Morgunblaðið - 02.05.2017, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2017
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Hátíðisdagurverkalýðs-ins 1. maí
eins og dagurinn er
stundum kallaður
fór fram í gær og
hefði mátt viðra
betur á hann. Dagurinn er há-
tíðisdagur með breytilegum
brag í löndum, og með rætur
langt aftur fyrir þann tíma
þegar kommúnistar og sósíal-
istar helguðu sér hann. Það eðli
hans hefur víðast breyst eftir
hrun múrs og sovéts. En það
fer áfram prýðilega á því að
þennan dag sé hugað sér-
staklega að málefnum launa-
manna. Vegna þjónkunar við
söguna verður þó minna gagn
að umræðum og hugleiðingum
en æskilegt væri. Hátíðar-
ræður eru óþægilega klisju-
kenndar og oft ekki annað en
endurtekningar á fornum full-
yrðingum, sem mönnum fyrir-
gefst.
Þegar hugað er að ræðum
sem fluttar voru hér á landi í
tilefni dagsins var hefðbundin
áhersla á jöfnuð og nauðsyn að
auka hann. Tal um jöfnuð
hljómar góðkynja og notalegt.
Líka þótt vitað sé að lítið er
meinað með því. Sagt er að
„við“ þurfum að fara að dæmi
annarra landa og koma á jöfn-
uði eins og þar ríkir. Þetta eru
kunnuglegar klisjur sem að-
eins þeir sem ekkert vita halda
að standist skoðun.
Á Íslandi þykir engum neitt
að því að forystumenn verka-
lýðshreyfinga hafi 3-5-föld
meðallaun almennings. Þeir
bera þunga ábyrgð. Væri eitt-
hvað að þessu hefði því vænt-
anlega verið breytt fyrir langa
löngu. Það finnst fáum nema
frægustu fjösurum neitt að því
þótt forsvarsmenn lífeyris-
sjóða séu með margföld með-
allaun lífeyrisþega. Á hátíðis-
dögum eru þeir þó sagðir eiga
lífeyrissjóðina. Það stenst
varla skoðun heldur. Ef svo
væri mundu erfingjar manns
sem hætti að vinna á 70 afmæli
sínu og hefði áður misst maka
sinn og orðið bráðkvaddur um
kvöldið að fá eitthvað í sinn
hlut af því sem hinn látni hafði
lagt til ásamt mótframlagi
vinnuveitanda, sem í samn-
ingum var litið á sem ígildi
launahækkunar. Væri inni-
stæðan eign lífeyrisþegans er
það eignaupptaka að dánarbúið
fái ekkert. Það hverfur kvöldið
sem hann deyr í sameign
þeirra sem eftir lifa í sjóðnum.
Hefði umræddur maður staðið
af sér sjötugsafmælið og orðið
100 ára þá hefði hann borið
meira úr býtum en hans vegna
var lagt inn. Það er margt gott
og sanngjarnt við þetta kerfi
en frasinn um að lífeyris-
sjóðirnir séu í „eigu“ sjóðs-
félaganna er ekki
nákvæmur. Þeir
ráða enda litlu um
það hverjir stjórna
sjóðunum. Allir
eru „þvingaðir“ til
þátttöku í kerfinu
með lagaboði.
Menn eru ekki endilega í
verkalýðsfélagi vegna þess að
þeir ákveði það. Þeir komast
ekki upp með annað. Það eru
þó ekki lög landsins sem segja
fólki að vera í félagi launþega.
Það stangaðist á við ákvæði
stjórnarskrár um félagafrelsi.
Löggjafarsamkundan tekur
ekki ákvörðun um hvort ein-
staklingar skuli vera í slíku fé-
lagi. Það ákveður miklu rétt-
hærri samkoma: Sjálfir „aðilar
vinnumarkaðarins“. Hefði lög-
gjafarsamkundan tekið af ein-
staklingum þennan rétt myndu
dómstólar ekki hika og grípa
inn í. En fyrst næsta valda-
stofnun þar fyrir ofan á í hlut
versnar málið. Eftir að múr-
arnir hrundu og loftið lak úr
sovétunum eru aðeins örfá lönd
sem skikka einstaklinga í laun-
þegafélög, án þess að spyrja
þá.
Vissulega hefur „aðilum
vinnumarkaðar“ tekist margt
vel og þar safnast fyrir marg-
vísleg þekking sem er gott að
sé til staðar í þeirri eldfimu,
viðkvæmu og flóknu tilveru
sem kjaramál eru. En það rétt-
lætir ekki að á degi eins og 1.
maí séu hlutir ekki kallaðir sín-
um réttu nöfnum. Það má
krefjast aukins jöfnuðar á Ís-
landi en hæpið að vísa til ann-
arra landa. Þegar horft er til
193 „fullvalda ríkja“ sem eiga
aðild að Sameinuðu þjóðunum
þá er snúið að finna lönd þar
sem meiri „jöfnuður“ ríkir. Það
má nefna ríki og telja á fingr-
um annarrar handar, en ekki
víst að það standist. Nema ver-
ið sé að hugsa um jöfnuð niður
á við. Í þeim samanburði stend-
ur Ísland illa á meðan Kúba,
Venesúela og Norður-Kórea
hampa bikurum. Jafnvel í lönd-
um eins og Svíþjóð og Dan-
mörku hafa þing og þjóðar-
leiðtogar verið að vinda ofan af
„jafnaðarstiginu“ sem var að
sliga þau. Jafnaðarmanna-
flokkar hafa fyrir löngu tapað
þar sinni yfirburðastöðu. Hér
heimta menn í öðru orðinu að
menntun sé metin til launa.
Ekki jöfnuð. Kaupmáttur
launa hefur vaxið hvað hraðast
hér á landi af öllum „saman-
burðarlöndum“ síðustu ár. Af
hverju er það ekki fagnaðar-
efni á degi launamanna? Er það
ekki baráttumálið stóra?
Fyrsti maí er gleðiríkur dag-
ur og getur verið gagnlegur
fyrir allan þorra fólks. En það
er ástæðulaust búa sér til
gerviveröld í tilefni hans.
Standast hinar
hefðbundnu
1. maí ræður skoðun
mikið lengur?}
Dagurinn á betra skilið
U
ndirritaður er ekki ýkja mikill
sjónvarpsglápari, enda má hann
ekki vera að því að sitja fyrir
framan skjáinn meðan allar
þessar dýrindis bækur bíða
þess að vera lesnar. En stöku sinnum kemur
fram á sjónarsviðið sjónvarpsefni sem fangar
hug og hjarta að því marki að annað víkur ein-
faldlega. Sama hvað það kann að vera.
Stórtíðindi maímánaðar – ef ekki ársins
2017 – er frumsýning nýrrar þáttaraðar úr
smiðju Davids Lynch þar sem hann tekur upp
þráðinn á ný í smábænum Twin Peaks, 25 ár-
um eftir að hann hvarf þaðan eftir eitt almagn-
aðasta sakamálaspennudrama sem nokkurn
tímann hefur verið sýnt á skjánum. Flestir
góðkunningjanna eru komnir aftur (nema
Lara Flynn Boyle; hún á ekki afturkvæmt,
stelpugreykvölin, því hún er búin að bótoxa sig til óbóta
og líkist ekki Donnu Hayward vitundarögn lengur) og
spennan nálgast suðumark.
Ég hef oft leitt hugann að því hvers vegna ég fór á hlið-
ina haustið 1990 þegar Stöð 2 hóf sýningar á Tvídröngum,
eins og þáttaröðin hét á íslensku. Sjónvarpið hefur jú ver-
ið fleytifullt af morðsögum frá því í árdaga miðilsins og
lítil sérstaða fólgin í því að farga einhverjum. En það er
dulrænn þráður í Twin Peaks, undiralda óútskýrðs
óhugnaðar í annars fallegum smábæ og einhver ævagöm-
ul illska sem býr í myrkum og eldfornum furuskógunum í
nágrenninu, og líkamnast þegar hentar sem illilegur,
glottandi náungi í gallabuxum og gallajakka,
með axlasítt stálgrátt hár. Killer Bob kallaðist
hann, einn illræmdasti morðvargur sjónvarps-
sögunnar, og ásótti hálfa heimsbyggðina í
draumi og vöku meðan þættirnir voru í sýn-
ingu enda ekta illmenni úr smiðju Lynch.
Frank Booth og Marcello Santos eru af sömu
sortinni, líka sprottnir upp úr hugarheimi
leikstjórans. Lynch fyllti þættina af furðulegu
fólki, sem var knúið áfram af skrýtnum hvöt-
um, og í þá daga þegar ekki var um neitt að
velja nema að beygja sig undir línulega dag-
skrá og þar af leiðandi vikulanga bið eftir
næsta þætti, þá beið maður þess helspenntur
að fá að vita meira, fá einhver svör. En fyrir
hvert svar sem bauðst varpaði Lynch fram
tveimur nýjum spurningum og hungrið eftir
meiru jókst eftir því sem vikurnar liðu. Ugl-
urnar voru ekki allar þar sem þær voru séðar í þá daga og
ekki hef ég trú á því að það hafi breyst hið minnsta.
En þar komum við að kjarna málsins; mun uppskriftin
sem sló í gegn árið 1990, þegar fyrri serían var sýnd, enn
heilla sjónvarpsáhorfendur árið 2017? Og hafi David
Lynch uppfært stemninguna einhvern veginn, eru þá
gömlu galdrarnir fyrir bí? Er einhver leið að vera viss um
að uppskrift sem virkaði fyrir aldarfjórðungi falli bragð-
laukunum enn í geð?
Það er bara ein leið til að komast að því og persónulega
get ég ekki beðið eftir því að heimsækja Tvídranga á ný.
jonagnar@mbl.is
Jón Agnar
Ólason
Pistill
Tvídrangar hinir síðari
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Bæjar- og sveitarstjórar áAusturlandi og Vest-fjörðum eru mótfallnirfrumvarpi umhverfis- og
auðlindaráðherra um nýtt skipulag
haf- og strandsvæða. Þeir telja
það vera „alvarlega aðför að sjálf-
stjórn sveitarfélaga“ og að forræði
þeirra í skipulagsmálum. Allir
bæjar- og sveitarstjórar á Austur-
landi ásamt bæjar- og sveitar-
stjórum Ísafjarðarbæjar, Vestur-
byggðar, Tálknafjarðarhrepps og
Súðavíkurhrepps skrifa undir yf-
irlýsingu um málið.
Þar benda þeir á að Samband
íslenskra sveitarfélaga hafi mótað
þá stefnu að skipulag strandsvæða
verði á forræði sveitarfélaga allt
að einni sjómílu (1.852 metrum) út
frá grunnlínu landhelginnar. Einn-
ig kemur þar fram að með því að
skilja ekki á milli hafsvæða og
strandsvæða geri frumvarpið ráð
fyrir því að innfirðir og flóar verði
slitnir úr eðlilegu samhengi við
staðbundnar skipulagsáætlanir.
Í bréfi til Bjartar Ólafsdóttur,
umhverfis- og auðlindaráðherra,
segja bæjar- og sveitarstjórarnir
að þeir mótmæli harðlega „þeirri
aðför að sjálfstjórn sveitarfélaga
og forræði þeirra í skipulags-
málum sem í frumvarpinu felst.
Undirritaðir taka undir og leggja
áherslu á þau sjónarmið að skipu-
lagsskylda haf- og strandsvæða ut-
an netlaga verði bundin í lög, ekki
hvað síst með hliðsjón af vaxandi
umsvifum á strandsvæðum, s.s.
vegna fiskeldis og siglinga far-
þegaskipa. Sveitarfélögin verða að
hafa beina aðild að skipulagi
strandsvæða, enda mikið í húfi
fyrir þau að vel takist til á svæð-
um sem varða beinlínis þeirra
efnahags- og samfélagsmál.“
Bæjar- og sveitarstjórarnir
benda ráðherranum einnig á að
skipulagsmál séu eitt mikilvæg-
asta stjórntæki sveitarstjórna.
Þeir óska tafarlaust eftir samtali
við umhverfis- og auðlinda-
ráðherra um frumvarpið og ljúka
bréfi sínu á þessum orðum:
„Hvernig sem framlögðu
frumvarpi reiðir af þá er mikil-
vægt að þegar verði hafin vinna
við nýtingaráætlanir einstakra
strandsvæða, þar sem hags-
munaðilar fái að koma að borðinu.
Þar þurfa sveitarfélögin að vera
leiðandi afl, enda geta hagsmunir
þeirra staðið og fallið með því sem
gerist á fjörðunum,“ segir í bréf-
inu.
Markar ákveðin tímamót
Í 2. grein frumvarpsins kemur
m.a. fram að lögin gildi um skipu-
lag haf- og strandsvæða þar sem
mörkuð er stefna um nýtingu og
vernd auðlinda þeirra. Þau gildi þó
ekki um nýtingu og vernd fiski-
stofna eða annarra lifandi auðlinda
hafsins og hafsbotnsins, að undan-
skilinni nýtingu sem háð er leyfi
til efnistöku og eldis eða ræktunar
nytjastofna. Lögin munu ná til
haf- og strandsvæða frá línu sem
afmörkuð er 30 m landmegin við
meðalstórstraumsflóð út að ytri
mörkum efnahagslögsögunnar.
Í greinargerð með frumvarp-
inu kemur m.a. fram að lengi hafi
verið unnið að undirbúningi lög-
gjafar um skipulag á haf- og
strandsvæðum. Í nokkrum
skýrslum og greinargerðum um
málið komi fram skýr þörf fyrir
gerð skipulags á haf- og strand-
svæðum og setningu laga um slíkt
skipulag. Verði frumvarpið að lög-
um muni það marka ákveðin tíma-
mót því ekki hafi áður verið sett
lög um skipulag á haf- og strand-
svæðum Íslands.
Deilt um skipulag
haf- og strandsvæða
Morgunblaðið/Golli
Reyðarfjörður Sveitarstjórnarmenn vilja ekki missa skipulagsvald yfir
sjónum í fjörðunum. Það skiptir máli fyrir hafnir, siglingar og fiskeldi.
„Firðir liggja
með landi sem
skipulagsvald
sveitarfélaga
nær yfir. Það
er skrítið að
búa til aðra
umgjörð um
sjálfan fjörð-
inn en landið,“
sagði Páll Björgvin Guðmunds-
son, bæjarstjóri Fjarðabyggðar,
um frumvarp umhverfis- og
auðlindaráðherra um skipulag
haf- og strandsvæða. Hann
sagði þetta snerta skipulag og
byggingu hafna og hafnarmann-
virkja, siglingaleiðir til og frá
höfnum og efnistöku úr sjó.
Einnig snerti þetta umhverfis-
og náttúruvernd.
Þá sagði Páll það vekja furðu
að setja eigi á fót allt að sjö
manna svæðisráð um
strandsvæðisskipulag. Sveit-
arfélög á svæðinu fái 1-2 full-
trúa en ráðherrar fái fjóra full-
trúa sem allir hafi neitunarvald.
Skipt skipu-
lag í fjörðum
SKIPULAGSMÁL
Páll Björgvin
Guðmundsson.