Morgunblaðið - 22.05.2017, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2017
VERÐ 16.995
Rafmyntin bitcoin heldur áfram að
styrkjast og fór yfir 2.000 dala
markið á laugardag, eftir að hafa
þverað 1.900 dala múrinn á föstu-
dag.
Hefur verð bitcoin því ríflega
tvöfaldast frá því seint í mars. Í árs-
byrjun kostaði bitcoin um 433 dali
og hefur verðið því næstum fimm-
faldast frá áramótum.
Að sögn vefsíðunnar CoinTelegr-
aph, sem sérhæfir sig í umfjöllun
um rafræna gjaldmiðla, hafa sér-
fræðingar skiptar skoðanir á styrk-
ingu bitcoin. Benda margir á að
hækkunin sé of hröð og meiri en til-
efni sé til, en erfitt sé að segja til
um það með vissu hvort – og þá
hvenær – bólan muni springa.
Á sunndagskvöld var verð bitcoin
um það bil 2.020 dalir.
ai@mbl.is
Bitcoin rýfur 2.000
dala múrinn
Með kjöri Donalds Trump í embætti
forseta Bandaríkjanna leit út fyrir
að TPP-fríverslunarsamningurinn
væri runninn út í sandinn. Nú hafa
viðskiptaráðherrar 11 Asíu- og
Kyrrahafsríkja hins vegar ákveðið
að endurlífga samninginn og gera
TPP að veruleika án aðildar Banda-
ríkjanna.
BBC greinir frá þessu en við-
skiptaráðherrar aðildarríkja
APEC, Efnahagssamtaka Asíu- og
Kyrrahafsríkja, funduðu í Hanoi
um helgina. Þar náðist sam-
komulag utan fundar um að end-
urvekja TPP.
Upphaflega áttu aðildarríki TPP
að vera tólf, og segir BBC að fyr-
irhugað sé að ganga þannig frá
samningnum að Bandaríkin geti
gerst aðili að honum seinna meir.
Japan, Ástralía og Nýja-Sjáland
munu leiða TPP-ferlið en auk
þeirra eiga Kanada, Singapúr,
Mexíkó, Perú, Síle, Víetnam, Mal-
asía og Brúnei aðild að samn-
ingnum. ai@mbl.is
TPP ríkin halda
áfram án Banda-
ríkjanna
BAKSVIÐ
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Stefnt er að því að Skeljungur eign-
ist allt hlutafé í Basko, sem á
rekstrarfélag Tíu Ellefu hf., Ísland
verslun hf. og Imtex ehf. Undir
Basko heyra m.a. 10-11 verslanirnar,
verslanir Iceland, Dunkin' Donuts-
kaffihúsin, Háskólabúðirnar, veit-
ingastaðurinn Bad Boys Burgers &
Grill og ein Inspired by Iceland
verslun.
Í tilkynningu sem send var fjöl-
miðlum í gærkvöldi kemur fram að
heildartekjur Basko-samstæðunnar
á síðasta fjárhagsári hafi numið rúm-
lega 10 milljörðum króna. Heildar-
eignir námu rúmum 2,3 milljörðum
og rekstrarhagnaður án afskrifta og
fjármagnsliða(EBITDA) var 309
milljónir króna.
Miðast kaupverðið við að EBITDA
Basko geti numið 500 milljónum
króna þegar samlegðaráhrif félag-
anna verða að fullu komin fram, og er
reiknað með að það geti orðið innan
tveggja ára frá kaupunum.
Geta ekki framselt
hlutina í 18 mánuði
Miðað við þessar forsendur verður
kaupverðið allt að 2,2 milljarðar
króna, greitt með 318.840.580 hlut-
um í Skeljungi, miðað við gengið 6,9
kr á hlut. Var dagslokagengi Skelj-
ungs 6,35 kr þann 19. maí síðastlið-
inn. Er miðað við nettó vaxtaberandi
skuldir að upphæð 657 milljónir
króna og munu seljendur Basko
skuldbinda sig til að framselja ekki
hluti sína í 18 mánuði frá afhendingu.
Gangi kaupin eftir munu seljendur
Basko eiga 13,19% hlut í Skeljungi.
Ekki náðist í Árna Pétur Jónsson,
forstjóra Basko, við vinnslu fréttar-
innar í gærkvöld. Að sögn Valgeirs
M. Baldurssonar, forstjóra Skelj-
ungs, er fyrirhugað að Árni muni
áfram stýra þeim rekstri sem í dag
heyrir undir Basko. Munu rúmlega
400 manns starfa hjá hinu sameinaða
félagi.
Stefnubreyting hjá Skeljungi
Kaup Skeljungs á Basko fela í sér
nokkra stefnubreytingu frá því sem
var þegar fyrirtækið var skráð á
markað í fyrra. Þannig var forstjóri
Skeljungs spurður í viðtali í Við-
skiptaMogga þann 24. nóvember, í
aðdraganda skráningar félagsins, af
hverju smásala á bensínstöðvum fé-
lagsins væri á höndum annarra aðila
en fyrirtækisins sjálfs.
„Eins og ég segi þá teljum við
okkur best í að selja eldsneyti og við
viljum einbeita okkur að því. Við
höfum arðsemi reksturs okkar að
leiðarljósi en erum vitaskuld alltaf
með reksturinn í stöðugri endur-
skoðun. Sem stendur teljum við
okkur þjónusta viðskiptavini okkar
best í samstarfi við aðila sem sér-
hæfa sig í þægindavöruverslun.
Húsnæðið og lóðirnar eru enn okk-
ar og við lítum á verslunarrekstur-
inn sem hluta af okkar vörufram-
boði, þótt hann sé í höndum þriðja
aðila,“ sagði hann þá.
Basko metið á 2,2 milljarða
Skeljungur eignast m.a. 10-11 og Dunkin' Donuts, gangi kaupin eftir
Kaupin til marks um stefnubreytingu hjá Skeljungi frá því í nóvember
Morgunblaðið/Júlíus
Samþjöppun Með kaupum Skeljungs á Basko verður til fyrirtæki með rúmlega 400 starfsmenn um land allt.
Valgeir M.
Baldursson
Árni Pétur
Jónsson
David Davis, Brexit-ráðherra bresku
ríkisstjórnarinnar, segir að Bretland
muni binda enda á viðræður við Evr-
ópusambandið ef ekki verði látið af
kröfu um að Bretar greiði allt að 100
milljarða evra útgöngureikning. Lét
hann þessi orð falla í viðtali sem
Sunday Times birti um helgina. Er
fyrirhugað að formlegar viðræður
vegna Brexit hefjist 19. júní.
Skiptar skoðanir eru um hvort, og
þá hversu mikið Bretland þarf að
greiða vegna útgöngunnar úr ESB.
Guardian bendir á að næstu tvö árin
teljist Bretland áfram aðildarríki og
þurfi því að greiða umsamin framlög í
sameiginlega sjóði þar til aðildinni
verður endanlega slitið. Árið 2013 und-
irritaði David Cameron, þáverandi for-
sætisráðherra, sjö ára fjárhagsáætlun
ESB fyrir hönd bresku ríkisstjórnar-
innar, og er ekki að fullu ljóst hvort
Bretland er þar með skuldbundið til að
greiða umsamin framlög til ársins 2020
og jafnvel lengur. ESB hefur líka eytt
um efni fram og má vænta þess að
Bretland þurfi að gera upp sinn hluta
af þeim skuldum sem aðildarþjóðirnar
bera ábyrgð á.
Að sögn Bloomberg hafa leiðtogar
ESB nefnt ýmsar upphæðir, sem þeir
telja Bretland skulda. Jean-Claude
Juncker, formaður framkvæmda-
stjórnar ESB, telur upphæðina vera í
kringum 50 milljarða punda, en Xav-
ier Bettel, forsætisráðherra Lúxem-
borgar, hefur gefið til kynna að upp-
gjörið við ESB muni kosta Bretland á
bilinu 40-60 milljarða evra. Áætlar
Financial Times að reikningurinn geti
numið allt að 100 milljörðum evra.
Samtök endurskoðenda í Englandi og
Wales reiknuðu hins vegar út að út-
göngureikningurinn mundi aðeins
nema 5 milljörðum punda. ai@mbl.is
Davis: Við
borgum ekki
Bretar hætta
viðræðum ef ESB
krefst greiðslu
AFP
Harka David Davis sendir skýr
skilaboð í aðdraganda viðræðna.