Morgunblaðið - 02.05.2017, Side 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2017
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GUNNAR SIGURÐSSON
trésmíðameistari,
frá Hlíð, Þingeyri,
andaðist 24. apríl á hjúkrunarheimilinu Eyri,
Ísafirði.
Útförin fer fram frá Þingeyrarkirkju laugardaginn 6. maí
klukkan 14.
Jóhanna Jónsdóttir
Hrafn Ingvar Gunnarsson
Einar Albert Gunnarsson Sunee Photlya
Chatchai Photlya Lamduan Seejaem
Amonrat Photlya
Gunnar Páll Ingvarsson
Ólöf Jóhanna Ingvarsdóttir
Hrafnhildur Stefánsdóttir
✝ Kristinn Jó-hann Trausta-
son sjómaður
fæddist í Ólafs-
firði 14. maí 1936.
Hann lést 23. apríl
2017.
Foreldrar hans
voru Anna Frið-
riksdóttir, f. 28.
desember 1914, d.
13. júní 2009, og
Trausti Gunn-
laugsson, f. 5. október 1910, d.
11. ágúst 1980. Kristinn var
elstur þriggja bræðra, næstur
var Gunnlaugur, f. 30. júní
1937, þá Friðrik Gylfi, f. 1.
mars 1949. Þann 1. júní 1963
giftist Kristinn eftirlifandi eig-
inkonu sinni Björk Gísladótt-
ur, f. 5. júní 1941. Börn þeirra
eru: 1) Helga
Luna, f. 14. júní
1959, maki Þor-
mar Úlfur Þor-
kelsson, f. 3. apríl
1962. 2) Snjólaug,
f. 23. maí 1962,
maki Óli Hjálmar
Ingólfsson, f. 9.
september 1957. 3)
Sigríður, f. 12.
ágúst 1964 maki
Jón Emil Gylfason,
f. 22. janúar 1958, 4) Trausti,
f. 26. ágúst 1965, maki Naree
Kerdthale, f. 13. mars 1966. 5)
Kristinn, f. 6. apríl 1974.
Barnabörnin eru 12 og barna-
barnabörnin eru 24.
Útför Kristins fer fram frá
Ólafsfjarðarkirkju í dag, 2.
maí 2017, klukkan 14.
„Ég er dáinn Helga mín,“
sagðir þú við mig síðustu nóttina
sem hjartað þitt sló… og bleikt
ljósið í kringum þig var eins og
neyðarljósin sem Stjáni skip-
stjóri kveikti á gamlárskvöld…
og ég dáðist svo mikið að. „Dáinn,
það getur ekki verið,“ sagði ég…
Það er mamma sem er svo veik…
Ertu ekki að fara til Taílands 8.
maí..? Og svo romsaði ég upp úr
mér heilum ósköpum og bleika
ljósið varð að stóru húsi… Stóru
ómáluðu húsi sem ég þekkti ekki
neitt. „Hvað á ég þá að gera?“
spurði ég og þú svaraðir: „Þú átt
að mála húsið en fyrst þarf að
þrífa það … þú ræður sjálf hverja
þú færð með þér í verkið.“
Þegar ég vaknaði strauk ég
mér yfir bringuna og hvíslaði að
sjálfri mér: „Ég vona að enginn
að heiman hringi í mig dag.“
Elsku pabbi þú gafst mér svo
margar dýrmætar minningar.
Ég er skellihlæjandi á árbakk-
anum… Snjólaug systir rígheld-
ur um hálsinn á þér og klemmir
litlu spóaleggina um mittið og þó
að ég hafi ekkert vit á því þá veit
ég að mamma er bálskotin í þér
því hún horfir svo fallega á þig
þegar þú veður út í ána með litlu
systur mína á bakinu og með
buxnaskálmarnar brettar uppað
hnjám … Við erum að fara í
berjamó að Hreppsendá. Ég man
líka svo vel þegar þið mamma fór-
uð með okkur fram að Reykjum.
Þá vorum við systkinin orðin
fjögur, Trausti yngstur og seinna
bættist Kristinn við. Það var sól-
skinsdagur og við busluðum í
heitri lindinni og fórum svo að
leita að fjögurra blaða smára.
Sigga fann einn og þú sýndir
henni hvernig hún ætti að krjúpa
með hann í litlu lófunum og óska
sér … Töfrastund sem ég gleymi
aldrei. „Ég vildi óska að ég fengi
hvolp,“ hvíslaði litla systir og ósk-
in var hvít og tær eins og hárið
hennar. Þú keyrðir með okkur til
frænda þíns á Kálfsá og þar feng-
um við Tátu, yndislegan hvolp
sem vann hjörtu okkar allra. Nú
hoppar hún þér við hlið í Sum-
arlandinu. Svo fékk ég unglinga-
veikina og öskraði og æpti eins og
óhemja því ég mátti ekki fara
með sætaferðum á útihátíð. Þú
komst inn í herbergi til mín
sallarólegur og sagðir: „Hvernig
litist þér á að við færum út í Kleif-
arhorn? Ég skal lofa þér að
keyra.“ Svo þurrkaðir þú framan
úr mér skælurnar og á meðan
vinir mínir sátu í rútu þá var ég
að keyra „Ó 98“, himinbláan
Skoda.
Þannig varst þú pabbi minn …
ráðagóður og hjartahlýr og þú
vildir alltaf allt fyrir okkur gera.
Ég veit, ég var oft erfið við
ykkur mömmu, en ég vona að ég
hafi bætt ykkur það upp. Eitt af
því sem mér hefur þótt best og ég
hef hlakkað mest til eftir að ég
varð fullorðin er þegar þið
mamma komuð til okkar Þormars
í Svarta húsið. Mér leið svo vel í
hjartanu þegar ég horfði á þig
lesa úti í garði og svo þótti mér
ósköp gott þegar þú slóst þér á
lær á kvöldin og sagðir: „Ja …
þetta er nú aldeilis veislan.“
Ég held að þú hafir komið til
mín í draumnum til að segja mér
að sorgin hefur sinn tíma. Að hús-
ið sem ég sá sé sálin mín, litlaus
sorgin, en með tímanum geti ég
farið að mála hana með dýrmæt-
um minningum og að þú munir
lýsa mér áfram eins og neyðar-
blys sjómannsins.
Töfrafaðmur, þín
Helga Luna.
Við vorum að tala um það í gær
systkinin að þú hefðir verið svo-
lítill einfari… að þú hefðir helst
viljað fara þínar gönguferðir
einn. Enda var það svo að eftir að
þú hættir á sjónum þá undir þú
þér best á Holtinu þar sem þú
gast dundað í friði og ró í nánu
sambandi við náttúruna sem þú
umgekkst eins og væri hún þús-
und ára gömul ættmóðir þín.
Okkur varð hugsað til lómsins
sem þú bjargaðir úr netinu…
Lómsins sem hvorki barðist um
eða reyndi að bíta þig þegar þú
leystir hann úr flækjunni. Og ein-
stakt var það þegar hann svo
hneigði sig fyrir þér, frelsinu feg-
inn, þegar þú lagðir hann á gras-
balann. Þú þekktir hann ári
seinna þegar hann kom með
spúsu sína til að sýna þér þakk-
læti og þið lölluðuð um túnin með
hendur í vösum. Í dag hefði þetta
orðið frægt video á Youtube. Þau
eru líka ófá börnin hér í firðinum
fagra sem hafa staðið við hliðina á
þér á bryggjunni með veiðistöng-
ina á meðan þú sagðir þeim
krassandi sögur og gafst þeim
góð ráð.
Þú komst okkur á óvart þegar
þú byrjaðir að syngja í Kór eldri
Kristinn Jóhann
Traustason
✝ Sigrún Guð-brandsdóttir
fæddist 3. janúar
1921 í Lækjar-
skógi, Laxárdal í
Dalasýslu. Hún lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Grund 24.
apríl 2017.
Foreldar hennar
voru Guðbrandur
Kristjón Guð-
mundsson, bóndi í
Lækjarskógi, f. 1887, d. 1978,
og eiginkona hans Arndís
Magnúsdóttir húsfreyja, f. 1891,
d. 1948. Systkini Sigrúnar eru
Guðrún Magnea Magnúsdóttir, f
1913, d 1993, Magnús, f 1918, d
1968, Kristín Þórhildur, f 1922,
d 2010, Helga Áslaug, f 1923, d
2011, Guðmundur, f. 1925, d.
2002, Inga Aðalheiður, f. 1929,
og Böðvar Hilmar, f 1933, d
2016. Sigrún var gift Ásgeiri
Jónssyni, f. 10. júlí 1910 í
Köldukinn, Haukadalshreppi,
Dalasýslu, d. 28. ágúst 1981 í
Reykjavík. Foreldar hans voru
Jón Óli Árnason, f. 1874, d.
1954, og Lilja Þorvarðardóttir,
f. 1872, d. 1944. Börn þeirra: 1)
Mjöll skrifstofumaður, f. 21.
apríl 1942, d. 20. nóvember
2016, og 2) Óli Knöttur bifvéla-
barnsfaðir Svanur Heiðar
Tryggvason. b) Ásrún, f. 25.
mars 1973, maki Kristján Þór
Finnsson, börn þeirra eru Óli, f.
1999, og Bryndís f. 2001 og c)
Einar Óli, f. 10. október 1982.
Sigrún og Ásgeir hófu búskap í
Lækjarskógi, árið 1944 byggðu
þau nýbýlið Aflstaði út frá
Köldukinn. Þau flytja til
Reykjavíkur árið 1961 og sett-
ust að á Nökkvavogi 33, síðar
að Hlunnavogi 10. Sigrún vann í
Borgarþvottahúsinu frá því hún
kom til Reykjavíkur til ársins
1967. Þá hóf hún störf hjá Tré-
smiðjunni Meiði, TM-
húsgögnum, til ársins 1993. Þar
sá hún um húsvörslu og mötu-
neyti starfsmanna ásamt þrif-
um. Sigrún var mikil hann-
yrðakona, prjónaði og saumaði.
Hún stundaði íþróttir og var í
fimleikahópi hjá Ástrós Gunn-
arsdóttur. Hópurinn sýndi fim-
leika innanlands sem og erlend-
is. Eftir að hún hætti störfum
hjá TM húsgögnum 72 ára göm-
ul fengu áhugamál hennar
meiri tíma. Hún flutti aftur inn
á Hlunnavoginn og bjó þar fram
yfir 90 ára afmælið sitt. Þaðan
flutti hún í Furugerði 1 og bjó
þar fram að desember síðast-
liðnum, þá fór hún inn á hjúkr-
unarheimilið Grund þar sem
hún lést 24. apríl síðastliðinn
eftir stutt veikindi.
Útför Sigrúnar fer fram frá
Grensáskirkju í dag, 2.maí
2017, og hefst athöfnin klukkan
15.
virki, f. 3. apríl
1944. Börn Mjallar
og Sæmundar Guð-
mundssonar mál-
arameistara, f.
1941 á Ísafirði, a)
drengur f. 17. des-
ember 1968, d. 17.
desember 1968, b)
Ásgeir, f. 7. júlí
1970. Sambýlis-
kona Heiðrún
Björnsdóttir, börn
Ásgeirs: 1) Fróði Ásgeirsson, f.
2003, barnsmóðir Edda Hlín
Gunnarsdóttir, og 2) Arnór Leó
Ásgeirsson, f. 2013. Börn Heið-
rúnar eru Karen Líf og Björn
Matthías, c) Guðmundur Elías,
10. febrúar 1972, sambýliskona
Guðrún Jóna Sigurðardóttir
börn þeirra eru: 1) Sæmundur,
f. 2000, 2) Sigríður Dóra, f.
2006, og 3) Margrét Lilja, f.
2009, og d) Arna Björk, f. 26.
október 1973. Maki Steinþór
Bragason, börn þeirra eru, 1)
Lára Sigrún, f. 2000, 2) Sædís
Mjöll, f. 2003, 3) Arnar Bragi, f.
2005, og 4) Katrín Lísa, f. 2012.
Börn Óla Knattar og Jónínu
Guðrúnar Einarsdóttur skrif-
stofumanns, f. 1948, a) Sigríður
f. 29. september 1970, barn
hennar Snædís Hekla, f. 2005,
Amma Sigrún var kona sem
gat allt, sjálfstæð, kraftmikil og
gaf ekkert eftir, hún var snagg-
araleg án fyrirferðar, verklagin
og vinnusöm. Hún hafði ekki
tekið inn verkjatöflu fyrr en hún
mjaðmakúlubrotnaði 92 ára
gömul. Á níræðisafmælinu
stjórnaði hún hókí póki og stóla-
leik með langömmubörnunum og
skemmti sér ekki síður en börn-
in.
Amma nýtti alla hluti vel,
hvort sem það var fatnaður,
matvara, búsáhöld eða annað.
Fór alltaf vel með hluti og
kenndi okkur að sjá nýtnina í
öllu. Hún endurnýtti umbúðir og
skyrdollurnar sem til voru í
Síðumúlanum urðu oft að háum
húsum þegar við stöfluðum þeim
upp. Í TM gátum við fengið út-
rás fyrir hreyfiþörf okkar eftir
að búðin lokaði. Það var ekki
leiðinlegt að hlaupa um þessa
flennistóru húsgagnaverslun,
þar var hægt að stunda sprett-
hlaup og langhlaup og feluleik-
irnir gátu tekið marga klukku-
tíma. Síðumúlinn var
ævintýraheimur; stóra þvotta-
húsið, vinnusalurinn, verkstæðið
og þarna stjórnaði amma húsinu,
var húsvörður, matráður og
þreif bæði búð og matsal. Bjó
ein í þessu svaka húsi.
Á kvöldin prjónaði hún og
horfði á sjónvarpið. Amma var
ekki lengur en tvö kvöld með
eina peysu og afraksturinn því
mikill. Líka var hún snillingur á
prjónavélinni. Saumaði margar
fígúrur og prjónaði ýmiskonar
bangsa. Henni féll aldrei verk úr
hendi, ef það var ekki prjóna-
skapur, þá var það berjatínsla,
ef ekki í Arnardal fyrir vestan
þá með okkur á Bergstöðum.
Svo kom sláturtíð og þá var
verkað fyrir veturinn og alltaf
var hátíð þegar við komum í
heitt slátur með sykri, kartöflum
og rófustöppu. Einhvern veginn
átti hún alltaf nýbakaðar kleinur
og stæður af pönnukökum. Hún
neitaði okkur aldrei um neitt
þótt skynsemin hafi alltaf verið
við völd og alltaf var von á henni
í afmæli með stóran disk af upp-
rúlluðum fullkomnum pönnsum.
Amma stundaði fimleika með
Ástrós Gunnarsdóttur, þar var
hún í góðum félagsskap og hóp-
urinn var með sýningar innan-
lands sem og erlendis.
Þegar amma bjó í Síðumúl-
anum og við í Löngubrekku þá
gekk hún iðulega á milli í heim-
sókn. Leiðin styttist þegar við
fluttum í Birkigrundina og hún
tók það ekki í mál að láta skutla
sér heim eða sækja. Ef hún
þurfti að fara lengri vegalengdir
þá var strætó traustur ferða-
máti.
Eftir að hún hætti í T.M. hélt
hún áfram að prjóna og ferðaðist
meira til sinna ættingja. Peys-
urnar héldu áfram að detta af
prjónunum, þó að svörtum hafi
fækkað um og upp úr áttræðu
því sjóninni hrakaði en þá var
auðveldara að sjá ljósu litina.
Amma fylgdist vel með sínu
fólki og vissi hvað var að gerast
án þess að vera hnýsin. Hún las
blöðin meðan hún gat og missti
ekki af fréttum.
Á aðfangadag kom amma til
okkar og við til hennar í hangi-
kjöt á jóladag og gullbollarnir
dregnir fram og drukkið heitt
kakó með rjóma.
Amma ferðaðist mikið með
okkur innanlands. Ferðir í dal-
ina og vestur til Mjallar og fjöl-
skyldu voru mjög reglulegar.
Hún ferðaðist því mikið með
okkur fjölskyldunni um landið.
Takk amma, fyrir allt sem þú
kenndir okkur og samfylgdina
öll þessi ár, þín
Sigríður, Ásrún og Einar Óli.
Elsku langamma. Takk fyrir
allt. Takk fyrir pönnukökur og
kleinur. Gamla jólatréð. Allar
hlýju og fallegu peysurnar. Hvíl
í friði.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Þín
Óli, Bryndís og
Snædís Hekla.
Sigrún
Guðbrandsdóttir
✝ BjörgvinBjarki Krist-
björnsson fæddist
18. febrúar 1987.
Hann andaðist 14.
apríl 2017.
Foreldrar hans
eru Kristbjörn
Jónsson bóndi,
fæddur 27. október
1961, og Þórhildur
Sigurbjörg Þor-
grímsdóttir, hús-
móðir og bóndi, fædd 12. maí
1964, dáin 23. febrúar 2017.
Sambýliskona Björgvins er
Sandra Björk Bergsdóttir,
fædd 26. maí 1993. Systkini
Björgvins eru: Guðmundur
Birkir, fæddur 7. mars 1985,
Þorgrímur Gísli fæddur, 18.
júlí 1989, og Anna Rún, fædd 3.
júní 1991. Björgvin ólst upp
ásamt systkinum
sínum við almenn
sveitastörf í Bónd-
hól. Að loknu
grunnskólanámi í
Grunnskólanum á
Varmalandi í
Borgarfirði, skráði
hann sig í Fjöl-
brautaskólann á
Akranesi og klár-
aði þar nám í
húsasmíði. Húsa-
smíðin hefur verið hans at-
vinna síðan, fyrst hjá ýmsum
fyrirtækjum í Borgarnesi, í tvö
ár í Noregi og núna síðustu
fimm árin hjá Loftorku í Borg-
arnesi við að byggja og reisa
einingahús.
Björgvin Bjarki verður jarð-
sunginn frá Borgarneskirkju í
dag, 2. maí 2017, klukkan 14.
Ég sit hér í gamla herberginu
þínu með tár á kinn og söknuð í
hjarta. Það er stundum svo
skrítið hvernig lífið getur breyst
á örskammri stundu, mikið sem
ég vildi óska þess að þú hefðir
verið með í lífi okkar allra
áfram um ókomna tíð.
Ég vil þakka þér fyrir hvað
þú varst alltaf góður við Jón
Anton okkar Guðmundar, það
var mér mikils virði. Það sem
það vakti mikla lukku hjá litla
manninum þegar Baddi og
Sandra komu í heimsókn, Jón
brosti hringinn af kátínu og
gleði. Ég vil minnast þín sem
hjarthlýs og góðs drengs, sem
vildi allt fyrir alla gera og gerði
það vel sem þú tókst þér fyrir
hendur hverju sinni.
Ég tel mig heppna að hafa
kynnst þér, elsku Baddi, alltaf
gleðin við völd og stríðinn á
góðan máta.
Takk fyrir allt, elsku Björg-
vin okkar, við munum varðveita
minningarnar áfram.
Elsku bróðir minn, ég elska
þig og mun alltaf sakna þín.
Þín mágkona og bróðir,
Ólöf Kristín Jónsdóttir og
Guðmundur Birkir Krist-
björnsson.
Mig langar að minnast hans
Badda með örfáum fátæklegum
orðum en leiðir okkar lágu sam-
an í Varmalandsskóla. Fyrsta
myndin sem er í huga mínum af
honum er frá öskudegi og bræð-
urnir á Bóndhól voru að fara í
búningana sína. Allir voru með
vel gerða og fallega búninga
sem fóru þeim vel og ég man að
ég hugsaði: „Mikið eru þetta fal-
legir bræður og vel um þá hugs-
að“.
Ég kenndi Badda ekki fyrr
en hann kom í sjötta bekk og
við fylgdumst að þangað til
grunnskólagöngu hans lauk.
Hann var heiðarlegur og mikill
ljúflingur og afar vel á sig kom-
inn líkamlega. Auðséð var að
þau systkini brölluðu margt og
ég er ekki viss um að alltaf hafi
verið beitt vettlingatökum.
Einnig var auðvelt að sjá að
þarna var hagleiksmaður á ferð
sem kunni til verka. Í náminu
var Baddi vinnusamur og leysti
þau verkefni sem fyrir hann
voru lögð af þolinmæði og sam-
viskusemi.
Veturinn sem hann var í 10.
bekk voru síðustu tveir tímarnir
á miðvikudögum nýttir til þess
að tefla skák. Baddi var ekkert
sérlega spenntur fyrir því en
gerði þó eins og fyrir hann var
lagt og tefldi við þá sem skák-
taflan kvað á um. Í upphafi
kunni hann rétt mannganginn
og ýmist tapaði hann eða vann,
það fór eftir andstæðingnum.
Þegar á leið urðu unnar skákir
Badda sífellt fleiri. Ég man að
hann varð hálfhissa þegar sterk-
ustu skákkrakkarnir fóru að
biðja hann um að tefla við sig í
frímínútum og áhugi hans og
skákgleði jukust. Síðan var það
í náttúrufræðitíma að hann virt-
ist vera með hugann víðs fjarri,
sat skakkur við borðið og var
alltaf eitthvað að vesenast í
þeim sem sat fyrir aftan hann.
Að lokum fór ég til hans að at-
huga málið. Þá höfðu þeir fé-
lagar komið taflborði fyrir ofan í
stresstöskunni og sátu að tafli
og reyndu að láta lítið bera á.
Eiginlega var ekki hægt að
fetta fingur út í þennan skák-
áhuga þótt í náttúrufræðitíma
væri.
Á stundum sem þessum leitar
hugurinn í þær minningar sem
hann geymir. Baddi er einn af
þeim nemendum sem ég á ein-
göngu góðar minningar um og
þær gera mig ríka. Ég er þakk-
lát fyrir að hafa fengið að kynn-
ast honum og starfa með honum
þessi ár.
Ég sendi fjölskyldu hans mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur
og veit að minningar um góðan
dreng munu lifa og hugga.
Ingibjörg, á Fróðastöðum.
Björgvin Bjarki
Kristbjörnsson