Morgunblaðið - 02.05.2017, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2017
Sveitasæla Björn og Christian eru alsælir í sveitasælunni í Þistilfirði og geta alveg hugsað sér að setjast þar að.
við Óla og Karen. Þau hjónin segja
að í fyrrahaust hafi verið á Birni að
heyra að hann vildi gjarnan koma
aftur, þótt hann hefði verið búinn að
ákveða að fara í herskóla í Þýska-
landi þar sem Christian vinur hans
var í námi og á ágætri framabraut.
„Við sögðum að hann væri alltaf vel-
kominn og að ekkert vandamál væri
að útvega honum fasta vinnu á Þórs-
höfn.“
Ekki leið á löngu þar til Birni
bauðst vinna hjá smiðnum á Þórs-
höfn og vini hans einnig. Strákarnir
hlæja þegar þeir rifja upp hve líf
þeirra tók snögglega óvænta stefnu.
„Ég átti eftir tvo mánuði af
samningi mínum við herskólann og
innan viku ætlaði ég að undirrita
samning til næstu þrettán ára í skól-
anum, sem hefði tryggt mér góða
lífsafkomu,“ segir Christian, „en þá
kom Björn með ævintýralegt tilboð
um að flytja til Íslands og ég þurfti
að taka snögga ákvörðun.“
Húseigendur á Íslandi
Á þremur vikum tókst þeim að
undirbúa sig fyrir flutninginn til Ís-
lands og jafnvel að kaupa sendi-
ferðabíl. Núna eru þeir í smíðavinnu
á Þórshöfn og hafa nóg að gera.
Ekki síst var það stór áfangi að hafa
fjárfest í fyrstu fasteigninni og þeir
eru þegar byrjaðir að gera húsið
upp. Þeir segja báðir að svona hlutir
séu nær óhugsandi í Þýskalandi.
„Fólk trúir okkar varla þegar við
segjumst eiga heilt hús á Íslandi,
svona gerast hlutirnir ekki í Þýska-
landi,“ segja þeir hlæjandi. „Fyrir
sjö mánuðum hefði okkur ekki órað
fyrir því að hér myndum við setjast
að og kaupa hús.“
Þeir hyggjast í framtíðinni búa
sjálfir á efri hæðinni en leigja þá
neðri til að fá tekjur upp í viðgerð-
arkostnað hússins. Báðir eiga þeir
foreldra og systkini í Þýskalandi, en
foreldrar Björns koma í heimsókn til
þeirra í haust.
Eru ekki borgarstrákar
Björn og Christian hafa svipuð
Líney Sigurðardóttir
líneyster@gmail.com
Af fjölda umsókna hvaðan-æva úr heiminum umstarf aðstoðarmanns ábúinu Syðra-Álandi, leist
þeim Karen Rut Konráðsdóttur og
Ólafi B. Vigfússyni, best á bréf
Björns Müller, rúmlega tvítugs
þýsks háskólanema.
„Bréfið frá Birni vakti áhuga
okkar og við ákváðum að bjóða hon-
um að koma, sem hann þáði og kom
skömmu seinna. Hann smellpassaði
inn í fjölskylduna og við urðum öll
mjög góðir vinir því þarna var hress
og skemmtilegur Þjóðverji á ferð.“
Björn, sem er frá norðvestur-
hluta Þýskalands, hafði ákveðið að
hvíla sig á háskólanáminu og prófa
eitthvað nýtt svo auglýsingin frá
Karen og Ólafi var eins og sniðin
fyrir hann. Auk þess hafði hann
áhuga á Íslandi, ekki síst vegna þess
að systir hans hafði áður verið í eitt
ár á Selfossi en hún dvelur núna á
sveitabæ í Þistilfirði.
Björn mætti til Karenar, Ólafs
og dætranna þriggja að Syðra-
Álandi á háannatíma í sveitinni síð-
astliðið vor. Hann segir tímann hafa
liðið hratt og hann hafi verið vel
nýttur. „Þótt mikið væri að gera fór
ég í skemmtilegar ferðir með fjöl-
skyldunni, heimsótti ferða-
mannastaði eins og Ásbyrgi og Mý-
vatn og fór í jeppaferðir inn í
heiðina, sem voru í sérstöku uppá-
haldi hjá mér. Það var líka upplifun
að prófa að síga eftir svartfuglseggj-
um í hrikaleg björgin á Langanesi,“
segir hann.
Óvænt stefna í lífinu
Eftir þriggja mánaða dvöl í
sveitinni fór Björn aftur til Þýska-
lands þar sem hann hugðist halda
áfram háskólanáminu, sem hann var
byrjaður á. Hugurinn leitaði oft til
Íslands og hann var í góðu sambandi
Tveir Þjóðverjar í Þistilfirði
Sólgarður, gamalt hús við sjávarsíðuna á Þórshöfn má muna sinn fífil fegurri. Lítið hefur verið um það hirt í
áranna rás, en nú stendur allt til bóta. Rúmlega tvítugir Þjóðverjar, Björn Müller og Christian Bleydorn,
keyptu húsið þar sem þeir hyggjast hreiðra um sig, jafnvel til frambúðar, og eru þegar farnir að taka til hend-
inni. Íslandsheimsókn þess fyrrnefnda má rekja til auglýsingar á netinu um aðstoð á bóndabýli í Þistilfirði.
Ljósmyndir/Líney Sigurðardóttir
Hádegisfyrirlestur Eðvalds Möller,
aðjunkts við Viðskiptafræðideild Há-
skóla Íslands, virðist vera á bjartsýn-
um nótum. Yfirskriftin er Við getum
eignast íbúð, og er fyrirlesturinn,
sem er öllum opinn, kl. 12-13 í dag,
þriðjudag 2. maí, á Háskólatorgi.
Eðvald Möller mun viðra hug-
myndir um hvað þarf að hafa í huga í
fyrstu skrefum til að eignast eigin
íbúð. Hann mun fjalla um þau verk-
færi sem flestum standa til boða en
fæstir nýta sér til að láta drauminn
um íbúðarkaup rætast.
Húsnæðismál í brennidepli
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Húsin í bænum „Bærinn er skrítinn.
Hann er fullur af húsum,“ orti borg-
arskáldið Tómas Guðmundsson.
Getur draum-
urinn ræst?
Námskeið í skapandi skrifum, Að
skrifa málverk, er kl. 13 - 16 í dag,
þriðjudag 2. maí, á Kjarvalsstöðum
og á sama tíma 9., 16. og 23. í maí.
Leiðbeinandi er Steinunn Helga-
dóttir, rithöfundur og myndlist-
armaður.
Námskeiðið er fyrir fólk sem lang-
ar að byrja að skrifa og/eða fá leið-
sögn um vinnulag við skriftir, fá inn-
blástur í skemmtilegum félagsskap í
skapandi og nærandi umhverfi Kjar-
valsstaða.
Margir þekkja listmálarann Kjarval,
en færri þekkja rithöfundinn Kjarval
sem skrifaði greinar, smásögur og
handrit. Á námskeiðinu verður unnið
út frá hliðarveröld Kjarvals þar sem
pár, stök orð og setningar runnu
saman við myndræna veröld lista-
mannsins. Þannig samþætti Kjarval
texta og teikningar í skapandi flæði
sem speglar óstöðvandi innblástur
listamannsins.
Takmarkaður fjöldi. Fyrir nánari
upplýsingar er hægt að senda tölvu-
póst á fraedsludeild@reykjavik.is eða
hringja í síma 411-6400.
Námskeið í skapandi skrifum á Kjarvalsstöðum
Að skrifa málverk – myndræn
veröld listamanns færð í stílinn
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Kjarval á vinnustofu sinni 1968 Margir þekkja listmálarann Kjarval, en færri
þekkja rithöfundinn Kjarval sem skrifaði greinar, smásögur og handrit.
Jóhanna B. Magn-
úsdóttir garð-
yrkjufræðingur
heldur erindi um
fjölbreytta rækt-
un matjurta í
heimilisgarðinum.
Erindið flytur hún
kl. 17-19 í dag,
þriðjudag 2. maí,
á fyrstu hæð í aðalsafni Bókasafns
Kópavogs.
Einnig verður kynnt hvað Kópa-
vogsbær býður upp á varðandi mat-
jurtarækt fyrir börn og í garðlöndum
fyrir þá eldri. Ókeypis aðgangur og
allir velkomnir.
Bókasafn Kópavogs
Matjurtir í garð-
inum heima