Morgunblaðið - 31.05.2017, Side 18

Morgunblaðið - 31.05.2017, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2017 Biðsalur eftir betra lífi FRÉTTASKÝRING Guðrún Hálfdándardóttir guna@mbl.is Hún er ellefu ára gömul og kemur frá Sýrlandi. Vegna stríðsins í heimalandinu gat hún ekki gengið í skóla í fjögur ár þrátt fyrir að þrá fátt jafn heitt og það að læra. Í tæpt ár hefur hún búið í Grikk- landi ásamt foreldrum sínum og þremur systkinum. Eldri bróðir hennar er kominn til Þýskalands og fjölskyldan hefur óskað eftir því að fá að sameinast honum þar. En biðin er löng og þau hafa verið flutt á milli flóttamannaskýla aftur og aftur þetta tæpa ár sem þau hafa dvalið í landinu. Á einhverjum stöðum hefur þessi unga stúlka getað sótt tíma í ensku og grísku en ekki hefur verið um hefðbundna skólagöngu að ræða. Loks kom að því að hún fékk tæki- færi til þess að sækja tíma ásamt fleiri börnum sem eru á flótta. Hún var alsæl og líkaði mjög vel við kennarann þrátt fyrir tungumála- erfiðleika. En eftir mánuð var fjölskyldunni tilkynnt að þau þyrftu að flytja eina ferðina enn og nú dvelja þau í allt öðrum landshluta. Hún fékk ekki einu sinni tækifæri til þess að kveðja kennarann sinn. 300 þúsund börn ein á flótta Þetta er meðal þess sem börn á flótta þurfa að ganga í gegnum. En þessi stúlka er samt sem áður hepp- in því hún er með fjölskyldu sinni, ólíkt mörgum öðrum börnum sem koma til Grikklands og Ítalíu. Alls voru 300 þúsund börn ein á flótta á árunum 2015 og 2016, sam- kvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Þau voru 66 þúsund tals- ins á árunum 2010 og 2011. Mörg þeirra barna sem koma til Ítalíu og Grikklands sjóleiðina eru ein á ferð því að börn flýja örbirgð líkt og full- orðnir og mikil hætta er á því að þau sem ekki eygja von um að fá hæli sem flóttamenn hverfi einfaldlega af yfirborði jarðar. Ekki er óalgengt að smyglarar tengist glæpahópum sem selja börn- in í vændi og þrælkun í Evrópu. Nýleg rannsókn leiðir í ljós að 75% allra ungmenna á aldrinum 14- 17 ára sem hafa komið til Ítalíu yfir Miðjarðarhafið með smyglurum hef- ur verið haldið gegn vilja sínum og þau látin vinna kauplaust meðan á flóttanum frá heimalandinu stóð. Glíma við margvíslegan vanda Þær Mariela Michailidou og Ka- terina Kitidi hjá UNICEF í Grikk- landi segja að samkvæmt grískum lögum eigi öll börn á aldrinum 5-15 ára rétt á skólagöngu og að allir skólar eigi að bjóða upp á nám fyrir börn með sérþarfir. En vegna efna- hagskreppunnar er þessu alls ekki svo farið og engin úrræði eru í boði í mörgum skólum, segir Kitidi við blaðamann Morgunblaðsins á Les- bos. Þar vísar hún til þess að stór hluti flóttabarna glímir við alls kon- ar erfiðleika enda ekki að ástæðu- lausu sem þau neyddust til þess að flýja heimalandið. Stríð, ofbeldi og hungur eru nánast daglegt brauð á heimaslóðum þeirra. Aldrei áður gengið í skóla „Mörg þeirra hafa aldrei notið skólagöngu, bæði vegna stríðsins í Sýrlandi og ástandsins í Afganistan og Pakistan,“ segir Kitidi, en UNICEF reynir að veita börnum og ungmennum á öllum aldri einhverja fræðslu. Í sumum tilvikum eru foreldrar barnanna vart af barnsaldri, en UNICEF hefur til að mynda stutt við bakið á flóttafjölskyldu þar sem móðirin og eiginkonan er 16 ára gömul en faðirinn og eiginmaðurinn tvítugur. Þau eiga sex mánaða gamalt barn AFP Skólabörn Reynt er að gæta þess að börn fái fræðslu í flóttamannabúðum en í sumum tilvikum dvelja þau aðeins skamma stund á hverjum stað. Niðurskurður í Grikklandi bitnar líka á þeim. Þetta eru bara börn  Mörg þeirra barna sem flýja til Evrópu eru ein á ferð eða hafa orðið viðskila við fjölskyldur  Þau hafa kannski þurft að bjarga sér sjálf í langan tíma og eiga oft erfitt með að fara að reglum sem gilda í búðum fyrir börn AFP Fjölskyldur Eitt það mikilvægasta er að gæta þess að foreldrar og börn séu ekki skilin að við komuna í land. Enda geta afleiðingar verið skelfilegar líkt og dæmin sýna og sanna.  SJÁ SÍÐU 20 Fjölmörg dæmi eru um að fjöl- skyldur á flótta hafi sundrast á leið- inni til Evrópu, stundum við kom- una til lands úr sjávarháska. Þórunn Ólafsdóttir, sem hefur starfað víða við hjálparstarf, segir að eitt af því mikilvægasta sem fólk verði að hafa í huga sé að gæta þess að sundra ekki fjölskyldum, sama á hverju dynur, því slíkt geti haft ófyrirséðar afleiðingar. Farzad, sem er átta ára og frá Afganistan, er dæmi um barn sem hefur upplifað þá skelfingu að verða viðskila við foreldra sína. Þrátt fyrir að aðeins hafi verið um stuttan tíma að ræða ber hann enn merki þess, tveimur árum síðar. Samkvæmt upplýsingum frá Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) hefur Farzad ekki sagt eitt einasta orð eftir að hann varð viðskila á flótta í blindbyl á landamærum Tyrklands árið 2015. Farzad dvelur í Kara Tepe- flóttamannabúðunum í Myrtilene á Lesbos með föður sínum og bróður. Að sögn föður hans varð drengurinn ekki viðskila við þau lengur en í 20 til 30 mínútur en hann glímir enn við afleiðingarnar. Farzad, faðir hans, Jalil, og bróð- ir hans, sem er 22 ára, Awalmir, eru í Kara Tepe en móðir Farzad, Uzma, og 18 ára gamall bróðir hans, Rafiq, eru komin til Þýska- lands. Þegar þau voru komin að landa- mærum Tyrklands Íransmegin í fylgd smyglara var veðrið mjög slæmt og lítið sem ekkert skyggni. Smyglararnir sem þau höfðu greitt fyrir að koma þeim til Tyrklands voru á vanbúnum bíl og gekk illa að halda honum á fjallveginum. Smyglarinn tilkynnti upp úr þurru að þau yrðu að yfirgefa bíl- inn, þar sem lögreglan væri á eftir þeim. Þegar þau komu út úr bílnum henti hann farangri þeirra út á eftir hópnum. Í glundroðanum varð fjöl- skyldan viðskila. Uzma og Rafiq fóru í eina átt en Farzad, faðir hans og Awalmir aðra. Vegna veikinda Jalil sóttist ferðin seint og þurfti Awalmir að bera föð- ur sinn í hríðinni. Skyndilega áttuðu þeir sig á að þeir höfðu týnt Farzad. Þeir sneru við og gáfu sig fram við lögregluna og urðu afar fegnir þegar kom í ljós að lögreglan hafði fundið Farzad. „Þennan dag hætti Farzad að tala,“ segir Jalil. Í leikskólanum í flóttamannabúðunum blandar hann ekki geði við önnur börn en fram að þessum afdrifaríka degi hafði ekk- ert amað að. Farzad var ósköp venjulegur drengur. Það tók fimm tilraunir fyrir þá að komast til Les- bos en mæðginin komust til Þýska- lands. Þar bíða þau eftir því að fjöl- skyldan fái að sameinast að nýju en það hefur ekki enn tekist. Hætti að tala eftir viðskilnað við foreldra AFP Aðskilnaður Farzad gengur í skóla fyrir börn með sérþarfir en ekki er vit- að hvort það er að skila árangri þar sem hann segir ekki eitt einasta orð.  Farzad varð viðskila við fjölskyldu sína í blindbyl á landamærum Tyrklands

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.