Morgunblaðið - 31.05.2017, Side 70
70 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2017
✝ Jón Jóhann-esson fæddist á
Ytri-Tungu á Tjör-
nesi 14. maí 1932.
Hann lést á Sjúkra-
húsinu á Akranesi
20. maí 2017.
Foreldrar hans
voru hjónin Jó-
hannes Jónson, f. 9.
júní 1903, d. 17.
ágúst 1993, og
Rannveig Krist-
jánsdóttir, f. 16. apríl 1900, d. 3.
nóvember 2000. Systkini Jóns
eru: Kristján, f. 28. júní 1933, d.
19. maí 1988, og Sigurbjörg
Hulda, f. 27. maí 1938, sérkenn-
ari í Kópavogi.
Jón kvæntist Jóhönnu Jens-
dóttur, f. 8. október 1937. Þau
júní 1983 og eiga þau þrjár dæt-
ur; Margréti Lilju, Katrínu Eir
og Elísabetu Unu. b) Edit, f. 28.
mars 1988, sambýlismaður
hennar er Davíð Reynir Stein-
grímsson, f. 10. nóvember 1984,
og eiga þau tvær dætur; Sögu
Dís og Heklu Maríu.
Jón fæddist og ólst upp á
Ytri-Tungu og Tunguvöllum á
Tjörnesi. Jón útskrifaðist sem
stúdent frá Menntaskólanum á
Akureyri 1952. Síðan lá leiðin í
læknanám við Háskóla Íslands,
þar sem hann útskrifaðist árið
1960. Jón starfaði m.a. sem hér-
aðslæknir í Búðardal til nokk-
urra ára en lengst af starfaði
hann sem læknir á lyflækninga-
deild á Sjúkrahúsi Akraness.
Jón var alla tíð mjög virkur fé-
lagi í Lionshreyfingunni.
Útför hans fer fram frá Akra-
neskirkju í dag, 31. maí 2017,
klukkan 13.
skildu. Jón og Jó-
hanna eignuðust
eina dóttur, Rann-
veigu Kristjönu, f.
8. maí 1967. Rann-
veig lést árið 2002.
Fóstursonur Jóns
er Ómar Örn Ragn-
arsson, f. 5. febrúar
1959,
framkvæmdastjóri
í Borgarnesi. Kona
hans er Guðrún Re-
bekka Kristjánsdóttir, f. 25. júlí
1959, kennari. Synir þeirra eru
Kristján Örn, f. 1. september
1997, og Gunnar Örn, f. 9. októ-
ber 2001. Börn Ómars með fyrri
sambýliskonu eru: a) Jón Örn, f.
31. júlí 1982, sambýliskona hans
er Harpa Gunnarsdóttir, f. 18.
Elskulegur tengdafaðir minn
og afi okkar hefur nú kvatt
þennan heim. Jón afi eins og
hann var alltaf kallaður var ekki
maður margra orða en það sem
hann sagði var vel ígrundað og
oft mátti greina skemmtilega
hnyttni í orðum hans. Hann var
vel lesinn, fullur af fróðleik og
fylgdist vel með. Hann hafði
yndi af því að vera úti í nátt-
úrunni við steinasöfnum og var
einnig mikill áhugamaður um
trjárækt. Jón afi var traustur,
yfirvegaður og fastur punktur í
lífi fjölskyldunnar. Hann fylgdist
vel með barnabörnum og barna-
barnabörnum og alltaf var hægt
að leita ráða hjá honum. Hann
var ávallt til staðar fyrir okkur
en svo mátti yfirleitt aldrei hafa
neitt fyrir honum. Minnisstæðar
eru sumarbústaðaferðir fjöl-
skyldunnar, ferðin til Kanaríeyja
og einnig hringferðin í kringum
landið árið 2010.
Þegar strákarnir voru yngri
var spennandi að koma í Furu-
grundina og skoða steinasafnið,
leika sér með stækkunarglerið,
glugga í alfræðibækurnar og fá
konfekt hjá afa. Oftar en ekki
leyfði Jón afi strákunum að velja
stein úr safninu áður en heim
var haldið.
Eins og fyrr hefur komið
fram var Jón mjög vel lesinn og
hafði mikið yndi af ljóðum. Þeg-
ar Ómar, sonur hans, hugðist
halda ljósmyndasýningu í Borg-
arnesi, þar sem meginviðfangs-
efnið voru norðurljósin, kom Jón
með þá tillögu að vera með til-
vitnun úr ljóðum íslenskra
skálda við hverja mynd. Ómar
greip þessa hugmynd á lofti og
fól pabba sínum að finna tilvitn-
anir við allar myndirnar og
vöktu þessar ljóðlínur með
myndunum athygli á sýningunni.
Jóns afa verður sárt saknað.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem)
Guðrún Rebekka
Kristjánsdóttir,
Kristján Örn Ómarsson,
Gunnar Örn Ómarsson.
Mér er bæði ljúft og skylt að
minnast Jóns Jóhannessonar
læknis sem var samstarfsmaður
minn á lyflækninga- og hjúkr-
unardeildum Sjúkrahússins á
Akranesi um 14 ára skeið. Áður
en ég réðst til starfa á sjúkra-
húsinu árið 1984 hafði ég, eins
og gengur, uppi nokkrar spurnir
um væntanlega vinnufélaga. Var
mér tjáð að traustasta stoðin í
læknahópnum væri maður sem
tranaði sér ekki fram hversdags,
væri reyndar yfirmáta hæglátur,
en sinnti starfi sínu af stakri yf-
irvegun og trúmennsku. Það
reyndist orð að sönnu. Ég áttaði
mig fljótt á því að Jón hafði mik-
ilvægan eiginleika til að bera
sem ekki er öllum læknum sjálf-
gefinn, nefnilega óvenjuhaldgóða
klíníska dómgreind. Sjúkrasaga
og skoðun lögðu ævinlega grunn
að rökréttum rannsóknum en
sjúkdómsgreiningu og meðferð-
aráætlun kom Jón til skila í da-
gálum sem hann ritaði á þing-
eyskri átthagaíslensku, án
málalenginga. Læknakandídöt-
um reyndist hann góður leið-
beinandi og aðstandendur gátu
ávallt gengið að honum vísum til
upplýsinga um heilsu og horfur
ástvina sinna. Eðli málsins sam-
kvæmt gátu verið skiptar skoð-
anir í hópi okkar lækna í um-
ræðum um ýmis málefni, fagleg
og annars eðlis. Meðfædd hóg-
værð Jóns olli því að við slíkar
aðstæður var hætt við því að
þeir sem háværari voru hefðu
síðasta orðið sem ekki er endi-
lega affarasælast. Mér lærðist
þó fljótt að lesa afstöðu Jóns til
manna og málefna úr svipbrigð-
um hans. Þætti honum máli hall-
að kipraði hann munnvik lítil-
lega, en gengi alveg fram af
honum, lagði hann kollhúfur á
sinn sérstaka máta. Þá var tíma-
bært að kalla eftir áliti hans.
Við Jón áttum farsælt sam-
starf þau 14 ár sem ég starfaði á
sjúkrahúsinu á Akranesi og í
raun bar aldrei á það skugga.
Hann helgað stofnuninni lung-
ann úr starfsævi sinni og ég hef
aldrei efast um að sú ráðstöfun
hafi verið báðum aðilum giftu-
drjúg. Ekki veit ég hvort Jón
trúði á annað líf eftir þetta en
eins og aðrir ágætir menn lifir
hann áfram í hugum okkar sem
áttum þess kost að kynnast hon-
um. Þau kynni ber að þakka.
Ari Jóhannesson.
Látinn er félagi okkar í
Lionsklúbbi Akraness, Jón Jó-
hannesson. Jón gekk til liðs við
Lionsklúbb Akraness 2. septem-
ber 1971 og hefur því verið fé-
lagi í klúbbnum í tæp 46 ár. Áð-
ur var hann félagi í Lionsklúbbi
Búðardals. Jón var meðstjórn-
andi í stjórn klúbbsins starfsárið
1975 – 1976. Eftir það starfaði
hann í ýmsum nefndum og verk-
efnum á vegum klúbbsins. Hann
var vímuvarnafulltrúi, í nefnd
um málefni aldraðra, starfaði í
líknarsjóði og í skemmtinefnd
klúbbsins. Þá var hann formaður
Sight-first-nefndar og formaður
fjáröflunarnefndar.
Lengst af starfaði hann í
stjórn áhaldakaupasjóðs klúbbs-
ins og lengi sem formaður.
Áhaldakaupasjóðurinn veitir ár-
lega fé til tækjakaupa til styrkt-
ar starfsemi Sjúkrahússins á
Akranesi, nú Heilbrigðisstofnun-
ar Vesturlands. Jón var mjög
áfram um að við í Lionsklúbbn-
um stæðum okkar plikt í því
máli á hverju ári og var hann
fastur fyrir í þeim efnum. Jón
var útnefndur Melvin Jones-fé-
lagi af klúbbnum þann 11. mars
1994 og var vel að þeirri æðstu
viðurkenningu Lionshreyfingar-
innar kominn. Hann fór ekki
fram með hávaða og látum í
störfum sínum fyrir klúbbinn en
vann sín verk af skyldurækni og
trúmennsku. Í þau rúmlega 20
ár, sem ég átti samleið með
honum í klúbbnum, mátti ganga
að því vísu að Jón myndi mæta
á alla fundi, í ferðalög og þær
skemmtanir sem klúbburinn
stóð fyrir. Fyrir tæpum 20 ár-
um hætti Lionsklúbburinn að
selja ljósaperur og fór þess í
stað vinna við útleigu á ljósa-
krossum í kirkjugarðinum, og
síðar að sjá um útleiguna. Jón
var alltaf með fyrstu mönnum
að mæta í það verkefni og var
mjög áhugasamur um gang
þess.
Þá mætti hann alltaf þegar
klúbburinn aðstoðaði Íþrótta-
félagið Þjót við framkvæmd
boccia-móta. Það var einungis
síðasta haust að Jón mætti ekki,
enda heilsan farin að bila og var
sérstaklega tekið eftir því að
hann vantaði í hópinn. Að leið-
arlokum kveðjum við félagar í
Lionsklúbbi Akraness Jón með
söknuði og þökkum honum fyrir
allar samverustundirnar og
hans vinnu við framgang
klúbbsins og verkefna hans. Við
sendum fjölskyldu Jóns okkar
dýpstu samúðarkveðjur á
kveðjustund.
F.h. Lionsklúbbs Akraness,
Benjamín Jósefsson.
Jón Jóhannesson
✝ Haukur LeifsHauksson,
bakarameistari,
fæddist i Reykja-
vík 3. mars 1964.
Hann varð bráð-
kvaddur á heimili
sínu í St. Johns,
Nýfundnalandi,
22. maí 2017. For-
eldrar hans voru
bakarahjónin
Haukur Leifs
Friðriksson og Kristín Jóna
Benediktsdóttir, bæði látin.
Systkini Hauks eru þau Guð-
laug Hauksdóttir, Konstantín
Hauksson og Smári Hauksson,
öll búsett i Danmörku.
Haukur kvæntist eftirlif-
andi eiginkonu sinni, Aðal-
björgu Sigurþórsdóttur, 8.
ágúst 2008.
Haukur lætur
eftir sig fjögur
börn, Söndru
Leifs Hauksdótt-
ur, f. 1991, unn-
usti hennar er Vil-
hjálmur Roe og
sonur þeirra Vil-
hjálmur Haukur
Leifs Roe, f. 2011.
Smára Níelsson, f.
1998. Gabríel
Leifs Hauksson, f. 2007, og
Patrick Leifs Hauksson, f.
2012.
Haukur lærði bakaraiðn hjá
bróður sínum Konstantín í
Grensásbakaríi í Garðabæ.
Haukur lærði einnig konditorí
frá Konditorfagskolen í
Ringsted, Danmörku, 1984.
Síðar vann hann með föður
sínum í Borgarbakaríi
Reykjavík, sem hann seinna
yfirtók sem heildsölubakarí.
Á árunum 2003-2005 fluttist
Haukur ásamt fjölskyldu sinni
til Spánar þar sem hann og
eiginkona hans ráku Íslend-
ingabar. Svo fluttist Haukur
aftur til Íslands og vann ýmis
störf, m.a. sem dagfaðir, en
árið 2009 fluttist hann til
Noregs í eitt ár þar sem hann
starfaði við bakstur. Þegar
hann kom til Íslands tók hann
sér margt fyrir hendur og
vann m.a. sem sölumaður,
kokkur í mötuneytum og
stofnaði fyrirtækið Veislutert-
ur. Árið 2013 flutti Haukur
ásamt fjölskyldu sinni til St.
Johns þar sem hann stofnaði
fyrirtækið Volcano Bakery í
ágúst 2016 sem hefur notið
mikilla vinsælda þar. Haukur
var einn af stofnendum
Konditorsambands Íslands.
Útför hans fór fram 27. maí
2017 í St. Johns.
Þegar okkur barst sú sorgar-
frétt á mánudagsmorguninn að
hann bróðir okkar væri látinn,
meira að segja sá yngsti i hópn-
um – þá stoppaði allt. Allt varð á
augnabliki einskisnýtt – af hverju
hann? Sá yngsti – þessu er erfitt
að trúa, þetta er svo ósanngjarnt
– í blóma lífsins. Frá yndislegri
eiginkonu sem var honum allt,
hans besti vinur og hún honum,
fjórum börnum, þar af tveimur
kornungum drengjum og litla
Villa Hauk, fyrsta barnabarninu.
Það eru svo margar minningar
sem koma upp í hugann. Hann
bróðir okkar var bakari af lífi og
sál og lifði og andaði fyrir það
handverk allt sitt líf. Orð segja
ekkert þegar svona stendur á –
já, hvað á að segja?
Elsku litli bróðir, við þökkum
þér þær samverustundir sem við
áttum saman og það sem þú hef-
ur gefið okkur í gegnum tíðina.
Guð fylgi þér á nýjum brautum,
vinur.
Elsku Bogga okkar, Sandra,
Smári, Gabríel, Patrick og Villi
Haukur ásamt öðrum aðstand-
endum, við biðjum algóðan Guð
að styrkja ykkur og styðja í ykk-
ar stóru sorg.
Guðlaug Hauksdóttir,
Konstantín Hauksson
og Smári Hauksson,
Danmörku.
Mánudagsmorgunn byrjaði
eins og allir aðrir dagar ... það
breyttist þó allskyndilega við
upphringingu frá Nýfundnalandi,
svilkona mín, hún Bogga, var í
símanum ... hann Haukur fékk
hjartaáfall, sagði hún, ég náði að
spyrja hvort það væri alvarlegt
… Silla, hann er dáinn …
Lífið stöðvaðist á augnablik-
inu. Við erum að tala um hann
Hauk „litla“ mág minn.
Þú varst bara ellefu ára þegar
ég kom inn í fjölskylduna á
Grensásvegi 26 og ég sextán ára.
Ég var nýbúin í starfskynningu á
hárgreiðslustofu og var með
þessar líka flottu strípur, að eigin
mati. Þegar þú sást mig hljópstu
gargandi upp á loft til mömmu
þinnar. Mamma, mamma hún er
gráhærð. Þú komst þó fljótt yfir
sjokkið og urðum við bestu vinir.
Á þessum árum vorum við meira
eins og systkini, áttum til að
hrella stóra bróður þinn og höfð-
um bæði gaman af. Tíminn leið og
við vorum upptekin við barna-
uppeldi, Smári og ég, en þú varst
kominn á þann aldur að þú varst
farinn að djamma með vinunum,
þá var eins og við værum komin
með ungling á heimilið, þú komst
oft með föt sem aðeins þurfti að
laga, þegar ég spurði hvað eig-
inlega hefði gerst, þá var svarið
alltaf: Silla, veistu hvað, ég veit
það ekki, fötin vöknuðu bara
svona. Þessi grallaraár gengu
líka yfir og þú varðst að ungum
manni, lærðir bakstur og yfir-
tókst bakaríið af tengdapabba.
Þá snerust hlutverkin við og nú
varðst þú hjálparuppalandi að
börnunum okkar Smára, okkar
þrjú elstu unnu öll hjá þér og litu
upp til þín sem eigin föður. Síð-
asta árið, áður en við fluttum til
Danmerkur, var ég svo heppin að
vinna á skrifstofunni hjá þér og
áttum við mörg góð samtöl um líf-
ið og tilveruna og er ég mjög
þakklát fyrir þetta ár, því það gaf
mér tækifæri á að kynnast þér
sem föður, hlutverk sem var þér
jafnstórt og baksturinn. Síðan
eru meira en sautján ár og mikið
vatn runnið til sjávar og sam-
bandið ekki verið jafnmikið
vegna fjarlægðar. En þegar þú
giftist henni Boggu þinni, þínum
besta vini og stóru ástinni þinni
2008, vorum við svo heppin að
vera til staðar á yndislegum degi.
Þessi heimsókn gerði það líka að
verkum að við komumst í betra
samband við Söndru þína, sem
síðan hefur haldist. Boggu þinni
náði ég líka að kynnast aðeins
betur, bara það að sjá hvernig þú
horfðir á hana, þá vissi ég að
þetta var stóra ástin þín, mikið
var ég sæl og ánægð eftir þessa
heimsókn, nú var hann Haukur
minn „litli“ mágur í góðum hönd-
um.
Elsku vinurinn minn, við erum
sundurtætt af sársauka og sorg,
þó ekkert miðað við fjölskylduna
þína á Nýfundnalandi. Hjartans
þakkir fyrir allt, vinurinn minn,
og allar þær góðu minningar sem
við eigum um stórkostlegan
dreng, dugnaðarfork sem aldrei
gafst upp, við erum svo stolt af
öllu því sem þú hefur áorkað.
Stoltust þó af að hafa þekkt þenn-
an góða mann sem þú varst.
Elsku Bogga mín, Sandra,
Smári, Gabríel, Patric, Villi
Haukur og aðrir aðstandendur,
ég finn óskaplega mikið til með
ykkur og bið góðan Guð að bera
ykkur í gegnum þessa stóru sorg.
Sigurlaug Maren Óla-
dóttir, Danmörku.
Síðasta mánudag fengum við
að finna fyrir því, hvernig lífið
getur breyst á augnabliki.
Hversu sárt og ósanngjarnt það
getur verið.
Haukur frændi varð bráð-
kvaddur á heimili sínu í St. Johńs,
einungis 53 ára. Hér stöndum við
lömuð af sársauka á meðan minn-
ingarnar flæða yfir okkur. Hann
var frábær maður í alla staði.
Þegar við vorum börn var hann
eins og stóri bróðir okkar. Seinna
var hann okkur sem okkar eigin
faðir og hann kom fram við okkur
sem hans eigin börn. Heimilið á
Grensásvegi var okkar annað
heimili og það var alltaf mikil-
vægt fyrir Hauk að við létum eins
við værum heima hjá okkur. Við
eigum margar yndislegar minn-
ingar úr bakaríinu, þar sem flest
okkar tóku sín fyrstu skref á
vinnumarkaði. Haukur var alltaf
tilbúinn að miðla frá sér og kenna
okkur kúnstina sem var honum
svo kær. Hann var algjör húm-
oristi, alltaf tilbúinn með brand-
ara og oftast hló hann hæst, með
svona líka smitandi hlátri.
Haukur frændi var mikill fjöl-
skyldumaður, hann var svo stolt-
ur af öllum börnunum sínum og
gleðin skein úr augum hans þeg-
ar við vorum öll saman komin.
Þegar hann varð afi varð stoltið
enn meira. Á seinni árum höfum
við búið hvert í sínu landi og hist
allt of sjaldan, en þau skipti sem
við hittumst var eins og ekki
hefði liðið dagur síðan síðast. Það
var alltaf jafngaman og við fund-
um vel hversu velkomin við vor-
um hjá honum og Boggu. Þótt
makar okkar töluðu ekki íslensku
þá leiddist þeim aldrei – aldrei í
nærveru hans, því þau skildu
brandarana og hláturinn var ekki
til að misskilja. Hann gerði alltaf
allt til að allir hefðu það gott í
kringum hann. Haukur var mað-
ur sem þorði að hugsa stórt, hann
lét ekki við hugsunina eina sitja,
hann lét líka verða af hlutunum.
Síðasti draumurinn sem rættist
var opnun bakarís í St. Johńs
með henni Boggu sinni, sem allt-
af stóð við hlið hans eins og klett-
ur. Hann var bakari fram í fing-
urgóma og var allt sitt líf.
Haukur frændi mun lifa í
minningum okkar um ókomin ár
og við munum aldrei gleyma
þessum góða manni.
Elsku Bogga okkar, Sandra,
Smári, Gabríel og Patric, mikið
vildum við geta verið nær ykkur á
þessum erfiðu tímum. Okkar
dýpstu samúðarkveðjur til að-
standenda allra.
Haukur Friðrik Smára-
son, Guðlaug Kristín
Smáradóttir, Þórey Ósk
Smáradóttir og Guðjón
Óskar Smárason, frænd-
systkini í Danmörku.
Haukur Leifs
Hauksson
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Minningargreinar