Morgunblaðið - 02.05.2017, Síða 27
fyrir hlutverkið. Hann söng í Óperu-
perlum sem Íslenska óperan setti
upp árin 2007 og hlutverk Dulcamara
í Ástardrykknum haustið 2009 og Sa-
rastro í Töfraflautunni, fyrstu upp-
færslu Íslensku óperunnar í Hörpu,
haustið 2011.
Þá söng Bjarni við opnun Hörpu í
maí 2011; bæði í níundu sinfóníu
Beethovens og í atriði úr óperunni
Don Carlo eftir Verdi.
Bjarni hefur oft komið fram á
ljóðatónleikum en Jónas Ingimund-
arson og Ástríður Alda Sigurðar-
dóttir hafa oftast leikið undir með
honum.
Haustið 2001 hélt Bjarni tónleika í
Salnum ásamt píanóleikaranum
Franz Carda og báru þeir nafnið:
„Kóngur, kjáni, illmenni“. Þar söng
hann aríur og sönglög úr ólíkum átt-
um við fádæma undirtektir.
Þá hefur Bjarni staðið fyrir tón-
leikaröð í Hörpu frá því að húsið var
opnað en í röðinni eru íslenskar söng-
perlur kynntar ferðamönnum. Tón-
leikarnir eru nú orðnir á fimmta
hundraðið. Bjarni hefur líka leikstýrt
nokkrum óperum og einmitt í dag
verður óperan Viðburðastjórinn
frumsýnd í Iðnó en auk þess að
syngja eitt hlutverkið sá Bjarni um
þýðingu, leikgerð og leikstjórn.
Fjölskylda
Börn Bjarna og fyrrv. sambýlis-
konu hans, Katrínar Jónu Svav-
arsdóttur, eru Jóhanna María
Bjarnadóttir, f. 15.9. 1991, starfs-
maður í Bjarkarási, og Vésteinn
Bjarnason, f. 3.3. 1993, nemi í stjórn-
málafræði við HÍ.
Dóttir Bjarna og fyrrv. eiginkonu
hans, Eteri Gvazava, er Katarína
Anastasía, f. 13.9. 2002, nemi í Þýska-
landi.
Sambýliskona Bjarna er Lilja Guð-
mundsdóttir, f. 20.4. 1985, óperu-
söngkona. Foreldrar hennar eru
Guðmundur Baldursson, f. 22.2. 1960,
kaupmaður á Kópaskeri, og Kristín
Helga Friðriksdóttir, f. 26.4. 1962,
bankastarfsmaður, búsett í Garðabæ.
Hálfsystkini Bjarna, sammæðra,
eru Lilja Eyþórsdóttir, f. 7.12. 1955,
leikskólastjóri, búsett í Kópavogi, og
Sigmundur Eyþórsson, f. 27.2. 1958,
slökkvifræðingur og tæknifræðingur
hjá Reykjanesbæ.
Foreldrar Bjarna eru Kristinn Er-
lendur Kaldal Michaelsson, f. 5.4.
1934, d. 6.6. 1996, leigubílstjóri, vél-
stjóri og harmonikkuleikari í Garð-
inum, og Bjarnheiður Björnsdóttir, f.
13.2. 1932, fyrrv. verkakona í Garð-
inum.
Úr frændgarði Bjarna Thors Kristinssonar
Bjarni Thor
Kristinsson
Guðríður Auðunsdóttir
húsfr. í Neðraskarði og á
Akranesi
Þjóðbjörn Björnsson
b. í Neðraskarði í Svínadal
og verkam. á Akranesi
Guðrún Lilja Þjóðbjarnardóttir
húsfr. í Efra-Seli
Björn Bjarnason
b. í Efra-Seli í Landsveit
Bjarnheiður
Björnsdóttir
verkakona í Garðinum
Margrét Einarsdóttir
húsfr. í Efra-Seli
Bjarni Björnsson
b. í Efra-Seli
Hansína Sigfinnsdóttir
húsfr. í Dallandi í Vopnafirði
Guðrún Bjarnadóttir
húsfr. á Vallá á
Kjalarnesi
Benedikt Steinar
Magnússon
stofnandi BMVallár
Helgi Daníelsson
rannsóknarlögreglum. og
landsliðsm. í knattspyrnu
FriðþjófurArnar Helgason
ljósm.og kvikmynda
tökumaður
Guðbjartur Hannesson
forseti bæjarstj. Akraness, alþm. og ráðherra
Guðfinna
Svavarsdóttir
verkakona á
Akranesi
Gunnar Sigurðsson
framkv.stj. og fyrrv.
forseti bæjarstjórnar
Akraness
Valdimar Indriðason
framkv.stj., forseti
bæjarstjórnar
Akaness og alþm.
Indriði
Valdimarsson
útfararstj. á
Akranesi
Sigríður
Indriðadóttir
forseti
bæjarstjórnar
Akraness
Pálmi Gunnarsson
söngvari og tónlistarmaður
Vilborg Jónsdóttir
húsfr. á Brekku
Árni Friðriksson
bátsform. og kennari á
Brekku í Seyðisfirði
Arnfríður Ingibjörg Árnadóttir
húsfr. í Kaupmannahöfn
Kristinn Erlendur Kaldal Michaelsson
leigubílstj. vélstjóri og harmonikkuleikari
í Garðinum
Jónína Kristbjörg
Einarsdóttir
húsfr. í Rauðholti
Sigfinnur Michaelsson
b. í Rauðholti, systursonur Guðnýjar, langömmu
Sigfúsar Halldórssonar tónskálds
Jónína K. Michaelsdóttir
rith. og fyrrv. aðstoðarm.
forsætisráðherra
Linda Rós Michaelsdóttir
konrektor MR
Michael Sigfinnsson
leigubílstj. Í Rvík
Daníel
Þjóðbjörnsson
múraram. á Akranesi
Vilborg
Þjóðbjarnardóttir
húsfr. á Akranesi
Hannes Þjóðbjarnarson
verkam. á Akranesi
Svavar
Þjóðbjarnarson
b. og verkam. í Sand-
gerði og á Akranesi
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2017
90 ára
Helga Alfreðsdóttir
Lilja Jónsdóttir
Sigurgeir B. Guðmannsson
80 ára
Helga Sigfúsdóttir
Magnús Magnússon
75 ára
Guðrún Jóhannesdóttir
Kristján Friðbjörnsson
María Júlía Sigurðardóttir
70 ára
Ásgeir Sigurbjörn Ingvason
Bergþór Halldórsson
Björk Arngrímsdóttir
Halldór Waagfjörð
Herdís Hallgrímsdóttir
Hildur Hlöðversdóttir
Ingólfur Herbertsson
John Maron Chavaro
Magnús Kristján
Halldórsson
Ólína María Steinþórsdóttir
Rúnar Sörensen
Sigurður Guðmundsson
60 ára
Arnljótur Hlöðversson
Bjarni Svavar Hjálmtýsson
Guðni Bragason
Guðrún Bjarnþórsdóttir
Guðrún Ingibjörg
Alexíusdóttir
Guðrún Magney
Halldórsdóttir
Halina Balos
Hanna Laufey Elísdóttir
Heiðrún Guðmundsdóttir
Jón Þór Ásgrímsson
Karen Christensen
Sæmundur Steinar
Sigurjónsson
Sölvi Steinarr Jónsson
Tómas Hjálmarsson
Ævar Harðarson
50 ára
Anna Urszula Prosinska
Bjarni Thor Kristinsson
Edda Björk
Guðmundsdóttir
Friðrik Rúnar Friðriksson
Guðbjörg Þórisdóttir
Gunnsteinn Björnsson
Hákon Örn Hákonarson
Margrét Einarsdóttir Long
Margrét Helga Hinriksdóttir
Michelle Sonia Horne
Ragnheiður Aradóttir
Rósa Björk R. Jónsdóttir
Viggó Þórir Þórisson
Þórir M. Theódórsson
40 ára
Agnes Guðlaugsdóttir
Andrea Mueller
Díana Guðmundsdóttir
Eiríkur Gestsson
Garðar Haukur
Guðmundsson
Guðni Freyr Ingvason
Guðrún Lísa Sigurðardóttir
Jóhann Ólafur Kjartansson
Ólafía Björg Másdóttir
Tomasz Stachowski
Valdimar Óskarsson
Þorvarður Tjörvi Ólafsson
30 ára
Agnieszka Anisiewicz
Eygló Benediktsdóttir
Guðmundur Kristinn
Sigurðsson
Gunnar Már Magnússon
Helgi Rafn Hróðmarsson
Hrefna Ingibjörg Jónsdóttir
Íris Arna Geirsdóttir
Liv Marit Mathilde Aurdal
Rashidi Adekunle Salami
Raul M. Alexandre Ferreira
Til hamingju með daginn
30 ára Helgi ólst upp í
Reykjavík, býr þar, lauk
stúdentsprófi frá MH, BSc
í efnafræði frá HÍ og lauk
doktorsprófi í efnafræði
þaðan, er aðjunkt við HÍ
og auk þess trommari í
hljómsveitunum Mis-
þyrming, Nöðru og Carpe
Noctem.
Foreldrar: Hróðmar
Helgason, f. 1950, hjarta-
barnalæknir í Reykjavík,
og Kolbrún Jónsdóttir, f.
1950, ljósmóðir.
Helgi Rafn
Hróðmarsson
30 ára Guðmundur ólst
upp á Eyrarbakka, býr á
Selfossi og er þjónustu-
fulltrúi hjá Toyota á Sel-
fossi.
Maki: Laufey Ósk Magn-
úsdóttir, f. 1988, ljós-
myndari með Stúdíó
Stund á Selfossi.
Foreldrar: Sigurður Guð-
mundsson, fæddur 1961,
vélvirki, og Sigríður
Sverrisdóttir, f. 1960, hús-
móðir. Þau búa á Eyrar-
bakka.
Guðmundur Kr.
Sigurðsson
40 ára Valdimar ólst upp
á Húsavík, býr á Akureyri
og starfar hjá ljósleiðara-
fyrirtækinu Tengi ehf.
Maki: Birna Björgvins-
dóttir, f. 1984, líftækni-
fræðingur og starfar nú
við sambýli.
Börn: Olga María, f.
2005; Rakel Eva, f. 2007;
Elísa Lind, f. 2010, og
Björgvin Sævar, f. 2014.
Foreldrar: Olga Valdi-
marsdóttir, f. 1959, og
Óskar Einarsson, f. 1960.
Valdimar
Óskarsson
Jónína Vala Kristindóttir hefur varið
doktorsritgerð sína í menntavísindum
við uppeldis- og menntunarfræðideild
Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið
Námssamfélag um stærðfræði-
kennslu: Að þróa samvinnurannsókn
um kennslu í grunnskóla og kenn-
aramenntun. Aðalleiðbeinandi var
Allyson Macdonald, prófessor við
Menntavísindasvið HÍ, og meðleiðbein-
andi var Barbara Jaworski, prófessor
við Loughborough-háskóla, Englandi.
Megintilgangur rannsóknarinnar var
að afla þekkingar og öðlast skilning á
starfsþróun kennara sem endurskoða
stærðfræðikennslu sína. Rannsóknin
er í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn er
rannsókn kennara á sviði stærðfræði-
menntunar á eigin starfi þar sem sjón-
um var beint að því hvernig gagnrýnin
ígrundun á eigin skilningi á námskenn-
ingum hafði áhrif á og mótaði seinni
hluta rannsóknarinnar. Í síðari hlut-
anum var aðferðafræði þróunarrann-
sókna (e. developmental research)
beitt við að rannsaka þriggja ára þró-
unarferli þar sem sjö grunnskólakenn-
arar, í tveimur grunnskólum, unnu með
rannsakanda að því að greina stærð-
fræðikennslu frá mismunandi sjón-
arhornum. Meginmarkmiðið var að
kanna hvernig
kennarar og kenn-
ari í stærðfræði-
menntun unnu
saman að því að
rannsaka eigið
starf og með
hvaða hætti sam-
vinnan hafði áhrif
á starf þeirra.
Stefnt var að því að bera kennsl á leið-
ir til að styðja kennara við að mæta
þörfum ólíkra nemenda við stæð-
fræðinám og öðlast skilning á hvernig
nýta megi þær við að bæta kenn-
aramenntun.
Meginniðurstöður eru þær að kenn-
arar í grunnskóla og kennaramenntun
þróuðu með sér námssamfélag þar
sem samvinnurýni var beitt við að
ígrunda ólíkan skilning á stærð-
fræðinámi og -kennslu. Niðurstöð-
urnar benda til þess að með stuðningi
við að rannsaka eigin kennslu eflist
kennarar í að þróa stærðfræðikennslu
sína og skapa námssamfélag þar sem
nemendur læra stærðfræði á rannsak-
andi hátt. Þær renna stoðum undir að
gefa þurfi kennurum tækifæri til vald-
eflingar og þátttöku í mennta-
rannsóknum.
Jónína Vala Kristinsdóttir (f. 1952) er lektor við kennaradeild Menntavísindasviðs
Háskóla Íslands. Jónína lauk B.Ed-prófi frá Kennaraháskóla Íslands, prófi í uppeld-
isfræði frá Uppsala Háskóla, og M.Ed. í uppeldis- og menntunarfræðum frá Kenn-
araháskóla Íslands. Jónína Vala er gift Gylfa Kristinssyni stjórnmálafræðingi. Þau
eiga börnin Margréti Völu, Kristin Björgvin og Auði Sesselju og fimm barnabörn.
Doktor
Jónína Vala Kristinsdóttir
SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Á VEFSÍÐUNNI OKKAR
www.skornirthinir.is
ÖRUGG SKREF
ÚT Í LÍFIÐ
í fyrstu skónum frá Biomecanics
Biomecanics-skórnir auðvelda börnum að taka fyrstu skrefin.
Aukinn stuðningur frá hliðunum bætir jafnvægi og eykur
stöðugleika. Börnin komast auðveldar áfram og af meira
öryggi þökk sé sveigjanlegum sóla og sérstyrktri tá.
Sandalar
Verð 6.995
Stærðir 18-24