Morgunblaðið - 02.05.2017, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2017
www.VBL.is REYKJAVÍK
Krókháls 5F
110 Reykjavík
Sími: 414-0000
AKUREYRI
Baldursnes 2
603 Akureyri
Sími: 464-8600 LIPUR GRIPUR
AVANT - ER TIL Í ALLT - ALLT ÁRIÐ UM KRING
Hvort sem þig vantar öflugt hjálpartæki í skógræktina, fyrir bæjarfélagið, til
meðhöndlunar á vörubrettum, í moksturinn eða snjó- og jarðvinnu, þá getur
þú verið viss um að AVANT leysir málið fyrir þig. Yfir 100 mismunandi aukatæki
eru fáanleg á vélina.
Raf- diesel- bensín- eða gasknúinn – þitt er valið.
Framleiddur í Finnlandi – fyrir norðlægar slóðir.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Fyrirtækið Icelandlastminute ehf.
sendi sveitarfélögum nýlega tilboð
um að safna upplýsingum um
Airbnb-gististaði, það er heimagist-
ingar, innan þeirra. Nú þegar hafa
fengist nokkur viðbrögð.
Hermann Valsson, ráðgjafi hjá
Icelandlastminute.ehf., kvaðst hafa
séð viðskiptatækifæri í þessu.
Hann er kerfisfræðingur, ferða-
málafræðingur, leiðsögumaður og
landvörður og hefur starfað lengi í
ferðaþjónustu.
Hermann sagði
það vera mikil-
vægt fyrir
sveitarfélögin að
fylgjast með út-
breiðslu heima-
gistinga, bæði til
að missa ekki af
tekjum og eins til
að standa með
íbúunum.
„Sveitarfélögin
þurfa að vita af heimagistingu sem
er rekin í atvinnuskyni. Það er þeg-
ar gistinætur eru fleiri en 90 eða
veltan fer yfir tvær milljónir á ári.
Þá má hækka fasteignagjöld úr því
sem gildir um íbúðarhúsnæði upp í
gjöld af atvinnuhúsnæði,“ sagði
Hermann. Fasteignagjöld af íbúð-
arhúsnæði í Reykjavík eru nú 0,2%
af fasteignamati en 1,65% af fast-
eignamati af atvinnuhúsnæði. Her-
mann sagði sum sveitarfélög þegar
hafa gert þetta.
„Við hjá Icelandlastminute ehf.
sóttum á tölvutæku formi alla
Airbnb-gististaði á Íslandi í
tengslum við gerð smáforrits (apps)
með þessum gististöðum. Við höf-
um þegar gert smáforrit með öllum
hótelum og gistihúsum. Hugmynd
kviknaði út frá þessari vinnu og
áhuga sveitarstjórnarmanna á að
skoða þetta með okkur. Sveitar-
félögin eru að missa af hundruðum
milljóna og eins ríkið vegna van-
framtalinna tekna og gistinátta-
gjalda,“ sagði Hermann.
Tekjur upp á marga milljarða
Hann sagði miðlun heimagistinga
og frístundahúsa vera miklu víð-
tækari en aðeins Airbnb og nefndi
auk þess Bungalo.is, Viator.com,
Homeaway.co.uk og fleiri.
„Það var um ein milljón óskráðra
gistinátta í Reykjavík einni í fyrra
sem gætu hafa skilað 10-14 millj-
örðum króna í tekjur, samkvæmt
tölum frá Hagstofunni. Þetta vekur
spurningar um hvort þetta var gef-
ið upp og hvort húsnæðið hafi verið
rétt skráð,“ sagði Hermann.
Hann sagði fjölgun ferðamanna
vera orðna yfirgengilega. Talað sé
um 700.000 fleiri ferðamenn á
þessu ári en í fyrra. Aftur búist
menn við annarri 40% fjölgun frá
fyrra ári, sömu fjölgun og var í
fyrra. Þar áður var hún 30%, 24%
og 21%. Meðalaukning ferðaþjón-
ustu á heimsvísu er 4% síðustu tíu
ár.
„Það er að verða samfélagslegt
stórslys, að mínu mati. Þar bera
sveitarfélögin mikla ábyrgð á að
sporna við ruðningsáhrifum ferða-
þjónustunnar. Þau valda því að
efnaminna fólk, t.d. aldraðir og
ungt fólk sem er að byrja búskap,
hefur ekki ráð á að leigja húsnæði
hvað þá að kaupa það,“ sagði Her-
mann. Hann sagði íbúa margra
sveitarfélaga hafna því að íbúðar-
húsnæði sé í stórum stíl lagt undir
rekstur sem fylgi stöðugt ónæði,
mikil bílaumferð og fólk að koma og
fara á öllum tímum sólarhringsins.
Íbúar séu farnir að þrýsta á að það
verði tekið á þessu.
„Vöxtur ferðmannastraumsins á
Íslandi hefur verið svo hraður að
það hefur enginn náð að laga sig að
honum. Ekki íbúarnir, ferðaþjón-
ustan, landið eða varan sem við er-
um að selja. Það er ósnortið, hreint
og fallegt landslag. Þessi vara er að
grotna niður í höndunum á okkur,“
sagði Hermann. Hann benti á að
ferðaþjónusta muni veita um 560
milljörðum króna inn í hagkerfið á
þessu ári. Hermann kvaðst vona að
hækkun virðisaukaskatts á gistingu
muni slá eitthvað á eftirspurnina
eftir gistingu og færa ástandið í
húsnæðismálum eitthvað nær því
sem má teljast eðlilegt.
Sveitarfélög verða
af miklum tekjum
Óskráðar heimagistingar velta 10-14 milljörðum á ári
Morgunblaðið/RAX
Ferðamenn Stöðugt þyngist ferðamannastraumurinn. Gestirnir þurfa gist-
ingu og eins starfsfólkið sem starfar í greininni. Það veldur húsnæðisskorti.
Hermann
Valsson
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Minjastofnun hefur nú tilkynnt
hvaða verkefni hljóta styrki úr
húsafriðunarsjóði á árinu 2017.
Alls hlutu 182 verkefni styrki í sex
flokkum og nam heildarupphæð
veittra styrkja ríflega 168 millj-
ónum króna. Alls var sótt um
styrki að fjárhæð 772 milljónir
króna í 257 verkefni. Þannig mæta
styrkirnir tæplega 22% af umbeð-
inni fjárhæð.
Úthlutunin í ár er nokkuð veg-
legri en í fyrra en þá voru veittir
styrkir að fjárhæð 131 milljón
króna í 158 styrkjum. Þá var hins
vegar sótt um styrki að fjárhæð
940 milljónir króna og hlutfall
veittra styrkja því um 14%.
Alls runnu 57,3 milljónir til
verkefna sem falla undir flokkinn
friðuð hús og mannvirki en þar var
76 styrkjum úthlutað. Næstmest
fór til friðlýstra kirkna eða 51,2
milljónir í 36 styrkjum. 36,1 millj-
ón fór til friðlýstra húsa og mann-
virkja í 27 styrkjum. Önnur hús og
mannvirki hlutu 13,7 milljónir í 26
styrkjum. Þá runnu 6,4 milljónir til
9 rannsóknarverkefna og 3,6 millj-
ónir til sex verkefna tengdum
byggða- og húsakönnunum.
Hæstu einstöku styrkirnir runnu
til verkefna tengdum þremur frið-
lýstum kirkjum, Eyrarbakka-
kirkju, gömlu kirkjunnar á Djúpa-
vogi og Stóra-Núpskirkju. Hlaut
hvert þeirra 5 milljónir í styrk.
Meðal annarra styrkja sem
veittir voru má nefna 3 milljóna
styrk til framkvæmda við Hljóm-
skálann í Reykjavík, 1,5 milljónar
styrk til Læknishússins við Skóg-
argötu 10b á Sauðárkróki og 1,2
milljóna styrk til Gamla spítalans á
Patreksfirði, sem stendur við Að-
alstræti 69.
Sé rýnt í það hvert styrkirnir
renna eftir landshlutum kemur í
ljós að um 22% af heildarupphæð-
inni renna til verkefna á Norður-
landi. 19% renna til verkefna á
Austurlandi og jafnmikið til verk-
efna á höfuðborgarsvæðinu og á
Reykjanesi. Um 18% renna til
verkefna á Suðurlandi og álíka
mikið til Vestfjarða. Um 4% renna
til verkefna á Vesturlandi.
Ljósmynd/Rebekka Hilmarsdóttir
Endurbætur Meðal verkefna sem hlutu styrk að þessu sinni er uppgerð á
Gamla spítalanum á Patreksfirði en framkvæmdir við húsið hófust 2015.
182 styrkir veittir
til húsafriðunar
Hæstu styrkirnir til friðaðra kirkna
Hljómskálinn hlaut 3 milljóna styrk
Sveinn Heiðar Jóns-
son, byggingameistari
á Akureyri, lést á
Sjúkrahúsinu á Akur-
eyri síðastliðinn
sunnudag.
Sveinn fæddist á
Akureyri 26. mars
1944, sonur Jóns
Gíslasonar bygg-
ingameistara og Jó-
hönnu Zophusdóttur.
Hann lauk meistara-
námi á Akureyri 1967
og starfaði alla tíð sem
byggingameistari á
Akureyri.
Hann starfrækti Trésmíðaverk-
stæði Sveins Heiðars frá árinu 1980
og kom að byggingu fjölda bygginga
á Akureyri og víðar á Norður- og
Austurlandi.
Sveinn var virkur þátttakandi í at-
vinnulífi bæjarins og kom að stofnun
ýmissa fyrirtækja til
að efla atvinnusköp-
un í Eyjafirði. Hann
tók virkan þátt í fé-
lagsmálum og var
meðlimur í Odd-
fellow-reglunni.
Hann varð snemma
félagsmaður í Sjálf-
stæðisflokknum og
virkur í starfi hans.
Hann var á fram-
boðslista fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn og var
virkur í skipulags-
nefndum bæjarins
um tíma.
Hann lætur eftir sig fjögur af
fimm börnum sínum en eiginkona
hans, Erla Oddsdóttir, lést sama dag
fyrir fjórum árum.
Útför Sveins verður gerð frá
Akureyrarkirkju föstudaginn 5. maí
kl. 10:30.
Andlát
Sveinn Heiðar Jónsson
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
VANTAR ÞIG PÍPARA?