Morgunblaðið - 02.05.2017, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 02.05.2017, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2017 3 litir Teygja í mittið Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Gallabuxur Verð kr. 12.900 Hringbraut-Fjölmiðlar ehf. | Eiðistorgi 17 | 170 Seltjarnarnesi | www.hringbraut.is | Sími +354 561 3100 Missið ekki af áhugaverðum þætti um starfsemi Lambhaga og viðtali við Hafberg Þórisson, eiganda og stofnanda fyrirtækisins. Hringbraut næst á rásum 7 (Síminn) og 25 (Vodafone) ATVINNULÍFIÐ ÁdagskráHringbrautar í kvöld kl. 20.00 Heimsókn til gróðrarstöðvarinnar Lambhaga í þættinum Atvinnulífið sem er á dagskrá Hringbrautar kl. 20.00 í kvöld • Stærsta gróðrarstöð á Íslandi, stofnuð 1979 með starfsemi í 15.000 m2 húsnæði • Frumkvöðull í framleiðslu á salati, spínatkáli og kryddjurtum • Hveitigrassafi, Lollo Rosso, Lambhagasalat, Vatnakarsi o.fl. tegundir • Mikil sjálfvirkni og stöðug vöruþróun Björn Björnsson bgbb@simnet.is Fjöldi fólks tók þátt í setningar- athöfn Sæluviku Skagfirðinga sem fram fór í Safnahúsinu á Sauðárkróki sl. sunnudag. Meðal atriða var vígsla „Hannesarskjóls“ uppi á Nöfum. Sæluvika er gömul hátíð, með djúpar rætur í samfélaginu og sína föstu punkta, en hefur eigi að síður þróast og breyst í gegnum tíðina. „Sérstaka athygli vekur hvað unga fólkið kemur sterkt inn að þessu sinni, og frábært að sjá að hér hefur skapast vettvangur fyrir alla aldurs- hópa til fjölbreyttrar sköpunar á öll- um sviðum lista og menningar,“ sagði Gunnsteinn Björnsson, for- maður atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar, í ræðu við setn- ingu hátíðarinnar. Hann minnti á að einn af hápunktum Sæluvikunnar yrði afmælishátíð Sögufélags Skag- firðinga og Héraðsskjalasafns Skag- firðinga, en Sögufélagið fagnar 80 ára afmæli en Héraðsskjalasafnið 70 ára. Afmælinu er fagnað með mál- þingi, sem haldið verður í menning- arhúsinu Miðgarði 7. maí undir yfir- skriftinni „Skagfirsk fræði í fortíð og nútíð“. Fræðimaður heiðraður Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri til- kynnti um veitingu Samfélagsviður- kenningar sveitarfélagsins, sem nú er veitt í annað sinn. Að þessu sinni hlaut viðurkenninguna Kristmundur Bjarnason, fræðimaður frá Sjávar- borg, sem nú dvelur á Dvalarheimili aldraðra. Rakti Ásta mikil og frábær rit- og fræðistörf Kristmundar í þágu skagfirskra fræða, en hann var fyrsti forstöðumaður Héraðs- skjalasafnsins, auk þess sem eftir hann liggja fjölmörg verk um skag- firska sögu og menningu. Kynnt voru úrslit í árlegri vísna- keppni Safnahússins. Var bæði um að ræða að botna fyrriparta, en einn- ig að senda inn vísur um tiltekið efni. Fjöldi frábærra vísna bárust, en að mati dómnefndar báru tveir höf- undar af, báðir burtfluttir Skagfirð- ingar, þeir Ingólfur Ómar Ármanns- son og Magnús Geir Guðmundsson, sem af alkunnri snilli léku sér að hinu bundna máli. Ungur maður, Pálmi Jónsson, sigurvegari í Stóru skagfirsku upp- lestrarkeppninni, las ljóð Hannesar Péturssonar: „Bláir eru dalir þínir“. Sólborg Una Pálsdóttir skjalavörður sagði frá sýningu í Safnahúsinu á völdum verkum Jóhannesar Geirs Jónssonar listmálara og ljóðum og tilvitnunum úr verkum Hannesar Péturssonar sem hún sagði að sam- eiginlega vísuðu til einstakrar ástar og væntumþykju frábærra lista- manna til heimahéraðsins. Kær sjónarhóll Að lokinni athöfn í Safnahúsinu var haldið „upp á Nafir“ þar sem formlega var vígt „Hannesarskjól“, en um er að ræða listilega hlaðinn hálfhring úr torfi og grjóti, og vísar þetta til upphafsorða í bók Hannesar „Jarðlag í tímanum“, en einmitt á Nöfunum var sá sjónarhóll sem skáldinu var alla tíð kærastur, þaðan sem sá um héraðið nánast allt og raunar frá hafsbrún og fram til jökla. Sigurður Svavarsson, systursonur Hannesar, átti hugmyndina að þessu verki og hannaði það. Afhjúpaður var skjöldur inni í skjólinu með til- vitnun í verk Hannesar og las Sig- urður þakkar- og ávarpsorð frá skáldinu sem ekki sá sér fært að vera viðstatt. Ljóst er að Skagfirðingar og gestir sem sækja vilja þá heim geta haft nóg fyrir stafni þessa vikuna, enda eru fjölmargir viðburðir á hverjum degi, leiksýningar, tónleikar og uppákomur um allt hérað, þannig að um margt er að velja hvort sem er til skemmtunnar eða fróðleiks. Morgunblaðið/Björn Björnsson Hannesarskjól Sigurður Svavarsson og Viggó Jónsson tylla sér niður á bekk í Hannesarskjóli uppi á Nöfunum á Sauðárkróki. Hannesarskjól hlaðið á Nöfunum  Fjölbreytni á Sæluviku Skagfirðinga Sýslufundarvika » Upphaf Sæluviku má rekja til hátíðar á Reynistað árið 1874, þegar Íslendingar fögn- uðu stjórnarskrá. » Héraðshátíðin tengdist fljót- lega sýslufundum á Reynistað og síðar á Sauðárkróki og köll- uð Sýslufundarvika. » Heitið Sæluvika hefur verið tungutamt frá því um 1920. mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.