Morgunblaðið - 31.05.2017, Side 10

Morgunblaðið - 31.05.2017, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2017 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 NÝTT NÝTT Verið velkomin Glæsilegt úrval af nýjum hlýra, stutterma og kverterma bolum í mörgum litum og gerðum. Kvartbuxur í þremur litum hvítt, beige og svart Stærðir S-XXXL Einnig peysur, ponsjó, túnikur, velúrgallar, töskur o.fl. Ísleifur Jónsson verk- fræðingur andaðist á Hrafnistu í Kópavogi 23. maí síðastliðinn, ní- ræður að aldri. Ísleifur fæddist á bænum Einlandi í Grindavík 22. maí 1927 og ólst upp í Þorkötlu- staðahverfinu. For- eldrar hans voru Jón Þórarinsson útvegs- bóndi á Einlandi og kona hans Katrín Ís- leifsdóttir húsmóðir. Ísleifur lauk stúd- entsprófi frá MA 1949, fyrrihlutaprófi í verkfræði við HÍ 1952 og M.Sc.-prófi í vélaverkfræði við Danmarks Tekniske Höjskole, Polyteknisk Læreanstalt í Kaup- mannahöfn árið 1955. Ísleifur helgaði mestan hluta starfsævi sinnar jarðborunum víða um heim. Hann var verkfræðingur hjá jarðhitadeild Orkustofnunar 1956-61, deildarverkfræðingur hjá Jarðborunum ríkisins 1961-69 og forstöðumaður Jarðborana ríkisins 1964-88. Ísleifur vann mikið frumkvöðla- starf við borun eftir jarðgufu og heitu vatni víða um land til hita- veituvæðingar landsins. Hann tók einnig virkan þátt í að flytja ís- lenska þekkingu í gufuborunum til útlanda þegar hann tók að sér verkefni víða um heim. Má þar nefna að hann stjórn- aði borun á fyrstu gufuholunum bæði í Afríku og Mið- Ameríku. Hann þróaði nýja tækni til að vekja háhitaborholur og fá þær til að gjósa. Árið 1963 vakti Ís- leifur Strokk í Hauka- dal til lífs með því að stjórna borun í botn hans niðri á 40 metra dýpi eftir að hann hafði stíflast og legið í dái sem gos- hver síðan í jarðskjálftunum 1896. Síðan þá hefur Strokkur gosið á nokkurra mínútna fresti og flestir ferðamenn sem til landsins koma sjá hverinn gjósa. Að auki liggja eftir Ísleif fjöl- margar greinar í Morgunblaðinu þar sem hann deildi þekkingu sinni og tók þátt í samfélagsumræðunni. Ísleifur Jónsson var tvíkvæntur. Hann lætur eftir sig fjögur börn, Katrínu, Jón Högna, Einar Braga og Bergstein Reyni, fósturdótturina Hönnu Margréti, barnabörn og barnabarnabörn. Útför hans verður gerð frá Frí- kirkjunni í Reykjavík föstudaginn 2. júní klukkan 13. Andlát Ísleifur Jónsson VIÐTAL Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is „Dýrðarljóminn sem umvefur starf flugfreyja er flókið fyrirbæri sem vandasamt er að henda reiður á.“ Þannig hefst ágrip MA-ritgerðar And- reu Eyland Sóleyjar- og Björgvins- dóttur í menningarstjórnun við Há- skólann á Bifröst. Ritgerðin ber heitið „Dýrðarljómi háloftanna“ og fjallar um flugfreyjuna og ímynd hennar í menningunni, en rannsóknar- spurningar Andreu voru hver væri ímynd flugfreyjunnar og hvort hún viðhéldi staðalímyndum um kvenleika. Enn fremur hvað flugfreyjum þætti um þessa ímynd og hvort hún væri í tengslum við raunverulegt starf þeirra. Andrea tók viðtöl við átta íslenskar flugfreyjur, bæði hjá Icelandair og Wow air, en hugmyndin að ritgerðinni kviknaði árið 2011. „Mig langaði að vita hvað í rauninni þætti svona merkilegt við starf flugfreyjunnar. Ég gaf mér þær forsendur að það væri einhver ákveðinn dýrðarljómi yfir þessu, því þetta er svo vinsælt,“ segir Andrea. „Það eru um 2.000 manns sem sækja um þetta hjá einu fyrir- tæki, en aðeins 200 sem fá starf. Þann- ig að í rauninni má segja að þetta sé eitt vinsælasta starf Íslands,“ segir Andrea. „Margir líta á þetta með stjörnublik í augunum eins og börn gera.“ Enginn glamúr í inniskóm Að sögn Andreu hefur einkennis- fatnaðurinn mikil áhrif á þessa að- dáun. ,,Búningurinn er náttúrlega mjög fallegur og er hannaður þannig að hann veki eftirtekt.“ „Það verður að viðurkennast að það var munur á svörum flugfreyja á milli fyrirtækja. Annað fyrirtækið hefur búning þar sem er til dæmis í boði að vera í buxum og lægri skóm. Það er hins vegar ekki í boði hjá hinu fyr- irtækinu og ég fann að það var ákveð- in óánægja með það,“ segir Andrea og bætir við að hjá öðru flugfélaginu sé meira álag á starfsmenn og meiri starfsmannavelta. „Þó að búningarnir séu kvenlegir geta þeir samt alveg verið þægilegir. Það á ekkert að skikka konur til þess að fara í pils til þess að vera teknar al- varlega.“ Andrea bætir þó við að mörgum flugfreyjum finnist gott að hafa þenn- an ákveðna ramma um útlit. „Þú átt bara að vera í þessum búning og hafa hárið á ákveðinn hátt eins og allar hin- ar. Þeim finnst þægilegt að vera í þessum ramma og þetta veitir ákveðið öryggi.“ Einn viðmælandi hennar orð- aði það þannig að henni fyndist leið- inlegt að hún væri ekki tekin alvarlega líkt og öryggisvörður og upplifði að sumir litu á hana sem heilalausa í há- hæluðum skóm. Annar viðmælandi Andreu sagði að glamúrinn væri bara rétt á meðan flugfreyjurnar gengu inn í vélina. „Svo um leið og við erum komin inn í vél er- um við komin með svuntu og erum í inniskóm. Það er enginn glamúr falinn í því að vera með svuntu, í inniskóm að ýta þungum vagni,“ segir Andrea. Andrea starfar sjálf sem flugfreyja hjá Icelandair í sumar. „Ætli það hafi ekki bara verið þessi dýrðarljómi,“ segir Andrea þegar hún er spurð hvað varð til þess að hún tók starfinu. „Mér líst bara rosa vel á þetta en þetta er hörkuvinna,“ segir Andrea, en hún á sex börn. Draumur hennar er þó að starfa að bættum hag kvenna og nefn- ir að draumastarfið væri fram- kvæmdastjóri UN Women. Kvenlegar og hugrakkar „Kvenleikinn er alltaf skilgreindur sem vanmáttur og óöryggi, en karl- mennska sem hugrekki og öryggi. Ég legg til í ritgerð minni að kvenleikinn verði endurskilgreindur. Flugfreyjur upplifa í raun þessi tvö starfsgildi. Það þarf bæði að vera þessi kvenlega þjón- ustustúlka og síðan að vera hugrakkur öryggisvörður þegar allt kemur til alls,“ segir Andrea, sem leggur mikla áherslu á að starfsstéttin sé ekki notuð sem söluvarningur. Gríðarleg ábyrgðarstaða „Niðurstöðurnar voru í rauninni á þann veg að dýrðarljóminn var búinn til árið 1930 og honum hefur verið við- haldið af flugfélögunum, markaðs- öflunum og flugfreyjunum sjálfum. Þessi dýrðarljómi er raunverulega ekki í tengslum við starfið sjálft,“ seg- ir Andrea og bætir við að mjög margir haldi að flugfreyjur séu á ofurháum launum og í stanslausu fríi. „Það er alls ekki þannig,“ segir hún. Andrea nefnir sérstaklega að mörg- um flugfreyjum finnist mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að flug- freyjurnar ráði um borð. „Það eru þær sem bera ábyrgð á því ef einhver veik- ist og einnig að passa að enginn kom- ist inn til flugmannanna og að sinna öllum farþegunum. Í þessu felst nátt- úrulega gríðarleg ábyrgð og alls konar púsluspil. Allir ætlast til þess að flugfreyjan bjargi þeim og þær þurfa ávallt að vera viðbúnar.“ Dýrðarljómi flugfreyjunnar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Flugfreyja Andrea Eyland Sóleyjar- og Björgvinsdóttir flugfreyja hefur nýlokið skrifum á MA-ritgerð í menningar- stjórnun við Háskólann á Bifröst. Ritgerð hennar er titluð „Dýrðarljómi háloftanna“.  Flugfreyjur þurfa bæði að vera kvenlegar þjónustustúlkur og hugrakkir öryggisverðir  Mjög vinsælt og eftirsótt starf  Mikil ábyrgðarstaða  Ritgerð um flugfreyjuna og ímynd hennar Morgunblaðið/Árni Sæberg Búningur Eitt af því sem viðheldur dýrðarljóma flugfreyjunnar er búning- urinn. Hér má sjá flugfreyjubúninga frá ýmsum tímum á 20. öldinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.