Morgunblaðið - 08.04.2017, Page 42

Morgunblaðið - 08.04.2017, Page 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2017 Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Elín María Björnsdóttir ráðgjafi á40 ára afmæli í dag. Hún erkomin aftur heim til Íslands eft- ir að hafa verið í námi og starfað er- lendis undanfarin misseri. „Ég seldi fyrirtækið mitt, Eggið, og fór fyrst í Opna háskólann í Reykjavík og síðan í nám í Svíþjóð. Þar var ég ráð- in til ráðgjafarfyrirtækisins Franklin- Covey og varð síðan framkvæmdastjóri FranklinCovey í Evrópu og Mið- Austurlöndum. Núna er ég alþjóðlegur ráðgjafi hjá þeim en vinn einnig sjálfstætt. Ég er bæði í ráðgjöf og held fyrirlestra og tæpi á mannlegri hegðun og persónu- legum þroska og vexti. Svo er ég mikið í stefnumótunarvinnu og verkefnastjórn- un. Ég vinn við að þróa leiðtogahæfni bæði á fyrirtækjamarkaði og svo í menntageiranum en þar hef ég mikið verið.“ Sem dæmi um alþjóðleg ráðgjafar- störf þá hélt Elín fyrirlestur í Rúmeníu á ráðstefnu sem hét „The Woman“ um mikilvægi samstarfs menntageirans og atvinnulífsins í mars sl. og svo hélt hún annan fyrirlestur í Dubai á opnun stærstu menntaráðstefnu Sameinuðu arabísku furstadæmanna, GESS Con- ference, um hvernig megi innleiða betur menntastefnu þeirra fyrir árið 2021 og ná þeim markmiðum sem þeir stefna að. Í gær var hún síðan með fyrirlestra á Landspítalanum hér heima og undanfarið hef- ur hún unnið með bæði lögreglunni, sveitarfélögum og fjölda fyrir- tækja hér á landi. „Ég er heimakær flökkukind, er mikil fjölskyldukona, finnst gaman að hjálpa fólkinu mínu, var t.d. að aðstoða dóttur mína við að halda góðgerðartónleika,“ segir Elín um áhugamál sín en hún er í sambúð og á samtals fimm börn með sambýlismanni sínum. „Heimilið er eitt það mikilvægasta en svo finnst mér mjög gaman að ferðast og kynn- ast nýjum menningarheimum og mér finnst það forréttindi að hafa fengið tækifæri til þess. Í dag ætla ég að vera með nánustu fjölskyldu, en svo á ég ótrúlegt ríkidæmi vinkvenna og þegar þær fréttu að ég ætlaði ekki að halda stórt upp á afmælið voru þær mættar til mín á miðvikudagskvöld í samráði við manninn minn og elduðu fyrir mig. Ég var algjörlega grunlaus og þetta var afskaplega gaman.“ Ráðgjafinn Ella Björns. Heldur fyrirlestra víða úti í heimi Elín María Björnsdóttir er fertug í dag G unnar Þór Bjarnason fæddist á Ísafirði 8.4. 1957, gekk þar í barnaskóla fyrstu árin en flutti til Reykjavík- ur 10 ára. Hann var þó oft á Ísa- firði á sumrin eftir það: „Það var gott að alast upp á Ísafirði. Ég hef lítið verið þar eftir að við fluttum burt en Ísafjörður á alltaf sinn sérstaka sess í huga mínum.“ Í Reykjavík bjó Gunnar við Grenimel í Vesturbænum, gekk í Melaskóla og Hagaskóla, lauk stúd- entsprófi frá MR 1977, tók BA-próf í sagnfræði og þýsku frá HÍ 1981, síðar MA-próf í alþjóðastjórn- málum frá sama skóla, og stundaði framhaldsnám í Kiel í Þýskalandi. Á fullorðinsárum átti hann lengi heima í Hlíðunum en býr nú á Seltjarnarnesi. Gunnar Þór hefur lengst af feng- ist við kennslu, fyrst þrjú misseri við MS en haustið 1989 hóf hann störf við FB og kenndi þar í aldar- fjórðung. Hann hefur auk þess sinnt stundakennslu við HÍ um langt árabil og þá einkum kennt er- lendum stúdentum Íslandssögu: „Kennsla er gefandi starf og fátt er skemmtilegra en vel heppnuð kennslustund með fjörugum nem- endum. Maður kynnist ótrúlega mörgum eftirminnilegum ein- staklingum. Í háskólakennslunni hef ég kennt stúdentum hvaðanæva úr heiminum – og frá hverju ein- asta Evrópulandi. Það er dýrmæt reynsla.“ Gunnar Þór Bjarnason, sagnfræðingur og rithöfundur – 60 ára Hjólað um Frakkland Hér er Gunnar Þór í banastuði með vinum sínum í stráka- og hjólreiðaferð vorið 2012. Frá Ísafirði til Úkraínu Hjónin Gunnar Þór og eiginkonan, Jóhanna Thelma, í hjólaferð við Gullfoss. Reykjavík Svan- hildur Ágústa Helgadóttir fædd- ist 23. júlí 2016. Hún vó 4.506 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Helgi Rúnar Hlynur Eiríksson og Hulda Klara Lárusdóttir. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga kl. 10–18, laugard. kl. 11–16 Allir velkomnir Boðskort Sýningaropnun í Gallerí Fold, laugardaginn 8. apríl, kl. 15 Á nýjum slóðum Elínborg Ostermann Jóhannesdóttir málverkasýning í Gallerí Fold 8.– 29. apríl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.