Morgunblaðið - 31.05.2017, Side 28
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Vetrarákoma á Hofsjökul var í vetur
um 20% meiri en veturinn 2015-2016.
Hún reyndist vera mjög nálægt
meðallagi frá upphafi mælinga árið
1988.
Þrír starfsmenn Veðurstofu Ís-
lands mældu vetrarákomu á Hofs-
jökul dagana 29. apríl-6. maí síðastlið-
inn. Að þessu
sinni var um tíma-
mótaleiðangur að
ræða því nú var
farið til mælinga á
þykkt vetrar-
snævar á jökl-
inum í þrítugasta
sinn. Oft er miðað
við 30 ára með-
altöl í veðurfars-
og vatnafræði-
rannsóknum og
einnig þegar kannaðar eru langtíma-
breytingar á afkomu jökla, sam-
kvæmt upplýsingum Þorsteins
Þorsteinssonar, sérfræðings í
jöklarannsóknum hjá Veðurstofu Ís-
lands. Þorsteinn var leiðangursstjóri í
vorferðinni á Hofsjökul á dögunum.
Með honum í för voru Bergur Ein-
arsson jarðeðlisfræðingur og Vil-
hjálmur Kjartansson tæknimaður.
Mæliröðin frá Hofsjökli er sú
fyrsta hér á landi sem nær 30 ára
tímalengd og er þá átt við ársafkomu-
röðina reiknaða út frá vetrarákomu
og sumarleysingu. Vetrarákoma í
Grímsvötnum hefur hins vegar verið
mæld á vegum Jöklarannsókna-
félagsins frá árinu 1951.
Vatnamælingar Orkustofnunar
hófu mælingarnar á Hofsjökli árið
1988 og fyrsta árið var eingöngu
mælt á norðanverðum jöklinum, á ísa-
sviði sem kennt er við Sátujökul og
nær yfir tæp 10% af flatarmáli Hofs-
jökuls. Frá árinu 1989 hefur einnig
verið mælt á Þjórsárjökli og Blá-
gnípujökli og ná þessi þrjú ísasvið
samtals yfir um 40% af flatarmáli jök-
ulsins. Mælingarnar fluttust til Veð-
urstofu Íslands við sameiningu Veð-
urstofunnar og Vatnamælinga árið
2009.
Ísasviðin á Hofsjökli, þar sem
vetrarákoma og sumarleysing hefur
verið mæld í þrjá áratugi, eru sem
fyrr segir þrjú. Þau má sjá á með-
fylgjandi korti. Flatarmál Blágnípu-
jökuls er nú um 50 ferkílómetrar,
Sátujökuls um 74 km2 og Þjórsár-
jökuls um 212 km2. Flatarmál Hofs-
jökuls alls er nú um 825 ferkílómetrar
en áætlað er að flatarmálið hafi verið
rúmlega 1000 km2 við lok litlu ísaldar
um 1890.
Snjóalög voru að þessu sinni í
meðallagi á jöklinum, að sögn Þor-
steins. Mest voru þau á suðvestur-
hlutanum en minnst á honum norðan-
verðum. Snjólétt var norðan
Hofsjökuls við vetrarlok en allmikill
snjór sunnan jökulsins, einkum
kringum Kerlingarfjöll.
Vetrarákoma mæld vorið 2017
reyndist vera 1,9 metrar á Blágnípu-
jökli, 1,5 metrar á Sátujökli og 1,6
metrar á Þjórsárjökli. Tölurnar gefa
til kynna meðalvatnsgildi vetrar-
snævarins á viðkomandi ísasviðum.
Snjóþykktin mest á hábungunni
Snjóþykkt á Hofsjökli mælist oft-
ast mest á hábungu jökulsins, sem er
í 1.792 metra hæð. Snjóþykkt í vetr-
arlok hefur mælst á bilinu 5-8 metrar,
að meðaltali 6,5 m. Mest mældist hún
8,1 metri vorið 2012 en reyndist 6,9
metrar vorið 2017. Vatnsgildi vetr-
arákomunnar hefur að jafnaði verið
um 3 metrar, þ.e. 3.000 millimetrar og
þar sem einnig bætist á hábunguna
að sumarlagi má áætla að árleg úr-
koma á hábungu Hofsjökuls sé að
jafnaði rúmlega 4.000 mm (vatns-
gildi). Til samanburðar er meðalárs-
úrkoma á landinu öllu áætluð um
1.600 mm.
Frá upphafi hefur verið mælt í 25-
30 punktum á svæðum sem eru
hættulítil yfirferðar. Skafrenningur
hefur áhrif á dreifingu snævar um
jökulinn og á síðustu árum hefur
fengist mun fyllri mynd af ákomu-
dreifingunni með mælingu snjó-
þykktar á samfelldum sniðum með
svokallaðri snjósjá. Tæki þetta er
dregið á eftir vélsleða og mælir
endurkast rafsegulbylgju frá neðra
borði vetrarlagsins.
Tímamótamæling á Hofsjökli
Þykkt vetrarsnævar á jöklinum var mæld í þrítugasta sinn Mæliröðin frá Hofsjökli er sú fyrsta
hér á landi sem nær 30 ára tímalengd Vetrarákoma í vetur um 20% meiri en veturinn 2015-2016
Ljósmynd/Þorsteinn Þorsteinsson
Útsýni Bergur Einarsson jarðeðlisfræðingur og Vilhjálmur Kjartansson tæknimaður á Hásteinum við miðju jökuls.
Hofsjökull Snjóþykkt var meðal annars mæld með kjarnaborun í leiðangr-
inum á dögunum. Það er Bergur Einarsson sem heldur á snjókjarnanum.
Þorsteinn
Þorsteinsson
Hofsjökull
Blágnípujökull
Þjórsárjökull
Sátujökull
Heimild/Veðurstofan
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2017
Mælingar á þykkt og útbreiðslu
snjóhulu á hálendi Íslands eru enn
stopular, að sögn Þorsteins Þor-
steinssonar.
Rúmur tugur sjálfvirkra veður-
stöðva er í rekstri á hálendinu en
gögn úr þeim gefa takmarkaða hug-
mynd um snjókomu og útbreiðslu
snjóhulunnar. Við mat á snjóalögum
á hálendinu er því byggt á fjarkönn-
un og reiknuðum niðurstöðum úr
veðurlíkönum, auk sjónmats í flug-
ferðum og í vetrarleiðöngrum Veð-
urstofunnar. Þá stendur Lands-
virkjun fyrir snjómælingum á vatna-
sviðum virkjana.
Úrkoma á landinu var yfir með-
allagi veturinn 2016-17 og er líklegt
að svo hafi einnig verið víða um há-
lendið, einkum sunnan jökla. Aukin
úrkoma þarf þó ekki endilega að
leiða til meiri snjóþykktar, því í hlýn-
andi loftslagi fellur hærra hlutfall
vetrarúrkomu á hálendinu sem regn.
Líkanmynd reiknuð 1. janúar 2017
sýndi að landið allt mátti heita snævi
þakið og mest var ákoman á jökla
miðhálendisins að vanda. Gervi-
hnattarmynd tekin 20. maí sýndi að
snjóhulan hafði verulega látið undan
síga í hlýindum maímánaðar. Þó sat
talsverður hluti eftir á sumum snjó-
þyngstu svæðum hálendisins, m.a. á
hálendinu sunnan Hofsjökuls, á
Torfajökulssvæðinu og á Nýjabæj-
arfjalli. Leysing hefur haldið áfram
og er hálendið þegar orðið óvenju-
snjólétt miðað við árstíma.
Morgunblaðið/RAX
Múlajökull í Hofsjökli Sumarfegurðin á hálendinu er mikil.
Mælingar á þykkt
snjóhulu stopular
Ármúla 24 - s. 585 2800
ÚRVAL ÚTILJÓSA