. Það var um fimm ára aldurinn sem við fórum að fara í Sólheima- gerði í sveit hjá ömmu okkar og Jóhanni frænda. Upp frá því var það fastur liður þegar skóla lauk á vorin að haldið var í sveitina og urðu sumurin hátt í 10. Vinnudag- urinn var oft mjög langur og lær- dómsríkt að kynnast fjölbreyttum störfum í sveitinni. Jóhann leið- beindi okkur vel og þær voru margar sögurnar sem hann sagði okkur enda var hann mikill sögu- maður. Það er minnisstætt þegar við vorum að komast á unglingsárin og verslunarmannahelgi var hald- in í Miðgarði með stórum sveita- böllum alla helgina. Þá fengum við það skemmtilega hlutverk að eyða allri helginni í að stinga út úr fjárhúsunum. Þá hafði Jóhann á orði að það lægi ekkert á að fara að stunda böllin, það yrði nægur tími seinna. Trúlega var það rétt hjá honum og vissulega var bætt úr svo um munaði síðar meir. Við geymum góðar minningar frá sumrunum í Sólheimagerði, þar lærði maður að vinna, kynnt- ist dýrunum, lærðum að nota vinnuvélar, upplifðum náttúruna og sveitasímann og urðum vitni að mörgum gullfallegum sumar- kvöldum í Skagafirði við heyskap úti á túnum. Við kveðjum Jóhann og þökk- um fyrir allar góðu stundirnar sem við munum búa að alla ævi. Blessuð sé minning hans. Elvar Atli og Davíð Örn Konráðssynir. Ég vil kveðja Jóhann móður- bróður minn í Sólheimagerði með þessum línum. Í sveitinni hjá hon- um og ömmu var ég öll sumur á uppvaxtarárunum 1960 til 1972. Við vorum bræðurnir vinnumenn á sumrin hver á eftir öðrum og stundum tveir í einu og oft var fleira af frændfólki i kaupavinnu, þar á meðal nafni minn. Auk frændfólks var annað vinnufólk við störf með okkur yfir sumar- tímann en þetta var á árunum áð- ur en nýjasta tækni við heyvinnu- verkin kom til sögunnar og þessum árum tilheyrði heilmikil líkamleg erfiðisvinna, s.s. að moka í blásara eða troða böggum efst í hlöðuna. Miðpunktur í búskapn- um voru kýrnar 14 þannig að einnig unnum við í fjósinu og síð- an var Jóhann með fé og ekki eru sístar minningar frá útreiðar- túrum og annarri hestamennsku og síðan veiðum í vötnunum. Traktorar voru spennandi tæki að læra á og keyra. Í sveitinni lærð- um við að vinna, þar voru skin og skúrir og þar var líf og fjör. Jóhann leiddi bústörfin farsæl- lega og hafði gott lag á vinnufólki sínu. Starfsævin varð löng við bú- störfin. Jóhann stóð fyrir sínu. Jó- hann flutti til Hveragerðis þegar hann hætti með búskapinn í Blönduhlíðinni og átti þar góð ár. Jóhann var félagslyndur og átti marga vini. Hann fylgdist vel með fréttum og hafði gaman af að segja sögur og sagði vel frá. Far vel, frændi. Gísli Hansen Guðmundsson. Jóhann Gíslason Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkæra eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, BENEDIKTA FANNEY ÁSGEIRSDÓTTIR, Laxakvísl 21, Reykjavík, lést fimmtudaginn 30. mars. Útför fer fram í Fossvogskirkju miðvikudaginn 12. apríl klukkan 13. Jón Fr. Gunnarsson Ásgeir Fr. Jónsson Erla Guðjónsdóttir Gunnar Jónsson Agnes G. Benediktsdóttir Hulda María Bell Don Bell Kristrún St. Jónsdóttir Rúnar Viggósson Margét Helga Jónsdóttir Tony Walker Fannar Jónsson Halldóra S. Johannesen Dagný Ólöf Jónsdóttir Andri Bergmann Sandra Björk Jónsdóttir Jóhannes Leite og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGMUNDUR GRÉTAR MAGNÚSSON, fyrrverandi yfirlæknir, áður að Steinavör 4, Seltjarnarnesi, sem lést á hjúkrunarheimilinu Grund 26. mars, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju í Reykjavík þriðjudaginn 11. apríl klukkan 13. Guðlaug Sigurgeirsdóttir Sigurgeir Sigmundsson Hildur Ásta Viggósdóttir Sigríður Sigmundsdóttir Hermann Ársælsson Guðrún Sigmundsdóttir Gylfi Óskarsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.