Morgunblaðið - 31.05.2017, Side 36

Morgunblaðið - 31.05.2017, Side 36
36 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2017 Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 hitataekni@hitataekni.is hitataekni.is ótorlokar ir allar stærðir kerfa. tum einnig boðið mótorloka llar algengustu gerðir loka frá öðrum framleiðendum. Gæðamótorlokar frá Sviss M fyr Ge á a Geimfarinn Thomas Pesquet frá Frakklandi ræddi í gær við fréttaveitu AFP, en hann er nú staddur um borð í alþjóðlegu geimstöðinni sem hringsólar á sporbraut um jörðu. Sagði hann áhorfendum meðal annars frá lífinu um borð í geimstöðinni og helstu verkefnum leiðangursins til þessa, en hann hefur t.a.m. þurft að sinna minniháttar viðhaldsaðgerðum og lagt á sig langar geimgöngur til að ljúka verkinu. Pesquet er væntanlegur aftur heim til jarðar 2. júní næst- komandi og hefur hann þá verið í geimstöðinni í um sex mánuði samfleytt. Í sjónvarpsviðtali á sporbraut um jörðu AFP Geimfarinn franski væntanlegur til jarðar fyrir helgi Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Um 30 eru látnir og rúmlega 100 særðir eftir tvær öflugar sprenging- ar í Bagdad, höfuðborg Írak. Í fyrri sprengingunni létust 16 almennir borgarar þegar sjálfsvígssprengju- maður sprengdi sig í loft upp við vin- sæla ísbúð, en seinni sprengingin kvað við þegar bílsprengja sprakk á brú. Þar létust minnst 11 manns. Að sögn fréttaveitu AFP hafa hryðjuverkasamtökin Ríki íslams lýst yfir ábyrgð á báðum ódæðum. Sá er sprengdi sprengju sína við ísbúðina er sagður hafa verið íraskur ríkisborgari og ók hann bifreið fullri af sprengiefni upp að versluninni, sem er í hverfinu Karrada í miðborg Bagdad. Minnst 16 eru sagðir hafa týnt lífi í árásinni og um 75 eru særð- ir, sumir hverjir lífshættulega. Gæti tala látinna því haldið áfram að hækka á næstu dögum. Öryggismyndavélar nærliggjandi verslana náðu atburðarásinni á myndband. Þar sést bifreiðinni ekið að ísbúðinni, þar sem hún springur í loft upp skömmu síðar. Þá sést einn- ig í myndavélunum þegar húsarústir og annað brak þeytist langar leiðir. Staðið með Írökum gegn illsku Brett McGurk, fyrrverandi sér- fræðingur Hvíta hússins í málefnum Ríkis íslams og núverandi ráðgjafi bandalagssveita, fordæmir árásirnar og segir bandalagsþjóðir standa með írösku þjóðinni. „Vígamenn Ríkis ísl- ams hafa nú gert árás á börn og fjöl- skyldur sem nutu þess að eiga sam- verustund í ísbúð. Við stöndum með Írökum gegn þessari illsku,“ ritaði McGurk í færslu á Twitter. Þá létust í þessu sama hverfi í fyrra yfir 320 manns í fjölmörgum árásum vígamanna Ríkis íslams. Sjálfsvígsárásir á íbúa Bagdad  Um 30 almennir borgarar eru sagðir hafa fallið í tveimur sprengingum í írösku höfuðborginni  Rúmlega 100 manns eru særðir, sumir hverjir lífshættulega  Önnur árásin gerð við vinsæla ísbúð AFP Vígvöllur Hart er nú barist um borgina Mosúl, norður af höfuðborginni. „Norður-Kórea hefur útbúið flaugina þannig að hún hef- ur nú nákvæmari stýribúnað. Það má því nota þessa skot- flaug til þess að granda skipum,“ segir Ju-Min Park, fréttamaður Reuters í Seúl í Suður-Kóreu, og vísar til þess þegar norðurkóreskar sveitir skutu á loft eldflaug við upphaf þessarar viku. Er það þriðja eldflaugatilraun ráðamanna í Pjongjang á jafnmörgum vikum. Norðanmenn hafa undanfarið lagt mikið kapp á til- raunir sínar og þróun á nákvæmari stýribúnaði til að beina flaugum sínum að hugsanlegu skotmarki. Park segir tilraunina á mánudag vera dæmi um slíka prófun. Kim Jong-un, leiðtogi landsins, segir tilraunina hafa verið mikilvægan lið í að þróa getu til að senda „Kön- unum stærri pakka“ og vísar þar til þróunar á lang- drægum kjarnavopnum sem hitt geta skotmörk í Banda- ríkjunum. Tilraunin liður í að senda „Könunum stærri pakka“  Norður-Kóreumenn þróa nákvæmari stýribúnað AFP Skotflaug Ríkisfréttastofan KCNA í Norður-Kóreu sendi þessa mynd af tilraunaskotinu í vikunni. Óttast er að minnst 16 hafi látið lífið og nærri 170 slasast í miklu óveðri sem gekk yfir Moskvu, höfuð- borg Rússlands. Breska ríkis- útvarpið (BBC) og CNN vestan- hafs greina frá því að mörg þúsund tré hafi rifnað upp með rótum eða brotnað í veður- ofsanum og fjölmargar byggingar hafi skemmst, en þetta er mann- skæðasta veður sem gengið hefur yfir þar í 100 ár. Mannskætt óveður gekk yfir höfuðborg Rússlands Kona gengur um stræti Moskvu. Þýska lögreglan hefur handtekið 17 ára gamlan hælisleitanda frá Sýrlandi sem sagður er hafa verið að skipu- leggja hryðjuverk í Berlín. Pilturinn var handtekinn í Uckermark, skammt frá hinu sögufræga Brandenborgarhliði í miðborg Berlínar. Breska ríkisútvarpið (BBC) greinir frá því að pilturinn hafi komið sem hælisleitandi til Þýskalands árið 2015. Hælisleitandi lagði á ráðin um hryðjuverk Maðurinn var hand- tekinn í Berlín. Í Mosúl-borg, sem finna má norður af írösku höfuðborginni Bagdad, eiga stjórnarhermenn í hörðum átökum við vígasveitir Ríkis íslams. Er einna harðast barist um vesturhluta borgar- innar og þurfa hermenn m.a. að takast á við leyniskyttur og -sprengjur. Líf og heilsa hundr- aða þúsunda íbúa er nú sagt vera í hættu vegna átakanna. Enn barist af mikilli hörku MOSÚL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.