Morgunblaðið - 08.04.2017, Side 52

Morgunblaðið - 08.04.2017, Side 52
LAUGARDAGUR 8. APRÍL 98. DAGUR ÁRSINS 2017 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 941 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Þrír látnir í Stokkhólmi 2. Sóley komin í leitirnar 3. Skotbardagi skammt frá 4. Stokkhólmur: Þetta vitum við  Söngkonan og lagahöfundurinn Neema, frá Montreal í Kanada, heldur tónleika á Café Rosenberg við Klapp- arstíg laugardaginn 15. apríl kl. 21. Neema starfaði náið með Leonard Cohen heitnum um árabil og stýrði Cohen upptökum á fyrstu breiðskífu hennar. Neema hefur haldið tónleika víða um heim og m.a. komið fram á tónleikum með Elton John, Jeff Beck og Cindy Lauper. Neema á ættir að rekja til Egyptalands og Líbanons og er tónlist hennar m.a. undir áhrifum frá þarlendri tónlist. Neema á Rosenberg  Stína Ágústs- dóttir söngkona og sænsku tón- listarmennirnir Leo Lindberg, Max Schultz og trommuleikarinn Chris Montgom- ery flytja nokkur frumsamin lög ásamt blöndu af blúsuðum standörd- um og fönkfylltu poppi í Hannesar- holti í kvöld kl. 20. Frumsamin lög, blús og fönkfyllt popp  Fjallað verður um lífsferil og tón- list Magnúsar Þórs Sigmundssonar í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ annað kvöld kl. 20. Tónleikarnir eru liður í tónleikaröðinni Söngvaskáld á Suðurnesjum. Kynnir og handrits- höfundur er Dagný Gísla- dóttir, söngvari er Elm- ar Þór Hauksson og um útsetningar og píanóleik sér Arnór B. Vilbergs- son. Farið yfir feril Magn- úsar í Hljómahöllinni FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 10-18 m/s þegar kemur fram á daginn, hvassast norð- vestantil. Él um landið norðanvert, en styttir smám saman upp sunnanlands. Á sunnudag Norðan 5-13 m/s, hvassast austantil, en hægari síðdegis. Stöku él, en yfir- leitt þurrt og bjart suðvestan- og vestanlands. Frost víða 1 til 6 stig. Á mánudag Fremur hæg breytileg átt, þurrt að kalla og frost um mestallt land, en snýst í suðaustan 5-13 með snjókomu og síðar rigningu sunnan- og vestanlands eftir hádegi. Sundmenn úr Sundfélagi Hafnar- fjarðar voru sigursælir á fyrsta keppnisdegi Íslandsmeistaramótsins í sundi í 50 m laug í Laugardal í gær. Þrír sundmenn félagsins unnu til tvennra gullverðlauna hver. Sund- menn annarra félaga gerðu það einn- ig gott þótt engin Íslandsmet féllu í keppninni í gær. Hrafnhildur Lúthers- dóttir var þó nærri meti. »1 Hafnfirðingar sigur- sælir í lauginni KR-ingar eru komnir með eins vinnings forskot í rimmu sinni við Keflavík í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik. KR marði þriggja stiga sigur í hörkuleik á heimavelli í gærkvöldi, 91:88, þar sem Jón Arnór Stefánsson fór á kostum. KR þarf aðeins einn vinning til viðbótar til að leika til úrslita á Íslands- mótinu enn eitt árið. »3 KR-ingar með vinnings forskot Ágúst Birgisson úr FH var valinn línu- maður í lið vetrarins í handbolta karla og hann þakkar þjálfara sínum fyrir það. „Já, mér finnst það. Hann sá eitthvað í mér sem aðrir sáu ekki. Ég ætlaði að sanna fyrir honum og mér sjálfum að ég gæti eitthvað í handbolta,“ segir Ágúst, en FH mætir Gróttu í fyrsta leik í úrslita- keppninni um Íslandsmeist- aratitilinn annað kvöld. »4 Hann sá eitthvað í mér sem aðrir sáu ekki Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is EVE Fanfest er nú í fullum gangi í Hörpu og hafa gestir alls staðar að úr heiminum lagt leið sína til lands- ins á hátíðina. Á hátíðinni er að finna ýmsa viðburði fyrir spilendur leikja CCP og er gestum og gang- andi einnig boðið upp á að fá sér húðflúr á efri hæð Hörpu. Húðflúr hafa verið hluti af hátíðinni áður, en þetta er í fyrsta skipti sem Ís- lenzka húðflúrstofan tekur þátt í Fanfest. Á borðinu mátti sjá sér- stök húðflúr sem tengd eru leikjum CCP, en Fjölnir Bragason húðflúr- listamaður segir hins vegar mögu- legt fyrir spilara að fá ýmislegt annað sem ekki sé endilega á borð- inu. Fjölnir segir að fólk þurfi að hafa samband fyrir fram og senda hugmyndir í gegnum Facebook svo hægt sé að vinna úr þeim. Stærri og flóknari hugmyndir krefjist meiri búnaðar en þess sem hafi komið meðferðis í Hörpu. „Við gætum þá unnið hugmyndirnar um kvöldið og fólk mætt morguninn eftir. Við erum ekki með allar græjurnar með okkur hérna,“ bætir hann við. Hátíðin endar á veislu í kvöld Íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP stendur að hátíðinni, en þar mætast spilarar og starfsmenn fyrirtækisins til að ræða saman um EVE-tölvuleikjaheiminn og margt annað sem tengist CCP og leikjum þess. Hátíðin hefur verið vinsæl undanfarin ár og hafa fleiri spilarar sótt hana, m.a. þeir sem spila sýndarveruleikatölvuleikinn EVE Valkyrie. Þá eru notendur með sýndarveruleikagleraugu á sér á meðan þeir spila, en keppt var í EVE Valkyrie á hátíðinni í fyrra. CCP hefur á síðustu árum einblínt á sýndarveruleikann, ekki bara með Valkyrie og Gunjack- leikjunum, heldur er fyrirtækið að þróa íþróttaleik. Margt var um manninn á hátíð- inni í gær og var meðal annars LARP-leikur (e. Live Action Role Play) fyrir gesti. Fyrirlestrar voru í boði allan daginn, bæði á vegum starfsmanna og spilara. Veislunni lýkur í kvöld Þá var einnig boðið upp á að spila EVE Valkyrie og EVE Online á svæðinu. Hátíðinni lýkur í kvöld og getur almenningur keypt sér miða á lokaveisluhöldin. Þar mun DJ Kristian Nairn, sem lesendum gæti verið kunnugur sem Hodor úr Game of Thrones-þáttunum, þeyta skífum ásamt Permaband og Hermigervli. Húðflúr í Hörpu á Fanfest  EVE Fanfest er í fullum gangi í Hörpu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Íslenzka Starfsmenn Íslenzku húðflúrstofunnar búast við að flúra þó nokkra gesti Fanfest í dag. Flúr „Mig langaði í eitthvað sem táknaði Ísland,“ sagði ung stúlka sem var gestur á Fanfest og unnu starfsmenn stofunnar að hugmyndinni með henni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.