Morgunblaðið - 31.05.2017, Side 26
26 FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2017
Höfum opnað glæsi
lega vefverslun casa.is
HÚSGÖGN GJA
FAVARA LJÓSA
BÚNAÐUR MO
TTUR LEIRTAU
O.M.FL
Glæsilegur bæklingur frá CASA
fylgir Morgunblaðinu í dag
FRÉTTASKÝRING
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
„Það er gríðarlega mikilvægt að al-
menningur, stofnanir og fyrirtæki
geri sér grein fyrir þeim miklu breyt-
ingum sem fram undan eru á per-
sónuverndarlöggjöfinni,“ segir Helga
Þórisdóttir, for-
stjóri Persónu-
verndar. Víð-
tækar nýjar
skyldur verða
lagðar á lögaðila,
fyrirtæki og hið
opinbera með
nýrri evrópskri
persónuvernd-
arlöggjöf. Leiða
má líkur að því að
flest fyrirtæki og
stofnanir vinni með persónuupplýs-
ingar af einhverju tagi og lagt er til að
ábyrgðaraðilar bretti upp ermar og
hefji strax undirbúning vegna gild-
istöku og framkvæmdar hinna nýju
reglna. Vernd persónuupplýsinga er
hluti af EES-samningnum og mun
löggjöfin því verða tekin upp í ís-
lenskan rétt.
Annars vegar er um að ræða Evr-
ópureglugerð um vernd einstaklinga í
tengslum við vinnslu persónuupplýs-
inga og frjálst flæði slíkra upplýsinga
og hins vegar löggæslutilskipun um
vernd einstaklinga í tengslum við
vinnslu persónuupplýsinga hjá lög-
gæslu- og dómsyfirvöldum.
Tímamótabreytingar
Um tímamótabreytingar er að
ræða, en þær eiga að tryggja öryggi í
þjónustu sem veitt er yfir netið og
veita fyrirtækjum réttarvissu með
skýrum og samræmdum reglum.
Evróputilskipun á sviði löggæslu og
refsivörslu muni tryggja öryggi og
vinnslu persónuupplýsinga ásamt því
að efla samvinnu löggæsluyfirvalda í
Evrópu í baráttunni gegn hryðju-
verkum og öðrum alvarlegum glæp-
um. Breytingarnar eiga að gagnast
öllum borgurum Evrópu og að ein-
staklingum verði veitt vald til að
þekkja rétt sinn svo þeir viti hvernig
unnt sé að verja þann rétt ef hann er
ekki virtur.
„Það þarf að klára að setja löggjöf-
ina inn í EES-samninginn og und-
irbúa íslenska löggjöf fyrir 18. maí á
næsta ári þegar reglurnar taka gildi á
EES-svæðinu.“segir Helga, en málið
mun þurfa þinglega meðferð. „Ef Ís-
land verður ekki tilbúið kemur það
niður á persónuvernd borgaranna. Ís-
lensk fyrirtæki sem eru að selja vörur
og þjónustu á EES-svæðinu gætu
farið að fá á sig sektir af fullum
þunga, í gegnum persónuvernd-
arstofnanir í Evrópu,“ heldur Helga
áfram.
Fáliðuð Persónuvernd
Hún segir að það sé vegna þess að
hægt verði að höfða persónuverndar-
brotamál þar sem einstaklingur býr
eða starfar eða þar sem ætlað brot er
framið. Persónuvernd aflar nú gagna
frá Hagstofunni um hversu mörg ís-
lensk fyrirtæki og stofnanir eiga
hagsmuna að gæta í þessu samhengi
á EES-svæðinu til að öðlast yfirsýn.
Persónuvernd er fáliðuð og því ekki
vel í stakk búin við að taka við aukn-
um verkefnum. Það gæti jafnframt
komið niður á starfsemi fyrirtækja og
stofnana með rekstrartapi eða -stöðv-
unum, þar sem þau þurfa samþykki
Persónuverndar fyrir því að stunda
vinnslu á persónugögnum, t.d. ef
skipt er um tækni eða tölvukerfi, eftir
gildistöku nýju reglnanna.
Persónuvernd hefur reynt að
kynna löggjöfina eftir fremsta megni
en verkefnastaða stofnunarinnar gef-
ur ekki lengur mikið svigrúm til þess,
segir Helga að lokum.
Víðtæk áhrif persónuverndar
Nýjar persónuverndarreglur taka gildi eftir ár Gríðarlegar breytingar sem snerta stofnanir
og fyrirtæki Réttarbót fyrir einstaklinga Friðhelgi einkalífsins hlýtur umtalsverða styrkingu
Helga
Þórisdóttir
Ný persónuverndarlöggjöf – fyrir lögaðila
Til að byrja með er mælt með því fyrir lögaðila að:
Hafa yfirsýn yfir hvaða persónu-
upplýsingar er unnið með.
Hverjar, hvaðan og lagalegur
grundvöllur er fyrir notkun þeirra.
Uppfylla kröfur núgildandi
laga nr. 77/2000 um
persónuvernd. Þeir sem
uppfylla þær nú þegar munu
eiga auðveldara með að uppfæra.
Mælt er með að kynna sér nýju
reglurnar mjög vandlega. Fylgist vel
með á vefsíðu Persónuverndar,
www.personuvernd.is.
Uppfæra verklags-
reglur. Farið yfir tölvukerfi,
verklag og -ferla, gerið
áætlun fyrir nauðsynlegar
breytingar.
Hvað er nýtt varðandi lögaðila í nýju reglunum?
Nýjar skyldur verða lagðar á alla
lögaðila.
Lögaðilar skulu hafa stefnu um
persónuvernd og aukin skylda verður
um fræðslu.
Lögaðilar skulumeta áhættu af vinnslu
persónuupplýsinga og mögulegar
afleiðingar.
Öll ný kerfi skulu hönnuð með það í huga
að hámarksáhersla sé á persónuvernd.
Skipa þarf persónuverndarfulltrúa eða
fá utanaðkomandi sérfræðing í
persónuvernd.
Reglurnar gilda einnig
um lögaðila utan EES
og ESB ef borgurum
svæðisins er boðin vara
og þjónusta af þeim.
Nýjar skyldur eru lagðar á aðila sem
vinna með persónuupplýsingar fyrir
hönd annarra.
Starfs- og faggreinar setji sér viðmið
um góða háttsemi í starfi varðandi
persónuvernd.
Allir lögaðilar þurfa að uppfylla nýjar
kröfur um viðbrögð við öryggisbresti.
Brot á reglunum geta varðað sektum upp
á allt að 4% af árlegri
heildarveltu.
Ný persónuverndarlöggjöf – fyrir almenning
Telji fólk að brotið hafi verið á réttindum
þess getur það leitað réttar síns með því að:
Senda Persónuvernd eða
sambærilegri eftirlitsstofnun
í búsetulandi eða í landinu þar
sem vinnsla upplýsinganna
fór fram erindi.
Bera ákvörðun vinnsluaðila persónu-
upplýsinganna eða persónuverndar-
stofnunarinnar undir dómstóla.
Fela samtökum eða stofnunum sem ekki
eru rekin í hagnaðarskyni að reka mál sitt
fyrir dómstólum og eftir atvikum taka við
skaðabótum.
Helstu nýjungar sem varða almenning í reglunum eru:
Hreyfanleiki persónuupplýsinga,
rétturinn til að flytja þær á milli.
Auknar kröfur um ótvírætt samþykki
fyrir vinnslu persónuupplýsinga.
Réttur til upplýsinga um vinnslu og
aðgangs að eigin persónuupplýsingum.
Börnum verður veitt sérstök vernd,
samþykkis foreldra verður krafist.
Einn afgreiðslustaður persónuverndar,
hvar sem ágreiningur kann að rísa.
Rétturinn „til að gleymast“
að ákveðnum skilyrðum
uppfylltum.
Lögaðilar skulu
tryggja réttindi
hins skráða,
að viðlögðum
sektum.
Hver fer að verða síðastur að und-
irbúa gildistöku nýrrar evrópskrar
reglugerðar um persónuvernd, sbr.
reglugerð Evrópuþingsins og -ráðs-
ins (ESB) 2016/679 frá 27. apríl
2016 um vernd einstaklinga í
tengslum við vinnslu persónu-
upplýsinga og um frjálsa miðlun
slíkra upplýsinga og niðurfellingu
tilskipunar 95/46/EB (almenna per-
sónuverndarreglugerðin), sem tekur
gildi eftir eitt ár, eða 25. maí 2018. Reglugerðin leggur miklar skyldur og
kostnað á lögaðila, annars vegar á EES svæðinu en einnig utan þess hjá
aðilum sem selja borgurum á svæðinu vörur og þjónustu. Almenningur
mun hins vegar njóta stóraukinnar réttarverndar gagnvart söfnun og
vinnslu á persónuupplýsingum sínum. Gert er ráð fyrir stórauknum um-
svifum persónuverndarstofnana víðs vegar á EES-svæðinu sem afleiðing
af þessum nýju reglum, við eftirlit, vottanir og afgreiðslu fyrirspurna og
mála, en á móti mun réttarvernd einstaklinga og réttarvissa lögaðila
aukast. Reglugerðin er í íslenskri þýðingu á www.personuvernd.is, en þar
er jafnframt að finna bæklinga og fleiri upplýsingar til gagns og fróðleiks
fyrir lögaðila og einstaklinga.
Nú er aðeins eitt ár til stefnu
EKKI LÁTA HJÁ LÍÐA AÐ HUGA AÐ PERSÓNUVERNDARREGLUM
Upplýsingar Á vef Persónuverndar er
að finna bæklinga um nýju reglurnar.
Landhelgisgæsla Íslands hlýtur
Fjörusteininn, umhverfisverðlaun
Faxaflóahafna sf., fyrir árið 2017.
Frá árinu 2007 hafa Faxaflóahafnir
tilnefnt fyrirtæki á hafnarsvæði
sínu, þ.e. Akranes, Borgarnes,
Grundartanga og Reykjavík, til um-
hverfisverðlauna. Verðlaunaafhend-
ingin fer fram á sama tíma og árs-
skýrsla fyrirtækisins er opinberuð.
Dagur B. Eggertsson, stjórnarfor-
maður Faxaflóahafna, afhenti Georg
Kr. Lárussyni, forstjóra Gæslunnar,
verðlaunin.
Landhelgisgæsla Íslands var
stofnuð 1. júlí 1926. Sama ár kom til
landsins gufuskipið Óðinn, sem var
fyrsta varðskipið sem smíðað var
fyrir Íslendinga. Skipið hafði að-
stöðu í þá tæplega 10 ára gömlu
Reykjavíkurhöfn og hefur Land-
helgisgæslan verið við höfnina alla
tíð síðan. Landhelgisgæslan hefur
staðið vörð um fiskimið þjóðarinnar,
unnið björgunarstörf og sinnt marg-
víslegum þjónustuverkum.
Um árabil hafa skip Landhelgis-
gæslunnar verið tengd rafmagni í
viðlegu þeirra í Reykjavík, segir í
frétt á heimasíðu Faxaflóahafna.
„Fyrirtækið var brautryðjandi í
notkun á hitaveituvatni til upphitun-
ar á skipum í höfn. Nokkuð sem fleiri
útgerðir hafa tekið upp síðan. Þann-
ig hefur Gæslan nýtt endurnýjan-
lega orku í stað jarðefnaeldsneytis
þegar varðskipin eru í heimahöfn.
Landhelgisgæslan hefur þannig ver-
ið öðrum til eftirbreytni. Svæðið er
ávallt vel hirt, enda mikið lagt upp úr
snyrtimennsku í kringum starfs-
stöðvar Landhelgisgæslunnar og vel
gengið um hafnarmannvirki. Ís-
lenska fánanum er flaggað við varð-
skýlið alla daga og er mikil prýði af
því,“ sðgir í fréttinni. Fyrirtækið sé
því vel að verðlaununum komið.
sisi@mbl.is
Hefur verið við
höfnina alla tíð
Landhelgisgæslan fær Fjörusteininn
Ljósmynd/Faxaflóahafnir
Verðlaun Gísli Gíslason, Georg Kr.
Lárusson og Dagur B. Eggertsson.