Morgunblaðið - 31.05.2017, Side 82

Morgunblaðið - 31.05.2017, Side 82
Morgunblaðið/Kristinn Stjóri Rúnar Helgi Vignisson, dósent í ritlist við Háskóla Íslands og fulltrúi Íslendinga í alþjóðlegri ráðstefnustjórn NonFictionNOW-ráðstefnunnar. VIÐTAL Þorgerður A. Gunnarsdóttir thorgerdur@mbl.is „Við erum mjög stolt af því að vera fyrsta Evrópulandið sem tekur við ráðstefnunni sem er ein helsta ráð- stefnan í þessum geira bókmennt- anna,“ segir Rúnar Helgi Vignis- son, dósent í ritlist við Háskóla Íslands og fulltrúi Íslendinga í alþjóðlegri ráðstefnustjórn Non- FictionNOW-ráðstefnunnar sem fer fram í Háskóla Íslands og Hörpu dagana 1. til 4. júní. NonFictionNOW-ráðstefnan er helguð óskálduðu efni af öllum toga og var stofnuð af Robin Hem- ley í Bandaríkjunum árið 2005 og hefur að jafnaði verið haldin annað hvert ár. Von er á um 400 ráðstefnugest- um að utan en spurður að því hvernig það hafi komið til að þessi stóra ráðstefna yrði haldin hér á landi segir Rúnar það vera sam- bland af tilviljunum og tengslum. Tengsl og tilviljanir „Við buðum Hemley, stofnanda ráðstefnunnar, að vera lykil- fyrirlesari á ráðstefnunni Art in Translation sem fór fram í Háskóla Íslands fyrir nokkrum árum. Eitt leiddi af öðru og ég fór í kjölfarið á NonFictionNOW-ráðstefnuna í Melbourne í Ástralíu 2012,“ segir Rúnar. Hann segir að hugmyndin um að halda ráðstefnuna hér á landi hafi komið frá Hemley og að þau hafi strax sagt já við því. „Háskóli Ís- lands hýsir ráðstefnuna en hún er bæði fjármögnuð hér heima og að utan,“ segir Rúnar. Hann segir okkur Íslendinga ekki eiga viðurkennt orð yfir „non- fiction“ en sjálfur notar hann ann- aðhvort sannsögulegt eða óskáldað. „Um sannsögur er svo að ræða þegar aðferðum skálskaparins er beitt við að miðla sannsögulegu efni,“ segir Rúnar. Bókmenntaform í hraðri þróun „Mér fannst líka að við þyrftum að auka umræðu hérna á Íslandi um þetta bókmenntaform sem hef- ur notið sívaxandi vinsælda erlendis og er í hraðri þróun, ekki síst vegna þess að menn eru orðnir flinkari við að nýta aðferðir skáld- skaparins til þess að miðla sann- sögulegu efni og gera með því alls- konar efni aðgengilegra og skemmtilegra fyrir lesandann,“ segir Rúnar og bætir því við að vís- indamenn séu í auknum mæli að nýta sér þessa leið til þess að ná til almennings með rannsóknir sínar. Honum skilst að í Bandaríkj- unum sé nú orðið mun auðveldara að koma svona sannsögu á fram- færi heldur en skáldsögum. „Áhug- inn er mikill á efni af þessu tagi og mér fannst við ekki ennþá vita nógu mikið um þetta hérna heima og vildi fá umræðuna hingað. Á ráðstefnunni verður rætt um nán- ast allt sem fólki dettur í hug sem tengist þessu efni,“ segir Rúnar og nefnir meðal annars ævisögur, ferðahandbækur og allskyns til- raunir: „Fólk er til dæmis að prófa að borða einhvern ákveðinn mat í ákveðinn tíma eða að klæða sig upp sem hitt kynið og skrifa síðan bók um það.“ Ráðstefnan opin öllum Rúnar segir að mikill undirbún- ingur liggi á bak við svona ráð- stefnu. Hann situr í alþjóðlegri ráð- stefnustjórn fyrir hönd Íslands og svo koma að skipulagningunni auk hans tveir aðrir kennarar úr HÍ auk verkefnastjóra. Eins og áður sagði er búist við um 400 ráðstefnugestum að utan en selt verður sérstaklega inn á aðal- fyrirlestrana þrjá sem fram fara í Hörpu og reiknar Rúnar með því að margir Íslendingar muni nýta sér þann ódýra valkost. „Allir sem hafa áhuga geta keypt sér ráð- stefnupassa. Þá er enn hægt að nálgast í gegnum vefsíðu ráðstefn- unnar,“ segir hann. „Við gerum okkur líka far um að kynna svolítið hvað hefur verið að gerast hérna heima á þessu sviði. Ráðstefnan hefst á málstofu um Draumaland Andra Snæs og í kjöl- farið verður myndin sem byggð er á bókinni sýnd. Íslenskir höfundar munu vera með upplestra samhliða erlendum kollegum sínum og svo fá nemar í ritlist líka að sýna sig þarna,“ segir Rúnar, en hann stýrir námi í ritlist við Háskóla Íslands. Stærstu nöfnin í geiranum Að sögn Rúnars verða á ráð- stefnunni margir þekktir rithöf- undar þó að við höfum ekki heyrt mikið um þá alla hér heima. Hann telur Norðmanninn Karl Ove Knausgård vera stærsta nafnið að þessu sinni. „Hann hefur vakið gríðarlega athygli fyrir sjálfs- ævisögur sínar sem komið hafa út í sex bindum. Þar segir hann ótrú- lega nákvæmlega frá sínu hvers- dagslífi með aðferðum skáldsög- unnar. Hann hefur verið mikið á milli tannanna á fólki og er þegar farinn að hafa áhrif á aðra höfunda vítt og breitt um heiminn. Hann er jafnframt mjög umdeildur, sér- staklega í Skandinavíu, og sumir ku vera svolítið sárir sem koma fyrir í bókunum hans,“ segir Rúnar um Knausgård, sem er einn fyrirles- aranna í Hörpu. Hinir fyrirlesararnir í Hörpu eru bandarísku rithöfundarnir Wayne Koestenbaum og Aisha Sabatini Sloan. Hann segir Koestenbaum vera ólíkindatólið í hópnum að því leyti að hann virðist oft fara út fyrir rammann í viðfangsefnum sínum, sem megi sjá á titlum bóka hans eins og The Queen’s Throat: Opera, Homosexuality, and the Mystery of Desire og Cleavage: Essays on Sex, Stars, and Aesthetics. Fjallaði um Ísland eftir hrun Fulltrúi unga fólksins er svo Slo- an. „Hún er rísandi stjarna. Hún hefur aðeins gefið út eina bók en það er væntanleg frá henni önnur bók og Sloan er strax búin að fá verðlaun fyrir hana þó bókin sé ekki komin út,“ segir Rúnar og bætir því við að Sloan skrifi tals- vert um samskipti kynþáttanna og að það ætti að vera mjög hressandi að hlusta á hana. Rúnar hefur sjálfur góða reynslu af ráðstefnunni en að hans sögn fékk hann það skemmtilega hlut- verk að fjalla um Ísland eftir hrun á opnunarkvöldi ráðstefnunnar í Melbourne í Ástralíu árið 2012. „Ráðstefnan var vel heppnuð og þetta var mjög eftirminnileg upp- lifun fyrir mig,“ segir Rúnar að lok- um. Miklir möguleikar á sviði óskáldaðra bókmennta Rísandi stjarna Aisha Sabatini Sloan skrifar talsvert um samskipti kynþáttanna. Umdeildur Norðmaðurinn Karl Ove Knausgård hefur gefið út sjálfsævisögu sína í sex bindum. Ólíkindatól Wayne Koestenbaum virðist oft fara út fyrir rammann í viðfangsefnum sínum.  Búist er við yfir 400 gestum á ráðstefnuna NonFictionNOW sem fram fer í HÍ og í Hörpu  Auka þarf umræðu um bókmenntaformið sem nýtur sívaxandi vinsælda úti í heimi 82 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2017 Nú er Hreyfivika UMFÍ og þá minnum við á mikilvægi þess að hreyfa sig reglulega. Þú þarft ekki að ganga á Hvannadalshnjúk eða hlaupa heilt maraþon, við hvetjum þig til að stunda hreyfingu sem hentar þér. GANGA, HLAUPA EÐA DANSA, LÁTTU BARA VAÐA – OG NJÓTTU ÞESS! HREYFIVIKA UMFÍ - 29.05-04.06 #miNhREyFinG HrEYfuM OkKur HrEYfiVIka.Is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.