Morgunblaðið - 02.05.2017, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.05.2017, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2017 Ármúla 24 - s. 585 2800 www.rafkaup.is Opið virka daga 9-18, laugardaga 11-16 Við hjónin vorum að koma úr 20 daga ferð í Suður-Ameríku ogþað var mín aðferð til að halda upp á afmælið,“ segir BergþórHalldórsson verkfræðingur sem á 70 ára afmæli í dag. „Þetta var mjög fín ferð, við vorum aðallega í Perú en líka í Argent- ínu. Við vorum í 60 manna hópi með íslenskum fararstjórum og við fórum á inkaslóðir í Perú og það sem var sérstakast við Argentínu voru þessir gríðarmiklu fossar sem við sáum við landamærin við Brasilíu og Paraguay. Við hættum bæði að vinna fyrir þó nokkuð mörgum árum og eyðum töluverðu af tíma okkar í ferðalög. Við förum í nokkrar ferðir erlend- is á hverju ári, bæði til dóttur okkar sem býr í Kaliforníu og síðan ferðir sem eru skipulagðar af öðrum en okkur sjálfum og þá yfirleitt á nýja staði, höfum ekki mikið verið að endurtaka okkur.“ Bergþór fæddist í Heiðarbæ í Villingaholtshreppi og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1967, fyrrihlutaprófi í verkfræði frá HÍ 1970, stundaði nám í rafmagnsverkfræði við Háskólann í Lundi 1970 - 72 og lauk þaðan prófi 1972. Bergþór var stundakennari við MR 1968 - 70, við MT 1972 - 73, hóf störf sem verkfræðingur hjá Pósti og síma 1972 og starfaði þar allan sinn starfsaldur. Hann varð framkvæmdastjóri fjarskiptasviðs Símans þegar fyrirtækinu var breytt í hlutafélag og gegndi því starfi til starfsloka. Bergþór sat um tíma í stjórn Rafveitu Hafnarfjarðar og í stjórn Sólvangs í Hafnarfirði. Eiginkona Bergþórs er Margrét Friðbergsdóttir, fyrrverandi myndmenntakennari við Myndlistarskólann í Reykjavík. Börn þeirra eru Högni, Sigurbjörg Hlín, og Halldóra. Sigurbjörg býr í Kaliforníu, en að öðru leyti býr öll fjölskyldan í Hafnarfirði. Bergþór og Margrét verða að heiman í dag. Heima í Hafnarfirði Bergþór og Margrét ásamt barnabörnum sínum. Duglegur að ferðast Bergþór Halldórsson er sjötugur í dag B jarni Thor Kristinsson fæddist í Hafnarfirði 2.5. 1967 en ólst upp í Garðinum: „Ég fór hvorki í sveit né æfði knattspyrnu. En í Garðinum var samt gott að alast upp enda víðátta og frelsi í allar áttir. Þar var starf- rækt Litla leikfélagið, sem setti upp hvert stórvirkið á fætur öðru. Þar steig ég ungur mín fyrstu skref á sviði og smitaðist af leikhúsbakt- eríunni. Óperur eru sambland af leik- list og söng og þessi baktería er því afar hjálpleg fyrir óperusöngvara – ég hef ekki læknast ennþá.“ Bjarni stundaði nám á blokkflautu í Tónlistarskólanum í Garðinum og söng í barnakór. Hann var 18 ára er fjölskyldan flutti til Keflavíkur, hóf þá nám í klassískum gítarleik hjá Þórarni Sigurbergssyni, lauk stúd- entsprófi, sótti sína fyrstu söngtíma hjá Ragnheiði Guðmundsdóttur í Tónlistarskólanum í Njarðvík og síð- an við Tónskóla Sigursveins í Reykja- vík. Hann stundaði síðan söngnám við Söngskólann í Reykjavík, lauk áttunda stigi í söng vorið 1994 en kennari hans síðustu önnina var Garðar Cortes. Bjarni hélt til söngnáms við óperu- deild Tónlistarháskólans í Vínarborg en kennarar hans þar voru Helene Karusso og Curt Malm. Vorið 1997 var Bjarni ráðinn aðal- bassasöngvari Þjóðaróperunnar í Vínarborg og var þar fastráðinn til þriggja ára. Að þeim tíma liðnum sneri hann sér að lausamennsku. Meðal helstu óperuhlutverka hans má nefna Barón Ochs í Rósaridd- aranum; Osmin í Brottnáminu úr kvennabúrinu; Pímen í Boris God- unov; Rocco í Fidelio; John Falstaff í Kátu konunum frá Windsor; van Bett í Zar und Zimmermann og fjölda hlutverka í óperum Wagners, Wotan í Rínargullinu; Pogner í Meistara- söngvurunum; Daland í Hollend- ingnum fljúgandi; Hinrik konung í Lohengrin; Gurnemanz í Parsifal og risanum Fáfni og illmennið Högna í Niflungahringnum. Bjarni hefur verið fastagestur í Ríkisóperunni í Berlín auk þess að koma fram í flestum helstu óperu- húsum Evrópu, s.s. í París, Verona, Flórens, Palermo, Róm, Amsterdam, Hamborg, Dresden, Frankfurt, München, Düsseldorf, Köln og Lissa- bon, sem og í Chicago. Bjarni söng hlutverk Osmin í Brottnáminu úr kvennabúrinu hjá Ís- lensku óperunni haustið 2006 og hlaut Grímuna sem söngvari ársins Bjarni Thor Kristinsson óperusöngvari – 50 ára Morgunblaðið/Árni Sæberg Setur upp heila óperu í tilefni afmælis síns Glæsilegt söngvapar Bjarni Thor Kristinsson með sam- býliskonu sinni, Lilju Guð- mundsdóttur óperusöngkonu. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl. is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á „Íslendinga“ síðum Morgunblaðsins er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.