Morgunblaðið - 08.04.2017, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 08.04.2017, Blaðsíða 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2017 hvern tíma gert gamanþætti í sjón- varpi þá hefðu þeir verið eitthvað í líkingu við Spider Baby … „Já, það er einmitt það sem ég las og ég get ekki ímyndað mér hvað er átt við með því. Það er bara ein leið til að komast að því, að fara að sjá myndina,“ segir Hugleikur. Bókarkápu Incredibly Strange Films prýðir stilla úr kvikmyndinni The Mask sem Hugleikur ítrekar að sé ekki sama mynd og Jim Carrey fór með aðalhlutverkið í en hún er frá árinu 1994. Kvikmyndin með Carrey er lauslega byggð á þeirri gömlu, að sögn Hugleiks, en þó fyrst og fremst myndasögu frá Dark Horse Comics sem byggð var á svip- aðri hugmynd og gamla kvikmynd- in, þ.e. grímu sem tekur völdin af hverjum þeim sem setur hana á and- litið. –Hvar myndir þú segja að mörkin væru milli undarlegra kvikmynda og ótrúlega undarlegra kvikmynda? „Það er óljós lína og fer í fyrsta lagi eftir persónulegum smekk. Ég er búinn að horfa á svo margar und- arlegar myndir núna og sérstaklega í gegnum Svarta sunnudaga að ég er orðinn eins og eiturlyfjafíkill, alltaf að leita að einhverju harðara. Ég vil helst láta koma mér á óvart og það sem er spennandi við þessar eldri myndir er að þær voru skrítnar fyrir meira en hálfri öld og þykja ennþá skrítnar. Og ef þær þykja ennþá skrítnar í dag, hversu skrítnar voru þær þá? Þannig að ég myndi segja að þessar myndir væru ótrúlega skrítnar,“ segir Hugleikur og hlær. Connery á rauðri brók og kúkur sem orkulind –Hver heldurðu að sé skrítnasta kvikmynd sem þú hefur séð? „Þær eru margar skrítnar. Ég var að horfa á Zardos nýlega, í henni er Sean Connery í mjög fjarlægri framtíð að hlaupa um á rauðri brók og ferðast um með fljúgandi haus. En sú skrítnasta sem ég hef séð ný- lega og er frekar nýleg er kóresk teiknimynd sem heitir Aachi og Ssipak og er frá árinu 2006. Hún gerist í framtíðinni, allar orkulindir eru tómar en einhvern veginn hefur mannkyninu tekist að gera kúk að nýrri orkulind. Allir sem kúka fá verðlaun í formi e.k. íspinna sem eru í rauninni eiturlyf og ef þú verður háður þeim færðu krónískt harðlífi og getur ekki kúkað! Aachi og Ssi- pak starfa á svörtum markaði og eru að díla með þessa íspinna. Þeir finna svo gullnámu í klámstjörnu sem verður vinur þeirra en hún getur einmitt kúkað meira en nokkur ann- ar,“ segir Hugleikur. –Þú horfir ekki mikið á Holly- wood-myndir, heyrist mér?! „Jú, ég elska allan skalann. Ég hlakka alltaf til og er alltaf spenntur fyrir næstu Marvel-mynd en ég er DVD-safnari og þær allra furðuleg- ustu rata helst í mínar hillur.“ Klár Sindri Freyr Steinsson, Sindri 7000, leggur á dýpið. hljóðgervilshljómar og yfir þeim nokkurs konar tölvuleikjabragur. Síðarnefnda lagið fer skyndilega á hlemmiskeið, maður bíður eftir því að Mariobræður gægist fyrir hornið eða þá að tékkneska teiknimyndin fari af stað. „Tónlist fyrir ála“ er með þessum brag líka og stundum heyri ég meira að segja í hljómsveitum Sindra. „Ó, þú miskunnarlausi heim- ur kóralrifsins“ minnir t.a.m. á Báru- járn; melódían bæði og heildarand- inn. Í „Hákarlarnir“ brestur svo á með draugalegri, hryllilegri stemn- ingu í takt við aðalleikendur lagsins. En um leið er í því kímileitin stemn- ing, þar sem það skoppar kæruleys- islega áfram. Merkilegt hvernig Sindri nær að samþætta þetta tvennt. Afskaplega skemmtilegt og heillandi verk, svalt og nýmóðins og kvikmyndaleg framvindan gengur vel upp. En um leið er einhver lauf- léttur grallaraskapur í gangi sem setur skemmtilegan snúning á þetta allt saman. Svona eins og ef Músíkvatur myndi endurhljóðblanda Jóhann Jóhannsson. Vel gert. Skál í „botn“. » Síðarnefnda lagiðfer skyndilega á hlemmiskeið, maður bíður eftir því að Mariobræður gægist fyrir hornið eða þá að tékkneska teiknimynd- in fari af stað. Hugleikur Dagsson, Sigurjón Kjartansson og Sjón tóku hönd- um saman árið 2012 og stofn- uðu félagsskapinn og kvik- myndaklúbbinn Svarta sunnu- daga í Bíó Paradís, með það að markmiði að sýna költmyndir og klassískar kvikmyndir á sunnu- dagskvöldum. Fyrir þeim vakti að auðga bíómenningu borg- arinnar og njóta lífsgæðanna sem felast í því að klassískar költmyndir séu sýndar reglu- lega í Reykjavík, eins og það var orðað í tilkynningu í október ár- ið 2012 þegar sýningar hófust hjá Svörtum sunnudögum. Ýmsir listamenn hafa verið fengnir til að búa til veggspjöld fyrir þær kvikmyndir sem sýnd- ar eru á vegum Svartra sunnu- daga og skipta veggspjöldin nú tugum og prýða veggi setustofu kvikmyndahússins. Költ og klassík SVARTIR SUNNUDAGAR Lokasýning á sviðsverki leikhópsins Lab Loka, Endstöð - Upphaf, verður haldin í kvöld í Tjarnarbíói kl. 20.30. Endastöð - Upphaf er sviðslistaverk sem fjallar um hina óverðskulduðu þrenningu: upp- hafið, ástina og dauðann, segir í tilkynningu. „Persónur á tímamótum eiga stefnumót, bjóða til veislu og bregða á leik. Margs ber að minn- ast, mörgu ber að fagna og margt ber að kveðja, því: „Svo mörgum bræðra vorra varð þetta að dýpstu hvöt lífs þeirra: að komst burt,“ segir þar ennfremur. Leikarar í sýningunni eru Rúnar Guðbrandsson, Árni Pétur Guðjónsson, Aðalbjörg Árnadóttir og Kjartan Darri Kristjánsson. Lokasýning á Endastöð - Upphaf Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Elly (Nýja sviðið) Lau 8/4 kl. 20:00 12. sýn Fim 4/5 kl. 20:00 aukas. Sun 21/5 kl. 20:00 33. sýn Þri 11/4 kl. 20:00 aukas. Fös 5/5 kl. 20:00 aukas. Fim 1/6 kl. 20:00 43. sýn Mið 19/4 kl. 20:00 aukas. Lau 6/5 kl. 20:00 19. sýn Fös 2/6 kl. 20:00 44. sýn Fim 20/4 kl. 20:00 aukas. Sun 7/5 kl. 20:00 20. sýn Lau 3/6 kl. 20:00 45. sýn Fös 21/4 kl. 20:00 13. sýn Mið 10/5 kl. 20:00 21. sýn Þri 6/6 kl. 20:00 aukas. Lau 22/4 kl. 20:00 14. sýn Fim 11/5 kl. 20:00 22. sýn Mið 7/6 kl. 20:00 48. sýn Sun 23/4 kl. 20:00 15. sýn Fös 12/5 kl. 20:00 23. sýn Fim 8/6 kl. 20:00 49. sýn Mið 26/4 kl. 20:00 aukas. Lau 13/5 kl. 13:00 aukas. Fös 9/6 kl. 20:00 50. sýn Fim 27/4 kl. 20:00 aukas. Sun 14/5 kl. 20:00 aukas. Lau 10/6 kl. 20:00 51. sýn Fös 28/4 kl. 20:00 16. sýn Mið 17/5 kl. 20:00 aukas. Sun 11/6 kl. 20:00 52. sýn Lau 29/4 kl. 20:00 17. sýn Fim 18/5 kl. 20:00 30. sýn Mið 14/6 kl. 20:00 53. sýn Sun 30/4 kl. 20:00 18. sýn Fös 19/5 kl. 20:00 31. sýn Fim 15/6 kl. 20:00 54. sýn Mið 3/5 kl. 20:00 aukas. Lau 20/5 kl. 20:00 32. sýn Opnar kl. 18:30, frjálst sætaval. Panta verður veitingar með dags fyrirvara. Úti að aka (Stóra svið) Fim 20/4 kl. 20:00 21. sýn Lau 29/4 kl. 20:00 25. sýn Sun 7/5 kl. 20:00 29. sýn Fös 21/4 kl. 20:00 22. sýn Sun 30/4 kl. 20:00 26. sýn Fim 11/5 kl. 20:00 30. sýn Sun 23/4 kl. 20:00 23. sýn Fim 4/5 kl. 20:00 27. sýn Sun 14/5 kl. 20:00 31. sýn Fim 27/4 kl. 20:00 24. sýn Fös 5/5 kl. 20:00 28. sýn Fim 18/5 kl. 20:00 32. sýn Sprenghlægilegur farsi eins og þeir gerast bestir. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Lau 8/4 kl. 20:00 157 sýn. Lau 6/5 kl. 20:00 162 sýn. Mið 24/5 kl. 20:00 167 sýn. Þri 11/4 kl. 20:00 158 sýn. Fös 12/5 kl. 20:00 163 sýn. Fim 25/5 kl. 20:00 168 sýn. Mið 19/4 kl. 20:00 159 sýn. Lau 13/5 kl. 13:00 164 sýn. Fös 26/5 kl. 20:00 169 sýn. Lau 22/4 kl. 20:00 160 sýn. Fös 19/5 kl. 20:00 165 sýn. Lau 27/5 kl. 20:00 170 sýn. Fös 28/4 kl. 20:00 161 sýn. Lau 20/5 kl. 13:00 166 sýn. Sun 28/5 kl. 20:00 171 sýn. Gleðisprengjan heldur áfram! Síðustu sýningar. Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Lau 8/4 kl. 13:00 aukas. Sun 30/4 kl. 13:00 aukas. Sun 14/5 kl. 13:00 aukas. Sun 23/4 kl. 13:00 aukas. Sun 7/5 kl. 13:00 aukas. Sun 21/5 kl. 13:00 aukas. Fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar Vísindasýning Villa (Litla svið ) Lau 8/4 kl. 13:00 aukas. Sun 23/4 kl. 13:00 aukas. Sun 30/4 kl. 13:00 aukas. Síðustu sýningar! Fórn (Allt húsið) Sun 9/4 kl. 19:00 5 sýn Sköpunarkrafturinn ræður ríkjum um allt leikhúsið - Aðeins þessar fimm sýningar. Hún Pabbi (Litla svið ) Lau 8/4 kl. 20:00 aukas. Sun 23/4 kl. 20:00 aukas. Í samstarfi við leikhópinn Trigger Warning. Síðustu sýningar! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 9/4 kl. 13:00 Sun 23/4 kl. 16:00 Sun 30/4 kl. 16:00 Sun 23/4 kl. 13:00 Sun 30/4 kl. 13:00 Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa! Húsið (Stóra sviðið) Lau 22/4 kl. 19:30 9.sýn Lau 6/5 kl. 19:30 Fim 27/4 kl. 19:30 10.sýn Fös 12/5 kl. 19:30 Frumuppfærsla á áður ósýndu verki eins helsta leikskálds Íslendinga. Tímaþjófurinn (Kassinn) Sun 9/4 kl. 19:30 9.sýn Lau 22/4 kl. 19:30 12.sýn Lau 29/4 kl. 19:30 15.sýn Mið 19/4 kl. 19:30 10.sýn Fim 27/4 kl. 19:30 13.sýn Fös 5/5 kl. 19:30 16.sýn Fös 21/4 kl. 19:30 11.sýn Fös 28/4 kl. 19:30 14.sýn Lau 6/5 kl. 19:30 17.sýn Einstakt verk um ástina ■ um óslökkvandi þrá, höfnun og missi Maður sem heitir Ove (Kassinn) Sun 23/4 kl. 19:30 Sun 30/4 kl. 19:30 Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik! Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Lau 8/4 kl. 19:00 Festival Mið 19/4 kl. 20:00 Mið 12/4 kl. 20:00 Mið 26/4 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Gísli á Uppsölum (Kúlan) Lau 13/5 kl. 17:00 Sun 14/5 kl. 17:00 Einstakt leikverk um einstakan mann í uppfærslu Kómedíuleikhússins. Álfahöllin (Stóra sviðið) Lau 8/4 kl. 19:30 Frums Fös 28/4 kl. 19:30 5.sýn Fös 5/5 kl. 19:30 Mið 19/4 kl. 19:30 3.sýn Lau 29/4 kl. 19:30 6.sýn Fös 21/4 kl. 19:30 4.sýn Fim 4/5 kl. 19:30 7.sýn Ný sýning eftir Þorleif Örn Arnarsson!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.