Morgunblaðið - 08.04.2017, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.04.2017, Blaðsíða 45
DÆGRADVÖL 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2017 LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR * Til að DHA skili jákvæðum áhrifum þarf að neyta 250 mg á dag. OMEGA-3 FYRIR SJÓN OG AUGU Omega-3 augu er ný vara frá Lýsi sem er einkumætlað að viðhalda eðlilegri sjón. Omega-3 augu inniheldur lútein, zeaxanþín og bláberjaþykkni. Ásamt omega-3 fitusýrunni DHA*, sinki og ríblóflavíni (B2 vítamín) sem stuðla að viðhaldi eðlilegrar sjónar. Fæst í öllum helstu apótekum landsins. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú dregst að fólki sem tekst að virð- ast tilfinningalega ósnertanlegt. Líttu raun- sætt á hlutina, líka þá sem í sjálfu sér koma þér ekki við. 20. apríl - 20. maí  Naut Það kemur aldri ekkert við en við erum alltaf börn foreldra okkar. Vertu skilningsríkur og hlustaðu vandlega á alla aðila. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er í góðu lagi að lyfta sér upp að loknu vel unnu dagsverki. Einhver mun ljóstra upp leyndarmáli sem kemur á óvart. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Elfur tímans áfram rennur og þér er ekki fremur en öðrum gefið að snúa við þeim straumi. Leitaðu leiða til að deila auðlegð þinni þannig að hún bæti líf einhvers annars. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er eins og þú sért að missa tökin á verkefnum þínum. Ósætti hefur orðið. Farðu rétt í málin því vinslit eru ástæðulaus út af þessu atriði. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það myndi létta af þér miklum áhyggj- um ef þú gæfir þér tíma til þess að koma fjár- málunum á hreint. Vertu ekki hræddur þótt einhverjir erfiðleikar kunni að verða á vegi þínum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Áhugi þinn á hinu dulræna ýtir undir löngunina til að ráða krossgátu eða horfa á sakamálamynd. Vertu bara fyrst og fremst sannorður og skorinorður og þá mun áhuginn haldast. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú hefur unnið mikið undanfarið og langar nú að hvíla þig. Frestaðu öllum við- burðum á meðan þú vinnur upp orku og and- legt jafnvægi. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Nýlegar uppákomur á vinnustað sem hafa orðið til að ergja þig munu taka óvænta stefnu. En ágreiningurinn gæti orðið þér til uppljómunar með tímanum, svo þú skalt ekki koma þér undan. 22. des. - 19. janúar Steingeit Eitthvað verður til þess að gamlar minningar koma upp, bæði góðar og sárar. Teldu upp að fimm áður en þú gerir eitthvað í fljótfærni og gættu tungu þinnar. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þennan morgun skaltu hugleiða allt sem er gott, til að bægja burt óþægind- unum. Farðu eftir hugboði þínu því sterkari sjálfsmynd hjápar þér á öllum sviðum lífsins. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú getur varla beðið eftir að segja öðrum frá einhverri uppgötvun sem þú hefur gert í starfi. Sýndu því þolinmæði og stað- festu. Sem endranær er gátan eftirGuðmund Arnfinnsson: Kannski er þetta kötturinn. Kannski fiskur smávaxinn. Kannski íþrótt ævaforn. Ellegar þá telpukorn. Árni Blöndal svarar: Svarið ekki veldur vanda víst er lausnin tær að mér sækir bara„ branda“ sem birtist hér í gær. Helgi R. Einarsson á þessa lausn: Lausnarorð, sem leynist hér, lét fyrst á sér standa. Svo birtist allt í einu mér ofurlítil branda. Guðrún Bjarnadóttir leysir gát- una þannig: Kemur kötturinn Branda, kannski bröndunni landar. Í einni bröndóttri andar einbeitt branda, hún Vanda. Þessi er skýring Guðmundar: Bröndu kisu kalla má. Kallast branda lonta smá. Branda er íþrótt býsna forn. Branda er líka telpukorn. Þá er limra: Er Komákur kom af heiðinni og Kolfinnu mætti á leiðinni, hann færðı́ enni bröndu, sem fékk hann úr Blöndu, þau fengu ekki leiða á reyðinni. Og ný gáta eftir Guðmund: Fram úr bóli fer ég snart, fyrir löngu er orðið bjart, hafa má nú hraðan á, hér er gátan, ráddu þá! Á höfði menn bera til hlífðar sér. Hangir í loftinu hjá mér. Blettur í hestsins auga er. Alþekktur klerkur nafnið ber. Hjörleifur Hjartarson á Tjörn í Svarfaðardal átti afmæli og skrif- aði á Facebook á fimmtudag: Mér fallast hreinlega hendur og hjarta mitt glaðar slær því fésbókarvinir- og féndur fögnuðu mér í gær. Gunnar J. Straumland yrkir á Boðnarmiði: Er þið hlustið heiminn á hræðist tungu þjála, því alhæfingar aldrei ná innsta kjarna mála. Ef þú villist auðnu frá utan tímans línu, áttavita áttu þá innst í hjarta þínu. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Það er margur kötturinn og mörg brandan Í klípu „SKRAMBANS KLÚÐUR ER RÉTT LÝSING. EN GETUR EINHVER KOMIÐ MEÐ ÖGN FJÖLSKYLDUVÆNNI LEIÐ TIL ÞESS AÐ LÝSA ÞVÍ SEM GERÐIST?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „FLJÓT! MÓÐIR ÞÍN SENDI MÉR AFMÆLISGJÖF. NÁÐU Í VATNSFÖTU.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að merkja svæðið þitt. HUNDA- GARÐUR HUNDA- GARÐUR OG AFGANGURINN TILHEYRIR KÖTTUM KONAN MÍN ER MEÐ STUTT Í ÓLINNI MINNI! ÉG MYNDI ALDREI ÞOLA ÞAÐ ÉG DREG MÖRKIN VIÐ LANGA ÓL! Víkverji var löngu kominn í vor-skapið áður en það kólnaði á ný og fór að snjóa. Það voru vonbrigði en fólk ætti ekki að láta þetta koma sér á óvart, það er nú einu sinni orð yfir þetta í málinu, páskahret. Snjórinn er nú bráðnaður, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæð- inu, og það er kominn tími fyrir vorverkin í garðinum. Víkverji er einstaklega þakklátur fyrir Face- book-hópinn Ræktaðu garðinn þinn en þar er hægt að sækja sér mikinn fróðleik. Sérfræðingar deila visku sinni og viska almennings skilar sér líka vel þar inn. x x x Þar er hægt að fá ýmiss konarráð en hvað garðinn varðar dugar ekkert annað en að klæða sig í garðyrkjuhanskana, grípa nokkur tól og fara út að vinna. Þetta gerist ekki af sjálfu sér. Sumum líður hvergi betur en í garðinum að reyta arfa og klippa. Til viðbótar er það vísindalega sannað að veran í mold- inni hafi góð áhrif. Ein ástæða þess að garðvinnan lætur fólki líða vel eru örverur sem finnast í jarðveg- inum. Mycobacterium vaccae hafa svipuð áhrif á heilann og prozac. Þessar örverur örva serótónínfram- leiðslu sem hjálpar fólki að slaka á og lætur því líða betur. x x x Garðræktarþerapía er þekktmeðferð sem hefur til dæmis verið notuð á stríðshrjáða hermenn. Hún er notuð í endurhæfingu og einnig eru til sérstaklega ilmríkir garðar fyrir blinda. Hluti af því að vera úti í garði um hásumar er allur ilmurinn af plöntunum, sem gýs upp ekki síst eftir góðan gróðra- skúr. x x x Páskarnir eru ekki búnir en þaðmá alltaf vona það besta. Þeir eru seint þetta árið svo kannski er páskahretið búið. En þá er bara eft- ir kóngsbænadagshret og uppstign- ingardagshret þannig að þetta hlýt- ur bara alveg að fara að klárast. Daginn er að minnsta kosti að lengja enda komið fram yfir vor- jafndægur. Gleðilegt vor! vikverji@mbl.is Víkverji Leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki. (Matt. 6:33)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.