Morgunblaðið - 22.05.2017, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.05.2017, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2017 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú fyllist mikilli ferða- og ævintýraþrá á þessum árstíma. Þú sérð fram á skemmti- legt sumar með fjölskyldu og vinum. 20. apríl - 20. maí  Naut Taktu enga áhættu í dag og vertu þar sem þú finnur öryggi og frið. Þér finnst þú vera ófrjáls, en það er bara tímabundið ástand. Horfðu fram á veginn. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Hafðu samband við manneskju sem þú hefur hugsað hlýlega til upp á síðkastið. Þú veist hvað klukkan slær þegar vöðvabólgan ræðst á þig. Farðu í sund eða nudd. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú stendur frammi fyrir erfiðri ákvörð- un og mátt ekki efast um eigin dómgreind. Að hika er sama og að tapa. Skrifaðu hjá þér það sem þér dettur í hug, það getur nýst þér síðar. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er eitt og annað sem þú ert að velta fyrir þér þessa dagana en þér finnst þú ekki finna neitt svar. Settu það bara bak við eyrað, svarið kemur. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú hefur einsett þér að koma þinni skoðun á framfæri í dag. Einhver gengur á eftir þér með grasið í skónum. Gefðu viðkomandi tækifæri, það sakar ekki. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ef þú lætur verða af því að segja hug þinn muntu undrast hversu marga jábræður þú átt. Hamingjan felst í því að vera sátt/ur við það sem þú hefur. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert einstaklega frjó/r í hugsun í dag. Nú er að bretta upp ermarnar og drífa sig í að klára hlutina. Makinn er eitthvað dauf- ur í dálkinn, reyndu að hressa hann við. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Betur sjá augu en auga. Yfirmenn eru ánægir með það hvað þú ert úrræðagóð/ ur. Þú gerir hreint fyrir þínum dyrum í deilum við nágranna. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þið eigið ekki að láta aðra segja ykkur fyrir verkum um útlit og hegðun. Kann- aðu hvort gömul tækifæri standi enn til boða. Þér er hrósað og það gleður þig mjög. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það má auðveldlega skemmta sér án mikils tilkostnaðar. Reyndu að skrifa niður það sem þú vilt segja, þannig kemur þú skipu- lagi á hugann. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er í góðu lagi að þú gerir eitthvað fyrir sjálfa/n þig nú þegar þú hefur skilað af þér umfangsmiklu verkefni. Samstarf þitt við aðra er gott og þú hefur skemmtilega sýn á hlutina. Sigurlín Hermannsdóttir segir,að nú sé græna byltingin í al- gleymingi, – sér finnist alltaf jafn yndislegt að sjá blöðin breiða úr sér áður en meindýrin fara að ráð- ast á þau. „Laufblöð“ er heitið á ljóðinu: Loks hefur vorið vakið upp gróður af vetrarins þunga svefni. Laufið á trjánum lokkar það fram úr blaðgrænu byggingarefni. Glansandi skrúðið skýlir og fegrar skínandi blöðin ósnert engum þau sinna sjálf sig þau eiga í heilbrigði, ein og óskert. Í leynum enn liggja lýsnar sem naga, lirfur er blöðin klemma, illgjarnir sveppir og asparglyttur sem einungis þrá að skemma. Sólarhrings birtu svolgra þau í sig af sumarsins allsnægtarbrunni og njóta að mega nætur og daga helga sig hamingjunni. Rósssberg G. Snædal skrifar Vísnamál í Safnamál 1980. Þar segir frá því, að Húnvetninga- félagið á Akureyri hafi farið í skemmtiferð um Húnaþing. Í Sléttuhlíð var austan vatnsveður. Bjarni Jónsson úrsmiður frá Gröf orti: Þó um bretti, glugga og gler gangi slettuhríðin keyrðu létt, nú leiðist mér, ljót er Sléttuhlíðin Í Hrútafirði hrökk þessi upp úr Bjarna, vafalítið „rímsins vegna“: Allir grútar okkar lands eru í Hrútafirði, svo er útlit ekki hans eldhúsklúta virði. Einu sinni sem oftar var Bjarni erlendis í innkaupaferðum. Frá Zürich í Sviss sendi hann Rósberg þessa vísu á korti: Gleðinnar ég geng um dyr, guð veit hvar ég lendi. En ég hef verið fullur fyr og farist það vel úr hendi. „Bjarni var ekki líkur neinum öðrum manni, sem ég hef kynnst á lífsleiðinni,“ segir Rósberg. „Því sendi ég honum þessa vísu sjötug- um“: Léttar stökur láttu hvína, langt í burtu elli fældu. Aldrei bastu bagga þína böndum þeim, sem aðrir mældu. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Græna byltingin og Bjarni frá Gröf Í klípu BANKASKÓ LINN BANK ! BANK! BANK ! eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „SJÁÐU BARA! BÚÐIN HINUM MEGIN VIÐ GÖTUNA ER AÐ SELJA NÁKVÆMLEGA SAMA SJÓNAUKA Á FIMMTÁNHUNDRUÐKALLI MINNA.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að sitja við hlið veikra ástvina. ÉG ER VARÐ- HUNDUR UHHHHHH…HVAÐ ERTU AÐ VERJA? VOFF! VO VOFF! VO JÆJA, VERÐU ÞAÐ BARA ÁFRAM HORFÐU Á ÞAÐ ÞANNIG, HELGA. HAUSTLOFTIÐ ER FRÍSKANDI, ÞAÐ ER FALLEGT FULLT TUNGL, ÉG ER Á EYRNA- SNEPLUNUM OG BRÁÐUM KEMUR VETRARFRÍ! ÞRÍR AF FJÓRUM ER EKKI SLÆMT! Ferðamenn víða að úr veröld voru áSkólavörðuholti að morgni laugardags. Án þess að Íslendingar hafi veitt því neina sérstaka athygli er Hallgrímskirkja einn fjölsóttasti túristastaður landsins, en þangað koma hundruð þúsunda gesta á hverju ári. Það er skiljanlegt, kirkjan er glæsileg bygging á alla lund og fal- leg. Hljómburðurinn þar er ein- stakur og greina mátti lotningu í svip kirkjugesta þegar Björn Steinar Sól- bergsson lék á orgelið. Tónar þess fylltu út í hvert rými kirkjunnar og hugurinn hófst í hæðir. x x x Á morgunrölti sínu gekk Víkverjium Þingholtsstræti, Bókhlöðu- stíg og suður Laufásveginn. Skoðaði falleg hús og rifjaði upp ýmsan fróð- leik þeim viðvíkjandi. Varðliðinn sem stóð við bandaríska sendiráðið kink- aði kolli og brosti, ung móðir ýtti barnavagni á undan sér og mekt- armaður úr menningarlífi borg- arinnar stikaði stórum og var á hrað- ferð. Svo var tekið rölt um Fríkirkjuveg. Iðnaðarmenn voru að brasa við endurbætur á Thorsara- húsinu og á bakka Tjarnarinnar stóðu krakkar að gefa öndum brauð. x x x Tekinn var rúntur vestur í bæ ogfram á Ægisgarð. Danska varð- skipið Triton lá við kaja og dátar gættu að þyrlunni sem stóð á dekk- inu. Á bryggjunni var slæðingur af fólki sem beið eftir næstu lystisigl- ingu með hvalaskoðunarbát. Það er sjálfsagt skemmtilegt, þótt Víkverji hafi aldrei skilið til fulls hvað gerir hvalaskoðun að upplifun. x x x Annars er sumarfríið innan tíðarog fór því í þá ágætu búð Útivist og sport, sem nú hefur verið flutt suður á Smáratorg. Þar fást ljómandi góð fjallaföt og Víkverji splæsti í um- gang; buxur, vesti, brók og skó, eins og skáldið orti forðum. x x x Rúnturinn endaði í bókasafninu íGrafarvogi. Þar var slæðingur af fólki að ná í bækur, kannski krimma eða léttmeltar skáldsögur sem þykja góð sumarlesning. vikverji@mbl.is Víkverji Drottinn, Guð vor, hversu dýrlegt er nafn þitt um alla jörðina. Þú breiðir ljóma þinn yfir himininn. (Sálm. 8:2) DÖMUSKÓR SKECHERS EMPIRE DÖMUSKÓR MEÐ MEMORY FOAM INNLEGGI. STÆRÐIR 36-41 VERÐ 13.995

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.