Morgunblaðið - 22.05.2017, Page 22
22 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2017
Einar Einarsson,framkvæmda-stjóri Gallup á
Íslandi, á 50 ára afmæli
í dag. „Gallup er fyr-
irtæki sem aðstoðar við-
skiptavini sína við að
taka betri ákvarðanir
með því að veita þeim
réttar og áreiðanlegar
upplýsingar. Ég hef
starfað í rannsókna- og
ráðgjafageiranum í 24
ár með frábæru fólki og
hef unnið með mörgum
af stærstu fyrirtækjum
og stofnunum landsins
við að aðstoða þau að ná
betri árangri.
Á þessum tímamótum
hef ég hins vegar
ákveðið að halda á vit
ævintýranna og er að
láta af störfum 1 júní.
Framtíðin er óráðin en ég er spenntur að reyna fyrir mér á öðrum
vettvangi með það veganesti og þá reynslu sem ég hef aflað mér hér.“
Einar spilaði handbolta í yfir 20 ár með Stjörnunni og var auk þess
þjálfari félagsins í fjögur ár. „Ég fylgist enn með handboltanum af
miklum áhuga enda eru tvær yngri dætur mínar í handbolta af mikl-
um krafti. Ég hef starfað mikið fyrir Stjörnuna og einnig fyrir HSÍ,
bæði setið í landsliðsnefnd og stjórn, það er mjög skemmtilegt og gef-
andi starf. Mér finnst gaman að hjóla og spila golf og stefni að því að
auka þátttöku mína í þessu tvennu í framtíðinni. Einnig hef ég skellt
mér eitthvað í laxveiði og hafa Kjarrá og Grímsá verið fastir punktar
síðustu ár. Reyndar ætlum við að hvíla Grímsá í sumar og fara í
Langá, en þangað fer ég með mjög skemmtilegum hópi sem saman-
stendur af gömlum handbolta- og fótboltakempum úr Stjörnunni.
Þetta er auðvitað stór tala að verða 50 ára, en maður fagnar því að
hafa náð þessum áfanga og vera við góða heilsu. Það eru gríðarleg
verðmæti. Þetta verður notalegur dagur með fjölskyldunni og vinnu-
félögum. Konan mín varð fimmtug í janúar og á miðvikudag bjóðum
við nokkrum vinum okkar í smá veislu.“
Eiginkona Einars er Hildur Pálsdóttir snyrtifræðingur. Börn
þeirra eru Hrund 28 ára viðskiptafræðingur, Harpa Hlín 23 ára, BA í
sálfræði og flugfreyja hjá Wow air, Helena Embla 14 ára og Hekla
Ylfa 12 ára.
Framkvæmdastjórinn Einar Einarsson hef-
ur unnið í rannsóknageiranum í 24 ár.
Ætlar að halda á
vit nýrra ævintýra
Einar Einarsson er fimmtugur í dag
Morgunblaðið/Eggert
Í
sleifur fæddist á bænum Ein-
landi í Grindavík 22.5. 1927
og ólst upp í Þorkötlustaða-
hverfinu.
Hann lauk stúdentsprófi
frá MA 1949, fyrrihlutaprófi í verk-
fræði við HÍ 1952 og M.Sc.-prófi í
vélaverkfræði við Danmarks Tekn-
iske Höjskole, Polyteknisk Lærean-
stalt í Kaupmannahöfn 1955.
Ísleifur helgaði mestan hluta
starfsævi sinnar jarðborunum víða
um heim. Hann var verkfræðingur
hjá jarðhitadeild Orkustofnunar
1956-61, deildarverkfræðingur hjá
Jarðborunum ríkisins 1961-69 og
forstöðumaður Jarðborana ríkisins
1964-88.
Ísleifur vann mikið frumkvöðla-
starf við borun eftir jarðgufu og
heitu vatni víða um land til hitaveitu-
væðingar landsins. Bortækni þess
tíma var þróuð til olíuborana og
vann Ísleifur mikið frumkvöðlastarf
við að laga bortæknina að borun á
háhitasvæðum. Á þessum tíma varð
til mikil þekking hérlendis við beisl-
un jarðhita. Hann tók virkan þátt í
að flytja íslenska þekkingu í gufu-
borunum til útlanda þegar hann tók
að sér verkefni í El Salvador á veg-
um Sameinuðu þjóðanna 1968. Þar
þróaði hann nýja tækni til að vekja
háhitaborholur og fá þær til að
gjósa, en sú tækni er notuð um allan
heim fram til þessa dags.
Ísleifur var borverkfræðingur á
vegum Sameinuðu þjóðanna í El
Salvador 1968 og stjórnaði þá borun
á tveimur fyrstu gufuholum í Mið-
Ameríku. Hann skipulagði jarð-
hitarannsóknir á vegum SÞ í Tyrk-
landi 1970, framkvæmdastjóri á veg-
um SÞ við jarðhitarannsóknir í
Ísleifur Jónsson, fyrrv. forstöðum. Jarðborana ríkisins – 90 ára
Verkfræðingur Ísleifur Jónsson helgaði mestan hluta starfsævi sinnar jarðborunum víða um heim.
Veitti heiminum að-
gang að jarðhitanum
Strókur Ísleifur hannaði og sá um
smíði goshversins við Perluna.
Áshildur Eva Árnadóttir, Sunna Margrét Eggertsdóttir og Marín Mist
Albertsdóttir héldu tombólu við verslun Samkaup-Strax við Borgarbraut. Þær
söfnuðu með því 5.031 kr. sem þær styrktu Rauða krossinn með.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
YBX er ný kynslóð af
rafgeymum í bíla
g hf. | Sími 520 8000 | www.stilling.is | stilling@stilling.isStillin
Meðal
viðskipta-
vina
Yuasa
eru:
Hærra ka
ldræsi
og lengr
i ending