Morgunblaðið - 22.05.2017, Side 13
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2017
Langar þig til að rækta kryddjurtir og
grænmeti en veist ekki alveg hvernig
þú átt að fara að því? Hefur þú ein-
hverja hugmynd um hvers vegna er
sniðugt að rækta gulrætur og vorlauk
saman? Eða hvað skiptiræktun í mat-
jurtagarði raunverulega er?
Garðyrkjufræðingar Grasagarðsins
og félagar í matjurtaklúbbi Garð-
yrkjufélags Íslands vita svörin við
þessum og fleiri spurningum sem
efalítið brenna á áhugasömum mat-
jurtaræktendum.
Hvenær sem er milli kl. 17 og 19 á
morgun, þriðjudaginn 23. maí, býðst
gestum og gangandi í Grasagarði
Reykjavíkur að fræðast um sáningu,
útplöntun og umhirðu krydd- og mat-
jurta. Auk þess verður farið yfir ráð-
leggingar varðandi smádýrin í mat-
jurtagarðinum. Sérstök áhersla
verður á kartöflur, en Grasagarður
Reykjavíkur tekur þetta sumarið þátt
í spennandi verkefni með sáð-
kartöflur. Aðgangur er ókeypis og all-
ir velkomnir.
Góð ráð og fræðsla í Grasagarði Reykjavíkur
Ómótstæðilegar Nýuppteknar og girnilegar gulrætur sem bragð er að.
Hvers vegna er sniðugt að rækta
gulrætur og vorlauk saman?
fáránlega líkamsdýrkun. Fegurðar-
staðla sem konur eru settar undir,
alltaf. Ég tók sex myndir af slitnum
og krumpuðum líkömum, líkams-
hárum og fleira. Ég skrifaði niður
allt sem konurnar sögðu um líkama
sinn meðan á myndatökunni stóð.
Ég auglýsti eftir konum sem sjálf-
boðaliðum. Viðbrögðin voru ótrúleg.
Það voru allir tilbúnir að gera allt
þegar kom að verkefninu. Það var
enginn kynslóðamunur þegar kom
að sjálfboðaliðum. Staðallinn er eins
fyrir allar konur. Það er svo fárán-
legt því það er engin ein rétt leið til
að vera kona.“
Guðrún tekur það skýrt fram að
hún er ekki að leggja áherslu á að
bara feitir líkamar séu fallegir held-
ur að allir líkamar séu fallegir. Þeir
eru í öllum stærðum og gerðum.
Hún vill leggja áherslu á að hver og
einn megi gera það sem hann vill við
líkama sinn án þess að vera dæmdur
fyrir það. „Öllum ætti að líða vel í
eigin skinni og elska sig alveg eins
og maður er.“
Konur eru ekki
Barbie-dúkkur
Í verki Guðrúnar á útskriftar-
sýningunni tekur hún myndir af
venjulegum líkama. Hún setur bút
af fótósjoppuðum líkamshluta yfir
þann sem fyrir er. Guðrún fylgir
tískubylgjunni, staðalímyndinni.
Hún setur inn bút af mjúkri húð og
minnkar mittið á líkamanum í mynd
sem hún kallar Ég er ekki dúkka. Á
næstu mynd felur Guðrún geirvört-
ur með gati og kallar myndina Ég er
ekki Barbiedúkka. Á þriðju mynd-
inni, sem heitir Ég er ekki plast, er
búið að bæta á myndina plastbuxum
þar sem sést í kynfærahár. Allt tabú
er fjarlægt á myndunum.
„Það er fáranlegt að setja okkur
undir sama hatt og Barbie-dúkkur
úr plasti. Skilaboðin eru að sem kona
þarftu að hafa fullkominn líkama.
Það er fáránlegt hvað við leyfum
klámvæðingunni að ráða yfir líkama
okkar. Ef þú vilt raka af þér líkams-
hárin er það í góðu lagi . Ef þú vilt
það ekki á það líka að vera í góðu
lagi. Ég var 12 til 13 ára þegar vinir
mínir létu mig vita að ég þyrfti að
raka af mér kynfærahárin,“ segir
Guðrún og er mikið niðri fyrir.
„Það var frelsandi að vinna
verkefnið,“ segir Guðrún. „Mér
fannst einhvern veginn að ég mætti
vera eins og ég er. Ég þarf að minna
sjálfa mig á að það sé allt í lagi að
vera með slit og appelsínuhúð. Mér
fannst vænt um að heyra það frá
einni stelpu sem var í myndatöku
hjá mér að hún hefði farið heim og
fundist slitin sín í lagi í fyrsta sinn.
Markmiðið mitt með verkunum er
að gagnrýna hlutgervingu sem alltaf
er sett á líkama kvenna. Það á
reyndar líka við um karla.“
Listina er hægt að nota til að
bæta heiminn, segir Guðrún, sem
sótt hefur um inngöngu í grafíska
hönnun í Listaháskólanum.
KRISTÍN MARÍA
INGIMARSDÓTTIR
Kristín María Ingimarsdóttir
kennir grafíska hönnun ásamt Ara
Halldórssyni og Ingibjörgu Frið-
riksdóttur á Listnámsbraut Borgar-
holtsskóla. Brautin hefur verið í
uppbyggingu frá stofnun skólans
fyrir tuttugu árum. „Ég get fullyrt
að aðstaðan er góð, sem og aðgangur
að tækjum og tólum. Auðvitað má
alltaf gera betur en það hefur verið
vel að verki staðið á Listnámsbraut-
inni. Það er mikilvægt fyrir ung-
menni sem vilja leggja stund á kvik-
myndun og grafíska hönnun að hafa
aðgang að góðum tækjum og for-
ritum til þess að verða betri fag-
menn.“
Ungmenni á Listnámsbrautinni
hafa verið fengin til þess að aðstoða
við upptökur á RÚV að sögn Krist-
ínar. „Ég er stolt af því að nemendur
okkar hafa unnið að alvöruverk-
efnum og fengið hrós frá fagmönn-
um. Listnámsbraut Borgar-
holtsskóla fellur vel að verklagi og
hugmyndafræði skóla á 21. öldinni.“
Listnám er gott veganesti
„Flestir nemendur eiga erindi á
listnámsbraut og hún er gott vega-
nesti fyrir hvaða nám sem er. Það er
misskilningur hjá mörgum for-
eldrum að börn þeirra eigi ekki að
fara á listnámsbraut nema þeir ætli
að verða listamenn. Grafísk hönnun
nýtist alls staðar og á 21. öldinni er
skapandi hugsun eftirsóknarverð,
sem og myndræn framsetning og
greiningarhæfni. Það er mikils virði
að kunna að matreiða upplýsingar á
sjónrænan hátt,“ segir Kristín
María og leggur áherslu á orð sín.
Hver er tilgangurinn með út-
skriftarsýningunni? „Hún er vett-
vangur fyrir nemendur að sýna verk
sín og hæfni, hvatning til að bera
ábyrgð bæði á náminu og verkum
sínum og ekki síst að sýna fram á að
rödd þeirra og skilaboð skipti máli í
lýðræðislegu samfélagi.“
Kristín María segir að nem-
endur sem hafa komið úr öðrum
framhaldskólum í Borgarholtsskóla
tali oft um að þeir finni fyrir meira
frelsi og þrýstingurinn að uppfylla
ákveðnar staðalímyndir sé minni en í
mörgum öðrum skólum. „Nemendur
upplifa það að hér geti þeir verið
þeir sjálfir.“ Hún ítrekar að grafísk
hönnun sé ekki eingöngu fyrir þá
sem hyggist feta listabrautina.
„Grafísk hönnun er ekki nýtt fag.
Hún á sér aldagamla hefð en með
stafrænu byltingunni hefur fagið
víkkast út og hlutverk þess sjaldan
verið mikilvægara en nú.“
Grafísk verk nemenda á sýning-
unni eru af ýmsu tagi; ljósmyndir,
veggspjöld, álplötur, hönnun á bol-
um og umbúðum og margt fleira.
Margir nemendur unnu út frá
hugmyndum sem þeir höfðu byrjað
á fyrr um veturinn. Lögð var áhersla
á að taka verkin lengra og að þau
hefðu einhver skilaboð fram að færa,
að sögn Kristínar Maríu.
Skapandi og
lausnamiðað nám
„Það er mikilvægt að undirbúa
nemendur vel fyrir framtíðina. Sú
kynslóð sem er að vaxa úr grasi
núna mun að öllum líkindum þurfa
að skipta sjö sinnum að meðaltali um
starfsvettvang. Mikilvægi þess að
búa sig undir breyttar aðstæður hef-
ur aldrei verið meira. Skapandi og
lausnamiðað nám eins og boðið er
uppá í Borgarholtsskóla er mikil-
vægt, “ segir Kristín María, sem er
þakklát fyrir gott samstarfi við
Borgarbókasafnið, Menningarhús –
Spönginni í tengslum við sýninguna.
Sýningin stendur til 31. maí.
Hún er ekki sölusýning en þrátt fyr-
ir það hafa nokkur verk nemenda
selst á sýningunni.
Morgunblaðið/Hanna
Hlutgerving Guðrún Hanna gagnrýnir á hlutgervingu kvenlíkamans í í
verki sínu Ég er ekki dúkka, ég er ekki Barbiedúkka, Ég er ekki plast.
Morgunblaðið/Hanna
Borgarholtsskóli Guðrún Helena og Friðrik Úlfar Ingimarsson, grafík-
listamenn og nemar, ásamt kennaranum Kristínu Maríu Ingimarsdóttur.
Útskriftarnemendur sem sýna verk á lokasýningunni
Andrea Kjartansdóttir, Anna Margrét Þorsteinsdóttir,
Bergrún Lilja Jónsdóttir, Brynjar Logi Árnason, Daníel
Guðni Runólfsson, Friðrik Úlfar Ingimarsson, Guðrún
Helena G. Kristjánsdóttir, Ísak Snorri Marvinsson,
Oddný Svava Steinarsdóttir, Óliver Örn Sverrisson, Sara
Alexía Sigríðardóttir, Sigrún Eir Einarsdóttir, Þorsteinn
Orri Eyjólfsson og Þorsteinn Orri Garðarsson.
Tíska &
förðun
Fylgir Morgunblaðinu
föstudaginn 2. júní
Fjallað verður um sumartískuna 2017
í fatnaði, förðun og snyrtingu auk
umhirðu húðarinnar, dekur og fleira
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til kl. 16 mánudaginn 29. maí
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
SÉRBLAÐ